Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 7. ágúst 2004 ■ TÓNLIST ■ LISTIR Silkitré og silkiblóm Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) sími 551 2040 Ath. langur laugardagur opið frá kl. 11- 17 Útsalan er hafin 20-60% afsláttur Silkitré og silkiblóm e Tré sum Tré - pottaplöntur - blóm í vasa - sumarblóm- hengiplöntur - strá - inniker - útiker Söngkonan Madonna ætlar að reiða fram um einn og hálfan milljarð króna fyrir stofnun Kabbalah- skóla í New York. Í skólanum, sem mun kallast the Kabbalist Gramm- ar School For Children, verður krökkum á grunnskólaaldri kennd iðkun gyðingatrúar. Að sögn talsmanns Madonnu hefur stofnun skólans verið draum- ur hennar til langs tíma. Vill hún nota pening sinn til að setja ævar- andi mark sitt á samfélagið og hjálpa ungum krökkum að mótast og verða að betri manneskjum. Kabballah er trú sem byggist á gamalli andaheimspeki og hóf Madonna ástundun hennar fyrir rúmum sjö árum. Telur hún sig hafa haft ákaflega gott af henni. Munu allar kennslustundirnar í nýja skól- anum endurspegla Kabballah. Madonna hefur undanfarið verið á tónleikaferð um heiminn sem kallast Re-Invention Tour. Stígur hún næst á stokk í Manchester á Englandi þann 14. ágúst næstkomandi. ■ Stofnar Kabballah- skóla í New York MADONNA Söngkonan Madonna hefur iðkað Kab- ballah-trúarbrögðin í rúm sjö ár. Um helgina eru síðustu forvöð að sjá sýningu Þorvaldar Þorsteins- sonar, Ég gerði þetta ekki, sem staðið hefur yfir í Listasafni Reykjavíkur síðastliðinn mánuð. Á sýningunni eru gömul og ný verk Þorvaldar í bland, myndbönd og innsetningar auk atburða sem gerast utan veggja sýningarsal- anna. Í fyrra vann Þorvaldur verk í Rúmeníu þar sem hann tók fyrir börn á munaðarleysingjahæli, kynnti sér áhugasvið hvers og eins og hæfileika, og útbjó loks veggspjöld með myndum af börn- unum. Verkið kallaði Þorvaldur „Wanted“, hengdi upp veggspjöld- in sem líktust myndum frá lög- reglunni af eftirlýstu fólki en þeg- ar textinn var lesinn kom í ljós að börnin voru eftirlýst fyrir framtíð landsins. Í Hafnarhúsinu er börnum úr Vinnuskóla Reykjavíkur boðið að koma í dagsheimsókn að skoða þær sýningar sem standa yfir hverju sinni. Þorvaldur fékk tæki- færi til að nýta sér heimsókn ung- linganna, útfæra sömu hugmynd á íslenskum börnum og afraksturinn er til sýnis í listasafninu. Þar hefur heill salur verið þakinn myndum af börnum eftirlýstum fyrir fram- tíð Íslands. Undir hverri mynd er stuttur texti um sterku hliðar hvers og eins og ástæðu þess að viðkomandi er nauðsynlegur fyrir framtíð Íslands. ■ FRAMTÍÐ ÍSLANDS Unglingarnir eru eftirlýstir vegna hæfileika sinna. Eftirlýst börn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.