Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 16
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, sonur, bróðir, mágur og tengdasonur, Sveinn sigurðsson Grasarima 1, Reykjavík lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 5. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurbjörg Ágústsdóttir Ágúst Sveinsson Guðríður Sveinsdóttir, Guðjón Böðvarsson, Böðvar Eggert Guðjóns- son, Hendrikka Waage, Jóhann Pétur Guðjónsson, Berglind Rut Hilmarsdóttir, Ágúst Bergsson, Stefanía Guðmundsdóttir, Bergur Elías Ágústsson, Bryndís Sigurðardóttir. Elskulegur bróðir minn, ásgeir björgvinsson múrari lést á Landsspítalanum miðvikudaginn 4. ágúst. Útförin fer fram í Neskirkju fimmtudaginn 12. ágúst kl. 13:30. Fyrir hönd aðstandenda Hjördís Jónsdóttir Margrét Valdimarsdóttir eða Magga V, eins og flestir þekkja hana úr útvarpinu, ætlar að halda þunglyndislegan afmælisdag. „Það er agalegt að vera orðin 31 árs gömul. Ég ætla ekkert að halda upp á það, þarf aðeins að sinna vinnunni minni í dag en hef svo opið hús fyrir þá sem vilja koma. Ætli ég skelli ekki í vöfflur og baki kannski eina gulrótar- köku en engin formleg veislu- höld. Á þrítugsafmælinu mínu í fyrra hélt ég svo rosalega stórt partí að nú verður eitthvað ró- legt. Þá bauð ég til mín fullt af góðum og skemmtilegum konum, það myndast alltaf svo skemmti- leg stemning þegar karlmenn eru fjarri. Þeir eiga það til að eyði- leggja skemmtunina,“ segir af- mælisbarnið sem á í nógu að snúast um þessar mundir. Eftir sex ára störf við útvarp, þar af sem dagskrárstjóri Létt 96,7, ákvað Margrét að skella sér á skólabekk og læra félagsfræði. Nú hefst bráðum annar vetur hennar í Háskólanum en í sumar rannsakar hún atvinnuleysi ungs fólks í Reykjavík. „Ég ákvað að fara að mennta mig svo ég hafi meira öryggi á atvinnumarkaðn- um í framtíðinni. Í sumar fékk ég styrk frá Nýsköpunarsjóði náms- manna og vinnumiðlun ungs fólks í Hinu húsinu til þess að athuga hvers vegna hlutfall atvinnulauss ungs fólks hefur aukist. Við erum tvær sem vinnum þetta saman og hefðum við ekki fengið styrk til verkefnisins væri ég einmitt ein af þeim atvinnulausu. Þó að at- vinnuleysið sjálft sé ekki ýkja mikið á Íslandi er það áberandi meðal ungs fólks sem kannski er í skóla á veturna og fær ekki sum- arvinnu. Skýringin er meðal ann- ars sú að vinnumarkaðurinn er að breytast, nú er lögð gríðarleg áhersla á menntun og krakkar sem ekki hafa lokið menntaskóla eiga fáa möguleika. Markmið rannsóknar okkar er að finna nýjar leiðir og úrræði til að takast á við þetta vandamál.“ Margrét tekur fram að allir sem vita hvar hún á heima séu velkomnir að kíkja í kaffi í dag. ■ 16 7. ágúst 2004 LAUGARDAGUR CHARLIZE THERON Þessi suðurafríska hollywood-leikkona fæddist þennan dag árið 1975. ANDLÁT Svavar Karlsson, Esjuvöllum 10, Akra- nesi, lést miðvikudaginn 4. ágúst. Sveinn Sigurðsson lést fimmtudaginn 5. ágúst. JARÐARFARIR 11.00 Valborg Guðmundsdóttir verður jarðsungin frá Hólskirkju í Bolungarvík. 13.30 Smári Ársælsson, Sigtúni 33a, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju. 14.00 Finnur Nikulás Karlsson, Reyni- völlum 14, Egilsstöðum, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju. 14.00 Jón Sigmundsson Frá Einfætings- gili, verður jarðsunginn frá Hólmavíkurkirkju. 