Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 20
Alls hafa selst 389.970 Audi-bílar í heiminum það sem af er þessu ári. Á sama tíma í fyrra voru seldir 387.751 bíll. Í dag fer fram golfmótið BMW Golf Cup International 2004 á Vífilsstaðavelli. Mótið er haldið af GKG og B&L sem er umboðsaðili BMW á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið hér á landi. Varahlutir sem þú getur treyst á ! sími 577 1313 • kistufell@centrum.is ✔ Pakkningarsett ✔ Ventlar ✔ Vatnsdælur ✔ Tímareimar ✔ Viftureimar ✔ Knastásar ✔ Olíudælur ✔ Legur VÉLAVERKSTÆÐIÐ TANGARHÖFÐI 13 Vélaviðgerðir Vélavarahlutir Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 Erna M. Kristjánsdóttir, formaður Félags húsbílaeigenda, og eigin- maður hennar, Símon Ágúst Sig- urðsson, eru búin að eiga húsbíla í fjórtán ár og hafa ferðast mikið um á þeim bæði innanlands og er- lendis. Bíllinn sem þau eiga í dag er Benz af árgerðinni ‘99. „Þetta er þriðji bíllinn, sem áður var ís- bíll, sem Símon breytti og smíð- aði. Sem formaður Félags húsbíla- eigenda fer ég í allar nýju ferðirn- ar sem eru skipulagðar yfir sum- arið. Þetta er afskaplega skemmtilegur félagsskapur og ánægjulegt hvað aldurshópurinn er breiður. Sá elsti er 87 ára en sá yngsti 20 mánaða. Þá koma einnig mikið af unglingum með foreldum sínum og ömmum og öfum með í ferðirnar sem er sérstaklega ánægjulegt,“ segir hún. Að sögn Ernu fer félagið í níu skipulagðar ferðir yfir sumarið. Eru fjórar þegar farnar og fimm eftir. „Um hvítasunnuhelgina fór- um við í skemmtilega ferð í Goða- land í Fljótshlíð og þar voru hvorki meira né minna en fimm hundruð manns. Þá er ekki langt síðan félagið fór á Strandirnar í átta daga en í henni höfðum við leiðsögumenn um svæðið. Þátt- takan var góð eða alls um sjötíu bílar og vorum við þar í alveg yndislegu veðri. Báðar þessar ferðir tókust vel í alla staði eins og allar þær ferðir sem við höfum farið í sumar,“ segir hún. Erna segir töluverða aukningu hafa átt sér stað í félaginu undan- farin tvö ár. „Í fyrra komu 138 nýir meðlimir inn í félagið og eru þeir orðnir alls um 1400. Það eru svo margir sem halda að þetta sé eingöngu fyrir eldra fólk en svo er alls ekki og er unga fólkið í auknum mæli farið að ganga í fé- lagið,“ segir hún. Erna segir þau hjónin ferðast mikið saman á húsbílnum fyrir utan ferðirnar með félaginu. „Ef við förum ekki með félaginu þá kemur það oft fyrir að einhver hluti stjórnarinnar tekur sig sam- an og fer eitthvert. Nú svo ferð- umst við heilmikið með ættingj- unum og fara börnin okkar og barnabörnin æði oft með okkur. Við njótum þess heilmikið að ferð- ast saman á bílnum og finnst frá- bært að geta ferðast um allt frjáls eins og fuglinn,“ segir hún. halldora@frettabladid.is Erna og Símon húsbílaeigendur: Njóta þess að ferðast um frjáls eins og fuglinn Erna og Símon fyrir framan húsbílinn með dóttur sinni Ernu Rós og þremur barna- börnum, þeim Dagnýju Rós, Ernu Margréti og Símoni Smára. „Við njótum þess heilmikið að ferðast saman á bílnum og finnst frábært að geta ferðast um allt frjáls eins og fuglinn,“ segir Erna. Hér eru þær Erna Margrét og Dagný Rós að hvíla sig. Þær fara oft með ömmu og afa í ferðalag á húsbílnum. Á fyrri hluta þessa árs skilaði Audi umboðið besta árangri í sögu fyrir- tækisins hingað til hvað sölutölur varðar. Alls hafa selst 389.970 bílar á heimsvísu en á sama tíma í fyrra voru þeir 387.751 sem þýðir um 0,6 prósenta aukningu. Sölutekjur hækkuðu um 7,7 prósent og urðu alls 12.328 milljónir evra sem er metsala. Heildarrekstrartekjur hækkuðu um alls 9,5 prósent og voru 586 milljónir evra. Hagnaður fyrir skatta varð áþekkur og í fyrra eða um 502 milljónir evra. Að sögn Dr. Martins Winter- korn, stjórnarformanns hjá AUDI AG, stefnir fyrirtækið að nýju sölumeti á yfirstandandi ári þrátt fyrir mjög óstöðugt markaðsá- stand og harða samkeppni. Með hinum nýju A6 og A3 Sportback, en sá síðarnefndi kemur á markað í september, verður fyrirtækið í mjög góðri aðstöðu á síðari hluta ársins. Þá jókst sala dótturfyrirtækis- ins Lamborghini mjög mikið og nær því fjórfaldaðist og voru seldir alls 922 bílar en á sama tíma- bili árið áður seldust 238 bílar. ■ Audi: Metsala og metsölutekjur á fyrri hluta ársins Ný könnun leiðir í ljós að Honda í Bandaríkjunum mismundaði svörtu fólki og fólki af suðrænum uppruna á árunum 1999 - 2003 við bílakaup. Könnun þessi var fram- kvæmd af viðskiptaprófessornum Mark A. Cohen í Vanderbilt-há- skólanum. Hann komst að þessum niðurstöðum eftir að hafa skoðað 383.652 lánaskýrslur Honda-við- skiptavina um öll Bandaríkin. Í niðurstöðum Cohen kemur fram að á lánum sem svart fólk tók var meðalálagning um áttatíu þúsund íslenskra króna um leið og meðalálagning á lánum sem hvítt fólk tók sér var um fimmtíu þús- und krónur. Meðalálagning á lán- um sem fólk af suðrænu bergi tók var svo aftur rúmlega sextíu þús- und krónur. Að sögn Cohen var þetta fólk allt með svipaða skulda- stöðu. Honda hafnar þessum ásökun- um og segir enga mismunun eiga sér stað í bílaumboðum þeirra. Þó er staðreynd að lánaálag er ekki fastbundið í Bandaríkjunum og geta bílaumboð bætt allt að sjötíu þúsund krónum ofan á lánin, sem er þó hærra en meðalálagning Honda á svart fólk. Í febrúar á þessu ári samdi General Motors, annar stærsti bílaframleiðandi Bandaríkjanna, um sex ára gamla kröfu þess efn- is að fyrirtækið hafi leyft sölu- mönnum að setja alltof háa lánaá- lagningu á svart fólk og fólk af suðrænu bergi brotnu. ■ Hvítir í Bandaríkjunum fá bíla á betri kjörum en þeir sem svartir eru eða af suðrænu bergi brotnir. Honda í Bandaríkjunum: Hærri álagning á minnihlutahópa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.