Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 12
28. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR UPPGJÖR Hagnaður Össurar tvöfald- aðist á milli ára. Hagnaður annars ársfjórðungs nam 281 milljón króna. Hagnaðurinn er talsvert meiri en greiningardeildir höfðu spáð. Grein- ingardeildir bankanna spáðu að hagnaður annars ársfjórðungs yrði á bilinu 157 til 236 milljónir króna. Hagnaður fyrri árshelmings er rúm- ur hálfur milljarður Sala Össurar jókst um rúm 40 pró- sent milli ára á öðrum ársfjórðungi. Salan nam 31,2 milljónum dollara eða 2,3 milljörðum króna og hefur aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi. Vöxtur var í starfsemi Össurar á öllum markaðssvæðum þess. Mestur var vöxturinn í Bandaríkjunum, en hann skýrist að stórum hluta af kaup- um Össurar á Generation II. Vöxtur á öðrum markaðssvæðum var góður og skýrist hann að stærstum hluta af innri vexti í starfsemi félagsins. Stjórnendur Össurar telja útlit fyrir næsta ársfjórðung þokkalegt. Í haust hefst sala á tölvustýrðu gervi- hné sem verið hefur í þróun hjá félaginu. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins hefur kynning þessar- ar nýju vöru gengið vel og hún vakið mikla athygli. ■ NÝTT frá Jóa Fel basil & hvitlauks sósa rósapipar sósa dijon hunangs sósa SPÁR GREININGARDEILDA UM HAGNAÐ ÖSSURAR Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐUNGI KB banki 226 milljónir Landsbankinn 157 milljónir Íslandsbanki 236 milljónir Niðurstaða 281 milljón BETRI TÍÐ Árið í fyrra reyndist Jóni Sigurðssyni, for- stjóra Össurar, mótdrægt. Árið í ár ber annan svip og uppgjör ársins farið fram úr væntingum sérfræðinga á markaði. Össur yfir væntingum: Hálfur milljarður í hagnað KALLAÐ Á SÉRSVEITINA Kalla þurfti sérsveit fangelsiskerfis Colorado til fangelsisins í Crowley á dögunum þegar óeirðir brutust út í fangelsinu sem er eitt margra einkarekinna fangelsa í Bandaríkjunum. Tugir fanga slösuðust. Aldrei fleiri fangar Föngum og öðrum þeim sem falla undir refsikerfi Bandaríkjanna heldur áfram að fjölga og nálgast nú að vera sjö milljónir manna. Umfang fangelsiskerfisins hefur aukist stórkostlega undanfarna áratugi. Aldrei í sögu Bandaríkjanna hafa fleiri verið á bak við lás og slá, á reynslulausn eða skilorði en á síðasta ári. Þeim sem bjuggu við frelsisskerðingu af einhverju tagi fjölgaði um 130.000 á síðasta ári og töldu í heild tæpar sjö milljónir manna. Þetta þýðir að einn af hverj- um 32 fullorðnum Bandaríkjamönn- um var í fangelsi, á reynslulausn úr fangelsi eða á skilorði. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að mörg ríki Bandaríkjanna hafi á síðustu misserum reynt að sporna við vaxandi kostnaði við refsikerfið með því að draga úr refsingum. Sprenging í fjölda fanga Fjölgun fanga á síðasta áratug er ekki hægt að lýsa öðru vísi en sem sprengingu. 1991 sátu 1,2 milljónir fullorðinna Bandaríkjamanna inni. Níu árum síðar hafði þeim fjölgað um 700 þúsund og voru orðnir rúm- lega 1,9 milljónir. Í lok síðasta árs hafði þeim enn fjölgað um rúmlega 230.000 manns og voru orðnir nærri 2,1 milljón. Síðasta áratuginn hefur föngum sem afplána lengri dóma fjölgað um 3,4 prósent árlega, þeim sem sitja í varðhaldi eða afplána skemmri dóma hefur fjölgað um fjögur pró- sent frá ári til árs, einstaklingum á reynslulausn úr fangelsi hefur fjölg- að um 1,7 