Fréttablaðið - 27.07.2004, Page 13

Fréttablaðið - 27.07.2004, Page 13
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 173 stk. Keypt & selt 15 stk. Þjónusta 32 stk. Heilsa 6 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 8 stk. Tómstundir & ferðir 11stk. Húsnæði 23 stk. Atvinna 16 stk. Tilkynningar 2 stk. Bílveiki er ekkert gamanmál BLS. 2 Góðan dag! Í dag er þriðjudagurinn 27. júlí, 209. dagur ársins 2004. Reykjavík 4.19 13.34 22.47 Akureyri 3.44 13.19 22.51 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag heilsa@frettabladid.is Í rannsókn sem Erik Brynjar Schweitz Eiríksson læknanemi gerði nýlega í samvinnu við Slysa- skrá Íslands, landlæknisembættið og fleiri kemur fram að slysum á börnum á aldrinum 0–4 ára hefur verulega fækkað í heimahúsum og frítíma fjölskyldunnar. Tíðni frítíma- og heimaslysa barna er nú lægri en hjá Dönum en hing- að til hefur Ísland verið talið með hæstu tíðni barnaslysa á Norð- urlöndum og Danir komið þar næst á eftir. Enn sem fyrr er tíðnin lægst hjá Svíum og sýnir það að hér á landi er hægt að gera enn betur. Hreyfingarleysi veldur enn fleiri ótímabærum dauðsföllum en reykingar, ef marka má rannsóknir sem gerðar hafa verið í Hong Kong. Kannaður var ferill 24.079 karla og kvenna yfir 35 ára aldri er létust á árinu 1998. Niðurstaðan var að hreyfingarleysið varð um 6.400 manns að bana en fórnar- lömb reykinganna voru um 5.700. Lítil grænmetis- og ávaxta- neysla er meðal sjö helstu áhættuþátta ótímabærra dauðs- falla í Evrópu samkvæmt nýjustu skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni. Þar segir að hægt sé að bjarga 2,7 milljónum mannslífa á hverju ári með því einu að auka neyslu grænmetis og ávaxta. Fjölbreytt matar- æði með miklu af grænmeti og ávöxtum tryggir næga neyslu flestra vítamína og s t e i n e f n a , fæðutrefja og ýmissa annarra hollustuefna. Auk þess geta grænmeti og ávextir komið í stað- inn fyrir fæðutegundir sem inni- halda mikla mettaða fitu, sykur eða salt. Mikill sviti getur að sjálfsögðu verið til mikils ama. Nýlega leyfði FDA (Lyfjaeftirlit BNA) notkun Botox gegn einkennum primary axillary hyperhydrosis. Einstak- lingar með þennan kvilla fram- leiða allt að fjórum til fimm sinn- um venjulegt magn af svita undir handarkrikanum. Botox virkar gegn þessum kvilla með því að lama tímabundið taugar sem örva svitakirtlana. Meðferðina þarf að endurtaka á um sex mánaða fresti. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í HEILSU Týndur persi Hreinræktaður ljósbrúnn persi tapaðist frá Jórsölum 8 í Kópavogi miðviku- daginn 21/7 merktur Rascal, inniköttur sem ratar ekki heim. Fólk er beðið um að kanna í bílskúrum og foreldrar ath. hvort börn ykkar hafi hugsanlega séð hann. Fundarlaunum heitið, uppl. í s. 565 7442 og 897 4426 eða á martom@simnet.is Kawasaki Vulkan 800 árg. ‘97. Til sölu. Tilboð. Uppl. í s. 892 5075. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. þú færð líka allt sem þig vantar á „Ég stunda nú enga reglubundna líkams- rækt en mér finnst gaman í frisbí, körfu- bolta og fótbolta,“ segir Karl Ingi Karlsson, söngvari og forritari í hljómsveitinni Dáða- drengir. „Ég er meira í svona yndislega asnaleg- um leikjum. Eins og fótbolta sem er frekar asnalegur því maður svitnar og svoleiðis en hann er mjög sjarmerandi í asnaleika sín- um. Síðan fer ég stundum í göngutúr með fjölskylduhundinn sem er nú svo ekkert þrek, bara útivera. Ég fer helst í leiki eftir vinnu og týni mér alveg í þeim,“ segir Karl en þeir Dáðadrengir fara oft saman í leiki og finna samheldni í frisbíi. Það hittir svo skemmtilega á að Dáðadrengir voru að gefa út nýtt lag sem heitir Bara smá og mynd- bandið við það er einmitt íþróttamyndband. „Þetta er svona halda í formi-myndband. Í myndbandinu erum við í fótbolta og á hlaupahjóli. Reyndar er lagið bara tvær mínútur en það eru gæðin sem skipta máli, ekki lengdin,“ segir Karl en Dáðadrengir eru sem stendur að vinna í upptökum á nýrri plötu. „Ég fer bara í leiki á sumrin en á veturna held ég mér í formi með því að spila tölvuleiki og auðvitað að spila á tón- leikum. Ég á það til að svitna mjög mikið, sérstaklega ef ég er ekki búinn að spila körfubolta lengi. Þá er ég alveg búinn eftir eitt gigg. Það er svo töff þegar stórhljóm- sveitir eins og Linkin Park eru með súrefn- iskúta á sviðinu. Ég þarf eiginlega að redda mér svoleiðis. Ég bara veit ekki um neina verslun á Íslandi sem selur svoleiðis,“ seg- ir Karl sem hugsar þó ekkert sérstaklega um mataræðið. „Ég hugsa ekki um matar- æðið út frá hollustu heldur frekar út frá peningum. Ég er forfallinn sælkeri og borða mikið af því sem mér finnst gott. Ég er mjög heppinn því ég brenni hratt og því hef ég aldrei lent í vandræðum með að vera of feitur. Ég ætti samt að passa mig og ég kvíði þeim degi meira en dauðadegi mínum þegar ég þarf að hafa áhyggjur af þyngd- inni. Ég pæli ekki mikið í því sem er hollt og óhollt. Ég borða bara það sem ég vil þangað til ég gubba. Þá legg ég mig aðeins og byrja svo að borða aftur,“ segir Karl sem finnst þó afskaplega frískandi og skemmtilegt að fara út í leiki eftir langar hljómsveitaræfingar. lilja@frettabladid.is Leikir eru frískandi á sumrin: Karli Inga Karlssyni finnst mjög gaman í frisbí og segir þann leik sameina hljómsveitina Dáðadrengi. Bæði yndislegir og asnalegir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.