Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 16
Ellert Aðalsteinsson og kona hans, Þórdís Björk Sigurbjörns- dóttir opnuðu nú á mánudaginn Skotskólann. Þar miðlar Ellert, sem er margfaldur íslandsmeist- ari og methafi í leirdúfuskotfimi, nú þekkingu sinni til þeirra sem vilja ná betri tökum á hagla- byssuskotfimi. Hann hefur menntað sig í íþróttinni í Bret- landi og æfði þar meðal annars með enska landsliðinu. Enn sem komið er, er Ellert eini kennari skólans en stefnt er að því að er- lendir sem íslenskir gestakennar- ar muni einnig starfa þar. Skólinn hefur þegar tekið upp samstarf við Jóhann Vilhjálmsson byssusmið sem mun ásamt skól- anum veita ráðgjöf um val á byss- um og því um líku. „Þetta er bara gamall draum- ur sem ég er búinn að vera með í maganum lengi. Þegar ég bjó út í Bretlandi 1994 sá ég að þar voru til margir skotskólar og það er löng hefð fyrir þessu víða um heim. Menning Íslands byggir á veiðimannasamfélagi og því álít ég að það sé brýn þörf á skóla sem þessum.“ Þrátt fyrir að skólinn hafi ein- ungis verið starfræktur í tæpa viku segist hann hafa hlotið mjög góðar móttökur. „Þetta hefur vantað fyrir veiðimenn til að geta komið og æft sig fyrir veiðitíma- bilið. Það eru margir sem fara bara og skjóta þrisvar til fjórum sinnum á ári og ekkert þar á milli. Þegar þeir fara í veiði eru þeir oft óánægðir með árangur fyrstu daga veiðitímabilsins vegna ónógrar þjálfunar. Ef þeir eru búnir að æfa sig aðeins fyrst ná þeir betri árangri.“ Hann segir einnig að undirbúningsleysi geti valdið því að veiðimenn hitti illa og það eigi að sýna náttúrunni þá virðingu að vera í góðri æfingu þegar veiðitímabilið hefst. Leir- dúfuskotfimi sé mjög hentug fyr- ir slíka þjálfun. Þegar er byrjað að bóka tíma hjá Ellert, sem kennir á keppnis- svæði Skotíþróttafélags Hafnarf- jarðar og hann hefur hafið kennsluna. „Þetta byggir á einka- kennslu og ég legg mikið upp úr henni, en ég tek smærri hópa líka.“ Hann segir kennsluna ekki eingöngu sniðna að þörfum veiði- manna, heldur sé leirdúfuskot- fimi fyrir alla þá sem hafa gaman af íþróttaskotfimi, karla og konur og sé kjörinn fyrir þá sem vilja eiga skemmtilegan dag með vinum eða starfsfélögum. Skotskólinn mun í vetur stan- da fyrir veiðiskóla í umsjón Rób- erts Schmidt. Þar verður farið í ýmsa þætti veiðinnar, allt frá skotvopnum til matreiðslu villi- bráðarinnar. ■ 16 17. júlí 2004 LAUGARDAGUR DAVID HASSELHOF Fyrrum strandvörðurinn, söngvarinn og nú síðast þýski brenniboltaþjálfarinn er 52 ára í dag. AFMÆLI Lísa Thomsen er 60 ára í dag. Vinum hennar og ættingjum er boðið til samfagnaðar á Gömlu Borg í Grímsnesi klukkan 19.30 til 22. Þá sem langar að gleðja hana er bent á ferðasjóðinn sem notaður verður í haust til utanlands- ferðar. Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari er 57 ára. Ögmundur Jónasson alþingismaður og formaður BSRB er 56 ára. ÆTTARMÓT ÆTTARMÓT Í ÞYKKVABÆ 24.-25. JÚLÍ Ættarmót Sesselju Þórðardóttur (1831- 1908) og Ólafs Jónssonar (1828-1877), Hávarðarkoti, Kálfholtssókn, Rang. verð- ur haldið 24.-25. júlí í samkomuhúsinu í Þykkvabæ. Mæting 24. júlí á milli klukkan 12-14. Börn Sesselju og Ólafs voru: Sigríður Ólafsdóttir Málfríður Ólafsdóttir Sesselja Ólafsdóttir Þórður Kristinn Ólafsson Jóhanna Margrét Ólafsdóttir Frekari upplýsingar veita Gísli Halldórs- son (6908303) og Sveinn Halldórsson (6969350) ANDLÁT Borghildur Kristín Magnúsdóttir, Afla- granda 40, Reykjavík, lést mánudaginn 12. júlí. Guðrún Guðmundsdóttir, Aðalgötu 1, Keflavík, áður til heimilis að Túngötu 15, Sandgerði, lést miðvikudaginn 14. júlí. Ingólfur Þ. Sæmundsson, Vík í Mýrdal, lést miðvikudaginn 14. júlí. Ingveldur Dagbjartsdóttir, Melabraut 9, Seltjarnarnesi, lést miðvikudaginn 14. júlí. Rósa Þorsteinsdóttir, frá Langholti, Engihjalla 3, Kópavogi, lést mánudaginn 12. júlí. JARÐARFARIR 14.00 Fríður Guðmundsdóttir hatta- dama, áður til heimils á Hverfis- götu 35, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð. 14.00 Olga Ásbergsdóttir, Súgandafirði, verður jarðsungin frá Suðureyrar- kirkju. 