Fréttablaðið - 28.07.2004, Side 53
29
■ TÓNLIST
MIÐVIKUDAGUR 28. júlí 2004
Rokkarinn Ozzy Osbourne hefur
grætt um 3,5 milljarða króna á
minjagripasölu á síðastliðnum
tuttugu árum. Hefur hann selt
mest allra þungarokkara af slík-
um varningi. Þetta segja talsmenn
fyrirtækisins Signatures Network
sem hefur umsjón með minja-
gripasölu fræga fólksins.
Fyrir utan að vera þekktur
rokkari er hann og fjölskylda
hans auðvitað þekkt fyrir frammi-
stöðu sína í mjög vinsælum raun-
veruleikaþáttum, The Osbournes.
Líklegt má telja að þeir þættir
hafi hjálpað til með sölu á minja-
gripum tengdum rokkaranum.
Flestir gripirnir hafa selst á
tónleikum Ozzy en einnig hefur
mikið af þeim selst í búðum og á
netinu. Um er að ræða stutterma-
boli, inniskó og jafnvel spilakassa
merktum kappanum. „Ég held að
bolirnir „Ozzy sem forseta“ og
„Píslarganga Ozzy“ eigi eftir að
seljast mjög vel,“ sagði eiginkona
hans, Sharon, sem einnig er um-
boðsmaður hans. „Ég elska Ozzy
auðvitað svo mikið að ég sef í
einum af bolunum hans á hverri
nóttu.“ ■
KARL OG JAMELIA
Karl Bretaprins spjallaði við poppsöngkonuna Jamelia í konunglegu sumarteiti sem var
haldið í London fyrir skömmu. Teitið var haldið fyrir þá sem stutt hafa Karl undanfarið
í góðgerðastarfsemi hans.
Fahrenheit 9/11 eftir Michael
Moore er orðin mest sótta heim-
ildarmynd allra tíma. Alls hefur
hún halað inn rúmar 100 milljónir
dollara, eða um sjö milljarða
króna síðan hún var frumsýnd í
Bandaríkjunum í lok júní.
Síðasta mynd Moore, Bowling
for Columbine, var áður aðsóknar-
mesta heimildarmyndin. Náði hún
um 1,5 milljörðum króna í kassann.
Í Fahrenheit 9/11, sem vann
Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni
í Cannes í vor, er hart deilt á Geor-
ge W. Bush, Bandaríkjaforseta. Þar
er sýnt fram á tengsl hans við fjöl-
skyldu Osama bin Laden, sem er
grunaður um hryðjuverkaárásirnar
11. september 2001.
„Hin raunverulegu áhrif
Fahrenheit 9/11 verða þau að
hvetja Bandaríkjamenn, sem
vanalega kjósa ekki, til að taka
þátt í forsetakosningunum í
haust,“ sagði Moore. „Þessi mynd
á eftir að hvetja hundruð þúsunda
manns til að fara í kjörklefann,
fólk sem annars hefði ekki kosið.
Hvað þetta varðar á myndin eftir
að hafa gríðarleg áhrif.“ ■
Ozzy selur flesta minjagripi
OZZY OSBOURNE
Ozzy ætti að hafa ástæðu til að gleðjast
því minjagripir merktir honum seljast eins
og heitar lummur.
■ TÓNLIST
M
YN
D
A
P
■ KVIKMYNDIR
Mest sótta heimildarmyndin
MICHAEL MOORE
Moore malar gull með nýjustu mynd sinni Fahrenheit 9/11.
DATEK ÍSLAND EHF.
Sími. 520-3100 • www.datek.is
Manna-körfur
fyrir hleðslukrana
fyrirliggjandi