Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 8
8 28. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR Væntingavísitala Gallups: Bjartsýnin meiri án fjölmiðlamáls VÍSITALA Væntingavísitala Gallups hækkaði í júlí eftir samfellda lækkun frá í mars. Væntingavísitalan mælist nú 115,6 stig, en bjartsýnin reis hæst í mars þegar vísitalan mældist tæp 133 stig. Lækkun vísitölunnar síðustu mánuði á undan skýrðist af aukinni svartsýni um efnahags og atvinnuástand. Nú ríkir meiri bjartsýni. Greining Íslandsbanka veltir fyrir sér ástæðum breytinganna nú. Krónan hafi styrkst að undanförnu, en sterk fylgni virðist milli gengis- þróunar og væntinga. Styrking krónu eykur bjartsýni. Þá er á það bent að verðbólga hjaðnaði milli júní og júlí. Þessir þættir eru að mati greiningardeildarinnar til þess fallnir að auka bjartsýni. Greining Íslandsbanka telur hins vegar að pólitísk óvissa í kringum fjölmiðla- mál hafi verið neikvæð fyrir bjart- sýni þjóðarinnar. Af því má draga þá ályktun að bjartsýnin hefði vaxið meira ef hefðbundins frís frá stjórnmálum hefði notið við. ■ DRÓ ÚR BJARTSÝNI Greining Íslandsbanka rekur aukna bjart- sýni Íslendinga til sterkari krónu og lægri verðbólgu. Hins vegar kunni pólitísk óvissa vegna fjölmiðlamáls að hafa haldið aftur af bjartsýninni. MENNTAMÁL „Ég segi hiklaust, að þetta nám hafi bjargað lífi mínu,“ sagði Þóra Kristín Vilhjálmsdóttir um nám það og starfsendur- hæfingu sem Fjölmennt og Geð- hjálp hafa boðið upp á fyrir geð- sjúka. En nú er útlitið svart, því ráðuneyti félagsmála, heilbrigðis- mála og menntamála hafa enn ekki tryggt fjárveitingu til verk- efnisins fyrir haustið. Því hefur orðið að segja öllum kennurum og starfsmönnum verkefnisins upp störfum. Vel á annað hundrað ein- staklingar hafa beðið í óvissu í margar vikur eftir því hvernig námi þeirra reiði af í haust. Þóra Kristín er með alvarleg geðhvörf, sem hún greindist með fyrir 10 árum. Hún sat í einni kennslustofunni í húsnæði Geð- hjálpar og vann að gerð helgi- myndar í mósaík þegar blaða- maður hitti hana. „Ég hafði dottið niður í djúpt þunglyndi og ofsakvíðaköst, sem stóðu samfellt í marga mánuði, tvo vetur í röð,“ sagði hún. „Seinni veturinn hafði ég legið heima svo mánuðum skipti og var komin í algjört öngstræti. Ég fór aldrei inn á deild því ég á afar góða að, þar sem eru systkini mín, sem hafa stutt mig með ráðum og dáð. Þá á ég frábæran vin sem hefur passað vel upp á mig þegar ég er í uppsveiflu.“ Þóra Kristín sá enga útleið, fyrr en henni var sagt frá náminu hjá Fjölmennt og Geðhjálp. Hún var síðan drifin niður á Túngötu, þar sem skólinn starfar í húsnæði Geðhjálpar. „Þetta gjörbreytti lífi mínu,“ sagði hún. „Allt í einu var ég ekki lengur bara kennitala. Ég hef ekki fengið varanlegt þunglyndi síðan ég fór í námið, kannski örlað á því í viku í mesta lagi, en yfirleitt ekki nema dag og dag. En nú er ég farin að fá kvíða- hnút í magann, eins og fleiri hér, vegna tilhugsunarinnar um hvað verði í vetur með námið.“ Þóra Kristín lagði stund á ís- lenskar bókmenntir, tölvunám, ensku og ljóðagerð, svo og lífs- leikni í skólanum. Hún sagði að all- ir kennarar og starfsfólk hefði ver- ið frábært upp til hópa. Nú óttaðist fólk að þeir kæmu ekki aftur, ekki síst í ljósi þess að þeim hefði verið sagt upp og samningar þeirra væru lausir nú um mánaðamótin. „Allt þetta fólk sem nýtir sér námið eru öryrkjar,“ sagði hún. „Það hefur því takmörkuð fjárráð sem leyfa alls ekki að það geti keypt sér menntun annars staðar, auk þess sem það fellur ekki alls staðar inn í. Námið hér er því afar dýrmætt fyrir okkur, raunar alveg ómetanlegt.“ Ekki náðist í menntamálaráð- herra, heilbrigðisráðherra né félagsmálaráðherra í gær. jss@frettabladid.is Júlí 112,6 Ágúst 115,3 September 116,8 Október 125,2 Nóvember 120,9 Desember 104,2 Janúar 123,7 Febrúar 127,5 Mars 132,9 Apríl 120,6 Maí 110,5 Júní 104,7 Júlí 115,6 Hjónaskilnaður skekur eigendahóp Flugleiða – hefur þú séð DV í dag? FYRRVERANDI TENGDAFEÐGAR Í KAPPHLAUPI UM VÖLDIN               !"#$ %&'()* +,$+-+.+,$+-+/% VÆNTINGAVÍSITALAN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Námið hefur bjargað lífi mínu Þóra Kristín Vilhjálmsdóttir er ein úr stórum hópi geðsjúkra, sem hafa nýtt sér nám sem Fjölmennt og Geðhjálp hafa boðið upp á. Hún segir námið hafa bjargað lífi sínu. Nú liggur engin fjárveiting fyrir. BEÐIÐ Í ÓVISSU Þóra Kristín var að gera fallega helgimynd úr mósaíki í einni kennslustofunni í húsnæði Geðhjálpar. Hún bíður ásamt stórum hópi fólks eftir ákvörðun stjórnvalda á því hvort þau gefi kost á námi aftur í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.