Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 44
Haukar til Belgíu Búið er að draga í forkeppni meistara- deildarinnar í handknattleik. Íslands- og deildarmeistarar Hauka drógust gegn belgíska liðinu Sport- ing Neerpelt. Fyrri leikurinn verður ytra helgina 11.-12. sept- ember en seinni leik- urinn verður á Ás- völlum helgina eftir. Ljóst er að þetta er góður dráttur fyrir Haukana því Belgar hafa hingað til ekki verið hátt skrifaðir í hinum alþjóðlega bolta og þá er ferðakostnaðurinn með minnsta móti. Valur til Svíþjóðar Einnig var dregið í Evrópukeppni félags- liða hjá stelpunum og dróst Valur á móti sænska liðinu Önnereds HK, sem er staðsett í útjaðri Gautaborgar. Önnereds HK, varð í sjöunda sæti sænsku deildarinnar á síð- ustu leiktíð og er að taka þátt í Evrópu- keppni í fyrsta sinn. Þetta telst, eins og hjá Haukunum, góð- ur dráttur og þá sér í lagi með tilliti til kostnaðarins. Fyrri leikur Önnereds og Vals fer fram í Svíþjóð helgina 11.-12. september en síðari leikurinn á Hlíðarenda viku seinna. KFÍ fær tvo útlendinga Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar hefur fengið tvo erlenda leikmenn til liðsins fyrir komandi tímabil. Bandaríkjamað- urinn Joshua Helm og enski leikstjórn- andinn Tom Hull eru komnir til liðsins og verða klárir í fyrsta leik. Við mælum með... ... að Ólafur Þórðarson, þjálfari Skagamanna, fari að líta í eigin barm eftir tapleiki liðsins og hætti að kenna leikmönnum sínum um þegar liðið tapar. Sem þjálfari liðsins ber hann ábyrgð á liðinu en því miður virðist hann ekki gera sér grein fyrir því og skammar leikmenn sína eins og hunda eftir tapleiki. 20 28. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 25 26 27 28 29 30 31 Miðvikudagur JÚLÍ KÖRFUBOLTI Kári Marísson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Tindastóls á Sauðárkróki og mun hann stýra liðinu í Intersport- deildinni í körfuknattleik á kom- andi tímabili. Hann tekur við af Kristni Frið- rikssyni sem ákvað að söðla um eftir fimm ára dvöl á Króknum og taka við Grindavík. Kári, sem skrifaði und- ir eins árs samning, hefur marga fjöruna sopið á körfuboltaferli sínum og það má eiginlega segja að hann sé faðir körfuboltans á Sauðárkróki í þeirri mynd sem hann er í dag. Kári kom norður árið 1978 og þjálfaði meistaraflokk karla allt til ársins 1986. Síðan þá hefur hann þjálf- að yngri flokka félagsins og meistaraflokk kvenna auk þess að vera aðstoðar- maður bæði Vals Ingi- mundarsonar fyrst og síðan Krist- ins Friðrikssonar á eftir honum. Kára bíður mikið starf því alls hafa átta leikmenn yfirgefið her- búðir liðsins frá síðasta tímabili, þar á meðal Bandaríkjamennirnir Clifton Cook og Nick Boyd sem voru burðarásar liðsins og skor- uðu samanlagt 45,7 stig að meðal- tali í leik. Kári sagði í samtali við Frétta- blaðið í gær að tveir erlendir leik- menn, bandaríski bakvörðurinn Edderick Womack og serbneski miðherjinn Predrag Cavran, væru komnir til liðsins en síðan myndi einn útlendingur til viðbótar bæt- ast í hópinn. „Við erum með fjóra íslenska leikmenn, Svav- ar Birgisson, Helga Rafn Viggósson, Axel Kárason og Guðlaug Erlendsson og þeir munu mynda kjarnann í liðinu. Síðan verða þetta útlendingar og ungir strákar,“ sagði Kári. Tindastóll hefur und- anfarin ár verið með eitt af bestu liðum landsins og Kári sagði stefnt að því að þar yrði engin breyting á. „Við nennum ekki meðalmennsku á Króknum. Stefn- an er sett á það að vera með eitt af fjórum bestu liðum landsins og þótt miklar breytingar hafi verið á liðinu frá því í fyrra þá er það segin saga að það tekur ekki nema hálft tímabil að koma liðinu á rétt ról,“ sagði Kári. ■ Nennum ekki að vera í meðalmennsku Segir Kári Marísson sem tekur við Tindastólsliðinu af Kristni Friðriks- syni og ætlar sér að vera með liðið í toppbaráttunni í Intersportdeildinni ■ ■ LEIKIR  19.15 ÍBV og KA mætast á Hásteinsvelli í Landsbankadeild karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  18.05 US PGA Tour 2004 á Sýn. Sýnt frá Opna B.C.