Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 15
15LAUGARDAGUR 7. ágúst 2004 Hið eina sem má gagnrýna hjá Orku- veitunni er það, að fyrirtæk- ið hefur ekki látið Reykvík- inga njóta þess nægilega í orkuverðinu, að vel hefur gengið hjá fyrirtækinu. Mikil atvinnuuppbygging Orkuveitunnar Eftir að Orkuveita Reykjavíkur gerði ásamt Hitaveitu Suðurnesja samning við Norðurál um að útvega raforku til stækkunar álverksmiðju fyrirtækisins er Orkuveitan komin í hóp þeirra aðila er vinna að stór- felldri atvinnuuppbyggingu hér á landi. Tvöfalda á afkastagetu Norð- uráls eða úr 90 þús. tonnum í 180 þús. tonn á ársgrundvelli. Raforka verður fengin frá gufuaflsvirkjun Orkuveit- unnar á Hellisheiði svo og frá slíkri virkjun Hitaveitu Suðurnesja. Er þetta í fyrsta sinn sem stóriðja fær alfarið raforku frá gufuaflsvirkjun. Aðrir aðilar en Landsvirkjun hafa ekki áður gert orkusölusamning að slíku umfangi. Alls verður hér um 50 milljarða kr. fjárfestingu að ræða, þar af um 20 milljarðar í orkufram- kvæmdum að meðtöldum flutnings- virkjum. Reist verður 120 MW raf- stöð á Hellisheiði. Alls munu um 800 manns vinna við uppbyggingu orku- vera og álvera vegna stækkunar Norðuráls. Ástæða er til þess að óska Orku- veitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja til hamingju með fram- kvæmdir þessar. Nokkrar deilur hafa staðið um Orkuveituna. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur haldið uppi gagnrýni á stjórn Orkuveitunnar en R-listinn hefur haldið fast um stjórn- völinn þar og ekki látið hrekja sig af leið. R-listinn og stjórn Orkuveitunn- ar, undir forustu Alfreðs Þorsteins- sonar, hafa fylgt fast þeirri stefnu, að Orkuveitan eigi að vera opinbert fyrirtæki og að Orkuveitan eigi að standa fyrir mikilli atvinnuuppbygg- ingu eins og nú er verið að gera. Jafnframt hefur Orkuveitan gert út- rás til nágranna sveitarfélaga og til fjarlægra sveitarfélaga og hefur sú útþensla stóreflt Orkuveituna. Orku- veitan hefur jafnframt látið sig dreyma enn stærri stórvelda- drauma, samanber, er Alfreð Þor- steinsson lýsti því yfir, að til greina kæmi að Orkuveitan keypti Símann í samvinnu við aðra fjárfesta. Hið eina sem má gagnrýna hjá Orkuveitunni er það, að fyrirtækið hefur ekki látið Reykvíkinga njóta þess nægilega í orkuverðinu, að vel hefur gengið hjá fyrirtækinu. Hækk- un á orkuverði sumarið 2003 olli þannig miklum deilum. Æskilegt er, að Orkuveitan láti Reykvíkinga njóta velgengni sinnar með lægra orku- verði. Mér er að vísu ljóst, að mikil fjárfesting Orkuveitunnar er kostn- aðarsöm en dreifa verður slíkum fjárfestingarkostnaði á langt tíma- bil. Orkuveitan varð til við samein- ingu Hitaveitunnar og Rafmagns- veitunnar árið 1999. Árið eftir bættist Vatnsveitan við. Reykjavík á 93,5% í Orkuveitunni en 3 önnur sveitarfélög eiga einnig hlut. Akra- neskaupstaður á þar stærstan hlut. Er Orkuveitan nú sameignarfélag. Afkoma Orkuveitunnar var mjög góð árið 2003. Tekjur fyrirtækisins námu 12 milljörðum kr. og rekstrar- hagnaður fyrir afskriftir 4,3 milljörðum. Eignastaða félagsins er gífurlega sterk. ■ BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN ATVINNUMÁL ,, AF NETINU Hjarta jafnaðarmanns John Kerry er ekki fullkominn fremur en aðrir menn, en hann má þó eiga það að í honum slær hjarta jafnaðarmanns, a.m.k. á bandarískan mælikvarða. Verði hann forseti ætlar hann t.a.m. að beita ríkisvaldinu í ríkara mæli en nú er gert til að tryggja öllum Bandaríkjamönnum góða heilbrigðisþjónustu ñ nokkuð sem ekki er vanþörf á í landi þar sem yfir fjörutíu milljónir manna eru án sjúkra- tryggingar með þeim afleiðingum að um 7ñ800.000 þúsund manns verða gjaldþrota árlega vegna kostnaðar af heilbrigðisþjónustu. Þórður Sveinsson á mir.is Demókratar frjálslyndari Þó er kannski ofmælt að enginn munur sé á demókrötum og repúblikönum. Demókratar eru almennt heldur frjáls- lyndari og hafa meiri skilning á mann- réttindum og velferðarmálum. Þeir eru til dæmis heldur frjálslyndari gagnvart samkynhneigðum og síður á móti fóst- ureyðingum en repúblikanar. Því verður að sjálfsögðu ekki neitað að þetta skiptir máli. En munurinn er samt ósköp takmarkaður og ristir grunnt. Aðeins einn þingmaður greiddi atkvæði gegn því að veita Bush forseta umboð til stríðsreksturs í kjölfar hryðjuverkanna 11. september, Barbara Lee frá Kali- forníu. John Kerry gaf samþykki sitt við innrás í Írak, hann styður áframhaldandi hernám landsins og vill að 40 þúsund hermenn verði sendir þangað í viðbót. Einar Ólafsson á vg.is/postur Einblínt á þolendur Umræða um nauðganir er því miður enn því marki brennd að miðast um of við þolendur þessara glæpa. Einhverra hluta vegna virðist fólk geta skilið að áfengis- dauðar stúlkur á útihátíðum verði fyrir nauðgun. Af fréttum að dæma mætti ætla að nauðgun sé nánast eðlileg afleiðing áfengisdauða, að konur í slíku ástandi hafi með einhverjum hætti kallað ógæf- una yfir sig. Sú nálgun að líta til hegðun- ar þolandans er einkennandi fyrir kynferð- isbrot. Menn myndu sennilega ekki halda því fram að manneskja sem er einsömul á gangi að kvöldlagi, vel klædd og efnuð, hafi með því boðið upp á rán. Enn síður væri því haldið fram að vegna þess að fórnarlambið barðist ekki gegn ræningj- anum hafi það samþykkt verknaðinn. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á deiglan.com Hæfileg refsing Í Bandaríkjunum þykir sjö og hálfs árs fangelsi hæfileg refsing fyrir kennslu- konu sem tældiì 12 ára strák. Sá maður er nú orðinn fullorðinn og gerir sér enn ekki grein fyrir því að hann sé fórnar- lamb. En hver veit nema að hann hafi orðið fyrir ósýnilegum sálrænum skaða út af þessu? Var ekki réttast að senda þessa kennslukonu í langa fangavist, svona til vonar og vara? Væntanlega hafa aðstandendur hinna tugþúsunda fórnarlamba George Bush orðið fyrir einhverjum sálrænum skaða líka. Svo ekki sé talað um aðstandendur þeirra sem haldið er föngnum án dóms og laga. Hvaða refsing hæfir þá George Bush? Svona til vonar og vara? Sverrir Jakobsson á murinn.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.