Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 1«). descmber 1972 ALÞINGI Umsjón: Elias Snæland Jónsson Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, um gengislækkunina: Miðað við aðstæður höfum við valið réttu leiðina Gengislækkunin mun, ef vel tekst til, tryggja atvinnuöryggi og kaupmátt launa Ej—Reykjavik. Miklar umræður urftu á alþingi i gær um gengisbreytingu þá, sem gerð var á sunnudaginn, og frum- varp um ráðstafanir vegna gcngisbreytingarinnar, scm var til umræðu og afgreiðslu i báðum deildum alþingis i gær. Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, fylgdi frumvarpinu úr hlaði, og rakti orsakir þeirra ráð- stafana, sem gripið hefur verið til. Hann sagði m.a.: „Það frv., sem hér liggur fyrir, og er um ráðstafanir vegna ákvörðunar Seðlabankans um nýtt gengi islenzkrar krónu, er af- leiðing eöa fylgifiskur gengis- breytingarinnar, þ.e. sams konar frv. og þau er jafnan áður hafa fylgt gengisbreytingum. Það er nauðsynlegt að fá það afgreitt sem fyrst, svo að gjaldeyrisvið- skipti geti hafizt á ný. Sveigjanlegt gengi En um þetta frv. út af fyrir sig þarf ég ekki að fara mörgum orð- um. Það er, eins og ég sagði, gamall kunningi, sem hefur verið og er jafnan fylgifiskur gengis- breytinga og hefur fyrst og frem- st að geyma nauðsynleg atriði tæknilegs eðlis og fylgja á þeim fullnægjandi skýringar i aths. með frv. Eina nýja atriðið er raunar 3.gr., sem breytir leyfi- legu svigrúmi frá stofngengi i 2,25% i hvora átt i stað 1% nú. Fyrir þessari breytingu er gerð grein i aths. með 3. gr. frv. Þar segir svo með leyfi forseta: „Flestar þjóðir heims hafa nú með leyfi gjaldeyrissjóðsins tekið upp 2,25% frávik til hvorrar áttar frá stofngengi. Er ákvæði um þetta tekið upp að beiðni banka- stjóra Seðlabankans til breyting- ar á 1. bankans, en þau hafa býggt á 1% fráviki til hvorrar áttar.”- övissa um þróun framleiðslu- og viðskiptakjara Og i tilkynningu þeirri, sem Seðlabankinn gaf út i gærkvöldi, eru frekari rök færð fyrir þessu á þéssa lund með leyfi hæstv. forseta: Mikil óvissa er um það, hver muni verða þróun framleiðslu- og viðskiptajafnaðar á næsta ári vegna þróúnar aflabragða, undanfarandi ára er torvelt að sþá !um þorskáfla á komandi ve.trarvertið, en það eykur á þá óvis'su, sem ætið rikir um tekjur sjáyárút.vegsins. Jafnframt er erfittað jeggja á það dóm á þessu síigi, hvort takast muni að gera fuilnægjandi ráðstafanir til að hatda hækkun framleiðslu- kóstnaðar i skefjum og koma i vég fyrir vixlhækkun verölags og kauþgjalds, er brátt mundi eyða hagstæðum áhrifum hverra að- gepða, sem ælláðar væru til þess að þæta stöðú atvinnuveganna. Með tiliiti til þessarar efnahags- legu óvissu og hinna tiðu gengis- og'verðjágsbreytinga erlendis þykir eðlilegt, að stefna nú að nokkru meiri sveigjanleika i géngisskráningu en tiðkazt hefur tit þessa: Líggur beinast við að géra þetta með þeim hæ.tti, að leyfð verði hér á landi sömu frá- vik um kaup og sölu gengis frá st.ófngengi eins og flestar þjóðir heijns hafa nú tekið upp með leyfi Alþjóðagjaldeýrissjóðsins, þ.e.a.s. 2,25% frávik til hvorrar áttar frá stofngengi. Bankastjórn Séðíabankans hefur þvi beint þeím . tilmælum til rikisstj., að hún beiti sér fyrir lagabreytingu, er heimili allt að 2,25% frávik kaup- og sölugengis og stofngengi hér á landi og ér.