Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 36
24 7. ágúst 2004 LAUGARDAGUR
Við hrósum...
...Micky Adams, knattspyrnustjóra Leicester, fyrir að gera samning við
landsliðsmanninn Jóhannes Karl Guðjónsson. Adams er greinilega bjart-
sýnn maður því hann hyggst umbylta leik Jóa Kalla. Hann sagði í viðtali
á heimasíðu félagsins að hann vonaðist til þess að Jói myndi spila stutt
og einfalt en það hefur ekki beint verið vörumerki Jóhannesar hingað til.
„Við fengum stóran skell þegar við
spiluðum þar síðast og okkar markmið
er fyrst og fremst að gera betur en þá.“
Auður Skúladóttir, þjálfari Stjörnunnar, um bikar-
leikinn gegn ÍBV. Fyrri leiknum lyktaði með 11–0
sigri Eyjastúlkna. Ætli þær sætti sig við 10–0?sport@frettabladid.is
1-0 Olga Færseth 5.
2-0 Olga Færseth 13.
2-1 Ratka Zitkovic 18.
3-1 Margrét Lára Viðarsdóttir 39.
3-2 Edda Garðarsdóttir 48.
4-2 Mhairi Gilmour 79.
5-2 Olga Færseth 88.
6-2 Olga Færseth 90.
BEST Á VELLINUM
Olga Færseth ÍBV
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 22–11 (15–5)
Horn 8–1
Aukaspyrnur fengnar 10–7
Rangstöður 3–0
MJÖG GÓÐAR
Olga Færseth ÍBV
GÓÐAR
Rachel Kruze ÍBV
Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV
Elín Anna Steinarsdóttir ÍBV
Ratka Zivkovic KR
Edda Garðarsdóttir KR
María Björg Ágústsdóttir KR
6-2
ÍBV KR
1-0 Erna Björk Sigurðardóttir 42.
1-1 Elísabet Guðrún Björnsdóttir 48.
1-2 Kristín Sigurðardóttir 63.
BEST Á VELLINUM
Erna Björk Sigurðardóttir Breiðablik
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 23–10 (8–7)
Horn 7–5
Aukaspyrnur fengnar 8–13
Rangstöður 5–1
MJÖG GÓÐAR
Erna Björk Sigurðardóttir Breiðablik
GÓÐAR
Elísabet Guðrún Björnsdóttir FH
Kristín Sigurðardóttir FH
Valdís Rögnvaldsdóttir FH
Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir FH
1-2
BREIÐABLIK FH
[ LEIKIR GÆRDAGSINS ]
LANDSBANKADEILD KVENNA
Vissir þú...
...að ungverski markvörðurinn Sandor
Matus, sem leikur með KA, er eini
markvörðurinn í sögu bikarkeppninnar
sem hefur varið þrjú víti og haldið
hreinu í vítakeppni.
FÓTBOLTI Olga Færseth sýndi
fyrrverandi félögum sínum í KR
enga miskunn þegar þær heim-
sóttu hana til Vestmannaeyja.
Olga fór á kostum í leiknum og
sökkti KR-ingum með fjórum
mörkum.
ÍBV byrjaði leikinn miklu
betur og sótti án afláts að marki
KR til að byrja með. Olga skoraði
tvsivar á fyrstu 13 mínútunum og
allt stefndi í stórsigur ÍBV. Ratka
Zivkovic kom KR síðan inn í
leikinn og María Björg
markvörður hélt gestunum síðan
inn í leiknum með hverri glæsi-
markvörslunni á fætur annarri.
Henni tókst þó ekki að stöðva
Margréti Láru rétt fyrir hlé.
Það var allt annað KR-lið sem
mætti til leiks í síðari hálfleik.
Þær skoruðu snemma og voru lík-
legar til að jafna. Það var þó eins
og þær rotuðust þegar Gilmour
skoraði 20 mínútum fyrir leikslok.
Eftir það áttu Eyjastúlkur leikinn
og Olga bætti tveim mörkum við á
síðustu mínútunum og innsiglaði
þar með stórsigur Eyjastúlkna.
Góður sigur hjá ÍBV sem sækir
að Valsstúlkum og bíður eftir að
þær misstígi sig.
Óvænt í Kópavogi
FH-stúlkur komu verulega á
óvart með því að leggja
Blikastúlkur í Kópavogi, 2–1.
Blikar voru sterkari aðilinn lengst
af en gekk illa að skapa sér opin
færi. Þegar færin síðan komu
voru heimastúlkur klaufar.
