Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 15
15LAUGARDAGUR 17. júlí 2004 Ríkisstjórnin lætur sem þetta nýjasta útspil hennar sé gert til sátta. En það er blekking. Ef raunverulegur vilji hefði verið til sátta hefðu fjölmiðlalögin verið dregin til baka án skilyrða. Ríkisstjórnin er að hafa rangt við BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON UMRÆÐAN FJÖLMIÐLAMÁLIÐ ,, AF NETINU Þegar þú kaupir 2 vörur úr sólarvarnarlínu Börlind, færðu frítt í kaupbæti vandaða vekjaraklukku með dagatali og reiknivél. Samanbrotin er hún fyrirferðarlítil og því heppileg í ferðalög. Tilboðið gildir til 04.06 2004 SÓLARVARNARLÍNA BÖRLIND Me› hækkandi sól er vert a› huga a› vörnum fyrir hú›ina gegn ska›legum geislum sólar. Vi›kvæm hú› flarf sólarvörn sem gefur ríkulega næringu og öfluga vörn. Sólarvarnarlína Börlind er sni›in a› flörfum vi›kvæmrar hú›ar. Hún er laus vi› óæskileg aukaefni og flví sérlega heppileg fyrir börn, fólk me› vi›kvæma hú› og alla flá sem vilja vernda hú›ina á áfrifaríkan og náttúrulegan hátt. Í sólarvarnarlínu Börlind eru eftirfarandi vörutegundir: Mjólk SPF 10, mjólk SPF 20, krem SPF 12, sólarúði SPF 15, einnig mjög áhrifaríkt After Sun Gel. Sólarvarnarlína Börlind er: •Unnin úr virkum efnum náttúrunnar •Laus við dýraextrakta og skaðleg kemísk efni •Virkni staðfest með húðprófum á sjálfboðaliðum •Ofnæmisprófuð •Með jurtaextröktum úr lífrænni ræktun K R AF TA VE R K Þegar á reyndi þorði ríkisstjórnin ekki að láta þjóðaratkvæðagreiðsluna um fjölmiðlafrumvarpið fara fram. Hún óttaðist að bíða ósigur í þeirri at- kvæðagreiðslu.Hún tók því þann kost að draga fjölmiðlalögin til baka og leggja fram nýtt frumvarp um sama efni með örlitlum breytingum! Menn eru ekki á eitt sáttir um það hvort þessi ráðstöfun ríkisstjórnar- innar standist stjórnarskrána. Að sjálfsögðu getur ríkisstjórnin eða alþingi fellt úr gildi lög, sem sam- þykkt hafa verið. En hvort það stenst, að afturkalla lög eða frumvarp sem er til meðferðar hjá þjóðinni og leggja um leið fram annað frumvarp örlítið breytt er annað mál. Með þess- ari aðferð er ríkisstjórnin að hafa rangt við. Hún er að komast hjá þjóð- aratkvæðagreiðslunni með klækjum. Breytingarnar á fjölmiðlafrumvarp- inu eru aðeins til málamynda: Í stað þess að markaðsráðandi fyrirtæki megi eiga 5% í ljósvakafyrirtæki segir nú, að þau megi eiga 10%. Og í stað þess að lögin taki gildi 2006 eiga þau nú að taka gildi 2007. Þetta eru sáralitlar breytingar og mikil spurn- ing hvort þær réttlæti það, að hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu. Fyrstu viðbrögð almennings við þessari ráð- stöfun ríkisstjórnarinnar eru nei- kvæð. Almenningur virðist sjá í gegnum bellibrögð ríkisstjórnarinn- ar og það virðist jafnmikil andstaða gegn þessu nýja lagafrumvarpi um fjölmiðla eins og því gamla. Ef svo er þá er jafnmikil gjá milli þings og þjóðar í málinu eins og áður. En það var aðalástæðan fyrir synjun forseta Íslands á staðfestingu fyrra fjölmið- lafrumvarpsins. Þessi síðasta ráðstöfun ríkis- stjórnarinnar er örvæntingartilraun til þess að bjarga ríkisstjórninni frá falli. Ágreiningur var orðinn mikill milli stjórnarflokkanna um hvernig haga ætti þjóðaratkvæðagreiðslunni. Ljóst var að þingmenn Framsóknar vildu ekki setja eins miklar skorður við atkvæðisrétti kjósenda eins og Sjálfstæðisflokkurinn vildi. Það var farið að hrikta í stjórnarsamstarfinu. Þá datt forsætisráðherra í hug að best væri að draga fjölmiðlafrum- varpið til baka og gera á því mála- myndabreytingar. Allt skal gert til þess að stjórnin geti hangið við völd og formaður Framsóknar fengið að sitja um sinn við