Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 53
29 ■ TÓNLIST MIÐVIKUDAGUR 28. júlí 2004 Rokkarinn Ozzy Osbourne hefur grætt um 3,5 milljarða króna á minjagripasölu á síðastliðnum tuttugu árum. Hefur hann selt mest allra þungarokkara af slík- um varningi. Þetta segja talsmenn fyrirtækisins Signatures Network sem hefur umsjón með minja- gripasölu fræga fólksins. Fyrir utan að vera þekktur rokkari er hann og fjölskylda hans auðvitað þekkt fyrir frammi- stöðu sína í mjög vinsælum raun- veruleikaþáttum, The Osbournes. Líklegt má telja að þeir þættir hafi hjálpað til með sölu á minja- gripum tengdum rokkaranum. Flestir gripirnir hafa selst á tónleikum Ozzy en einnig hefur mikið af þeim selst í búðum og á netinu. Um er að ræða stutterma- boli, inniskó og jafnvel spilakassa merktum kappanum. „Ég held að bolirnir „Ozzy sem forseta“ og „Píslarganga Ozzy“ eigi eftir að seljast mjög vel,“ sagði eiginkona hans, Sharon, sem einnig er um- boðsmaður hans. „Ég elska Ozzy auðvitað svo mikið að ég sef í einum af bolunum hans á hverri nóttu.“ ■ KARL OG JAMELIA Karl Bretaprins spjallaði við poppsöngkonuna Jamelia í konunglegu sumarteiti sem var haldið í London fyrir skömmu. Teitið var haldið fyrir þá sem stutt hafa Karl undanfarið í góðgerðastarfsemi hans. Fahrenheit 9/11 eftir Michael Moore er orðin mest sótta heim- ildarmynd allra tíma. Alls hefur hún halað inn rúmar 100 milljónir dollara, eða um sjö milljarða króna síðan hún var frumsýnd í Bandaríkjunum í lok júní. Síðasta mynd Moore, Bowling for Columbine, var áður aðsóknar- mesta heimildarmyndin. Náði hún um 1,5 milljörðum króna í kassann. Í Fahrenheit 9/11, sem vann Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor, er hart deilt á Geor- ge W. Bush, Bandaríkjaforseta. Þar er sýnt fram á tengsl hans við fjöl- skyldu Osama bin Laden, sem er grunaður um hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. „Hin raunverulegu áhrif Fahrenheit 9/11 verða þau að hvetja Bandaríkjamenn, sem vanalega kjósa ekki, til að taka þátt í forsetakosningunum í haust,“ sagði Moore. „Þessi mynd á eftir að hvetja hundruð þúsunda manns til að fara í kjörklefann, fólk sem annars hefði ekki kosið. Hvað þetta varðar á myndin eftir að hafa gríðarleg áhrif.“ ■ Ozzy selur flesta minjagripi OZZY OSBOURNE Ozzy ætti að hafa ástæðu til að gleðjast því minjagripir merktir honum seljast eins og heitar lummur. ■ TÓNLIST M YN D A P ■ KVIKMYNDIR Mest sótta heimildarmyndin MICHAEL MOORE Moore malar gull með nýjustu mynd sinni Fahrenheit 9/11. DATEK ÍSLAND EHF. Sími. 520-3100 • www.datek.is Manna-körfur fyrir hleðslukrana fyrirliggjandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.