Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 4
4 17. júlí 2004 LAUGARDAGUR Riðuveiki fannst í Skagafirði: Upptökin ókunn LANDBÚNAÐUR „Það er á þessari stundu óvíst hvaðan riðan hefur borist í féð í Árgerði,“ segir Sig- urður Sigurðarson, dýralæknir á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, vegna staðfestrar riðuveiki á bæ í Skagafirði. Farga þarf öllu fé á bænum en þetta er í annað sinn sem bóndinn á bænum verður fyr- ir slíkum búsifjum. Sigurður hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna þess sem hann lýsir sem almennu sinnu- leysi gagnvart þeim hættum sem af riðuveiki stafa en komi slíkt upp verður undantekningarlaust að farga öllu fé á viðkomandi bæ og jafnvel í heilu sveitarfélögun- um. „Riða hefur oft komið upp í kjölfar heyflutninga, sem talsvert er um á hverju ári. Þótt ekki hafi tekist að sanna endanlega að hey- flutningar skapi smithættu hafa eldri rannsóknir sýnt fram á að veikin hefur fundist í heymaurum og mýs sem voru sprautaðar með sýnum úr þeim sýndu einnig að um smit var að ræða.“ Sigurður vonast til að hesta- menn leiði hugann að riðuveiki við heyflutninga og gæti þess vel að ganga alls staðar um með það í huga. ■ Fjölmiðlalögin fari til þjóðarinnar sem fyrst Stjórnarandstaðan segir meirihluta allsherjarnefndar Alþingis tefja málið. Ekkert sé því til fyrirtöðu að vísa málinu til annarrar umræðu. Undir- búning þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin eigi að hefja hið fyrsta. FJÖLMIÐLAFRUMVARP Stjórnarand- staðan er á einu máli um að fjöl- miðlalögin fari í þjóðaratkvæða- greiðslu og að flýta eigi afgreiðslu málsins. Fulltrúar hennar í alls- herjarnefnd eru tilbúnir með álit minnihlutans. Fulltrúar stjórnarandstöðunn- ar ákváðu að hittast og ræða sam- an þegar ljóst var að ekki yrði boðað til fundar í nefndinni. „Við teljum að málið sé fullskoðað, það er að segja að það er búið að kalla alla þá fyrir nefndina sem þangað hafa verið beðnir að koma,“ sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins. Minnihluti allsherjarnefndar gagnrýnir að ekki skuli hafa verið boðað til fundar og málið afgreitt. „Mér dylst ekki að menn eru farnir að nota alls- herjarnefnd til þess að tefja málið og vinna þannig tíma til að vinna úr þeim logandi ágrein- ingi sem er milli st jórnarflokk- anna tveggja. Þeir hafa ekki getað náð niður- stöðu og eru að reyna að nota þennan tíma til að kæla málið og tala um fyrir sín- um mönnum. Á þessari stundu er ljóst að það er ekki þingmeiri- hluti, að minnsta kosti ekki fyrir hinu upphaflega f r u m v a r p i , “ sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar. Stjórnarandstaðan telur að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi tekið völdin af formanni alls- herjarnefndar. „Það er greinilegt að hann er tekinn við formennsku í allsherjarnefnd og fjarstýrir störfum nefndarinnar eins og fleiru um þessar mundir. Við höf- um haft tilfinningu fyrir því áður að menn fengju fyrirmæli utan úr bæ,“ sagði Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna. „Segja þeir það,“ var svar Davíðs þegar hann mætti til matsalar þinghússins á slaginu tólf. Hann vildi ekki tjá sig frek- ar um gagnrýni stjórnarandstöð- unnar. Minnihlutinn telur að sú skyl- da hvíli á Alþingi að boða til þj- óðaratkvæðagreiðslu og að ekki sé við hæfi að draga það að halda þjóðaratkvæðagreiðslu svo fljótt sem auðið sé, eins og segir í 26. grein stjórnarskrárinnar. haflidi@frettabladid.is Össur Skarphéðinsson: Ekki þing- meirihluti FJÖLMIÐLAFRUMVARP „Við erum sáróánægð með að stjórnarliðið skuli ekki hafa verið tilbúið til að mæta okkar kröfum um að hafa fund,“ segir Össur Skarphéðins- son. „Við teljum að við höfum rétt til þess samkvæmt þingskapar- lögum. Á þessari stundu er ljóst að það er ekki þingmeirihluti, að minnsta kosti ekki fyrir hinu upp- haflega frumvarpi. Þetta teljum við að sé í algjörri andstöðu við fyrirmæli stjórnarskrárinnar um að þjóðaratkvæðagreiðslu skuli halda svo fljótt sem auðið er. Þingið er til þess saman komið að samþykkja lög um þjóðar- atkvæðagreiðslu. Það er okkar krafa að það verði gert. Við sem þingmenn höfum skyldur til þess að undirbúa hana. ■ Guðjón A. Kristjánsson: Stjórnarskrá njóti vafans FJÖLMIÐLAFRUMVARP „Við teljum að hvíli á okkur ákveðin skylda sam- kvæmt þingsköpum og gagnvart stjórnaskránni að ljúka þessu máli,“ segir Guðjón A. Kristjáns- son. „Við höfum ekki endalausan tíma eins og við höfðum í vor þegar málið var ekki komið í þennan farveg sem það fór í þegar forseti vísaði málinu til þjóðarinn- ar. Nú höfum við ákveðinn tíma- ramma yfir okkur og við teljum að við eigum að verða við þeim ákvæðum stjórnarskrárinnar sem mæla fyrir um að þetta skuli til þjóðarinnar. Við teljum að eina örugga leiðin í málinu sé að leyfa þjóðinni að taka afstöðu. Þá njóti stjórnarskráin alls þess vafa sem hún á að njóta. Aðrar tillögur ganga á svig við stjórnarskrána og við teljum að ekki eigi að fara með málið í þann farveg.