Fréttablaðið - 07.08.2004, Side 30

Fréttablaðið - 07.08.2004, Side 30
Þessi hreinlegi köttur sem varð á vegi ljósmyndarans sagði ekki til nafns enda var hann upptekinn við gróðurrannsóknir í Vesturbænum í Reykjavík. SJÓNARHORN SVIPMYND STYKKISHÓLMUR: BÆR Á SVONEFNDU ÞÓRSNESI Á SNÆFELLSNESI NORÐANVERÐU. SAGAN: Einn elsti verslunarstaður á Íslandi, frá 1597. ELSTA HÚSIÐ: Norska húsið, frá 1828. LANDKOSTIR: Höfnin er sérlega góð frá náttúrunnar hendi, svo er Súgandisey fyrir að þakka. FJALLIÐ: Helgafell 73 m. Gangi maður á það án þess að líta aftur er möguleiki að fá þrjár óskir uppfylltar. MANNÚÐ: Fransiskusystur hafa klaustur sitt í Stykkishólmi og starfa á sjúkrahúsinu. ÞEKKTASTI ÍBÚINN: Árni Helgason, símstöðvarstjóri og bindindisfrömuður. 7. ágúst 2004 LAUGARDAGUR12 BLÓMIÐ Bláklukka Bláklukkan hélt sig á austanverðu land- inu lengst af og gæti því borið titilinn ein- kennisblóm Austurlands. Þó hefur hún stungið upp kollinum víða í öðrum landshlutum á síðari tímum, trúlega sem fylgikona trjáplantna úr Hallormsstaðar- skógi. Bláklukkan þrífst í þurrum jarðvegi, grösugum og sendnum, grýttum og lyng- vöxnum og vill gjarnan vera sólarmegin í lífinu. Hún opnar sínar drjúpandi bjöllur í júní og fram í september. Áður fyrr var hún nefnd fingurbjörg. Heimild: Ágúst H. Bjarnason. Íslensk flóra með litmyndum. Iðunn 1983 og Myndskreytt flóra Íslands og Norður- Evrópu. Skjaldborg 1992. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Uppáhaldsbúðin þín? Ég held að Victoria Secret hljóti að vera uppáhaldsbúðin mín, án þess þó að hafa komið þangað inn sjálfur. Vinir mínir sem eru búsettir í Hollandi skruppu stundum í Victoria Secret og fengu afgreiðslustúlk- urnar til að máta fyrir sig nærföt á kærusturnar þeirra. Ég stefni að því að gera mér ferð í slíka búð. Hvað finnst þér skemmtilegast að kaupa? Mér finnst skemmtilegast að kaupa góð- an mat eða eitthvað verulega eigulegt sem ég get notað oftar en einu sinni. Ég er að reyna að draga úr því að kaupa bara neysluvörur. Það er miklu skemmti- legra að fjárfesta í sjónvarpi eða flottum jakka. Verslar þú í útlöndum? Yfirleitt kaupi ég eitthvað í útlöndum en það er háð því hvar í heiminum ég er og verðlaginu. Mér fannst frábært að versla í New York þó það sé nú ekki sérlega ódýrt. Ég gerði fín kaup í fataverslunum með notuðu sem mér var bent á. Hennes og Mauritz klikkar heldur aldrei. Einhverjar venjur við innkaupin? Ég er algjört leðurjakka- og skyrtufrík. Þess vegna er ég eiginlega alltaf að leita að því sama. Tekur þú skyndiákvarðanir í fatakaup- um? Ég hef það að markmiði að taka fleiri skyndiákvarðanir þegar ég kaupi föt. Öðr- um finnst það kannski neikvætt en ég geri alltaf bestu kaupin þannig. Kaupvenjur Þorvaldar Davíðs: Jakkafrík

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.