borðsendann á ríkis- stjórnarfundum. Ríkisstjórnin lætur sem þetta nýjasta útspil hennar sé gert til sátta. En það er blekking. Ef raunverulegur vilji hefði verið til sátta hefðu fjöl- miðlalögin verið dregin til baka án skilyrða. Síðan hefði ríkisstjórnin boð- ið stjórnarandstöðunni til samstarfs um að semja nýtt fjölmiðlafrumvarp og tekið góðan tíma í það verk, a.m.k. til hausts. En ríkisstjórnin sýnir þá ósvífni að leggja fram nýtt frumvarp um leið og það gamla er afturkallað. Með því sýnir hún, að enginn raun- verulegur áhugi er á sáttum. Búast má því við að sami ófriður verði um nýja frumvarpið eins og það gamla. Þjóðin mun hafna nýja frum- varpinu. ■ Lýðræði til trafala? Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingis- maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sagði í sjónvarpsviðtali í kvöld að með því að nýta stjórnarskrárákvæði um málskots- rétt væri forseti Íslands að gera landið óstjórnhæft. Hvað er hér átt við? Geng- ur málskotsrétturinn ekki út á að skjó- ta umdeildum málum til úrskurðar hjá þjóðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu? Verður landið óstjórnhæft ef þjóðin kemur meira að ákvörðunum stórra mála? Á þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins ef til vill við það að skapa þurfi stjórnarherrunum aukið svigrúm til at- hafna; að verja þurfi þá betur fyrir þj- óðinni!? Er lýðræðið með öðrum orð- um til trafala? Ögmundur Jónasson á ogmundur.is Vonarstjarna Framsóknar Dagný Jónsdóttir vonarstjarna Fram- sóknarflokksins lætur ekki fjölmiðlafár- ið í þinginu trufla sig í daglegu lífi - ef marka má dagbókarfærslur hennar á netinu. Á sama tíma og flokkurinn hennar er í frjálsu falli í skoðanakönn- unum, og helsti lagspekingur flokksins er kallaður vitleysingur af Jóni Steinari Gunnlaugssyni, dáist Dagný að útsýn- inu upp á Hellisheiði eystri og spáir í kræklingarækt í Hrísey. Hún skaust líka til Skotlands og skemmti sér alveg ljómandi. Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins fagnar mjög þessari vonarstjörnu og telur hana hafa staðið sig afskaplega vel á yfirstandandi þingi. Styrmir rökstyður hólið með því að Dagný hafi mætt með skotthúfu við setningu þingsins í haust og það sé af- skaplega þjóðlegt og gott. Líklega þarf Framsóknarflokkurinn engu að kvíða með slíka þingmenn innanborðs sem á víðsjárverðum tímum einbeita sér að kræklingum, skotthúfum og helgar- ferðum til Skotlands. Í hnotskurn á vg.is/postur Fimmta, sjötta ... valdið Er kominn tími til þess að líta í kringum sig, hver skyldi fara með fimmta valdið, sjötta og sjöunda? Eru það kaupmað- urinn á horninu, útvegsmenn og bank- arnir? Viljum við búa í þannig þjóðfé- lagi? Skyldi ekki vera réttara að líta á þessa aðila sem aðra í þjóðfélaginu, stóra og smáa, sem misjafnlega áhrifa- mikla? Vel má vera að sumir þeirra verði mjög áhrifamiklir í krafti vel- gengni sinnar, kænsku eða visku. En væri ekki rétt að spyrja landsmenn áður en þeir eru settir á stall með lög- gjafarvaldinu, dómsvaldinu og fram- kvæmdavaldinu? Jón Elvar Guðmundsson á frelsi.is Rétta svarið Hópur lögfræðinga hefur á undanförn- um dögum reynt að nálgast hið rétta svar við því álitaefni sem efst er á baugi í þjóðfélaginu nú og getið var um hér að ofan. Einhver þeirra hefur réttu niðurstöðuna, en enginn veit hver, allra síst þeir sjálfir. Til þess að kveða upp úr um það höfum við dóm- stóla, en allsendis er óvíst um hvort málið kemur nokkurn tímann á þeirra borð með einum eða öðrum hætti. Á meðan verðum við að bíða í óvissunni. Arnar Þór Stefánsson á deiglan.com

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.