Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 32
Samantektir kvennaathvarfa í Dan- mörku og Noregi sýna að erlendar dvalarkonur eru stór hluti þeirra sem leita sér aðstoðar í athvörfin. Þessi staðreynd hefur leitt til há- værrar þjóðfélagsumræðu um slæma meðferð þarlendra manna á erlendum eiginkonum sínum. Samantektirnar sýna að í Noregi eru 30% dvalarkvenna af erlendum uppruna og í Danmörku um það bil 40% en flestar þeirra eru frá löndum í Austur Evrópu og Asíu. Forsvarsmenn Samtaka kvennaathvarfa á Norðurlöndum telja það vaxandi vandamál að menn sækist eftir kynnum við konur frá fátækari löndum þar sem fjárhags- og félagsleg staða þeirra er bág. Á Íslandi er hlutfall erlendra kvenna sem dvalið hafa í Kvenna- athvarfi á bilinu 20–38 % eftir árum en hafa verður í huga að er- lendir ríkisborgarar á Íslandi eru 3,5% og mun færri en á hinum Norðurlöndunum. Dvalarkonurnar hafa langflestar verið beittar of- beldi af íslenskum karlmönnum en vinnuveitendur þeirra eru áber- andi milligönguliðir um komu þeir- ra í Kvennaathvarf. Einangrun og hótanir Drífa Snædal, fræðslu- og fram- kvæmdastýra Samtaka um kvenna- athvarf, bendir á að íslenskar konur hafi um fleiri úrræði að velja ef þær eru þolendur heimilis- ofbeldis. Vegna tengslanets síns og fjölskyldu þurfi þær síður að leita til athvarfsins en hinar erlendu sem hvergi eiga í hús að vernda. „Einangrunin er einkennandi fyrir erlendar konur sem til okkar sækja en einangrunin sem þær búa við er velþekkt birtingarmynd heimilisofbeldis og áhrifamikill þáttur andlegrar kúgunar. Einangr- unin felst að hluta til í því að kon- urnar þekkja ekki samfélagið en eiginmenn eru stundum gerendur í slíkri einangrun með því að halda aftur af upplýsingum um rétt kvennanna eða ljúga til um hann. Í sumum tilvikum hefur konum ver- ið hótað með brottvísun úr landi, fari þær frá eiginmönnum sínum. Það er auðveldara að einangra konu í samfélagi sem hún er ekki komin inn í og að henni má ljúga nánast hverju sem er. Heimilisofbeldi er eins allstaðar í heiminum en í því felst jafnan fjárhagsleg stjórnun, hótanir og einangrun. Vitað er að ójafnrétti í hjónabandi er helsta uppspretta heimilisofbeldis, þegar annar aðil- inn er yfir hinn hafinn, ýmist af lagalegum eða menningarlegum ástæðum, eða vegna þess að hann tekur sér það vald. Í Kvennaath- varfinu kemur í ljós hve háðar er- lendar konur eru eiginmönnum sín- um og því ekki hægt að segja að samböndin byggist á jafnréttis- grundvelli. Ýmist eru þær fjár- hagslega háðar mönnum vegna tak- markaðrar tungumálakunnáttu og aðgengi á vinnumarkað, eða hafa ekki dvalarleyfi í landinu öðruvísi en að vera í hjónabandi við Íslend- ing. Besta leiðin til að útrýma heimilisofbeldi er með jafnrétti kynjanna.“ Þriðjungur skilnaða vegna heim- ilisofbeldis Prestur innflytjenda á Íslandi, Toshiki Toma, hefur í gegnum hjónabandsráðgjöf og kirkjuna kynnst kúgun íslenskra karlmanna á erlendum konum. Hann segir að í þriðja hverju skilnaðarmáli er- lendra kvenna og íslenskra manna sé orsökin heimilisofbeldi. Hann telur andlegt ofbeldi komi í veg fyrir að þolendur leiti sér hjálpar fagfólks. „Konurnar eru almennt hrædd- ar við að yfirgefa eiginmenn sína og spurningar um afleiðingar skiln- aðar eru mjög algengar. Þær óttast að verða sendar úr landi eða missa vinnuna í kjölfarið. Andlegt ofbeldi birtist í hótunum og lygum um stöðu og rétt konunnar í landinu og sökum vanþekkingar á samfélaginu trúir hún þeim. Vegna ólíkrar menningar gera asískar konur yfir- 20 17. júlí 2004 LAUGARDAGUR Óupplýst hvarf 33 ára konu frá Indónesíu hef- ur vakið upp spurningar um stöðu erlendra kvenna sem giftar eru íslenskum karlmönnum. Heimilisofbeldi er orsök þriðjungs skilnaðar- mála sem til innflytjendaprests berast og hátt hlutfall dvalarkvenna í Kvennaathvarfi eru af erlendum uppruna. Fagfólk telur erlendar konur hræddar við að leita sér hjálpar vegna hótana frá íslenskum eiginmönnum. Oddur H. Oddsson telur stöðu erlendra kvenna ekki verri en íslenskra: „Uppblásin umræða“ Veitingamaðurinn Oddur H. Oddsson telur erlendar konur ekki verr staddar en aðrar konur á Íslandi. Hann hefur sjálfur ver- ið giftur taílenskri konu í 17 ár og þykir umræðan um bága stöðu asískra kvenna hérlendis uppblásinn og orðum aukin. „Konurnar eru alltaf stimplaðar sem fórnarlömb en mín reynsla er sú að þær asísku konur sem hingað koma hafa það ágætt. Í þeim hjónaböndum sem ég þekki til örlar ekki á ofbeldi. Erlendar konur sem á einhvern hátt hafa það slæmt sækjast nú að mörgu leyti í þá vitleysu sjálfar. Maður hefur svo sem heyrt sögusagnir um íslenska menn sem gagngert fara til Austurlanda að sækja sér konur og komi svo illa fram við þær. Ég veit ekki betur en að þeir menn komi jafn illa fram við ísl- enskar konur.