Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 4
4 28. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR Undirbúningur verslunarmannahelgarinnar á fullu: Mikill áhugi á þjóðhátíð í Eyjum ÚTIHÁTÍÐIR Mikill áhugi er á þjóð- hátíð í Vestmannaeyjum, að því er fram kom í viðtölum við flug- félög og hópferðafyrirtæki í gær. Hjá BSÍ fengust þær upp- lýsingar að mikið væri spurt um þjóðhátíðina og rútuferðir til Þorlákshafnar. Einnig væri spurst fyrir um ferðir til Akur- eyrar, þar sem fjölskylduhátíðin Ein með öllu, verður haldin. Það væri þó í miklu minni mæli heldur en þjóðhátíðarfyrir- spurnir, enda gegna einkabílarn- ir stærra hlutverki í Akureyrar- ferðum. Þór Pálsson, rekstrarstjóri Samskipa, sem rekur Herjólf, sagði, að í ár væri ívið betur bók- að í ferjuna fyrir og um þjóð- hátíðardagana, heldur en á síð- asta ári. Fluttir yrðu að minnsta kosti 3500 farþegar frá deginum í dag og fram á föstudag. Ferðir í dag og á föstudag væru full- bókaðar, en ennþá væri laust í aukaferð sem sett hefði verið á morgundaginn. Hjá Flugfélagi Íslands komu þær upplýsingar að fullt væri orðið í allar vélar til Vestmanna- eyja eftir hádegi á föstudag. Mikið væri um fyrirspurnir og bókanir aðra daga fyrir og um þjóðhátíð. Eftirspurnir í flug til Akureyrar væru „ekki mikið fleiri heldur en venjulega.“ Flugfélag Vestmannaeyja, sem flýgur milli Bakkaflugvallar í Landeyjum og Eyja var þegar búið að selja 850–900 sæti í gær, Bókunum var alltaf að fjölga þar á bæ og svo gott sem uppselt í allar ferðir á föstudag og mánu- dag. ■ Súdanar uggandi um refisaðgerðir Súdanska ríkisstjórnir fordæmdi hugmyndir um erlendar hersveitir í Dar- fur-héraði í gær. Bandaríkjamenn hafa endurskoðað uppkast að ályktun Sameinuðu þjóðanna um stöðu mála í héraðinu. Arabar eru áhyggjufullir. SÚDAN, AP Súdanska ríkisstjórnin fordæmdi hugmyndir um að erlendar hersveitir blandi sér í málefni Darfur-héraðs í Súdan eftir ríkisstjórnarfund í gær. Rík- isstjórnin lýsti því ennfremur yfir að Súdanar gætu leyst vandamál sín af sjálfsdáðum. Ríkisstjórnarfundurinn átti sér stað degi eftir að utanríkis- ráðherrar Evrópusambandsins lögðu mikla áherslu á að súdanska stjórnin stæði við loforð sitt við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, síðan í byrj- un júlí um að afvopna sveitir arabískra vígamanna í héraðinu, auka öryggi borgara í Darfur- héraðinu og veita hjálparstofnun- um betri aðgang þar að. Þrátt fyrir að engin vestræn þjóð hafi lýst sig fylgjandi því að senda hersveitir til Darfur koma hernaðaraðgerðir þar til greina. Stjórnvöldum hefur ekki tekist að vinna gegn arabískum vígamönn- um sem taldir eru bera ábyrgð á að brenna og ræna þorp blökku- manna í héraðinu. Yfirmaður hernaðarmála í Bretlandi hefur lýst því yfir að Bretar geti sent 5.000 hermenn til Súdans ef þörf krefur. Banda- ríkjamenn segjast enn ekki áætla að senda herlið til Darfur en segj- ast þó mjög vel á verði gagnvart ástandinu þar. Bandaríkjamenn hafa endur- skoðað uppkast að ályktun Sam- einuðu þjóðanna um Súdan og hafa þrýst á um atkvæðagreiðslu í öryggisráðinu í þessari viku. Ályktun Bandaríkjaþings frá í síð- ustu viku fól í fyrsta skipti í sér beina hótun um refsiaðgerðir gegn súdönskum stjórnvöldum verði ekki tekið á málum í Darfur- héraðinu. Rússar, Pakistanar og Kínverj- ar hafa aftur á móti lýst sig andvíg hótunum um refsiaðgerðir og vilja að Súdönum verði gefinn nægur tími til þess að verða við sam- komulaginu frá því í byrjun júlí. Þá hafa leiðtogar úr araba- heiminum komið stjórnvöldum í Súdan til aðstoðar og neitað því að stjórnin sé ábyrg fyrir átökun- um í Darfur. Jafnvel þeir leiðtog- ar sem gagnrýnt hafa súdönsk stjórnvöld vegna ástandsins í héraðinu telja vestrænar þjóðir ekki á réttri braut í málefnum Darfur og óttast mjög að atburð- irnir í Írak eigi eftir að endur- taka sig. ■ ÞJÓÐHÁTÍÐ Undirbúningur að þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum er á fullu enda búist við þúsundum gesta. Á myndinni er Jóhann Jónsson frá Laufási að vinna að undirbúningi í Dalnum. FRÁ DARFUR-HÉRAÐI Ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta fimm milljónir króna renna til mannúðar- og mannréttindamála í Darfur-héraði í Súdan. Ríkisstjórn Íslands: Fimm millj- ónir til Súdan UTANRÍKISMÁL Fimm milljónir króna verða látnar rakna til mannúðar- og mannréttindamála í Darfur-héraði í Súdan. Tillagan var lögð fram af utanríkis- ráðherra á ríkisstjórnarfundi í gær og var hún samþykkt. Tvær milljónir króna verða látnar rakna til Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins auk þess sem Barna- heill og Hjálparstarf kirkjunnar fá hálfa milljón hver að sögn Gunnars Snorra Gunnarsson, ráðuneytisstjóra í utanríkis- ráðuneytinu. ■ Á að rífa Austurbæjarbíó? Spurning dagsins í dag: Ætlarðu á landsleikinn við Ítali? