Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 32
8 28. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR „Ég hef þurft að sætta mig við það síðan ég var sextán ára að eiga ekki frí um verslunar- mannahelgina,“ segir Matthías Matthíasson, söngvari hljóm- sveitarinnar Papar. Matthías hefur verið að spila í heillangan tíma með mismun- andi hljómsveitum og þar af leiðandi þurft iðulega að troða upp fyrstu helgina í ágúst. „Ég man þegar ég fékk eina helgi frí. Þá fannst mér bara æðis- legt að vera í bænum þar sem ég var vanur því að vera á stanslausu ferðalagi,“ segir Matthías. „Núna um verslunarmanna- helgina verð ég á Akureyri og á Neskaupstað að skemmta. Við í hljómsveitinni verðum þá bara að spila allan tímann en ekki að skemmta okkur,“ segir Matthí- as og hlær. „Við fljúgum á milli staða og spilum öll kvöldin. Á föstudagskvöldið verðum við á Akureyri, laugardagskvöldið í Neskaupstað og sunnudags- kvöldið á Akureyri. Síðan held ég að við séum líka eitthvað að spila á daginn á Akureyri þannig að ekki náum við að sofa þá. Við náum nú reyndar alltaf að hvíla okkur og þessar versl- unarmannahelgar hafa alltaf verið skemmtilegar. Þetta er mikil vertíð en mjög ánægju- legt. Ég skemmti mér alltaf kon- unglega enda eru allir alltaf í mjög góðu skapi um verslunar- mannahelgina,“ segir Matthías að lokum. lilja@frettabladid.is Aldrei frí FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Nærandi, bragðgott og frískandi Ostaslaufur 5 dl volgt vatn 1 dl volg mjólk 3/4 dl matarolía 1 msk. salt 2 tsk. sykur 20 g þurrger 1,1 kg hveiti Allt sett saman í hrærivélaskál, unnið með króknum í 6–7 mín, sett á plötu og deigið látið hvílast. 10 mín. síðar er því rúllað út með kefli í u.þ.b. 3 mm þykkt , síðan er smurostur settur á deigið fyrir miðju og brotið upp á í átt að ostinum. Skerið niður 4 cm breiðar ræmur og snúið upp á endana í hálfhring, á móti hvor öðrum. Bakað í 7–8 mín við 200 gráður eða þangað til slaufurnar verða ljósgylltar. Einnig má setja á milli með ostinum, pepperoni og/eða skinkukurl. Sumarsamloka gott samlokubrauð mexíkósk ostasósa krydduð kálfasteik eða annað kjötmeti ískál rauð paprika salsasósa rauðlaukur Smyrjið salsasósu á aðra brauðsneiðina, setjið kálblað, sneið af álegginu, rauð- lauk og papriku á. Smyrjið ostasósu á hina brauðsneiðina og leggið ofan á. Fínt að skera í tvennt og bera fram með Doritos-snakki og restinni af sósunni. Tortillarúllur Tortillapönnukökur stórar skinka ostur íssalat rauð paprika tómatar mexíkósk ostasósa Sósunni smurt á tortillakökuna, kál, paprika, tómatar, skinka og ostur sett á. Rúllað upp, þéttingsfast. Sítrónugras- & chiliseyði fyrir þrjá til fjóra 750 ml vatn 1–2 hænsnasúputeningar (eftir smekk) 1/4 tsk. saxað ferskt sítrónugras 1/2 tsk. saxaður ferskur rauður chili 1 bolli rækjur eða niðurskorinn eldaður kjúklingur fínt niðurskorið grænmeti, t.d. blaðlaukur og gulrætur ef vill salt og pipar Súputeningurinn leystur upp í sjóðandi vatni. Sítrónugrasið og chilið sett út í og soðið í 2–3 mínútur. Smakkað til með salti og pipar. Rækjur/kjúklingur (og grænmeti) sett út í pottinn, lok sett á og slökkt undir. Látið standa í u.þ.b. fimm mínútur. Söng á fullu „Eftirminnilegasta verslunarmanna- helgin mín var á Akureyri í fyrra á há- tíðinni Ein með öllu,“ segir Erlingur Ó. Thoroddsen, annar stjórnandi þáttarins Hjartsláttur á ferð og flugi á Skjá einum. „Ég fór með tveimur vinkonum mínum, Fríðu og Siggu, til Akureyrar. Við fórum reyndar mörg saman en það voru aðallega við þrjú sem héngum mest saman. Við vorum bara að skemmta okkur og allt í einu ákváðum ég og Fríða að kenna fólki að dansa og syngja. Það er til eitt lag sem heitir „Ó Britney Spears“ og það er sérstakur dans við það sem er frekar fyndinn. Þannig að við gengum um Akureyrar- bæ og reyndum að kenna fólki dans- inn og sungum lagið hástöfum á með- an,“ segir Erlingur. Búningur Erlings og Fríðu spillti síðan ekki fyrir. „Við keyptum okkur rosa stór sólgleraugu í Tiger og vorum í voða fínum pollagöll- um. Síðan bundum við plastpoka um mittið á okkur og vorum með belti úr Top Shop yfir því. Um hálsinn vorum við með trefla úr Jack og Jones. Við vorum sem sagt að módela það allt á meðan við dönsuðum og sungum,“ segir Erlingur. Hluti af vel heppnaðri útilegu er að njóta góðra máltíða og þótt sjoppurnar séu vinsælir viðkomustaðir er betra að sýna fyrirhyggju og hafa líka með sér eitthvað gott að heiman. Jafnvel eitthvað nýbakað úr ofninum sem bæði er nærandi og bragðgott. Sem veganesti og í upphafi útilegu og eru smurðar samlokur lystugar, séu þær vel úr garði gerðar. Svo tekur annað við og fátt er jafn hressandi og vel löguð súpa sem gefur yl í kroppinn. Ísak Runólfsson í Veislunni á Seltjarnarnesi gefur okkur hér nokkrar góðar hugmyndir sem mæla má með. Eftirminnileg verslunarmannahelgi Verslunarmanna- helgin 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.