Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 7. ágúst 2004 21 SKJÖLDUR EYFJÖRÐ LIFIR AF Gay Pride lagið í ár: Ég lifi af Ég lifi af, heitir Gay Pride lagið í ár en þetta er í annað sinn sem sérstakt lag er gefið út í tengsl- um við Hinsegin daga. Lagið er diskósmellurinn I Will Survive eftir Dino Fekaris og Freddie Perren sem Gloria Gaynor gerði bráðvinsælt fyrir margt löngu. Skjöldur Eyfjörð syngur lag- ið en Heimir Már Pétursson framkvæmdastjóri Hinsegin daga íslenskaði textann. Lag síðasta árs var einnig numið af vörum Gloriu en það var I Am What I Am. Hafsteinn Þórólfsson söng lagið, sem nefndist Ég er það sem ég er, í íslenskri útfærslu Veturliða Guðnasonar. ■ Í fyrstu var ég feiminn ég var sleginn út alveg viss um að ég gæti ekki séð af þér svo braut ég heilann hverja nótt um allt sem gerðir þú mér ljótt og ég varð stór og lærði að stand’á fætur fljótt. Nú er ég hér allt önnur sýn ég hefði átt að sjá við þér með þennan sorgarsútar svip hefði átt að vera bara ég taka völdin öll af þér og hætta bulli vera bara handa mér. Tví á þrí Þekkt atriði úr gleðigöngu sem þessari er „Dykes on bikes“ (lesbíur á mótorhjólum) og verður það á sínum stað. Í anda þess standa tvíkynhneigðir að atriðinu „Bi’s on trikes“ (tví- kynhneigðir á þríhjólum). Slíkt uppátæki mun ekki hafa sést áður og er runnið undan rifjum Sólvers Hafsteins Sólverssonar Guðbjargarsonar. Sólver og fé- lagar lögðu töluvert á sig og fluttu inn þríhjól frá Ástralíu svo af atriðinu gæti orðið. ■ Undirbúningur Hinsegin daga hefur staðið í um ár en skipulagn- ing sjálfrar Gleðigöngunnar hef- ur tekið um tvær vikur. Göngu- fólk hefur haft bækistöðvar í gamla Hampiðjuhúsinu við Hlemm og unnið þar að útfærslu og uppsetningu atriða sinna. Fjöldi fólks hefur verið að vinna í húsinu enda verða um tuttugu sérstög atriði í göngunni og munu þátttakendur þeirra fara niður Laugaveg á prömmum, pall- bílum, blæjubílum, tveggja hæða strætisvagni, mótorhjólum og þríhjólum svo eitthvað sé nefnt. Söngur, leikur og gleði munu einkenna göngufólkið og búningar verða að ýmsu tagi. Litagleðin verður allsráðandi á Laugaveginum í dag enda eru litir sjálfs regnbogans tákn samkyn- hneigðra. Bleikur, grænn og fjólu- blár hafa í gegnum söguna skír- skotað sterklega til samkyn- hneigðra og réttindabaráttu þeirra og aðrir litir bættust við þegar Gilbert Baker frá San Francisco ákvað með sjálfum sér að regnbogafáninn skyldi verða merki um samfélag samkyn- hneigðra. Framtaki hans var tekið fagnandi meðal samkynhneigðra sem vita hvað klukkan slær þar sem regnbogafáninn blaktir. ■ Á NETAVEIÐUM Hugmyndaflugi göngufólks er engin takmörk sett. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Undirbúningurinn langur: Sýnileiki og stolt Harðir karlar MSC Ísland er næstum tutt- ugu ára gamalt félag sem var stofnað utan um áhuga homma á leður-, gúmmí-, ein- kennis- og gallaklæðnaði. Félagsmenn hittast reglu- lega í húsnæði sínu við Ing- ólfsstræti í Reykjavík og reglurnar eru einfaldar: „Al- gjört skilyrði er að fylgja klæðareglum MSC: Leður-, gúmmí-, sport-, einkennis- og gallaföt eru staðallinn. Jakka- föt, tískuföt, blankskór og strigaskór ganga ekki,“ segir á heimasíðu félagsins this.is/msc. Nú um helgina, samhliða Hinsegin dögum, stendur MSC fyrir sérstakri leðurhá- tíð sem erlendir gestir úr systurfélögum sækja. Mun hópurinn setja sinn svip á gleðigönguna í dag. ■  ÉG LIFI AF

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.