Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 14
Síðasta sunnudag stóð Dorrit Moussaieff í fyrstasinn við hlið eiginmanns síns, Ólafs RagnarsGrímssonar, á svölum alþingishússins og veif- aði til mannfjöldans á Austurvelli í tilefni innsetn- ingar Ólafs Ragnars í embætti forseta Íslands. Skartaði hún glæsilegum skautbúningi sem hún þótti bera með miklum tignarbrag. Tíguleiki þykir einkenna Dorrit og leynir sér ekki að hún hlaut uppeldi í anda hefðarfólks enda voru perlur og gimsteinar leikföng hennar sem barn. Föð- urfjölskylda Dorritar á langa og ríka sögu sem á sér rætur í Rússlandi og síðar í Bukara í Palestínu, fyrir tíma Ísraels. Forfeð- ur hennar hafa verslað með skart- gripi og gimsteina í aldaraðir og er Moussaieff-nafnið eitt hið þekktasta innan skartgripa- heimsins. Frægasti skart- gripasmiður veraldar, Carl Fabergé, var meðal þeirra sem hannaði skartgripi fyrir fyrirtæki Moussaieff-fjölskyldunnar en hann er þekktastur fyrir Fabergé-egg- in sem hann hannaði fyrir rúss- nesku keisarafjölskylduna sem nær hvert mannsbarn þekkir vegna sögunnar um Anastasiu prinsessu. Dorrit fæddist í Jer- úsalem 1950 þar sem hún ólst upp til tólf ára aldurs ásamt yngri systur sinni Tamöru. Flutti þá fjölskyldan til London þar sem yngsta systirin, Sharon, fæddist. Þess má geta að Sharon var viðstödd innsetningarathöfn forseta ásamt eigin- manni sínum og börnum. Þrátt fyrir að gnægð hafi ein- kennt uppeldi Dorritar þykir hún með ein- dæmum alúð- leg og innileg. Hún vinnur hug og hjarta hvers sem hún hittir með ein- lægri fram- komu sinni og vinalegu fasi. Hún lætur formlegar siðareglur sem vind um eyru þjóta og gerir flest með háttvísi og tilgerðarleysi. Þekkt er sagan af því þegar Svíadrottning kom í opinbera heimsókn til landsins og langaði í sund. Bauðst þá Dorrit til að lána henni gamlan sundbol af sér þrátt fyrir að hún hafi fengið að heyra að það hafi alls ekki þótt viðeigandi. Drottningin sjálf þáði þó sundbolinn og segir sagan að hún hafi notið sund- ferðarinnar til hins ýtrasta. Dorrit var ekki búin að dveljast lengi á Íslandi þegar henni hafði tekist að vinna almenning algjör- lega á sitt band. Hvar sem hún kemur keppist fólk við að fá að sjá hana og dáist fólk af framkomu henn- ar og fasi enda gefur hún sig iðulega á tal við fólk og sýnir þeim áhuga og virðingu. Í einni af fyrstu opinberu heimsókn sinni með Ólafi Ragnari hér á landi var mikil eftirvænting meðal fólks yfir því hvernig Dorrit kæmi fyrir. Segja viðstaddir frá því hvernig hrifning fólks á henni kviknaði við eitt lítið atvik. Atvik sem án efa var algjörlega óúthugsað og gerðist örugglega full- komlega ósjálfrátt. Fyrir framan forsetahjónin stóð hópur barna sem sýndi sína bestu hegðun í návist tignargestanna. Forsetahjónin hlýddu á það sem fram fór en þegar börnin luku því sem þeim var ætl- að tíndust þau í burtu eitt af öðru. Áður en allur hóp- urinn var farinn tekur Dorrit nokkur skref áfram, horfir í augun á litlum dreng, beygir sig niður fyrir framan hann og reimar lausar skóreimar hans. Gerði hún þetta af svo mikilli velvild og gæsku að þeir sem urðu vitni að þessu hafa verið tryggir að- dáendur forsetafrúarinnar alla tíð síðan. Það er þó ekki aðeins al- menningur sem hrífst af Dor- rit. Nánir vinir hennar eru meðal þekktustu manna og kvenna heims og koma úr öllum sviðum þjóðfélagsins. Ivana Trump, Shakira Cain, Sean Connery, Hilary Clint- on og Jórdaníukonungur eru meðal hennar nánu vina. Í nýlegri könnun sem tímaritið Harpers & Queen gerði lenti Dorrit í þriðja sæti á lista yfir „best tengda fólk Bret- lands“. Í blaðinu er henni gefið starfs- heitið „socialite“, sem útleggja má sem „ein af fína fólkinu“. Listinn telur 25 og