Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 13
Þrasgirni og þrátefli verður að linna Sú fullyrðing heyrðist framan af árinu og margendurtekin sem sannleikur af vörum manna, sem þykjast vita öðrum meira um líffaldur lagagreina, að 26. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands væri dauður bókstafur vegna þess að fjórir nafngreindir forsetar Íslands neyttu aldrei réttar forseta að synja lagafrumvörpum stað- festingar. Með vísan til þessa hefur það síast inn í huga ýmissa stjórnmálamanna, að 26. greinin í stjórnarskránni sé ekki aðeins úr- elt fyrir notkunarleysi, heldur sé hún frá upphafi einhvers konar að- skotahlutur, meinloka í andstöðu við þingræðið. Þessi skoðun á sér nokkra formælendur, en þó vill svo til að jafnvel flokksforingjar, sem varla mega heyra þjóðaratkvæði nefnt, fara hægt í sakirnar að játa á sig úreldingar- og dauðakenning- una. Þeir hafa að lokum viðurkennt að 26. greinin heimilar forseta Íslands, ef honum sýnist svo, að synja lagafrumvarpi staðfestingar og skal þá leggja þá ákvörðun und- ir þjóðardóm, þjóðaratkvæði. Hins vegar hafa þeir af furðulegri þras- girni reynt að flækja framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar eða komast hjá henni og rugla með því heilbrigða umræðu um kjarna málsins, sem er það að forseti Íslands á það undir sjálfs síns mati (án atbeina ríkisstjórnar) að synja lagafrumvarpi staðfestingar. Aðgerðarleysi fyrrverandi for- seta Íslands (Sveins Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar, Kristjáns Eld- járns og Vigdísar Finnbogadóttur) bindur ekki hendur núverandi for- seta. Hann hefur þegar neytt þess réttar sem forseta er ætlaður sam- kvæmt greininni. Hafi hún legið í dvala í 60 ár er nú ljóst að hún er sprelllifandi og tiltæk forseta (hver sem hann er) svo lengi sem hún er ekki afnumin með löglegum hætti. Viðbrögð ríkisstjórnar við ákvörðun forseta er mál út af fyrir sig. Stofnað hefur verið til þráteflis sem er í senn efnislega vafasamt (að ekki sé meira sagt) og pólitískt óskynsamlegt eins og nýleg skoðana- könnun á fylgi stjórnmálaflokka ber með sér. Samkvæmt henni er stuðn- ingur við ríkisstjórnina í lágmarki. Hins vegar er erfitt á þeirri stundu sem þetta er ritað (12. júlí) að geta sér til um framhald og þróun málsins. Friður um máls- meðferð er ekki í sjónmáli og mála- lok ófyrirséð. Hitt stendur og má kalla sigur, að 26. grein stjórnar- skrárinnar er í fullu gildi. Efni hennar verður ekki vefengt úr þessu. Deilur þær sem sagðar eru standa um „framkvæmd og formsatriði“ eru í raun og veru annað og meira. Þær fjalla líka um efnisatriði, þar sem oft verður ekki greint á milli efnis og forms nema með lagakrók- um, sem jaðra við lögleysu. Áhugi ríkisstjórnarinnar á að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu hefur leitt hana út á hálar brautir. Þetta hlýtur að hryggja margan stuðningsmann þeirra stjórnmálaflokka, sem að ríkisstjórninni standa. Í Framsókn- arflokknum er víðtæk óánægja með afstöðu forustumanna flokks- ins í þessu máli. Þrasgirni og þrát- efli verður að linna. Tími lögfræði- álitanna er liðinn. Tími stjórnmála- lausna er upprunninn. Höfundur er fyrrverandi alþingis- maður Framsóknarflokksins. 13LAUGARDAGUR 17. júlí 2004 Opið bréf til Davíðs og Halldórs Elías Davíðsson tónskáld skrifar opið bréf til Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgríms- sonar vegna loftárásar á útvarpsstöð í Serbíu vorið 1999 sem hann segir að hafi verið heimiluð á leiðtogafundi NATO í Washington nokkru áður. Spyr hann hvort þeir hafi beitt sér á þessum fundi gegn þessari heimild. „Eruð þið tilbúnir til að biðja íslensku þjóðina afsökunar á því að hafa með leynd og í nafni þjóðarinnar blessað og heimilað árás á saklausa borg- ara annarrar þjóðar?“ spyr hann. Sjá Visir.is Hjálpum laxinum í Elliðaánum Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi skrifar um málefni Elliðaánna og ræðir um til- lögur samráðshóps, sem borgarráð skip- aði, til verndar vatnasvæðinu og lífríki þess. Meðal tillagna er að veiðimenn hlífi laxi í ánum í sumar með því að sleppa honum. „Hópurinn leggst ekki gegn hóf- samri nýtingu sem feli í sér að þeir sem áhuga hafa á taki með sér lax í soðið, en hvetur eindregið til þess að stefnt verði að því að veiðiálag verði minnkað. Hópurinn beinir því til stjórnar Stangaveiðifélags Reykjavíkur að tilmælum um þetta efni verði komið til allra veiðimanna sem stunda árnar og þeim gefnar leiðbeiningar um hvernig sleppa megi laxi ósködd- uðum“. Sjá Visir.is Kóreustríðið í nútímanum Gylfi Páll Hersir skrifar um Kóreu og ger- ir athugasemdir við skrif í Fréttablaðinu um málefni landsins. „Skipting Kóreu er eldfimt mál og stærsta málið sem má re- kja beint til aðstæðna við lok heimsstyrj- aldarinnar en er enn óleyst. Bandaríkja- stjórn og önnur heimsvaldaríki setja nú á oddinn kröfur um að Kórea hætti að þróa kjarnorku. Eftir áratuga viðskiptabann hyggjast þau ekki aðeins svipta landið rétti til þess að verjast, heldur ætla þau að snúa þróun raforkuframleiðslu við. Þau ætla að koma í veg fyrir rafvæðingu sveita og fjölmargra þéttbýlissvæða. Þau ætla að stemma stigu við almennri tækniþróun og framleiðslu og varpa íbúum landsins í myrkur“. Sjá Visir.is SKOÐANIR Á visi.is INGVAR GÍSLASON UMRÆÐAN STJÓRNMÁLA- ÁSTANDIÐ Leiðrétting Í Minni skoðun á miðvikudaginn vísaði ég til ummæla forsvarsmanna Gallup á Íslandi og Félagsvísindastofnunar um skoðanakannanir Fréttablaðsins. Þarna gerði ég Þórólf Þórlindsson, prófessor við félagsvísindadeild, að innanbúðar- manni í Félagsvísindastofnun – sem hann er ekki. Þórólfur er tengdur Rann- sóknum og greiningu, sem er í sam- keppni við Félagsvísindastofnun. For- svarsmenn Félagsvísindastofnunar hafa aldrei gagnrýnt skoðanakannanir Fréttablaðsins eða þá aðferð sem blaðið notar né heldur kannanir DV á sínum tíma og þar áður Dagblaðsins. Þetta leiðréttist hér með. Gunnar Smári Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um efni Fréttablaðsins eða málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Einnig áskilur ritstjórn sér rétt til að birta aðsent efni að meginhluta á vefsíðu blaðsins, sem er Vísir.is, og vísa þá til þess með úrdrætti í blaðinu sjálfu.Vinsamlega sendið efni í tölvupósti á greinar@frettabladid.is. Þar er einnig svarað fyrirspurnum um lengd greina.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.