Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 48
28. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ ÚTIVIST Verslaðu hjá okkur fyrir 790.- verð frá flíspeysa-dömu útileguna Eyrnalokkagöt Hárgreiðslustofan Klapparstíg S. 551 3010 Laugavegi 32 sími 561 0075 ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Hampshire Youth Jazz Orchestra frá Englandi, heldur tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur. Aðgangur er ókeypis. ■ ■ SKEMMTANIR  22.00 Lifandi Jazz Jam session á Kaffi List.  22.00 Hljómsveitirnar Atómstöðin og Amos leika á Grand Rokk.  Land og Synir spila í Breiðinni Akranesi. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 25 26 27 28 29 30 31 Miðvikudagur JÚLÍ Þann 31. júlí klukkan tólf verður Jökulsárhlaup haldið í fyrsta skipti. Farnar verða tvær leiðir, annars vegar 12 km leið frá Vest- urdal inn í Ásbyrgi sem hentar vel fyrir göngufólk sem og hlaup- ara, og hins vegar 30 km leið frá Dettifossi niður í Ásbyrgi. Þjóð- garðurinn í Jökulsárgljúfrum mun bjóða göngufólki upp á leið- sögn úr Vesturdal inn í Ásbyrgi. Farið mun verða eftir merktum gönguleiðum. „Þetta er auðvitað mjög sér- stakt svæði, alger náttúruperla,“ segir María Jónsdóttir, ferðamála- fulltrúi Öxarfjarðar- og Keldunes- hrepps, um hlaupið. María segir að skráning í hlaupið hafi farið fram úr öllum vonum en að enn sé rúm fyrir fólk sem vill taka þátt. „Það verður traffík hérna um verslunarmannahelgina. Það er oft mjög mikið af fólki sem dvelur í Ásbyrgi. Auðvitað veltur þetta allt svo á veðrinu sem við skulum vona að verði gott,“ segir María. Auk hlaupsins verður að venju fjölbreytt dagskrá í þjóðgarðinum um verslunarmannahelgina auk kvöldvöku og varðelds á tjald- stæðinu í Ásbyrgi á laugardags- kvöldið. Sigurvegari 30 km hlaupsins fær nafn sitt grafið í stein sem komið verður fyrir á Ásbyrgi og mun sá siður haldast um ókomin ár. Áhugasamir geta skráð sig á eftirfarandi netföngum mari- jo@hi.is eða kata@kelduhverfi.is. ■ Sérstakt Jökulsárhlaup JÖKULSÁRGLJÚFUR Jökulsárhlaup mun verða haldið í fyrsta sinn um verslunarmannahelgina. Skákfélagið Hrókurinn og Birt- ingaholt hafa tekið höndum sam- an um undirskriftasöfnun á net- inu þar sem fólki gefst kostur á að skrifa undir kröfu um að skák- snillingurinn Bobby Fischer verði leystur úr haldi en hann hefur verið bak við lás og slá í Japan frá 13. júlí. Undirskriftalistinn er bæði aðgengilegur á heimasíðu Hróksins, hrokurinn.is og free- bobby.org. Þar verður hægt að fylgjast með gangi mála og lýsa yfir stuðningi við Fischer. Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, viðraði þá hugmynd í Bakþanka- grein í Fréttablaðinu á mánudag- inn að Íslendingar sýndu Fischer stuðning í verki. „Viðbrögðin við greininni voru slík að það var ekki hægt að sitja aðgerðalaus,“ segir Hrafn. Síminn hjá honum hefur vart þagnað og hugmyndum um hvernig megi koma Fischer til hjálpar rignir inn. „Þetta er mál sem nær langt út fyrir raðir skák- hreyfingarinnar. Íslendingum hefur verið annt um Fischer frá því hann tefldi í einvígi aldarinn- ar í Reykjavík árið 1972 þannig að það má segja að þetta sé mál þjóðarinnar allrar.“ Hrafn hvetur alla sem láta sig hag Fischers varða til þess að skrá sig enda hafi sagan margoft sannað að margt smátt geri eitt stórt. ■ Íslendingar koma Fischer til hjálpar BOBBY FISCHER Hægt er að skrifa undir kröfu um að skáksnillingurinn verði leystur úr haldi á freebobby.org. ■ FÓLK ■ DANS Línudansarafélagið Línudansar- inn stendur fyrir æfingamóti í línudönsum í Brautartungu, Lund- arreykjadal í Borgarfirði dagana 30. júlí til 2. ágúst. Mótið hefur hingað til verið haldið á Kántrý- hátíðinni á Skagaströnd en þar sem hátíðin verður ekki haldin þetta árið mun mótið fara fram í Borgarfirðinum. „Kántrýhátíðin á Skagaströnd sprakk utan af sér og þeir gáfust upp á því að halda hana, Við höfum verið þar í gegn- um árin,“ segir Sigurbjörn Hrein- dal Pálsson, sem sér um skipu- lagningu mótsins. Áhugasamir geta skráð sig á netsíðunni, is- landia.is/elsas fyrir fimmtudags- kvöldið þar sem mótið byrjar á föstudeginum og mótshaldarar þurfa að vita hve von er á mörg- um hressum línudönsurum um helgina. ■ Mót í línudönsum LÍNUDANS Valgerður Sverrisdóttir í fullum kúrekaskrúða í línudansi. Ætli hún mæti í Borgarfjörðinn um helgina? Hljómsveitin Atomstöðin sendi frá sér smáskífu með endurgerðu lagi Utangarðsmanna, Fuglinn er floginn. Lagið hefur hljómað í út- varpi í sumar og í myndbandinu má sjá Danny Pollock, gítarleik- ara Utangarðsmanna bregða fyrir. Að sögn söngvarans, Guð- mundar Inga, ákvað sveitin að taka ofan hattinn fyrir Utangarðs- mönnum og votta þeim virðingu með því að endurvekja slagerinn. Atomstöðin hefur soðið saman sex ný lög sem kynnt verða á tón- leikum á Grandrokk í kvöld kl. 22. Nýja efnið er allt milli Led Zepp- elin og klisjurokks sem einnigmá einnig heyra þegar Atomstöðin treður upp á Þjóðhátíð í Eyjum. ■ ATOMSTÖÐIN Hljómsveitin tekur ofan hattinn fyrir Utangarðsmönnum. ■ TÓNLIST Fuglinn er floginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.