14.00 Þorsteinn Gíslason, frá Nýjabæ, Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafells- sýslu, verður jarðsunginn frá Prestbakkakirkju. Brýn þörf á svona skóla Söngkonan Billie Holiday dó vegna hjartabilunar á þessum degi árið 1959, þá 44 ára. Billie er talin ein af mögn- uðustu djasssöngkonum allra tíma. Hún breytti nafni sínu úr Elinore Fagan og var óskilgetin dóttir gítar- leikarans Clarence Holiday. Hún var alin upp af fátækri móður sinni í Baltimore og bjó öðru hvoru hjá ætt- ingjum sínum. Þegar hún var 12 ára var Billie farin að vinna fyrir sér sem gleðikona og söng í bakherbergjum kráa. Hún flutti með móður sinni til New York þegar hún var 13 eða 14 og þær voru báðar handteknar fyrir vændi þegar Billie var 14 ára. Snemma á fimmta áratugnum varð hún ástfangin af nokkrum eitur- lyfjanotendum. Hún hafði alltaf verið þekkt fyrir drykkju sína, bölv og fjár- hættuspil, en með þessum félagsskap varð hún æ óútreiknanlegri. Hún fór að nota heróín, var handtekin árið 1947 fyrir að hafa eiturlyf í fórum sín- um og var í fangelsi í eitt ár. Þegar hún losnaði hafði hún ekki lengur leyfi til að syngja í næturklúbbum. Í lok fimmta áratugarins hafði áralöng drykkja og eiturlyfjaneysla eyðilagt framtíð Billie og að lokum dró líferni hennar hana til dauða. ■ ÞETTA GERÐIST BILLIE HOLIDAY DEYR 17. júlí 1959 „Fyrir utan skemmtanagildið, hefur Baywatch bætt líf margra og á svo margan hátt bjargað mannslífum. Ég hlakka til að halda áfram með verkefni sem hefur haft jafn mikil áhrif á svo marga.“ David Hasselhoff var ekki í vafa um gildi hinnar mjög svo fræðandi og menningarlegu sjónvarpsseríu sem hann er frægastur fyrir. ELLERT AÐALSTEINSSON HEFUR OPNAÐ SKOTSKÓLANN BILLIE HOLIDAY Þrátt fyrir að 45 ár séu liðin frá andláti Billie Holiday er hún enn ein þekktasta djasssöngkona heims og enn á hún fjöl- marga aðdáendur. Eiturlyf og drykkja fer með magnaða söngkonu ÞETTA GERÐIST LÍKA 1453 Frakkar sigra Englendinga við Castillon í Frakklandi, sem markar lok hundrað ára stríðsins. 1762 Pétur III, Rússakeisari er myrtur og Katrín II tekur við krúnunni. 1815 Napóleon Bónaparte gefst upp fyr- ir Bretum við Rochefort í Frakk- landi. 1917 Breska konungsfjölskyldan breytir eftirnafni sínu úr Saxe-Coburg- Gotha í Windsor. 1955 Disneyland opnar í Kaliforníu. 1967 Djasssaxófónleikarinn John Coltra- ne deyr. Hann var 40 ára. 1979 Forseti Nígaragva, Anastasio Somoza, lætur af embætti og flýr til Miami. 1996 230 láta lífið þegar flugvél TWA springur og brotlendir við Long Is- land, New York. 1998 Neðansjávarjarðskjálfti kemur af stað risaöldu sem eyðir þorpi á Papúa Nýju Gíneu. Tilkynnt var að 1.500 hefðu látið lífið, 2000 væru týndir og þúsundir heimilislausir. 1998 Líffræðingar tilkynna að þeir hafi greint genauppbyggingu sýfilis- bakteríunnar. ELLERT AÐALSTEINSSON Hann vill nú miðla þekkingu sinni á haglabyssuskotfimi og stofnaði því Skotskólann ásamt konu sinni. Allar upplýsingar um skólann má finna á skotskolinn.is KOMIN Í LAUGARDALINN Er að koma sér fyrir í nýju íbúðinni sinni VIKAN SEM VAR RAGNHEIÐUR GUÐNADÓTTIR „Ég kom úr sumarbústað á þriðju- daginn og lagði lokahönd á síðasta þátt Prófíls í sumar. Þátturinn er kominn í sumarfrí og ég líka,“ seg- ir fegurðardrottningin Ragnheiður Guðnadóttir. Ragnheiði leist mjög vel á BogB og segir að ekki sjáist neitt sem ekki megi sjást. „Það sést meira í líkamann á manni í bikiníi,“ segir Ragnheiður. Hún segir að enginn hafi enn hringt í sig og hellt sér yfir hana fyrir að sitja fyrir á síðum blaðsins og að móðir hennar sé mjög ánægð með útkomuna. Það þýði að hún hafi ekki gert neitt af sér. „Sumarbú- staðaferðin stendur upp úr í vik- unni. Það er svo gaman að komast út í náttúruna og verða óhrein,“ segir fegurðardrottningin. Ragnheiður eyðir flestum kvöldum þessa dagana í að stand- setja nýju íbúðina sína með því að hengja upp myndir og sauma gluggatjöld. Í fríinu sínu ætlar hún að njóta samvista við son sinn. Ragnheiður er Vestmannaey- ingur og undirbýr sig nú af kappi fyrir Þjóðhátíð. Hún segir vikuna hafa verið rólega en að næsta vika verði erfiðari þar sem Þjóðhátíð- arstressið taki nú við. „Það er miklu erfiðara að vera heimamað- ur á Þjóðhátíð en að vera ekki úr Eyjum. Maður þarf að redda öllum gistingu og tjöldum og heimsækja allt fólkið sem maður þekkir.“ Ragnheiður vonar að all- ir landsmenn skemmti sér vel um verslunarmannahelgina. ■ Gott að vera óhrein úti í náttúrunni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.