ber Dor- rit höfuð og herðar yfir ýmis fyrirmenni, svo sem lávarða og lafðir, milljónamæringa og stjórnmálamenn. Góð sambönd Dorritar hafa eflaust hjálpað henni í athafna- lífinu en hún hefur meðal annars hagnast verulega á kaupum og söl- um fasteigna. Þekktasta fjár- festing Dorrit- ar og sú sem skilaði hennum einna mestum hagnaði er þegar hún, ásamt hópi fjárfesta, keypti hæstu byggingu Evr- ópu, Canary Wharf turninn svokallaða, snemma á ní- unda áratugnum. Slæm staða á fasteignamarkaði hafði komið eigendum í erfiða stöðu og fékkst því skrifstofubyggingin fyrir lítið. Uppsveifla níunda áratugarins, auk annarra þátta, jók hins vegar eftir- spurn eftir skrifstofuhúsnæði og seldu fjárfestarnir bygginguna 1999. Hagnaður Dorritar var sagður um 45 milljónir sterlingspunda, eða tæpir sex milljarð- ar, samkvæmt upplýsingum frá blaðamanni á The Times í London. Þeir sem þekkja til í röðum fyrirmenna á Íslandi segja um Dorrit að framkoma hennar sé um margt ólíkt framkomu íslenskra kvenna á sama aldri og í svipaðri stöðu. Hvert sem tilefnið er, sé það innsetn- ing forseta eða opinberar veislur, þykir Dorrit ætíð afslöppuð og eðlileg enda njóti hún augljóslega hverrar stundar. ■ 7. ágúst 2004 LAUGARDAGUR14 Orkuveita Reykjavíkur starfrækir gestamóttöku í Skíðaskálanum í Hveradölum í tengslum við Hellisheiðarvirkjun. Á laugardögum í ágúst verður boðið upp á leiðsögn um virkjunarsvæðið. Framkvæmdum eru gerð skil í máli og myndum í Skíðaskálanum. Opnunartími: 10:00 til 17:00 mánudaga - föstudaga. 10:00 til 18:00 laugardaga. Nánari upplýsingar í síma 617- 6784. Hellisheiðarvirkjun www.or.is DAGUR B. EGGERTSSON Þvert á frelsishjalið er Sjálfstæðisflokkur- inn bæði höfundur og hryggjar- stykki ofurtollastefnunnar. ,, SKOÐUN DAGSINS TOLLAR OG FRÍVERSLUN Um allan heim hafa fjölmargir fagnað niðurstöðum síðustu við- ræðulotu Alþjóða viðskiptastofnun- arinnar um landbúnaðarmál. Það er ekki að undra. Þær virðast geta markað upphafið að endi niður- greiðslna með útflutningi landbún- aðarvara og varðað leiðina að lækk- un tolla á matvæli. Hér á landi hef- ur þó staðið á fagnaðarlátum. Ýmsir þingmenn ríkisstjórnarinnar virð- ast leggja ríkasta áherslu á að vænt- anlega fáist margvíslegar undan- þágur. Það væri ekkert nýtt. Hér á landi hafa fríverslunar- sjónarmið alltaf verið í minnihluta á Alþingi. Helsta vonin um breyting- ar í því efni virðast yfirlýsingar for- manns Framsóknarflokksins um aukið viðskiptafrelsi með landbún- aðarvörur. Þær gaf hann í aðdrag- anda síðustu kosninga, einn stjórn- málaforingja. Samfylkingin þagði en hlutur Sjálfstæðisflokksins var þó sérkennilegastur. Þótt sjálfstæð- ismenn haldi því helst að ungum kjósendum að vera málsvarar frels- is og fríverslunar er Sjálfstæðis- flokkurinn þó bæði höfundur og hryggjarstykki ofurtollastefnunnar. Eftir síðustu fríverslunarsamninga 1994 gekk hann svo hart fram við að tryggja að Íslendingar greiddu hæsta grænmetis- og ostaverð í heimi að stjórnarsamstarfið við Alþýðuflokkinn var lagt að veði. Þetta varð hið skrautlegasta mál. Jóni Baldvini, þáverandi formanni Alþýðuflokksins, kom í opna skjöldu að Davíð Oddsson forsætis- ráðherra legðist á sveif með land- búnaðarafturhaldinu í Sjálfstæðis- flokknum. Svo nærri lá stjórnarslit- um að Jón Baldvin bjóst við þing- rofi og haustkosningum. Til að hafa nýtt stjórnarmynstur upp í erminni hitti Jón Baldvin Steingrím Hermannsson þáverandi formann Framsóknarflokksins á laun. Var fundurinn svo leynilegur að hann fór fram á heimili þriðja manns við fáfarna götu í Vesturbænum, að húseiganda og fjölskyldu hans fjar- verandi! Ósigur Jóns Baldvins í ofurtolla- málinu var afdrifaríkur, að minnsta kosti fyrir íslenska