Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 29
Smiðjur – skemmtilegar greinar Töluverð áhersla verður lögð á kynningu nýrra greina á Unglingalandsmótinu og þátttakendur geta prófað öðruvísi greinar og tekist á við ný verkefni. Einnig verða margskonar smiðjur í gangi þar sem frábærir leiðbeinendur munu vinna með þátttakendum. Þessar greinar verða víðsvegar um bæinn og öllum heimil þátttaka. Það sem í boði verður.:Akrobatic, Capoeira Fitness - þrautabraut, Freestyle smiðja Hacky sack , Judo, Klifurveggur, Körfubolta hipp hopp, Slagverks smiðja, Strandblak, Topphljómsveitir Á kvöldvökum Unglingalandsmóts munu frábærar hljómsveitir stíga á stokk og gestum. Má þar nefna Írafár, Quarashi, Nylon, Mammút, Hip Razikal og Börnin þagna. Knattspyrnuskóli Íslands Samhliða Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki verður Knattspyrnuskóli Íslands með sitt árlega námskeið á Sauðárkróki. Þar gefst krökkum kostur á að æfa fótbolta undir leiðsögn færustu þjálfara og frægir fót- boltakappar koma í heimsókn. Sjöunda Unglingalandsmót UMFÍ Unglingalandsmótið nú er sjöunda Unglingalandsmót UMFÍ. Fyrsta unglingalandsmótið var haldið á Dalvík 1992. Þrjú síðustu mót hafa verið haldin um verslunarmannahelgina, á Tálknafirði árið 2000, Stykkishólmi 2002 og Ísafirði 2003. Unglingalandsmótin verða hér eftir haldin árlega og alltaf um verslun- armannahelgina, m.a. til að gefa börnum, unglingum og fjölskyldum kost á heilbrigðri skemmtun þessa mestu ferða- og sukkhelgi landsmanna. Allt útlit fyrir skemmtilegt mót, segir Haraldur Þór Jóhannsson, formaður UMSS Ungmennasamband Skagafjarðar er mótshaldari 7. unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið er á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Haraldur Þór Jóhannsson, formaður UMSS, segir að allt útlit sé fyrir skemmtilegt mót á Sauðárkróki. „Þetta lítur vel. Það lítur út fyrir mjög gott veður og skráning á mótið er góð. Það er frábær mannskapur sem hefur unnið að undirbúningi mótsins og það eru allir í þeim gír að hafa gaman af þessu.“ Haraldur segir að í heildina séu það um 300 manns sem starfi að mótinu á einn eða annan hátt. „Dagskráin er afar fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Það er náttúrlega verið að keppa í átta íþróttagreinum og auk þessa verið að kynna ýmsar óhe- fðbundar greinar og smiðjur. Þá verður afþreying og skemmtun fjölbreytt, þannig að það ættum engum að leiðast hérna á Sauðárkróki,“segir Haraldur Þór. Hann segir að keppendur á mótinu verði á annað þúsund, líklega um 1.500 talsins og vonast sé til enn fleiri gestum á mótið nú en á síðasta ári en þá komu um 7000 manns á mótið á Ísafirði. „Við finnum fyrir mjög góðum áhuga og stemningu fyrir mótinu. Það er allt orðið klárt og við erum í raun bara að bíða eftir því að gestir fari mæta á mótið,“ segir Haraldur Þór Jóhannsson, formaður UMSS. Göngum um Ísland – landsverkefni UMFÍ fær góðar viðtökur almennings „Samkvæmt skoðanakönnun er ganga önnur vinsælasta afþreyingin sem landsmenn stunda,“ segir Páll Guðmundsson, kynningarfulltrúi UMFÍ. Göngum um Ísland er landsverkefni UMFÍ og er unnið í samvinnu við ungmennafélög um land allt, ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög. Verkefnið er nú á sínu þriðja sumri og hefur sem fyr hlotið góð viðbrögð á meðal göngu- og útivistarfólks. „Markmiðið með verkefninu er að hvetja lands- menn til að fara í gönguferðir um náttúru landsins. Lögð hefur verið áher- sla á styttri gönguleiðir sem eru stikaðar og aðgengilegar. Mikil vakning hefur orðið í göngu- og útivistarferðum á meðal almennings á undanför- num árum,“ segir Páll Guðmundsson. Skemmtilegar gönguleiðir Mikinn fjölda skemmtilegra gönguleiða er að finna í heillandi náttúru landsins og hafa verið valdar útvaldar gönguleiðir í hverju byggðarlagi í samvinnu við heimamenn. „Fjölmargir hafa lagt þessu verkefni lið, bæði innan hreyfingarinnar, hjá sveitarfélögum og ferðaþjónustuaðilum.” Leiðabók Leiðabók með 264 gönguleiðum um land allt hefur verið dreift í 45.000 eintökum. Bókin fæst gefins á upplýsingamiðstöðvum, sundlaugum og öllum ESSO-stöðvum. „Leiðabókin hefur runnið út eins og heitar lum- mur. Í bókinni er stutt lýsing á hverri gönguleið og bent á nánari upplýsingar heima í héraði. Þá er að finna upplýsingar í bókinni um fuglalíf í landinu og gróðurfar. Tilgangurinn er að fá göngufólk til að veita umhverfinu athygli í gönguferðum sínum, t.d. að spá í heiti fugla, gróðurs, eða fjalla sem það sér á göngu sinni.