Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN l'riftjudagur 1!). descmber 1972 ALÞINGI gengisbreytingum. Gengis- breytingarnar 1967 og 1968, sem voru miklar, voru þó ekki af þessu tagi, heldur komu i kjölfar verulegrar aflaminnkunar og verðlækkunar á fiskafurðum. Reynsla okkar og mat á gengis- breytingum er þvi aðallega mót- uð af mjög miklum breytingum gengisskráningar. Slikum stór- breytingum fylgir að sjálfsögðu veruleg hætta á bakslagi. Miklu minni gengisbreyting Gengisbreytingin, sem nú hefur verið ákveðin, er miklu minni en siðustu gengisbreytingar, auk þess sem bún er nú nokkru sveigjanlegri, ekki sizt með tilliti til gerbreyttra aðstæðna i gengis- málum i heiminum og i viðhorf- um manna til beitingar gengis- skráningar sem hagstjórnartæk- is. En það er staðreynd, að það hefur átt sér stað viðlæk breyting i þeim efnum á allra siðustu tim- um. bvi skal ekki neitaðog sizt af Þingl'undur á laugar- dag Þingfundir voru á alþingi á laugardaginn — fyrst i , sameinuðu þingi og siðan i jjiáðum deildum. t sameinuðu þingi urðu um- ræður utan dagskrár um efnahagsmál og gjaldeyris- viðskipti. Gylfi 1». Gislason (A) kvaddi sér hljóðs og ræddi gjaldeyrisviðskipti og elna- hagsráðslafanir. Einnig tóku til máls ólafur .lóhannesson, forsælisráðherra, og .lóhann llafslein (S) Siðan var tekin fyrir þings- ályktunarlillaga um eflingu landhelgisgæzlunnar og var hún samþykkt samhljóða og afgreitt til rikisstjórnarinnar. t efri deild voru tvö stjórnarfrumvörp til 3. um- ræðu og aígreitt til neðri deildar, frumvarp til búfjár- ræktarlaga og frumvarp um breytingar á tollskrá. t neðri deild voru átta mál á dagskrá. Til 1. umræðu voru: frumvarp um Vátrygginga- starfsemi, frumvarp um eiturefni og hættuleg efni, frumvarp um Vélstjóranám, sem efri deild hefur afgreitt, frumvarp um tekjuskatt og eignaskatt, og frumvarp um sölu Útskála og Brekku i Gerðahreppa. Frumvarp um leigunám hvalveiðiskipa var til 3. umræðu og frumvarp um Stýrimannaskóla i Vest- mannaeyjum, sem efri deild hefur afgreitt, var til 3. umræðu. Þiiifíiö i gær t gær voru fundir i báðum deildum alþingis. t efri deild voru margir fundir. A fyrsta fundinum var frumvarp stjórnarinnar um Háskóla ts- lands tekið til l.umræðu og mælti Magnús Torfi ólafsson menntamálaráðherra fyrir þvi. Frumvarpinu var visað til 2. umræðu. A öðrum fundi deildarinnar var tekið fyrir frumvarp rikis- stjórnarinnar um hækkun á benzingjaldi og þungaskatti, og mælti Hannibal Valdimars- son samgöngumálaráðherra fyrir þvi. Til máls tóku einnig Gcir Hallgrimsson (S) og Jón Arm. lléðinsson (A). Málinu var siöan visað til 2. umræðu og nefndar, en nánar er sagt frá þessu máli annars staðar i blaðinu. t neðri deild var stjórnar- frumvarpið um ráðstafanir vegna gengisfellingar til um- ræöu. Nánar segir frá þvi á öðrum stað i blaðinu. mér, að ýmislegt hefði mælt með þvi, að reynt yrði að fara niður- færsluleið að einhverju leyti til þess að leysa efnahagsvandann, sem við er að fást, ekki sizt með það i huga að reyna að eyða stöð- ugri verðbólguhugsun með þjóð- inni. Hins vegar er hvort tveggja, að aðstæður i launa- og verðlags- málum viröast þær, að ekki