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 45,26% 54,74% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Opinber gjöld: Skattabréf á föstudag SKATTAMÁL Álagning opinberra gjalda 2004 á einstaklinga hefur farið fram að því er segir í tilkynn- ingu frá Ríkisskattstjóra og Fjár- sýslu ríkisins. Álagningar- og inn- heimtuseðlar verða bornir út föstu- daginn 30. júlí. Þeir sem skiluðu rafrænum framtölum geta skoðað álagningar- og innheimtuseðil sinn ásamt endurskoðuðu framtali á vefsíðu Ríkisskattstjóra, rsk.is, frá og með miðvikudeginum 28. júlí. Bótagreiðslur og endurgreiðsl- ur oftekinna skatta verða lagðar á bankareikning viðkomandi gjald- anda föstudaginn 30. júlí. Ávísan- ir verða sendar með pósti þann dag til þeirra sem ekki eru með skráðan bankareikning sam- kvæmt rafrænu skattframtali eða með öðrum hætti. ■ ■ ÍRAK SORPHIRÐUMAÐUR DREPINN Íraskur sorphirðumaður lét lífið í árás í úthverfi Bagdad, nærri Græna svæði hernámsliðsins, í gær. Samstarfsmaður hins látna slasaðist alvarlega. Fjórtán her- menn særðust í árásinni en ekki lá fyrir hverrar þjóðar þeir eru. MEGA EKKI DREKKA ÁFENGI Um fimmtíu liðsmenn sjítaklerksins Muqtata al-Sadr héldu í gær meira en tuttugu manns í umsátri sem beint var gegn þeim sem selja eða drekka áfengi. Gíslun- um var síðar sleppt og þeir afhentir lögreglu. ÞJÓÐÞINGI FRESTAÐ Ákveðið hef- ur verið að fresta þjóðþingi Íraka til 31. júlí eftir beiðni frá Samein- uðu þjóðunum. Telja þau Íraka ekki fyrr tilbúna til þess að halda svo stóran viðburð. Þúsund kjörnir fulltrúar sitja þjóðþingið sem velur hundrað manna bráða- birgðaþing sem mun hjálpa til við skipulagningu kosninga sem fara eiga fram í janúar. M YN D A P Sala Símans: Enn í biðstöðu STJÓRNMÁL Ekki er búið að ákveða hvenær boðin verður út vinna við ráðgjöf í tengslum við sölu símans. Að sögn Ólafs Davíðssonar, formanns framkvæmdanefndar um einkavæðingu, hefur ekki verið ákveðið hvenær útboð vegna ráðgjafar fer fram. „Þetta frestaðist um tíma og nú, úr því það er komið fram á sumarið, þá frestast þetta yfir hásumar- ið en það verð- ur væntanlega farið að sinna því aftur fljót- lega,“ segir hann. Greiningar- deildir bank- anna hafa látið í ljós þá skoðun að nú sé góður tími til að selja Símann en miðað við gengi bréfa á markaði er verð- mæti fyrirtækisins yfir 50 millj- arðar þótt sú verðmyndun sé ekki talin fullkomlega marktæk þar sem viðskipti með bréf í bankan- um eru mjög lítil. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ÍBÚÐ REYKRÆST Pottur gleymdist á eldavél í íbúð á Reynimel í Reykjavík eftir hádegi í gær. Slökkvilið höfðuborgarsvæðisins var kallað á vettvang. Engar skemmdir urðu á íbúðinni fyrir utan að gardína sviðnaði en reykræsta þurfti íbúðina. ÓLAFUR DAVÍÐSSON Formaður einka- væðingarnefndar. FLÓTTAMANNABÚÐIR Í DARFUR Um milljón blökkumanna í Darfur-héraði í Súdan hefur þurft að flýja heimili sín í kjölfar átaka við arabíska vígamenn. 30.000 hafa látið lífið í átökunum. M YN D A P UMHVERFISMÁL Froða á yfirborði Elliðaár vakti athygli manna og óttuðst sumir að jafnvel væri um mengun að ræða af völdum út- rásar. Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur var látin vita, en hún sendi menn á staðinn og tók sýni. Rannsókn sýndi að útilokað var að froðan tengdist nokkurri útrás við árnar. Líklegast þykir að froðan sé af völdum þörunga sem safna utan um sig slími sem þyrlast upp við öflugan vatnsflaum og safnast saman við árbakkann í meinlausu froðulíki. ■ Froða í Elliðaám: Meinlaust þörungaslím VIÐ ELLIÐAÁR Froðan teygði sig meðfram árbökkunum nokkurn spöl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.