“ Páll segir að til gamans hafa ljóðasamkeppni og teiknimyndasamkeppni verið fléttuð inn í verkefnið og göngumenn hvattir til að yrkja ljóð eða teikna myndir á gönguferðum sínum og senda til UMFÍ. „Þetta er meðal tilkomið vegna þess að á undanförnum tveimur árum hafa um tólf þúsund manns skrifað nöfn sín í gestabækur UMFÍ á fjöllum í tengslum við verkefnið Fjölskyldan á fjallið, og margir hafa notað tækifærið og samið ljóð eða teiknað myndir í gestabækurnar,“ segir Páll. Í Fjölskyldan á fjallið hafa aðildarfélög UMFÍ sett póstkassa með gestabókum á 22 fjöll víðs vegar um landið og fjölskyldufólk hvatt til fjallgöngu. ganga.is Heimasíða gönguverkefnisins er ganga.is. UMFÍ skifaði í vetur undir samstarfssamning við Ferðamálaráð og Landmælingar um samstarf að ganga.is. Ferðamálaráð lagði til upplýsingar um 500 gönguleiðir og Landmælingar leggja til göngukort og í sameingu var unnið að hönnun vefsins og örðum upplýsingum. „Á ganga.is má finna upplýsingar um 800 gönguleiðir á gagn- virku landakorti, þar sem hægt er að þysja sig um landið. Auk þess má finna ýmsan fróðleik fyrir göngumenn á vefnum.“ Páll segir að til standi að opna vefinn með formlegum hætti á næstunni, en engu að síður sé búið að læða vefnum í loftið. Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina Um verslunarmannahelgina verður Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Sauðárkróki, þetta er í sjöunda sinn sem mótið er haldið en sl. haust var ákveðið að unglingalandsmótin verði á hverju ári hér eftir og um verslunarmannahelgina. Tjaldsvæði Tjaldsvæði á Sauðárkróki er nánast á mótssvæðinu sjálfu eða þar um bil. Það er staðsett á Nöfunum ofan við íþróttasvæðið og það tekur aðeins nokkrar mínútur að ganga frá tjaldsvæðinu á íþróttaleikvanginn, í íþróttahúsið eða sundlaugina. Allir með – frjáls skráning Þátttökurétt hafa öll börn og unglingar á aldrinum 11–18 ára. Keppt er í aldursflokkur og er skiptingin aðeins misjöfn milli íþróttagreina, þetta má sjá á heimasíðu okkar ulm.is Páll segir að einstaklingar geta skráð sig í einstaklingsgreinar og lið í liðakeppni eins og gefur að skilja. „Einnig er boðið upp á það að einstaklingar geti skráð sig í knattspyrnuna án þess að vera með ákveðnu liði. Það er þá mótshaldara að setja viðkomandi aðila í lið sem mun taka þátt í keppninni. Þetta þýðir að enn fleiri geta verið með á unglingalandsmóti,“segir Páll Kolbeinsson. Aðstaða Öll aðstaða á Sauðárkóki er mjög glæsileg. Nýr íþróttaleikvangur er í hjarta bæjarins, hlaupabrautir lagðar gerviefni sem og frábær knattspyrnuvöllur. Tveir góðir æfingaknattspyrnuvellir eru einnig á svæðinu sem og 25 m sundlaug. Þá er íþróttahúsið einnig við enda íþróttasvæðisins, svo allt er þetta innan seilingar. Golfvöllurinn er í göngufæri frá tjaldsvæðinu svo það er þess vegna hægt að leggja bílnum á Sauðárkróki, þessa mestu umfer- ðarhelgi landsmanna. Þátttökugjald Þátttökugjald á unglingalandsmótið er 4.500 kr. fyrir hvern keppanda. Skráning Skráning fer fram á netinu, heimasíðu Unglingalandsmótsins, ulm.is Upplýsingar Haraldur Þór Jóhannsson, formaður UMSS, og Páll Kolbeinsson, formaður unglingalandsmótsnefndar, á Sauðárkróksvelli, einum besta íþróttavelli landsins, enda hafa Skagfirðingar lagt tæpar 200 milljónir króna til vallarframkvæmda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.