sýnist fært að ná neinni umtalsverðri verðhjöðnun eítir þessari leið og að óvissa um framkvæmd verð- lækkana i kjölíar kauplækkana er mikil. Þessi atriði hniga i þá átt, að erfitt er að hugsa sér niöur- færsluleið nú sem aðaluppistöðu i heildarlausn. Til þess að niður- færsla komi til greina sem aðal- tæki, þarf að vera fyrir hendi mikil áherzla á gildi verðlags- markmiðsins og vilji til þess að færa verulegar lórnir fyrir fram- tiðina. Þvi aö ef niðurfærslan tækist, hlyti hún til langs tima lit- ið að hvetja til meiri rekstrar hagkvæmni og samkeppni. Ovissuatriðin, sem lengd eru þessari leið eru það mörg og á það er lika rétt að benda, að niður- færsluleiðin, sem lýst er i skýrslu valkostanefndarinnar, er svo mjög blandin millifærsluleið einnig, að ókostur hennar segir sjállsagt einnig nokkuð til sin i sambandi við hana. Ég held þess vegna, að hvorl sem mönnum er það nú ljúlt eða leitt, þá verði þeir að horfast i augu við það, að það er ekki raunsætt nú að gera ráð fyrir þvi, að niðurfærsluleið verði farin. Það er til gamall málsháttur, sem segir, að neyðin kenni naktri konu aö spinna. Það geta hugsanlega komið þeir timar, að menn verði nauðugir viljugir að fara inn á niðurfærsluleið. En þá er ekki vist, að sú braut verði blómum stráð. Og eins og ég sagði áðan, að þrátt fyrir allt-ég vil nú ekki segja glamur, en orða- llaum um verðbólgu og hennar forkastanleika, þá er eins og það séu æðimargir i þessu þjóðfélagi, sem hali bundið sig við verðbólg- una og finnst hvort sem það er rétt eða rangt, að þeir eigi tals- vert undir þvi, að hún haldi áfram. Þetta er nú sannleikurinn umbúðalus, hvernig sem bann lætur i eyrum manna. Menn eru ófúsir að stiga til baka. Þeir eru fáir, sem treysta þvi, að tapiö af þvi lendi ekki á sér. Aöhaldsaðgeröir nauðsynlegar 1 sambandi við timasetningu efnahagsaðgerðanna nú má al- mennt segja, að sljórnvöld standi nú betur að vigi en oft áður til þess að ná hagfelldum árangri með almennum aðhaldsaðgerð- um eða niðurfærslu, þar sem við búum við ágætt atvinnuástand, eigum traustum gjaldeyrisforða og getum þvi með allt öðrum hætti en við aðþrengdar aðstæður vegið og metið frambúðargildi hugsanlegra aðgerða. Aðalatriðið er að bregðast við horfunum, áður en alvarleg veikleikamerki l'ara að gera vart við sig. Hæfileg- ar aðhaldsaðgerðir nú, sem ekki taka allt of stuttan tima i viömið- un, koma i veg fyrir, að til koll- steypuaðgerða þurfi að gripa sið- ar. Auk þess má á það benda, að afarauðveit mun reynast að rétta sig af i átt til rýmri eftirspurna- skilyrða, yrði sliks talin þörf á næstu missirum, og á ég þar auð- vitað við atvinnumálin og at- vinnuöryggi. Gengisiækkun nær bezt markmiöunum Á það er rétt að leggja áherzlu, að þær efnahagsaðgerðir, sem nu verður ráðizt i, þurfa að verða við það miðaðar að tryggja almenn- an rekstrargrundvöll sjávarút- vegsins og þá einkum þeirra undirstöðugreina hans, sem treysta á bolfiskafla. Skyndileg- ur, óviss en að sjálfsögðu velkom- inn búhnykkur á þröngu sviði inn- an sjávarútvegsins eins og nú er búizt við að þvi er loðnuafurðirn- ar varðar má ekki valda þvi, að þessi vandi, sem er fyrir hendi að þvi er