neytendur. Og nú gæti sagan endurtekið sig. Sem fyrr virðist eina vonin til að tollar lækki að frjálslynd öfl nái saman. Til þess þarf Samfylkingin þó að rjúfa þögnina. Að öðrum kosti þarf ekki að velkjast í vafa um að Halldór Ásgrímsson verður undir þegar saman koma einangrunaröfl- in í Framsóknarflokknum og oftur- tollakempur Sjálfstæðisflokksins. Því miður. Ef það sem þarf til að mynda fríverslunarbandalag í íslenskum stjórnmálum er fundar- staður í heimahúsi lýsi ég mig reiðubúinn að renna á könnuna hvenær sem er. Og svo er eflaust um fleiri. Það er löngu tímabært að fleiri en hátekjufólk hafi efni á að gerast grænmetisætur á Íslandi. ■ „Það er óumdeilt að Færeyingum hefur ekki tekist að byggja upp stofna sína,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins í fréttagrein sem birtist í Fréttablaðinu þann 28. júlí sl. Tilefnið var frétt um að Færeyingar íhuga að draga eilítið úr sókn í þorskstofna sína á næsta ári. Þessi fullyrðing er röng. Óum- deilt er að Færeyingar hafa náð góðum árangri í fiskveiðistjórn og uppbyggingu botnfiskstofna. Of langt mál er að gera ná- kvæma grein fyrir árangri sem Færeyingar hafa náð með sóknar- stýringakerfi sínu við fiskveiðar. Skýrslur um stöðu stofna við Færeyjar eru á vef Alþjóða haf- rannsóknaráðsins (ices.dk). Einnig er fræðandi efni á heima- síðu Jóns Kristjánssonar fiski- fræðings (fiski.com). Síðustu fjögur ár hefur Jón gefið Færey- ingum ráð um fiskveiðistjórnun með stórmerkum árangri. Í um áratug hefur þorskveiði verið mjög góð við Færeyjar. Nánast öll árin yfir árlegri meðal- veiði síðustu 40 ára. Þorskstofn- inn er sterkur. Nú hefur aðeins dregið úr vexti hans. Lélegur ár- gangur hefur verið að koma inn í veiðina. Næsti árgangur þar á eftir virðist hins vegar yfir með- allagi. Ýsustofninn er geysi sterkur. Aflabrögð í fyrra ein þau mestu í sögunni. Ýsan við Færeyjar hefur stöðugt verið að styrkjast frá því eyjaskeggjar losuðu sig við kvóta- kerfið fyrir tæpum áratug. Er nú í sögulegu hámarki. Sama er að segja um ufsann. Aflabrögð í sögulegu hámarki. Stofninn sömuleiðis. Undanfarin ár hafa fræðingar lagt fram svartar skýrslur um stöðu bolfiskstofna við Færeyjar. Eyjaskeggjar hafa ekki tekið mark á þeim. Nokkrum misserum síðar eru allir fiskistofnar mjög sterkir. Afli mjög góður. Þetta, og fleiri svipuð dæmi meðal annars hér við Ísland og í Barentshafi, sýnir berlega að öll sú hugmynda- fræði sem fiskveiðiráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins bygg- ir á þarfnast endurskoðunar. Þessi hugmyndafræði er sú sama og Hafrannsóknastofnun hér á landi hefur byggt ráð sín á og stjórn- völd illu heilli tekið bókstaflega. Sjávarútvegsnefnd Alþingis er mjög mikilvæg. Seta í þessari fag- nefnd gerir miklar kröfur um að þingmenn í henni hafi víðtæka þekkingu á málaflokknum. Aug- ljóst er af hinni röngu yfirlýsingu Guðlaugs Þórs sem ég vitnaði til hér í upphafi, að þar fer þingmað- ur sem skortir grunnþekkingu á stöðu fiskistofna í Norður Atlants- hafi. Umhugsunarefni er að Sjálf- stæðisflokkurinn skuli treysta jafn fáfróðum þingmanni til setu í sjávarútvegsnefnd Alþingis. Höfundur, sem er fiskifræðing- ur að mennt, situr í sjávarútvegs- nefnd alþingis fyrir Frjálslynda flokkinn. Óumdeilanleg fá- fræði þingmanns MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN SJÁVARÚTVEGSMÁL Undanfarin ár hafa fræðingar lagt fram svartar skýrslur um stöðu bolfiskstofna við Færeyjar. Eyjaskeggjar hafa ekki tekið mark á þeim. Nokkrum misserum síðar eru allir fiskistofnar mjög sterkir. Afli mjög góður. ,, Einangrunaröfl og ofurtollakempur MAÐUR VIKUNNAR Vekur aðdáun allra DORRIT MOUSSAIEFF FORSETAFRú

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.