Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.08.2004, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 07.08.2004, Qupperneq 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 268 stk. Keypt & selt 46 stk. Þjónusta 48 stk. Heilsa 9 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 31 stk. Tómstundir & ferðir 19 stk. Húsnæði 59 stk. Atvinna 35 stk. Tilkynningar 6 stk. Í húsbíl um landið BLS. 2 Góðan dag! Í dag er laugardagurinn 7. ágúst, 220. dagur ársins 2004. Reykjavík 4.54 13.33 22.10 Akureyri 4.25 13.18 22.09 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Mig langar í rafmagnsbíl af gerðinni Smart, svona eins og þeir hjá World Class keyra um á. Mér finnst þessir bílar geð- veikt flottir og svo finnst mér frábært að þeir séu knúnir áfram af rafmagni. Þeir eru eins og Nokia símarnir, þú getur alltaf keypt nýjan front á þá og það finnst mér líka mjög sniðugt. Ég hef verið að skoða þessa bíla á netinu og held reyndar að þeir séu ekki fluttir hingað til landsins. Ég veit bara að þeir eru framleiddir í Þýskalandi og það er hægt að fá þá með blæju og öllu.“ Skjöldur á ekki bíl og segir það ekki á stefnuskránni að fá sér slíkan þar sem hann sé hugsanlega að flytja til New York. „Ég flyt jafnvel á næstunni og ætla því hvorki að kaupa mér bíl né íbúð. En ég bý niðri í bæ og þar væri fullkomið að keyra um á svona Smart bíl þar sem hann er bæði lítill og stuttur og svo er auðveldlega hægt að leggja honum hvar sem er. Hann er góður í styttri vegalengdir og þar sem ég fer ekki mikið út á land myndi ég hvort sem er ekki fara á honum því ég er vanur að taka ann- aðhvort rútu eða flugvél. Hérna innan- bæjar er ég annars duglegur að labba, nota hjólið mitt og hlaupahjólið og svo sníki ég mér stundum far,“ segir hann. „Ég fíla ekki bensínbíla og finnst tví- mælalaust að við ættum að nýta rafmagnið í staðinn fyrir að menga andrúmsloftið með bensíni. Af hverju ekki að nota alla þessa orku sem við höfum hérna. Mér finnst það engin spurning og svo er ekkert mál að hlaða þessa rafmagnsbíla á nóttunni meðan maður sefur,“ segir hann. Í dag tekur Skjöldur þátt í Gay Pride deginum og mun hann spila stórt hlutverk í hátíðarhöldunum. „Ég verð ekki í skrúð- göngunni þetta árið heldur verð ég á Ingólfstorgi þar sem ég mun syngja Gay Pride lagið í ár. Dagurinn leggst vel í mig og eins og venjulega held ég að hann verði mjög skemmtilegur,“ segir hann. halldora@frettabladid.is Draumabíll Skjaldar Eyfjörð: Smart rafmagnsbíllinn geðveikt flottur bilar@frettabladid.is Í júlímánuði voru alls seldir 1.227 fólksbílar. Það er aukning um rúmlega ellefu prósent ef litið er til sama mánaðar í fyrra. Fyrstu sjö mánuði ársins hafa 7.636 bílar ver- ið seldir og er söluaukning ársins tæplega nítján prósent. Söluhæsti bíllinn er Skoda Octavia og er þetta í fyrsta sinn sem hann er söluhæst- ur í einstökum mánuði. Athygli vekur ein- nig að sala á Skoda hefur aukist um tæplega helming á milli ára. Söluhæsti bíllinn á árinu er Toyota eins og áður með 28,1 prósents hlutdeild. Þar á eftir kemur Volks- wagen með tæplega níu prósenta hlutdeild. Volkswagen leiðir hins vegar söluna í vinnubílum með 20,9 prósent hlutdeild og næstum því hundrað prósent aukningu á milli ára. Lögreglan í Noregi fær nýja radara á næstunni sem eiga eftir að reynast afar hjálplegir í eftirliti á vegum landsins. Nýju radararnir koma til landsins innan sex vikna og því þarf norska lög- reglan ekki að fá lánaða radara hjá Svíþjóð lengur. Nýju radararnir mæla ekki bara hraða heldur geta þeir líka séð hvort bíll sé stolinn, hvort hann sé ekki á númerum, hvort hann sé ekki skoðaður og hvort hann sé er- lendur bíll sem af einhverri ástæðu er ólöglegur í landinu. Mest seldi bíllinn í Bandaríkj- unum í júlímánuði er Ford F- Series pallbíll en sala hans jókst um tæplega níu prósent ef miðað er við sama mánuð í fyrra. Í öðru sæti er Chevy Silverado pallbíll og næst á eftir honum er Dodge Ram pallbíll. Alls seldust 3.384.222 bílar í mánuðinum og er það aukning um rétt rúmlega eitt prósent síðan á síðasta ári. „Það er fullkomið að eiga svona bíl þegar maður býr niðri í bæ því það er alls staðar hægt að leggja þeim,“ segir Skjöldur Eyfjörð. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í BÍLNUM Veitingastaðurinn The Deli óskar eftir starfsfólki. Viðkomandi þarf að hafa reynslu í matargerð léttra rétta, af- greiðslu og geta unnið sjálfstætt. Vaktir 8-15 og 11-20. Umsóknir sendist á deli@deli.is eða í Bankastræti 14 Rvík. Sími 660 6490. Frá kl. 18-22. Sigurður. GJÖF SUMARBÚSTAÐAEIGANDANS. Út- skorin húsaskilti. Uppl. á simnet.is/lexa og í s. 897 3550, Axel. Til sölu amerískir Cocker Spaniel hvolp- ar. Uppl. í s. 557 4931 & 865 7151. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Í dag eru 1.614 smáauglýsingar á www.visir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.