aðalgreinarnar varða, sé vanmetinn. Jafnframt mun reyn- ast nauðsynlegt að taka að nokkru leyti rekstrarvandamál togaraflotans til sérstakrar með- ferðar. Það verður að haldast i hendur, að gildi auðlinda sjávar- ins sé rétt metið og að nýjum greinum séu gefin lifvænleg vaxtarskilyrði. Til langs tima lit- ið falla þessi sjónarmið saman og þvi þarf að gæta þess, að efna- hagsaðgerðirnar séu ekki ein- skorðaðar við þarfir þess, sem er og hefur verið, heldur það sé einnig mið af þvi, sem koma skal, þ.e. taka þarf tillit til frambúðar- hagsmuna sjávarútvegsins, sem ráðast af styrk fiskstofna og ekki siður til áætlana um skipulega eflingu útflutningsiðnaðar. Af þessum ástæðum, sem ég hef hér rakið, er það mat rikísstj., að gengisbreytingin nái þessum markmiðum skást af þeim kost- um, sem fyrir hendi voru, ef henni er fylgt eftir með skipuleg- um stuöningsaðgerðum. Það er að sjálfsögðu svo, eins og fram hefur komiö, að i þessari gengisskráningarleið, sem hér er farin, er ekki þrædd sú till. eða sú hugmynd, sem valkostanefndin setti fram um þessa uppfærslu- leið svokallaða, vegna þess að kaupgjaldsvisitalan er látin halda áfram að mæla áhrif gengis- fellingarinnar. Ef það hefði ekki verið gert, þá hefði mátt segja, að hróflað væri við kjarasamn- ingum. Inn á þá leið vill rikisstj. ekki fara án samkomulags við aðila vinnumarkaðarins. Hins vegar verður haldið áfram við- ræðum við launþegasamtökum um hugsanlegar breytingar á: gildandi visitölufyrirkomulagi. En af þessu leiðir auðvitað, að áhrif gengisbreytingarinnar hlýt- ur að gæta i verðlagi og verður að horlast i augu við þá staðreynd, að hin jákvæðu áhrif hennar, sem ég hef að visu lagt megináherzl- una á i máli minu hér að undan- förnu, geti orðið skammvinnari en ella og að erfitt geti reynzt að halda verðlagsþróun i þeim skefj- um, sem gert var ráð fyrir i mál- efnasamningi rikisstj. eða i svip- uöu horfi og i nágrannalöndunum. Mér dettur ekki i hug að reyna að blekkja neinn með þvi að neita þessu. Og ég held, að það þýði ekki og það sé bezt að játa þetta hreinskilnislega. Dýrtiðarráð- stöfunum haldið áfram Að þvi er rikissjóðsdæmið varð- ar, sem ég ætla ekki i þessu sam- bandi að vikja mikið að, en er auðvitað nátengt öllum efnahags aðgerðunum, þá munu áhrif gengisbreytingarinnar hafa já- kvæð áhrif á það, þó að þar komi vissulega minusliðir á móti. Þau áhrif nægja þó auðvitað ekki til að jafna metin i rikissjóðsdæminu, þar eð gert er ráð fyrir þvi að halda dýrtiðarráðstöfunum i svipuðu horfi og á þessu ári, en á þvi mun verða full þörf að minum dómi. Þar þurfa þvi að koma inn tekjupóstar, sem i athugun eru nú i sambandi við lokastig fjárlaga- meðferðarinnar. Enn fremur er það, að liður i þessum aðgerðum er það, sem kemur i ljós i sam- bandi við afgreiðslu fjárl. að fengin verði heimild til lækkunar á fjárveitingum, sem ekki eru bundnar i öðrum 1. en fjárl. sem svigrúm gefur til niðurskurðar i þá átt, sem gert er ráð fyrir i till. valkostanefndar, þó að ég vilji ekki i þessum orðum minum slá fastri neinni heildarfjárhæö i þvi sambandi. Þaö skýrist við heildarfjárlagaafgreiðsluna, sem kemur til innan tiðar. Sú aðgerð, sem