þess vænzt, aö sú lagabreyting geti náð fram að ganga, áður en gjaldeyrisvið- skipti hefjast að nýju. Við þessi rök Seðlabankastjórnarinnar hef ég i sjálfu sér ehgu að bæta, get gert þau að minum. Ég geri naumast ráð fyrir þvi, að deilur verði um þetta frv., sem hér liggur fyrir til afgreiðslu, út af fyrir sig. Það er hins vegar skiljanlegt, að hér verði umr. um forsendur þess, sjálfa gengis- breytinguna. Og það er auðvitað skiljanlegt, aö stjórnarand- stæðingar telji Sig þurfa að ræða það mál á breiðum grundvelli. Er ekkert við þvi að segja. En að þessari forsendu fyrir þessu frv., sem hér liggur fyrir, sjálfri gengisbreytingunni, ætla ég að vikja með nokkrum orðum. óumdeilanlegur vandi fyrir hendi Ég vil þó aðejns, áður en ég kem að þvi, undirstrika það, að ég ætla, að enginn rieiti þvi, að um sé að ræða varidá- Í islenzku efna- hagslifi né heldúr deila um það, i hverjú hann sé - i höfuðdráttum fólginn; Um hi’tt geta skoðanir verið skiptar og um það verður sjálfsagt deilt, af hverju vandinn stafi, hvort við þonum hafi verið brugðizt i tækátið ó.s.frv. Um það skal ég ekki ráeða áð svo stöddu, en leyfi méraöeins að minna á, að mér hefur virzt; að hv. stjórnar- andstæðirigar gérðu sizt minna úr þessum vahda'en við stjórnar- sinriar, heldur rriéira. Og ef vandi er fyrir hendi, þá er auðvitað ekki um annað að ræða en það verður að finna leiðir til þess að komast út úr þéim varida, úrræði til þess að mæta honum, Og þá kem ég að þvi að gera i stuttu máli grein fyr- ir þeirri forsendu, sem er fyrir þessu frv., sem hér liggur fyrir, sjálfri gengisbreytingunni. Eins og öllum hv. þm. er kunn- ugt, ákvað bankastjórn Seðla- bankans i gær meö samþykki rikisstj. og að höfðu samráði við bankaráð að taka upp nýtt gengi islenzkrar krónu. Hið nýja gengi felur i sér lækkun um 10.7% frá þvi gengi, sem i gildi hefur verið. Þessi ákvörðun á sér nokkurn að- draganda, eins og kunnugt er. Valkostanefndin Þegar brbl. um timabundnar efnahagsráðstafanir voru sett hinn 11. júli s.l., var ljóst, að leita þyrfti varanlegri úrræða til þess að mæta aðsteðjandi efnahags- vanda, ekki sizt til þess að tryggja rekstrargrundvöll út- flutningsatvinnuveganna og jöfn- uð i viðskiptum þjóðarinnar við útlönd. Hinn 18. júli s.l. skipaði rikisstj. nefnd til þess að gera till. um leiðir og valkosti i efnahags- málum með það fyrir augum að halda verðbólgu i svipuðum skorðum og i nágrannalöndunum, treysta grundvöll atvinnuveg- anna og tryggja atvinnuöryggi og kaupmátt launa. Nefndin hóf störf þegar i ágúst- byrjun og fylgdist siðan náið með þróun efnahagsmála og kynnti sér horfurnar fram undan eftir föngum. Samráðið við samtök vinnumarkaðarins var aöallega i þvi fólgið, að samráðsaðilum var skýrt frá mati n. og horfum i efnahagsmálum og fyrir þá voru lögð gögn um þessi atriði. Þeim timabundnu efnahagsráðstöfun- um, sem ákveðnar voru með brbl. frá 11. júli s.l., var ætlað að standa til áramóta. Af þessari ástæðu var ljóst, að álit nefndar þyrfti að koma fram sem fyrst til þess að það kæmi að gagni við töku ákvarðana um þær aðgerðir, sem leysa ættu brbl. af hólmi um áramótin. Jafnframt var ljóst, að mikilvægt væri að koma till. um almennar leiðir i efnahagsmálum á framfæri um likt leyti og fjallað yrði endanlega um fjárlagafrv. og framkvæmda- og fjáröflunar- áætlun á Alþ. enda eru á þeim vettvangi teknar mikilvægustu f jármálaákvarðanir ársins. Hvort tveggja þetta mælti með þvi að hraða störfum nefndarinn- ar eftir föngum strax og fram voru komnar frumáætlanir stjórnvalda á þessu sviði. A hinn bóginn hlaut vandlega yfirvegað mat á efnahagshorfum næsta árs og athuganir á samhengi hagstærða á þvi ári að vera meginforsenda till. um efnahags- aðgerðina. Vegna þeirra miklu breytinga, sem orðið hafa i efna- hagslifi okkar á þessu ári var þetta verk óvenjuvandasamt. Til þessara athugana þurfti að ætla rúman tima og eðli málsins samkv. hlaut þetta mat að vera þeim mun betra sem lengra væri á árið liðið og þannig meiri vit- neskja fyrirliggjandi um raun- verulega framvindu efnahags- mála á árinu 1972 og þar með traustari undirstaða undir spár fyrir næsta ár. Þjóöhagsspá fyrir 1973 Nefndin skilaði siðan áliti sinu um mánaðamótin siðustu. Helztu niðurstöður þessa mats á horfum i efnahagsmálum, sem n. byggði till. sinar á, en þetta mat var i aðalatriðum shlj. skýrslu hag- rannsóknadeildar Framkvæmda- stofnunar rikisins um þjóðarbú- skapinn, framvinduna 1972 og horfur 1973 frá þvi i okt. má setja fram i 10 eftirfarandi atriðum, og eru þessi 10 atriði, sem ég tel hér á eftir, i raun og veru aðeins út- dráttur úr þeirri skýrslu, sem lögð hefur verið fyrir hv. alþm., en þar tekið upp i styttra máli, hver höfuðatriðin eru: 1. Að aukning þjóðarfram- leiðsln gæti i mesta lagi orðið 4- 5%. 