Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 22
2 28. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR Sólgleraugu Varla er hægt að fara á útihátíðir nema vera með flott sólgleraugu og helst eins stór og hægt er að finna. Ekki er þó vænlegt að eyða fúlgu í þess konar búnað þar sem hann eyðileggst að öllum líkindum á há- tíðinni. Ekki er vitlaust að koma við á bensínstöð á leiðinni út úr bæn- um og kippa einu nettu pari með sér á spottprís. En hvað ætli sé í boði á bensínstöðvunum? Á Shell-stöðvunum kosta fullorð- insgleraugu 1.190 krónur og barnasólgleraugu 490 krónur. Á Esso-stöðvunum kosta fullorð- insgleraugu 990 krónur og barnasólgleraugu 490 krónur. Á Olís-stöðvunum kosta fullorð- insgleraugu 1.199 krónur og barnasólgleraugu 595 krónur. „Þetta byrjar með einhverri bleytu, einkum sunnanlands og vestan og búast má við nokkuð stífum vindi víða um land á föstudeginum, þetta 8-15 m/sek en þó lægir held- ur þegar líður á daginn.“ segir Sigurður Ragnarsson, veðurfræðingur um helgar- veðrið. „Hitinn verður á bilinu 12-18 stig fyrir norð- an og 10-15 sunnan til. Á laugardeginum verður vind- ur genginn niður, ef marka má spár en skúrir verða á víð og dreif. Norðuraustur- landið sleppur þó líklega þurrt. Hiti verður svipaður og á föstudeginum en þó ívið minni. Á sunnudaginn er út- lit fyrir hægan vind og skúraveður víða um land um tíma. Á mánudeginum er ný lægð að koma upp að land- inu. Þá er útlit fyrir aust- lægar áttir og einhverja dropa hér og hvar. En þetta getur allt breyst og föstu- dagurinn til dæmis orðið hægari en nú virðist,“ segir Siggi „stormur,“ að lokum. ■ Veðrið um verslunarmannahelgina Tekur sumarbústaðinn fram yfir tjaldið: Fer sínar eigin leiðir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Regína Ósk Óskarsdóttir vill ekki fara þangað sem allir fara og fílar útihátíðir ekki alveg í botn. „Ég hef aldrei fílað útihátíðir neitt sérstaklega. Ég er meira fyrir það að vera í sumarbústað eða eitthvað þannig,“ segir Regína Ósk Óskarsdóttir, söng- kona. „Fyrst þegar mig langaði eitt- hvað svona á útihátíð var ég fimmtán ára. Þá tóku foreldrar mínir upp á það ráð að fara í ferðalag til Portúgal um versl- unarmannahelgina. Vinkona mín kom með og það var alveg frá- bært. Síðan árið á eftir fórum ég og systir mín til Parísar að syngja í brúðkaupum og fleira skemmtilegt. Hún er eldri en ég og því var það í góðu lagi. Vinir mínir fettu svo sem ekkert fingur út í þessar ferðir mínir til útlanda þar sem það var aldrei mikil útihátíðarstemning í vina- hópnum,“ segir Regína Ósk sem fannst alveg æðislegt að ferðast svona til útlanda um verslunar- mannahelgina. „Þegar ég loksins mátti fara sjálf á útihátíð hér heima þá langaði mig bara ekkert að fara. Ég fór á þjóðhátíð í Eyjum til að spila og skemmta þegar ég var átján ára. Þannig að ég hef aldrei farið á útihátíð til að skemmta mér heldur frekar til að skemmta öðrum.“ Regína Ósk vill frekar vera í góðra vinahópi á fáförnum stöð- um en að týnast í kraðakinu á úti- hátíðum. „Ég vil ekki fara þangað sem allir fara. Ég vil bara fara þangað sem ég vil, þegar ég vil. Síðan er ég heldur ekki þessi tjaldmanneskja,“ segir Regína Ósk sem gæti ekki hugsað sér úti- hátíð nema hafa hús með sturtu til að fara í. „Ég sé mig ekki alveg fyrir mér í rigningu og roki á ein- hverri útihátíð. Blaut lopapeysa og eitthvað í brúsa er ekki eitt- hvað fyrir mig. Það er ekki mitt kaffi,“ segir Regína að lokum. lilja@frettabladid.is ?Frídagur verslunarmannaVerslunarmannahelgin er kennd viðfrídag verslunarmanna fyrsta mánu- dag í ágúst. Sú dagsetning hefur haldist óbreytt frá 1934. Tímasetning- in á rót að rekja til þjóðhátíðarinnar 2. ágúst 1874. Hennar var reglulega minnst í Reykjavík kring um aldamót- in og héldu verslunarmenn löngum tryggð við daginn eftir að fullveldis- dagurinn hafði tekið við sem helsti þjóðminningardagur upp úr 1918. Eftir síðari heimsstyrjöld varð frídagur verslunarmanna smám saman al- mennur frídagur, notaður til ferðalaga og skemmtanahalds og á sjöunda áratugunum var tekið að efna til skipulegra útihátíða víða um land. Útilegur, ferðalög og stuð Eftir styrjöldina fékk verslunarmanna- helgin smám saman það snið sem enn ríkir með skipulögðum útihátíð- um og ferðalögum og mánudagur- inn varð í reynd almennur frídagur. Ferðafélög og ferðaskrifstofur byrjuðu á að gangast fyrir löngum helgarferðum, til dæmis í Þórsmörk, Húsafell og Vaglaskóg. Ungt fólk fór snemma að nýta sér hina löngu helgi til útilegu í nánd við dansleiki. Þegar árið 1952 er kvartað yfir „óheyrilegri ölvun og skrílmennsku“ um verslunarmannahelgina, einkum við Hreðavatnsskála þar sem „öl- móður óspektarlýður... framdi mikil spell.“ Stökkbreyting árið 1967 Ungmennasambönd, átthagafélög og bindindishreyfingar létu upp frá þessu [frá seinna stríði] meira til sín taka við skemmtanahald á þessari helgi og fleiri staðir komu til sögu, svo sem Atlavík, Bjarkarlundur, Skóg- arhólar og Galtalækjarskógur. Árið 1967 virðist hafa orðið einskonar stökkbreyting. Þá eru haldnar átta útihátíðir víðsvegar um land, og talið að 36 þúsund hafi tekið þátt í þeim. Heimild: Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur. Saga daganna Verslunarmanna- helgin 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.