Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 10
17. júlí 2004 LAUGARDAGUR Aukin nærsýni er lífsstíl um að kenna samkvæmt nýrri rannsókn: Bókalestur skaðlegur sjóninni VÍSINDI Helsta ástæðan fyrir auk- inni nærsýni meðal Asíubúa er sú að lífsstíll þeirra hefur tekið miklum breytingum. Nú er svo komið að þar sem ástandið er verst, í Singapúr, eru fjórir af hverjum fimm átján ára piltum sem gegna herþjónustu nærsýn- ir. Fyrir þrjátíu árum var ein- ungis fjórði hver nýliði nær- sýnn. Í grein í New Scientist segir að ein nærtækasta skýringin á því að sífellt fleiri ungmenni greinist nærsýn sé sú að þau ein- blína mun meira en áður á hluti sem eru nálægt þeim, einkum tölvuskjái, sjónvörp og bækur. Augað aðlagar sig að þessu til að minnka álagið sem þarf til að sjá hluti í fókus. Þetta gerir að verk- um að augað á erfiðara með að sjá fjarlægari hluti í fókus. Því hefur lengi verið haldið fram að meiri tíðni nærsýni í Asíu megi rekja til genasamsetn- ingar. Þessu vísa vísindamenn- irnir Morgan og Kathryn Rose við Háskólann í Sidney á bug, eftir að hafa kannað yfir 40 rann- sóknir. Þau segja meiri tengsl milli mikils lestrar og nærsýni en uppruna fólks og nærsýni. Talið er að nærsýni kunni að aukast á Vesturlöndum rétt eins og hún hefur gert í Asíu. ■ Milljarðatugir í húfi Skilvirk starfsemi stofnana og útboð vissra þátta getur lækkað kostnað um fimmtán prósent og upp úr. Hérlendis gæti slíkt skilað allt að tuttugu milljörðum króna í sparnað segir formaður Verslunarráðs. STJÓRNSÝSLA Spara má milljarða króna árlega með skilvirkri stjórn opinberra stofnana. Slík er reynsla Breta sem gefur vísbendingar um að ná megi fram miklum sparnaði hér. „Ein regla sem Bretar eru að sjá er að ef starfsemin er skilvirk og hluti hennar boðinn út þá ná stjórn- völd að minnsta kosti 15 prósenta sparnaði,“ segir Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, um mögulegan sparnað í rekstri opinberra stofnana. Þór segir nokkur atriði sem gott sé að hafa í huga þegar kemur að því að tryggja skilvirkni stofnana og sparnað í rekstri þeirra. „Það er alltaf talað um hvað eigi að gera við þessar stofnanir sem fara ár eftir ár fram úr. Nú er búið að leggja til að það sé auð- veldara að segja upp almennum starfsmönnum ríkisins. Við telj- um að það sé mjög eðlilegt að það séu líka aukið svigrúm til að segja upp forstöðumönnum stofnana standi þeir ekki sína plikt,“ segir Þór og bætir við að breyta ætti lögum þannig að enginn vafi leiki á að „ef forstöðumenn eru með framúrkeyrslu ár eftir ár, eru áskrifendur að umframfjárlögum, þá eigi að vera hægt að segja þeim upp“. Annað sem málið snýr að eru stofnanirnar sjálfar. „Það hefur gengið langbest að fækka stofnun- um. Þær eignast sitt eigið líf oft á tíðum,“ segir Þór. Þór segir erfitt að tiltaka ákveðna tölu um ákveðinn sparnað þar sem sumar stofnanir séu vel reknar og haldið innan fjárheimilda meðan aðrar keyri aftur og aftur fram úr fjárlögum. „Á stofnanaþættinum gæti þetta verið allt að tuttugu millj- arðar. Það gæti náðst slíkur sparnað- ur ef það yrði farið í þetta ferli.“ „Viðskiptalífið er að gera þetta hvern einasta dag. Ef þetta væri Íslands hf. Hvað myndum við gera til að ná endum saman? Það er ekkert endilega að það þurfi að hækka skatta heldur má skoða miklu fremur gjöldin. Þar má gera mikið, mikið betur. Það er bara ekki í tísku núna, því miður, að fást við útgjöld,“ segir Þór. brynjolfur@frettabladid.is DÓMSMÁL Liðlega tvítugur maður hefur verið dæmdur í árs fangelsi fyrir þjófnað. Maðurinn, sem var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness, fór fyrr á árinu í heimildarleysi inn í íbúð í Hafnarfirði þaðan sem hann hafði á brott með sér verðmæti fyrir um eina milljón króna. Maðurinn hefur áður hlotið átta dóma og hefur alls verið dæmdur í eins árs fangelsi. Þá var maðurinn í febrúar síðastliðnum dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, í Héraðsdómi Vesturlands. Hann rauf því skilorðið með brotinu. Eigandi munanna sem stolið var setti fram bótakröfu, sem var vísað frá. Ákærða var gert að greiða allan sakarkostnað. ■ Hákon Eydal Lokaði sig af í óreglu og einsemd Hákon Eydal situr í gæsluvarðhaldivegna hvarfs Sri Rahmawati, fyrrumsambýliskonu sinnar. DV rekur söguhans frá því hann var lítill strákur íAusturbæjarskóla þar til hann misstistjórn á neyslunni. Bls. 8, 10 og 11 Anorexíanmun drepa mig Kalli BjarniBlæs á kókaínið Bls. 9 Eiríkur TómassonEkki raunverulegt lýðræði á Íslandi Bls. 12-13l . - Árný Hildur Árnadóttir hefur þjáðst af anorexíu í sjö ár. Hún er 35 kíló en finnst hún vera of feit til að fara í sund. Árný Hildur er búin að skipuleggja hvar og hvernig hún mun deyja. Bls. 14-15 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 159. TBL. – 94. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 ] VERÐ KR. 295 Íslensku drottningarnar Bls. 24-25 Lokaði sig inni í kókaín- vímu Ungur maður dæmdur í fangelsi: Stal verðmætum fyrir milljón HAFNARFJÖRÐUR Maður um tvítugt braust inn í hús í Hafnarfirði og stal verðmætum fyrir um eina milljón króna. ÞÓR SIGFÚSSON Aukin skilvirkni í rekstri opinberra stofnana getur skilað milljarðasparnaði ár hvert, segir formaður Verslunarráðs Íslands. SÉÐ MEÐ HJÁLP GLERAUGNA Nærsýni asískra ungmenna hefur aukist verulega síðustu ár og er talið að sömu þróunar fari að gæta í Evrópu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.