14.00 Karl Georg Kristjánsson, frá Ármúla, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju. Klukkan hálfellefu að morgni þennan dag árið 1998 sprakk gríðar- lega öflug sprengja fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Naíróbí, höfuðborg í Kenía. Fáeinum mínút- um síðar sprakk önnur sprengja fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Dar es Salaam, höfuðborg Tansaníu. Samtals fórust 224 í þessum sprengingum, og meira en 4.500 manns særðust. Meðal hinna látnu voru 12 Bandaríkjamenn. Sendiráðið í Naíróbí var staðsett í miðborginni, og þar varð manntjón því mun meira en í Dar es Salaam. Bandaríkin sögðu sádiarabíska auðjöfurinn Osama bin Laden hafa skipulagt þessar sprengjuárásir, og hálfum mánuði síðar gaf Bill Clint- on, forseti Bandaríkjanna, skipun um að flugskeytum yrði skotið á hryðjuverkabúðir bin Ladens í Afganistan. Einnig var gerð flug- skeytaárás á lyfjaverksmiðju í Súdan, þar sem Bandaríkjamenn töldu að bin Laden léti smíða efnavopn. Síðar viðurkenndu Bandaríkja- menn að enginn fótur hefði verið fyrir því að efnavopn hafi verið framleidd í lyfjaverksmiðjunni. Árásirnar á sendiráðin í Kenía og Tansaníu voru gerðar nákvæm- lega átta árum eftir að Bandaríkin sendu herlið sitt til Sádi-Arabíu í tengslum við Persaflóastríðið. Fáeinum dögum eftir árásirnar voru tveir fylgismenn bin Ladens handteknir. Sjálfur höfuðpaurinn náðist þó aldrei og er enn þann dag í dag ófundinn þrátt fyrir heilt stríð til höfuðs honum í Afganistan nokkrum árum síðar. ■ ÞETTA GERÐIST ÁRÁSIR Á SENDIRÁÐ BANDARÍKJANNA 7. ágúst 1998 „Leikarar eiga ekkert að vera fallegir, þeir eiga að segja mannlegar sögur en það hefur gleymst einhvern veginn.“ Sagði Charlize Theron sem sló heldur betur í gegn í myndinni Monster. Hryðjuverk í Afríku Rannsakar atvinnuleysi á afmælisdaginn AFMÆLISBARN DAGSINS: MARGRÉT VALDIMARSDÓTTIR ER 31 ÁRS „Þjóðhátíðin setti mikinn svip á síðustu viku enda mjög erilsamt í kringum hana,“ segir Páll Scheving, formaður þjóðhátíðar- nefndarinnar í Vestmannaeyj- um. Páll segir hátíðina hafa verið óvenju langa enda var erfitt með flug á mánudag. „Við opnuðum íþróttahúsið fyrir þjóðhátíðar- gestum á mánudagskvöld en á þriðjudaginn vorum við laus við þá.“ Það fyrsta sem Páll gerði að þjóðhátíð lokinni var að leggjast á koddann. „Ég reyndi að sofna enda var lítið um svefn um verslunamannahelgina eða vik- una áður. Það var mikið álag á okkur skipuleggjendunum enda tökum við á móti þúsundum af gestum.“ Páll segir ekki mikinn tíma hafa farið í tiltekt í síðustu viku enda vösk sveit fólks sem tók til á hverjum einasta degi á meðan á þjóðhátíðinni stóð. „Það eru nokkrir tugir manna sem taka vel til á hverjum degi að mánudagurinn var leikur einn og um kvöldið var dalurinn orð- inn eins og ekkert hefði í skorist.“ ■ AFMÆLI Andrés Indriðason dagskrárgerðar- maður er 63 ára. PÁLL SCHEVING segir þjóðhátíðina í Eyjum í ár hafa verið óvenju langa. MARGRÉT VALDIMARSDÓTTIR Útvarpskonan ákvað að setjast á skólabekk og nema félagsfræði. OSAMA BIN LADEN Gerði fyrst fyrir alvöru vart við sig með sprengjuárásum á sendiráð Bandaríkjanna í Kenía og Tansaníu árið 1998. VIKAN SEM VAR: ÞREYTTUR EFTIR LANGA ÞJÓÐHÁTÍÐ Lagðist á koddann

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.