-mótinu á bandarísku PGA-mótaröðinni í golfi.  19.00 Meistaradeildin á Sýn. Sýnt frá leik Deportivo La Coruna og AC Milan í meistaradeild Evrópu í fótbolta sem fram fór 7. apríl.  20.50 Meistaradeildin á Sýn. Sýnt frá einum af stórleikjum meistara- deildar Evrópu í fótbolta.  23.15 Manchester-mótið á Sýn.  23.50 Champions World á Sýn. Bein útsending frá leik Manchester United og Celtic í Champions World-mótinu í fót- bolta. Reykjavík, Klettagör›um 12, sími 575 0000 - Akureyri · Draupnisgötu 2 , sími 462 2360 - Hafnarfir›i, Strandgötu 75, sími 565 2965 Fáanlegur í verslunum Sindra. N†R DEWALT BÆKLINGUR! 1–0 Dóra María Lárusdóttir 23. 1–1 Linda Fossberg 32. 1–2 Anna Morstrem 45. 2–2 Margrét Lára Viðarsdóttir 77. BEST Í ÍSLENSKA LIÐINU Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–14 (6–11) Horn 6–9 Aukaspyrnur fengnar 7–8 Rangstöður 6–3 MJÖG GÓÐAR HJÁ ÍSLANDI Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Þóra B. Helgadóttir Kolbotn GÓÐAR HJÁ ÍSLANDI Erna B. Sigurðardóttir Breiðabliki Ásta Árnadóttir Val Dóra María Lárusdóttir Val Pála Marie Einarsdóttir Val 2-2 ÍSLAND SVÍÞJÓÐ [ NM undir 21 árs kvenna ] [ Úrslitin á mótinu í gær ] [ Staðan ] A-RIÐILL Ísland–Svíþjóð 2–2 England–Danmörk 2–3 B-RIÐILL Bandaríkin–Þýskaland 3–0 Finnland–Noregur 4–0 A-RIÐILL Svíþjóð 3 2 1 0 5–2 7 Danmörk 3 1 1 1 4–5 4 Ísland 3 0 3 0 4–4 3 England 3 0 1 2 3–5 1 B-RIÐILL Bandaríkin 3 3 0 0 8–0 9 Finnland 3 1 1 1 4–3 4 Þýskaland 3 1 1 1 3–4 4 Noregur 3 0 0 3 1–9 0 Jóhannes Karl hjá Leeds Jóhannes Karl Guð- jónsson, sem fékk sig lausan frá spænska liðinu Real Betis í síðustu viku, spilaði æfingaleik með enska 1. deildar- liðinu Leeds gegn Darlington í gærkvöldi. Kevin Blackwell, knatt- spyrnustjóri Leeds, að kíkja á kappann. CLIFTON COOK Þessi sterki bakvörður spilar ekki með Tindastóli á komandi tíma- bili. KÁRI MARÍSSON Stýrir Tindastóls- liðinu í Intersport- deildinni á komandi tímabili. NM U-21 árs kvenna: Óheppnar að sigra ekki Svía FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri gerði jafntefli, 2-2, gegn Svíum á Blönduósvelli í gær í síðasta leik liðanna í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fram fer á Norðurlandi. Íslenska liðið gerði því jafn- tefli í öllum þremur leikjum sín- um í riðlinum og spilar um fimmta sætið við Finna á morgun. Svíar leika aftur á móti til úrslita gegn Bandaríkjamönnum. Íslenska liðið náði forystunni gegn Svíum með marki frá Dóru Maríu Lárusdóttir. Svíar komust hins vegar yfir með tveimur mörkum fyrir hlé en þegar þrett- án mínútur voru til leiksloka jafn- aði Margrét Lára Viðarsdóttir metin fyrir íslenska liðið og á lokamínútum leiksins voru þær íslensku óheppnar að tryggja sér ekki sigur í leiknum. Þetta var langbesti leikur ís- lenska liðsins í mótinu og gefur góð fyrirheit fyrir leikinn gegn Finnum. ■ LEIKIR Á MORGUN 1.–2. sæti Svíþjóð–Bandaríkin 3.–4. sæti Danmörk–Finnland 5.–6. sæti Ísland–Finnland 7.–8. sæti England–Noregur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.