Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 20
Góð bílaauglýsing inniheldur árgerð, tegund, lit, vélarstærð og hve mikið bíllinn er ekinn. Ekki tapa þér í ofhlöðnum lýsingarorðum eða hvítum lygum. Haltu þig við sannleikann. [ BÍLAHÖNNUÐIR ] MJÖG EFTIRSÓTTIR Bílahönnuðir eru nú mjög eftirsóttir út um allan heim. Á fimmta og sjötta ára- tugnum voru framleiddir bílar með stíl en áhrif þeirra á umhverfið varð til þess að bílaframleiðendur þurftu að hanna bíla sem voru umhverfisvænir. Þar af leiðandi misstu þeir fallega út- litið sitt. Nú aftur á móti streyma bílar úr verksmiðjum sem hafa það besta úr báðum heimum; stíl og eru umhverfi- svænir. Bílaframleiðendur leita nú eftir að ráða bílahönnuði úr virtustu skól- um heims og ætla að leggja mikla áherslu á útlit bílsins en ekki síður á umhverfisáhrif hans. ■ Varahlutir sem þú getur treyst á ! sími 577 1313 • kistufell@centrum.is ✔ Pakkningarsett ✔ Ventlar ✔ Vatnsdælur ✔ Tímareimar ✔ Viftureimar ✔ Knastásar ✔ Olíudælur ✔ Legur VÉLAVERKSTÆÐIÐ TANGARHÖFÐI 13 Vélaviðgerðir Vélavarahlutir - P Ú S T Þ J Ó N U S TA - SÓLTÚN 3 - SÍMI 562 1075 Kristján Einar Kristjánsson er fimmtán ára og af mörgum talinn vera helsta framtíðarefni Íslend- inga í akstursíþróttinni. Hann er langyngstur keppenda í GoKart hér á landi, byrjaði að æfa fyrir fjórum árum síðan og keppti í fyrsta skipti í fyrrasumar. „Ég er búinn að vera með svakalega bíla- dellu alla ævi eins og reyndar öll mín fjölskylda sem tekur þátt í þessu með mér og styður vel við bakið á mér, segir hann. Kristján Friðriksson, faðir Kristjáns Ein- ars, og afi hans, Steingrímur Inga- son, eru báðir fyrrum akstursí- þróttamenn og kemur því ekki á óvart að hæfileikar Kristjáns séu honum í blóð bornir. „Þegar ég byrjaði fyrir fjórum árum síðan var ég á miklu minni og kraftminni bíl en ég er á núna. Þá byrjaði ég að leika mér á GoKart-brautinni í Kapelluhrauni í Hafnarfirði og fannst rosalega gaman. Síðan hef- ur þetta bara þróast út í það að ég fór að keppa,“ segir hann. Kristján Einar á erfiðan dag fyrir höndum á morgun því þá mun hann keppa í tveimur mótum, ann- ars vegar á Íslandsmeistaramótinu í GoKart og hins vegar á Rotax- mótinu og munu tveir sigurvegarar þess móts öðlast þátttökurétt í alþj- óðlegri lokakeppni sem haldin verður á Kanaríeyjum í janúar á næsta ári. „Ég hlakka bara til og kvíði ekkert fyrir þessu, það þýðir ekki neitt annars fer maður bara að gera mistök. Ég hef verið duglegur að æfa því annars nær maður ekki neinum árangri,“ segir hann. Í framtíðinni segist Kristján Einar hiklaust ætla að einbeita sér að akstursíþróttinni. „Það er spurn- ing hvort maður endi sem akstursí- þróttamaður eða sem liðsstjóri til að nýta þá reynslu sem maður hefur. Ég hef ekki alveg ákveðið mig en finnst ekkert ólíklegt að ég fari út í rallíþróttina,“ segir hann. ■ Kristján Einar er: Ökuþór framtíðarinnar „Ég er búinn að vera með svakalega bíladellu frá fæðingu,“ segir Kristján Einar Kristjánsson, fimmtán ára aksturskappi. Renault-sportbíllinn Megane Coupé-Cabriolet hefur hlotið 5 stjörnur í árekstrarprófun Euro NCAP. Bíllinn hlaut 33,56 stig af 37 mögulegum og þar með er bíll- inn sá öruggasti í sínum flokki. Þetta er sjötti bíllinn frá Renault sem fær þessa afburðaeinkunn fyrir öryggisbúnað. „Opnir bílar hafa hingað til ekki þótt endurspegla mikið ör- yggi, hvorki hvað varðar árekstra eða bílveltur,“ segir Helga Guðrún Jónasdóttir, kynningar- fulltrúi B&L. „En samkvæmt þessum niðurstöðum Euro NCAP veitir Megane Cabriolet-sportbíll- inn frábæra vörn í báðum tilvik- um. Það er meðal annars vegna þess að framrúðan myndar ásamt veltistöngum að aftanverðu sér- hannaðan öryggisbúnað í veltum á meðan hönnun boddísins felur í sér öfluga árekstravörn. Þá má benda á að eins og hjá öðrum me- ðlimum Megane II-fjölskyldunnar er öryggisbúnaður farþega og bíl- stjóra með því besta sem völ er á. Sem dæmi má nefna sex loftpúða auk skriðpúða í framsætum á þriggja dyra útgáfum og 3 punkta öryggisbelti í öllum sætum.“ Þetta er sjötti bíllinn frá Re- nault sem hin óháða eftirlits- stofnun Euro NCAP veitir fullt hús stiga eða fimm stjörnur fyrir ör- yggisbúnað. ■ Megane Copué-Cabriolet hlaut 33,56 stig af 37 mögulegum í árekstraprófun. Renault-sportbíllinn Megane Coupé-Cabriolet: Fimm stjörnur í árekstraprófun Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S 570 5300 • www.yamaha.is Opið mánudaga til föstudaga kl. 8.00 - 18.00 TIL AFGREI‹SLU STRAX Vi› lánum allt a› 70% Arctic Trucks bjóða lán til kaupa á nýjum mótorhjólum. Lánin geta numið allt að 70% af kaupverði og gilt til 60 mánaða. Kynnið ykkur möguleikana og látið draum- inn verða að veruleika. Hjólaðu í sumar. YZF 450 TTR 250 PW 80 WR450F 949.000 WR250F 909.000 YZ450F 909.000 YZ250F 869.000 TTR250 719.000 YZ250 809.000 YZ125 749.000 YZ85 529.000 PW80 (barnahjól) 259.000 PW50 (barnahjól) 209.000 TTR125 429.000 TTR90 339.000 DT 50 409.000 DT 175 399.000 TT 600RE 757.000 T O R F Æ R U H J Ó L ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 25 28 7 0 7/ 20 04 verð verð verð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.