Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 39
Knattspyrnuáhugamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson er þeirrar skoðunar að mótshald sumarsins hafi ekki verið nægi- lega vel skipulagt og því hafi það skort kraft og festu. „Þegar alltaf er leikið á mismunandi tíma, á mismunandi dögum og það er mis- langt á milli leikja þá minnkar stemningin fyrir fótboltanum,“ segir hann og finnur þetta vel á eigin skinni: „Þó það ætti að pynta mig með rafmagnsvír þá gæti ég ekki hóstað upp úr mér hvenær næsti leikur er.“ Hann telur mikilvægt að koma á fót föstum leikdögum sem fólk gæti gengið að sem vísum knatt- spyrnudögum. „Hluti af því að búa til kröftugara Íslandsmót er að setja niður fasta leikdaga eftir því sem hægt er. Það mætti t.d. leika fjóra leiki á fimmtudögum og svo einn á laugardagseftirmið- dögum eða sunnudögum sem þá yrði sjónvarpsleikur. Það getur varla verið flókið að gera þetta. Ég held hinsvegar ekki að það sé af ráðnum hug sem KSÍ gerir þetta svona, þar á bæ reyna menn eflaust að raða þessu niður eins og þeir telja best. En þetta gerir það að verkum að maður tekur ekki frá nokkurn dag yfir sumarmán- uðina til að fara á völlinn því það er ekki nokkur leið að vita hvenær leikirnir eru.“ Þorsteinn segir það svo sem skipta litlu máli fyrir knattspyrn- una sjálfa á hvaða dögum er leik- ið, þetta sé fyrst og fremst til hag- ræðis fyrir félögin og áhorfendur. „Ég held að leikmenn sjálfir spili jafn góðan fótbolta á þriðjudögum og fimmtudögum en fastir leik- dagar myndu án efa koma félög- unum og stuðningsmönnum þeir- ra til mikilla góða. Það er ekkert sérstaklega gaman að sitja í stúkunni á Laugardalsvelli innan um 267 áhorfendur og horfa á leik í efstu deild.“ Sjálfur lék Þorsteinn með Fram í eina tíð og horfir með nokkrum sársauka á stöðu sinna manna í neðsta sæti deildarinnar eftir tólf umferðir. Hann þorir samt engu að spá um hvort liðið kúldrast áfram á botninum eða réttir úr kútnum. „Það er ómögu- legt að segja. Það var hinsvegar eftir öðru að eftir fjögur núll sig- urinn uppi á Skaga þá þurfti endi- lega að gera hlé á deildinni.“ Aðspurður hverja hann telji líklegasta til að hampa Íslands- meistaratitlinum í haust segir hann spennandi að sjá. „Það hefur nú sýnt sig að reynsla og hefð hafa talsvert að segja í þessum efnum og það verður gaman að sjá hvort FH eða Fylkir hafi nógu gott úthald og sjálfstraust til að ljúka þessu með sóma og vinna titilinn í fyrsta sinn.“ BJORN@FRETTABLADID.IS LAUGARDAGUR 7. ágúst 2004 27 tónleika- tilboð Allar geislaplötur með Pink á tilboði í tilefni af tónleikum Pink í Laugardalshöll 10. ágúst. Laugavegi 26, Kringlunni og Smáralind Enn nokkrir miðar eftir í verslunum Skífunnar á tónleika Pink í Laugardalshöll 10. Ágúst. STAÐAN EFTIR 12 UMFERÐIR: FH 23 stig ÍBV 21 Fylkir 20 KR 17 ÍA 17 Keflavík 15 Víkingur 14 Grindavík 12 KA 11 Fram 10 MARKAHÆSTIR Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 11 Ríkharður Daðason, Fram 6 Grétar Ólafur Hjartarson, Grindavík 6 Arnar Bergmann Gunnlaugsson, KR 5 Björgólfur Hideaki Takefusa, Fylki 4 Atli Sveinn Þórarinsson, KA 4 Atli Viðar Björnsson, FH 4 Sævar Þór Gíslason, Fylki 4 13. UMFERÐ KR-ÍBV sun. 8. ág. 17.00 Keflavík-Fylkir sun. 8. ág. 18.00 FH-Víkingur sun. 8. ág. 18.00 KA-ÍA sun. 8. ág. 18.00 Fram-Grindavík mán. 9. ág. 19.15 SPÁ FORSVARSMANNA FÉLAG- ANNA FYRIR 2004: KR ÍA FH Fylkir KA Keflavík Fram ÍBV Grindavík Víkingur STAÐAN EFTIR 12 UMFERÐIR 2003 OG LOKASTAÐAN: Fylkir 23 4. sæti; 29 stig KR 23 1. sæti; 33 Grindavík 19 6. sæti; 23 FH 18 2. sæti; 30 Þróttur 18 9. sæti; 22 KA 17 8. sæti; 22 ÍBV 16 5. sæti; 24 ÍA 14 3. sæti; 30 Valur 12 10. sæti; 20 Fram 11 7. sæti; 23 Þarft að koma á föstum leikdögum Þorsteinn J. Vilhjálmsson sjónvarpsmaður tjáir sig um íslenska fótboltann og gagnrýnir mótshald sumarsins. ÞORSTEINN J. Fastir leikdagar kæmu félög- unum og stuðningsmönnunum til góða. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.