Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 www.gunnimagg . i s Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma Okkur vantar pláss... ...hvað vantar þig? IK E 24 93 6 06 .2 00 4 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 4 Útsala Rýmum fyrir nýjum vörum 24/06–18/07 Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is Flöggum í hálfa stöng 19. júlí Um daginn var sagt frá vélhjólamönnumsem höfðu spænt upp svartan mosa í friðlandi að fjallabaki. Þetta er ekki eins og að rispa bíl, brjóta glugga eða ræna sjoppu. Þetta er eins og að ráðast inn á Listasafn Íslands og rista sundur einn Kjarval eða tvo. ÞANN 19. júlí í fyrra flögguðu landverðir í Öskju, Herðubreið, Kverkfjöllum og víðar í hálfa stöng vegna náttúruspjalla norðan Vatnajökuls sem jafnast á við að rústa heilli álmu í Listasafni Íslands. Flöggunarmálið var litið „MJÖG ALVARLEGUM AUGUM“ af Umhverfisstofnun og harðorð bréf hennar eru eins og úr sovéskri martröð. Í löngu máli er yfirlandvörður krafinn skrif- legra skýringa á gjörðum sínum og beðinn að nefna þáttTakendur í glæpnum. Afleið- ingin: Landvörður missti vinnuna. KONA flaggar í hálfa uppi á reginfjöllum og fær ekki vinnu aftur! Í hvaða landi erum við? Er þetta ekki líbó samfélag? Allir vinir? ERU MENN AÐ STUNDA EINHVERN FASISMA HÉRNA? STARFSMAÐUR ríkisins er aðeins limur á líkama ráðherra og framlenging á valdi hans. Skoðanir hans og vísindalegar niður- stöður verða að þjóna stefnu stjórnvalda hversu vitlaus sem hún er. Ef ráðherra er framsóknarmaður eru allir undirmenn sjálf- krafa framsóknarmenn. Doktor í plöntulíf- fræði er því best að þegja ef þekking hans samrýmist ekki skoðun formanns flokksins. Þetta skapar andrúmsloft sem er ófrjálst og óskapandi og mun leiða til þess að besta fólkið hrekst af landi brott. Þá hnignar okkur. Í STAÐ þess að sérfræðingar ríkisins hafi akademískt frelsi til að veita stjórnvöldum aðhald þá situr ráðherra á þekkingunni og hleypir aðeins út þeim skoðunum sem honum henta. Guð einn veit hversu mikið af okkar best menntaða fólki hefur haldið sér saman á síðustu árum og situr á sannfær- ingu sinni af ótta við að missa vinnuna og æruna. ÞESSI meðferð á vísindamönnum og land- vörðum er ógeðfelld eins og ritskoðun eða rasismi. Fólk sem hefur varið drjúgum hluta ævinnar í að afla sér þekkingar og starfar fyrir ÞJÓÐINA: ER BANNAÐ AÐ UPPLÝSA OKKUR! Vegna þess að upplýs- ingar hafa áhrif á skoðanir okkar og af- stöðu. UMHVERFISRÁÐHERRA bar skylda til að miðla þjóðinni af þekkingu landvarða og sérfræðinga stofnana sinna en HÚN GERÐI ÞAÐ EKKI. Viðbrögð landvarðanna eru því eðlileg. Siv brást undirmönnum sínum. Hvers vegna? Vegna þess að þjóðin átti að trúa því að landið norðan Vatnajökuls væri einskis virði. Þannig beita menn þöggun til að HAFA ÁHRIF Á VINSÆLDIR SÍNAR OG ÚRSLIT KOSNINGA! MÁNUDAGINN 19. júlí eru Íslendingar hvattir til að sýna landvörðum samstöðu og flagga í hálfa stöng. Ferðalangar verða að flagga í hálfa í Öskju, Herðubreið og Kverk- fjöllum ef landverðir þora ekki. Þjóðinni ber skylda til að styðja við bakið á fólki sem stóð með sannfæringu sinni en glataði starfi sínu. ANDRA SNÆS MAGNASONAR BAKÞANKAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.