Það var besti leikmaður vallar-
ins, Erna Björk Sigurðardóttir,
sem braut ísinn skömmu fyrir hlé
þegar hún renndi boltanum í netið
eftir sendingu Ólínu Viðarsdóttur.
1–0 í leikhlé og fátt sem benti til
annars en að Blikar myndu bæta
við eftir hlé.
FH-stúlkur mættu grimmar til
leiks í síðari hálfleik og uppskáru
jöfnunarmark á 48. mínútu. Þá tók
Sigríður Guðmundsdóttir horn-
spyrnu á nærstöng sem Elsa Hlín
markvörður missti. Elísabet steig
fram og mokaði boltanum yfir
línuna.
Seinna mark FH kom einnig
eftir hornspyrnu frá Sigríði en þá
skallaði Kristín Sigurðardóttir
laglega í netið. Blikar sóttu án
afláts það sem eftir lifði en tókst
ekki að opna sterka og vel skipu-
lagða vörn FH-inga þar sem
Elísabet og Kristín voru fremstar
í flokki.
FH-stúlkur fögnuðu síðan líkt
og þær voru orðnar Íslandsmeist-
arar þegar flautað var til leiks-
loka.
Erna Björk átti fínan leik,
skapaði fjölda færa en stöllur
hennar virtust enn vera að jafna
sig á verslunarmannahelginni og
gátu ekki fylgt henni eftir.
Elísabet og Kristín voru
sterkar og skoruðu. Valdís var
ógnandi og Þóra Reyn stóð vakt-
ina með sóma. ■
ÓSTÖÐVANDI Eyjastúlkan Olga Færseth var ekkert að hlífa fyrrverandi félögum sínum í
KR í Eyjum í gær. Hún lék á alls oddi og skoraði fjögur mörk í 6–2 sigri ÍBV.
Olga framlengdi
þjóðhátið í Eyjum
Olga Færseth var í þjóðhátíðarskapi þegar KR kom í heimsókn og
skoraði fjögur mörk. FH vann óvæntan sigur í Kópavogi.
Valur 9 8 1 0 32–4 25
ÍBV 10 7 2 1 53–9 23
KR 10 6 2 2 39–16 20
Breiðablik 10 4 0 6 20–25 12
FH 10 2 2 6 9–46 8
Stjarnan 9 1 4 4 11–28 7
Þór/KA/KS 9 1 4 4 9–30 7
Fjölnir 9 1 1 7 4–20 4
MARKAHÆSTAR
Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV 19
Olga Færseth, ÍBV 14
[ STAÐAN ]
HLYNUR GÓÐUR GEGN PÓLVERJUM
Var stigahæstur með 17 stig í leiknum.
Íslenska landsliðið í
körfubolta:
Tap gegn
Pólverjum
KÖRFUBOLTI Íslenska landsliðið í
körfuknattleik lék í gær fyrsta
leik sinn af þremur gegn
Pólverjum. Leikið var í hinni
rómuðu DHL-höll vestur í bæ.
Leikurinn var gríðarlega
harður og leystist upp í vitleysu í
2. leikhluta. Sá hasar endaði með
því að tveir Pólverjar fuku í
sturtu og þar á meðal var NBA-
leikmaður þeirra.
Ísland leiddi í leikhlé, 43–41, en
Pólverjar komu vel stemmdir í
síðari hálfleik. Skoruðu tólf stig
gegn fjórum stigum Íslendinga og
tóku öll völd. Íslenska liðið náði að
komast yfir, 72–70, en skömmu
síðar tóku Pólverjar völdin á ný
og héldu þeim allt til enda og
sigruðu 83–78.
Leikurinn var annars jafn og
íslenska liðið hefði allt eins getað
stolið sigrinum. Hlynur
Bæringsson var að leika mjög vel.
Skoraði 17 stig og tók 10 fráköst.
Fannar Ólafsson átti einnig fínan
leik rétt eins og félagi hans í
Keflavíkurliðinu, Magnús Þór
Gunnarsson. Íslenska liðið fær
tvö tækifæri til að hefna tapsins
um helgina. ■
ÍSLAND–PÓLLAND 78–83
STIGIN HJÁ ÍSLENSKA LIÐINU:
Hlynur Bæringsson 17
Fannar Ólafsson 13
Magnús Þór Gunnarsson 11
Páll Axel Vilbergsson 9
Helgi Már Magnússon 8
Friðrik Stefánsson 8
Eiríkur Önundarson 5
Lárus Jónsson 3
Páll Kristinsson 2
Sigurður Þorvaldsson 2