hér hefur verið ákveðin, mun einnig að nokkru leyti eða eitthvað hjálpa til þess að leysa vandamál fjárfestingar- sjóða. Gengislækkun alltaf neyöarúrræöi Ég get að siðustu sagt það, að gengislækkun i sjálfu sér er að sjálfs. aldrei neinn fagnaöar boðskapur. Það þarf varla að taka það fram, að til þessa úrræð- is gripur engin rikisstj. að gamni sinu. Til þess úrræðis er auðvitað aldrei gripið nema af illri nauð- syn að mati stjórnvalda, og hún verður auðvitað alltaf neyðarrúr- ræði en getur verið óhjákvæmi- legt neyðarrúrræði. Stöðugt og traust gengi eru að sjálfsögðu grundvallaratriði undir traustu og heilbrigðu efnahagslifi. En það er saml annað grundvallaratriði. sem verður að setja enn ofar. Það er, að atvinnuvegir þjóöarinnar séu i fullum gangi, það er, að at- vinnuöryggið sé i lagi, að allir hafi atvinnu. Þess vegna er það og verður ætið æðsta boðorðið i efnahagslifi þjóðar, ekki sizt i efnahagslifi islenzkrar þjóðar, að tryggður sé grundvöllur undir- stöðuatvinnuveganna, hvað sem gengisskráningu liður. Hjá þjóð eins og okkur, sem á svo mikið undir útflutningi og þvi að rekstrargrundvöllur atvinnuvega sé tryggður, hlýtur það alltaf að verða nr. eitt að tryggja næga at- vinnu. Og sé það ekki hægt á ann- an hátt en þann að hækka and- virði þess gjaldeyris, sem þeir skila þjóðarbúinu i hendur, þá verður að gera það, hvort sem mönnum þykir það ljúft eða leitt. Höfum valiö réttu leiðina Ég held að með þeirri aðgerð, sem rikisstj. hefur ákveðið, þá takist ef vel tekst til, að ná þvi markmiði að skapa atvinnu- vegunum traustan grundvöll. Að skapa og tryggja atvinnuöryggi hér á landi. Að tryggja kaupmátt launa. Hitt verður erfiðara, og mér dettur.eins og ég sagði áðan, ekki i hug að neita þvi að tryggja það að verðlagsþróun á næstunni haldist hér á landi i svipuðum skorðum eins og hjá nágranna- þjóðum okkar. Við i rikisstj. og stuðningsflokkum hennar höfum vissulega staðið andspænis vandasömu mati. Ég vona, að mat okkar i þessu efni sé rétt. Það er sannfæring min, að við höfum miðað við aðstæður og það sam- komulag sem unnt var að ná með- al þeirra flokka sem að rikisstj. standa sem eru auðvitað eða hafa ólik sjónarmið um margt, þá höf- um við valið réttu leiðina. Og þó að ég viti að hugur stjórnarand- stæðinga til þessarar rikisstj. er að sjálfsögðu blandinn, þá vona ég að flestir landsmenn sameinist um þá ósk að þær aðgerðir sem nú hefur verið gripið til megi ná til- ætluðum árangri.” Vantraust á rikisstjórnina Jóliann llafstein (S) sagði orð forsætisráðherra fyrir þvi, að þegar núverandi rikisstjórn tók við, hafi ekki verið sá vandi, sem gerði gengislækkun nauðsynlega. Nú væri hins vegar slikur vandi fyrir hendi. Hvers vegna væri hann tilkominn? Þjóðarbúið hefði ekki orðið fyrir áföllum á þessu timabili. Verðlag væri hátt erlendis og afli góður. Þá sagði hann, að núverandi stjórnarflokkar hefðu fordæmt gengislækkun i áratugi, og stað- fest það i stjórnarsáttmálunum. Nú hefði það gerzt, að Samtök frjálslyndra og vinstri manna hefðu svinbeygt Framsóknar- flokkinn og Alþýðubandalagið. Sú gengisfelling væri verzt, sem væri þannig tilkomin, eins og nú, að fólk hefði