prósent og einstaklingum á skilorði hefur fjölgað um 2,9 prósent ár hvert. Vaxtarbroddur Það þarf því ekki að koma á óvart að fangelsisiðnaðurinn hafi verið kall- aður einn helsti vaxtarbroddur bandarísks atvinnulífs síðustu tvo áratugina. Það birtist með tvennum hætti. Annars vegar þarf sífellt fleiri starfsmenn og búnað til að gæta sí- fellt fleiri fanga. Hins vegar eru fangar gjarnan látnir vinna fyrir smáaura við framleiðslu og þjónustu. Afbrotafræðingurinn Nils Christie áætlaði fyrir nokkrum árum að einn af hverjum 25 einstak- lingum á vinnumarkaði félli undir löggæslu- og fangelsiskerfið. Þar taldi hann með fanga, lögreglumenn, starfsmenn dómstóla og öryggis- verði sem störfuðu hjá einkafyrir- tækjum. Kostnaðinn við fangelsis- kerfið eitt og sér taldi hann nema um 4000 milljörðum króna árið 1999. Það jafngildir um fimmtánföldum fjárlögum íslenska ríkisins. Ítök fangavarða og fyrirtækja Föngum hefur fjölgað, fangelsum hefur fjölgað og fangavörðum hefur fjölgað. Fyrirtæki sem hagnast á rekstri fangelsa berjast af krafti fyrir hörðum refsingum og það sama gera samtök fangavarða. Dæmi um það eru samtök fangavarða í Kali- forníu sem eru orðin einhver sterkasti þrýstihópur ríkisins. Það kom síðast í ljós í baráttu Arnold Schwarzenegger ríkisstjóra fyrir niðurskurði til að mæta miklum fjár- lagahalla. Þar gekk hann víða hart fram en þótti gefa eftir gagnvart fangavörðum. Það varð til þess að dómari í San Francisco sendi stjórn- völdum viðvörun um að hann íhugaði að skipa mann til að hafa eftirlit með rekstri refsikerfisins í Kaliforníu þar sem það væri næsta stjórnlaust. Einkareknum fangelsum hefur fjölgað í seinni tíð. Kostirnir sem stjórnmálamenn sjá við það er að þeir þurfa ekki að fá heimildir fyrir fjárveitingum til bygginga nýrra fangelsa heldur greiða þeir einfald- lega þóknun fyrir hvern fanga eða eftir annars konar samningi. Mikill vöxtur í greininni varð til að vekja ugg sumra fræðimanna um að þrýst- ingur fyrirtækja sem hagnast af fjölgun fanga réði meiru um ákvörð- un refsirammans en málefnaleg sjónarmið. Ódýrt vinnuafl Hin hliðin á þessu er hversu ódýr starfskraftur fangarnir eru. Þá má skylda til að vinna og launin eru að- eins brot af því sem þekkist utan múra fangelsanna. Reyndar þekkist líka að þeim sé ekki greitt fyrir vinnu sína líkt og yfirmaður fangels- ismála í Texas gerði grein fyrir í skýrslu um vöxt og breytingar fang- elsiskerfisins árið 1996. Þá hafði fangafjöldinn nær fjórfaldast á ára- tug. Kostnaður við byggingu fang- elsa var lægri en annars staðar sagði hann og ástæðan einföld. Fangar voru notaðir við vinnuna. Víða svara fangar í síma fyrir stórfyrirtæki, vinna við bygginga- framkvæmdir og framleiða fjölda vörutegunda. Það hlýst því ekki að- eins kostnaður af föngunum heldur einnig tekjur. Þannig munu fangels- isyfirvöld í Mississippi hafa stært sig af því að fram að seinni heims- styrjöld hefðu fangelsin frá upphafi verið rekin með hagnaði upp á hvert einasta ár. ■ BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING VÖXTUR REFSIKERFISINS Í BANDARÍKJUNUM GENGIÐ MEÐ HUND Í FANGELSI Edna Mahan kvennafangelsið í New Jersey er þátttakandi í tilraun þar sem fangar eru látnir annast um hunda þar til hægt er að þjálfa þá í að leita að sprengiefnum og aðstoða blinda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.