2. Ef haldið verður út árið 1973 niðurfærsluráðstöfunum samkv. brbl. frá 11. júli 1972, eða ef greiddar verða fullar visitölu- bætur á kaup á árinu 1973, er með grunnkaupshækkunum 1. marz 1973 og þeim áformum um skatt- lagningu og tilfærslu, sem felast i fjárlagafrv., stefnt að 6-7% aukn- ingu kaupmáttartekna heimil- anna árið 1973. Og þar með væntanlega svipaðri aukningu einkaneyzlu frá hinu háa stigi ársins 1972. Þetta er að sjálfsögðu miðað við, að full atvinna haldist. 3. Mat á útgjalda- og fram- kvæmdaáfornium þess opinbera og einkaaðila bendir til þess, að samneyzla muni aukast um 6-7% og fjármunamyndunin i heild um 2-3%. 1 heild væri um að ræða 7.2% magnaukningu verð- mætaráðstöfunar, en 5,5%, ef birgðabreytingar útflutningsvara eru frá taldar. Af þessu hlyti að leiða, að sá verulegi viðskipta- halli, sem verið hefur út á við undanfarin 2 ár, yxi að mun á ár- inu 1973. 4. Spár um útflutningsfram- leiðslubenda til þess, að sjávar- vöruframleiðslan geti aukizt að magni um 2-7%, en að verðmæti um 15-20%. Hér er þá byggt á mikilli bjartsýni um loðnuveiði og um verðlag á fiskimjöli og lýsi. í heild er gert ráð fyrir miðað við lægra tilvikið, sem ég nefndi hér að framan um sjávarvörur, að magnaukning útflutningsfram- leiðslu geti orðið 11%, einkum vegna álsins og verðhækkun að meðaltali 9%. Þessari verðhækk- un er mjög ójafnt dreift. Almennt er reiknað með 4% verðhækkun á sjávarvörum 1973 öðrum en fiski- mjöli og lýsi, en þar er reiknað með mjög mikilli hækkun, 80-90% á mjöli, en 40-50% á lýsi. 5. Þrátt fyrir þessa bjartsýni um útflutningsframleiðslu telja sérfræðingar, að stefni i mikinn lialla á viðskiptajöfnuði eða um 5500-5800 millj. kr. Að hluta til skýrist þetta af óvenjumiklum innflutningi fiskiskipa og þá fyrst og fremst togara og að nokkru leyti af birgðaaukningu, en þótt leiðrétt sé fyrir þessum atriðum er talið, að eftir standi halli, sem rekja má til almennrar eftir- spurnar af stærðargráðunni um 3 þús. millj. kr. Að óbreyttri lán- tökustefnu væri við þvi að búast, að nettóinnstreymi innlends fjár- magns á næsta ári yrði um 2600 millj. kr. og þannig gæti stefnt i yfir 3 þús. millj. kr. rýrnun gjald- eyrisstöðu. Samdráttar áhrifa slikrar þróunar mundi þó fljót- lega gæta og þau verka á móti henni með þeim hætti, að at- vinnurekstur og þar með tekjur þjóðarinnar myndu dragast sam- an. 6. í þjóðhagsspánni er gert ráð fyrirþvi, aða.m.k. 6-8% almennri verðhækkun og 13-14% hækkun kauptaxta af ársmeðaltali á árinu 1973. Vafalitið mundi, ef allt fer fram sem horfir, gæta tilhneig- inga til meiri verðhækkunar, en jafnan er erfitt að ráða nákvæm- lega i, að hve miklu leyti um- frameftirspurn veldur verðhækk- un heima fyrir og að hve miklu leyti halla út á við. Þær rann- AF SKÁLDUM HALLDOR LAXNESS flytur 20 ritgerðir og greinar um nafnkennd ísienzk skáld á síðari tímum, samdar á árabilinu 1927— 63. Elztur höfundanna er séra Hall- grímur Pétursson, en yngstur Steinn Steinarr. Hannes Pétursson valdi og sá um útgáfuna. Bókin er prentuð á mjög vandaðan pappír, prýdd teikningum eftir Gerði Ragn- n arsdóttur, en um alla ytrí gerð bók- | arinnar annaðist Guðjón Eggerts- | son hjá Auglýsingastofunni hf. — § 209 bls. 1 BÓKALTGÁFA MENNINGARSJÓÐS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.