“ ■ Lögreglan á Blönduósi: Fann fíkni- efni í bíl LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Blönduósi hafði afskipti af ökumanni og tveimur farþegum bifreiðar á norð- urleið á fimmtudagskvöld. Þegar lögreglan gaf ökumanni stöðvunar- merki var litlum pakka kastað út úr bifreiðinni sem reyndist innihalda lítilræði af fíkniefnum. Mennirnir voru færðir til yfir- heyrslu á Blönduósi og leitað í bíl þeirra að meiri fíkniefnum, meðal annars með fíkniefnahundi, en ekkert fannst og var mönnunum sleppt. Einn þeirra gekkst við að eiga fíkniefnin og sagði þau ætluð til eigin neyslu. Mennirnir hafa áður komið við sögu lögreglunnar í ýmsum málum. ■ ,,Þeir hafa ekki getað náð niður- stöðu og eru að reyna að nota þenn- an tíma til að kæla málið og tala um fyrir sínum mönnum. Finnst þér fiskur góður? Spurning dagsins í dag: Heldurðu að alnæmissmitum eigi eftir að fjölga á Íslandi? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 7%NEI JÁ KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Steingrímur J. Sigfússon: Tafir ámæl- isverðar FJÖLMIÐLAFRUMVARP „Nefndinni var ekkert að vanbúnaði að afgreiða málið til þingsins. Við höfum allan tímann bent á þá skyldu Alþingis að vinna þetta hratt og mark- visst,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Við erum tilbúin með okkar nefndarálit, breytingartillögur um minniháttar lagfæringar á til- lögum okkar um þjóðaratkvæða- greiðslu. Það er það sem ber að gera, fara að 26. grein stjórnar- skrárinnar og láta þessa kosningu fara fram.“ Steingrímur segir í raun erfitt að segja hvort brotið sé gegn því ákvæði stjórnarskrár að kosning- ar fari fram svo fljótt sem auðið er. „Það er í það minnsta gagn- rýnivert og ámælisvert að einn og hálfur mánuður sé liðinn og málið ekki komið lengra en þetta. Auð- vitað eru vinnubrögð ríkisstjórn- arinnar við undirbúning við- bragða Alþingis fyrir neðan allar hellur.“ ■ Pantið eintak eða nálgist á völdum bensínstöðvum Esso. Ný og endurbætt heimasíða full af frábærum ferðamöguleikum www.kuoni.is Nýr og glæsilegur ferðabæklingur 2004-2005 Holtasmára 1 • 201 Kópavogi • Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is • Heimasiða: www.kuoni.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 Meirihluti allsherjarnefndar: Mikilvægt að vanda sig FJÖLMIÐLAFRUMVARP „Það ætti ekki að vera nein goðgá, þegar nefndin hefur fengið til sín síðustu gestina, að leggjast yfir málið í tvo til þrjá daga,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar. „Nema þeir óttist það svo mjög að við séum að komast til botns í málinu.“ Bjarni segir að það hafi verið mat sitt að boða til fundar vegna beiðni stjórnarandstöðunnar á mánudag, en stjórnarandstaðan óskaði eftir fundinum í gær. „Ég lagði mat á stöðuna og ekki síst út frá því hvernig síðasta fundi nefnd- arinnar lauk. Hafi verið svona brýn þörf á fundi, þá velti ég því fyrir mér hvort stjórnarandstaðan hafi breytt afstöðu sinni. Ég hef ekki heyrt af því.“ Jónína Bjartmarz, fulltrúi Fram- sóknarflokksins í allsherjarnefnd, tekur undir með Bjarna og segir mikilsverð mál til umfjöllunar og því mikilvægt að flana ekki að neinu. „Mér finnst fáránlegt að búa til einhvern ágreining um það að menn taki tvo eða þrjá daga til að vinna málið.“ Þau vilja ekki svara því hvort liggi fyrir samdóma skoðun meiri- hlutans. „Það gengur ljómandi vel að vinna málið áfram,“ segir Bjarni. ■ BERSKJALDAÐ FÉ Riðuveiki getur stungið sér niður hvar og hvenær sem er þrátt fyrir að tekist hafi að halda sjúkdómnum í skefjum í langan tíma. Ekinn niður í Ártúnsbrekku: Á batavegi LÖGREGLUMÁL Þrítugur ökumaður sem stakk af eftir að hafa ekið á gangandi vegfaranda í Ártúns- brekku í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags játaði brot sitt fyrir lögreglu. „Hann náðist strax um nóttina og málið telst upplýst,“ segir Hörður Jóhannesson, yfir- lögregluþjónn í Reykjavík. Maðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítala - há- skólasjúkrahúss í Fossvogi er maðurinn minna slasaður en fyrstu fréttir bentu til, þó vissu- lega hafi hann fengið alvarlega áverka, og er á batavegi. ■ 93% ENGIN MEIRHLUTASKOÐUN Ekki liggur fyrir nein meirihlutaskoðun um fjölmiðlafrumvarpið í allsherjarnefnd. Meirihlutinn vill vanda sig og taka tíma í að leiða málið til lykta. VERIÐ AÐ TEFJA MÁLIÐ Össur Skarphéðinsson og Guðjón A. Kristjánsson koma af fundi minnihlutans í allsherjarnefnd Alþingis. Minnihlutinn segir meirihlutann tefja málið. Hið eina rétta sé að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu strax. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.