“ Oddur telur ekki endilega fjölda þeirra erlendu kvenna sem í Kvennaathvarfið sækja, segja sannleikann allan. „Sumar konur misnota kvennaathvarfið og flýja þangað þegar upp koma heimiliserjur og þær fara í fýlu. Fyrir vikið lítur málið miklu verr út en það í raun og veru er. Ég veit ekki til þess að útlenskar konur hafi það á nokkurn hátt verra en íslenskar.“ Oddur og kynntist eiginkonu sinni Janjira á strönd í Taílandi fyrir sautján árum og síðan hafa þau búið á Íslandi. Hjónin segj- ast aldrei hafa fundið fyrir for- dómum en eru sammála um að tímarnir hafi mikið breyst. „Þeg- ar hún kom fyrst til Íslands voru allir voðalega spenntir fyrir henni og vildu fá hennar sjónar- mið um allt. Nú þykir þetta mjög hversdagslegt, það eru margar taílenskar konur á landinu sem falla algjörlega inn í samfélagið. Ég held að næsta kynslóð verði mun blandaðri.“ Hann segir þó helsta vandamál taílenskra kven- na hvað þær haldi sig í hópum og blandi lítið geði við Íslendinga. „Það háir útlenskum konum mest hvað þær loka sig af í hópum og kynnast íslenska samfélaginu lít- ið.“ ■ Kúgaðar með hótunum og ofbeldi TOSHIKI TOMA Prestur innflytjenda á Íslandi segir að í þriðja hverju skilnaðarmáli erlendra kvenna og íslenskra manna sé orsökin heimilisof- beldi. Eiginmennirnir hafi ríka tilhneigingu til að gera lítið úr ofbeldisverkum sínum þegar til prestsins er komið en Toshiki telur almennt að andlegt ofbeldi komi í veg fyrir að konurnar leiti sér aðstoðar fagaðila. Beena Zaman, indversk kona sem búið hefur á Íslandi í ellefu ár telur það grundvallaratriði að stuðningur við erlendar konur sem setjast hér að verði bættur. Hún segir að hún hafi ekki orðið vör við mikla for- dóma í garð erlendra kvenna frá Íslending- um. Að framkoman úti í samfélaginu í garð er- lendra og íslenskra kvenna sé svipuð. Samkvæmt því sem Beena segir þá þarf að breyta löggjöfinni sem tekur til erlendra kven- na. Beena segir að aðalvandamál- ið ekki kynþáttahatur Íslendinga heldur hversu aðlögun erlendra kvenna inn í íslenskt samfélag gangi erfiðlega fyrir sig. Ástæð- una segir hún vera vanskilning samfélagsins á aðstæðum er- lendra kvenna á Íslandi. „Erlend- ar konur kvarta yfir því að þær þekki ekki réttindi sín á Íslandi. Ég hef heyrt af því að íslenskir menn misnoti aðstöðu sína og segi erlendum konum sínum ekki frá lagalegum réttindum þeirra. Stjórnvöld þurfa að bæta aðstoð- ina og eftir því sem ég best veit þá hefur aðstoðin verið bætt. Samt gengur ekki að einungis einn lögfræðingur starfi hjá Alþj- óðahúsinu. Útlendingar sem flytj- ast hingað þurfa tíma til að laga sig að um- hverfinu. Það þarf að veita útlendingum meiri stuðning því það er afskaplega erfitt að aðlagast íslensku sam- félagi.“ Beena segist ekki þekkja þess mörg dæmi að erlendar kon- ur hafi sætt ofbeldi af hendi íslenskra maka sinna. Þrátt fyrir það segir hún að íslenskir karlmenn sæki í erlendar konur því það virki auðveldara að ráða yfir þeim en yfir íslenskum konum sem séu yfirleitt mjög sterkar. „Karlmenn vilja vera kóngar, það er alls staðar þannig, bara í mis- miklum mæli. Það er hluti af mannlegu eðli,“ segir Beena. Hún undirstrikar að þó karlmenn vilji drottna yfir konum sínum þýði það ekki að þeir berji þær. Af frá- sögn Beenu að dæma virðast íslenskir karlmenn upp til hópa viðkunnanlegir þó hún segi að þeir mættu drekka minna. ■ Bæta þarf sérfræðiaðstoð við erlendar konur: Karlar vilja vera kóngar Oddur Oddsson og Janjira Oddsson hafa verið gift í 17 ár. BEENA ZAMAN Telur að bæta þurfi að- lögun erlendra kvenna í íslensku

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.