ekki traust á henni. Það verði almannarómur, að gengið haldi áfram að lækka ef núverandi rikisstjórn verður áfram við völd. Gengisfelling væri gerð þar sem hún væri eina ráð stjórnarflokkanna til þess að halda völdum. Þessi gengislækk- un væri þvi liður i pólitisku valda- tafli, en ekki fyrst og fremst hugsuð sem efnahagsráðstöfun. Varðandi sjálft frumvarpið lýsti hann þvi yfir, að ekki bæri neina nauðsyn til að afgreiða þann hluta þess sem kveður á um sveigjanlegt gengi nú strax. Loks sagði Jóhann Hafstein, að þar sem ljóst væri, að nuverandi rikisstjórn væri ekki treystandi til þess að nota gengislækkunina sem hagstjórnartæki og henni yrði þvi ekki treyst til þess að framkvæma gengislækkunina og hliðarráðstafanir i sambandi við hana á þann hátt, sem nauðsyn- legt væri til þess að hún tækist, hefði Sjálfstæðisflokkurinn ákveðið að flytja tillögu um van- traust á rikisstjórnina. Vandinn ekki mikill Lúðvik Jósefsson, sjávarút- vegsráðheiia, rakti fyrst þann mikla skjálfta. sem verið hefði i stjórnarandstöðunni undanfarið, þar sem þeir hefðu vonað að rikisstjórnin færi frá og þeir kæmust i stólana. Þeir yrðu enn aö biða og væri sjálfsagt að hafa samúð með þeim. Lúðvik rakti siðan þróun efna- hagsmála frá þvi núverandi rikis- stjórn tók viö völdum. Hann sagði, að vandinn, sem nú væri við að glima, væri i rauninni ekki mikill. í meginatriðum væri hann, að rikissjóður þyrfti 1000 milljónir til að halda áfram niðurgreiðslum, og eins tryggja stöðu útflutningsatvinnuveganna með þvi að færa um 1000 milljónir til þeirra. Orsök vanda sjávarútvegsins væri, að afli hefði minnkað og samsetning hans orðið þannig, að hann væri verðminni en áður. Ýmsar hliöar- ráðstafanir Rétt væri, aö ef ekki hefðu kom- ið til hækkað kaup sjómanna, hækkað kaup launþega með samningunum i desember 1971 og hækkaðar bætur almannatrygg- inga, þá hefði sjávarútvegurinn staðið betur að vigi þegar afli hefði minnkað og samsetning hans verznað. En hver vildi segja, að þær ofangreindar ráð- stafanir, sem rikisstjórnin hefði gert, hefði ekki átt að gera? Hvað vilja stjórnarandstæðingar að verði fellt niður af þessu? Varðandi opinberar fram- kvæmdir og fjárfestingasjóðina sagði ráðherrann, að stilla yrði útlánum og framkvæmdum i hóf, og ætti það ekki að koma að sök þar sem fr'amkvæmdir hefðu ver- ið meiri undanfarið en um langan tima. Hann sagði, að sú gengisfelling, sem nú væri gerð, væri mjög hóf- leg og miðuð við það, að vandinn væri tiltölulega litill. Einnig benti hann á, að nú væri sá grundvallarmunur á fram- kvæmd gengisfellingar og á tim- um Viðreisnar, að kaupgjalds- visitala myndi áfram mæla hækkanir vegna gengislækkunar- innar. Jafnframt væri fyrirhugað að gera ýmsar aðrar hliöarráð- stafanir. Þær beindust m.a. að þvi, að koma i vega fyrir of mikl- ar verðhækkanir vegna gengis- lækkunarinnar. Einnig væri ráð- gert, að hinir tekjulægstu i þjóð- félaginu fengu sérstaka viðbótar- greiðslu við sin laun. Sömuleiðis að námsmenn fengju viðbótar- greiðslur svo þeir fengu sömu upphæð i erlendum gjaldeyri og áætlað var. Loks væri ætlunin að fá heimild um 10-15% niðurskurð á fjárveitingum, sem ekki væru bundnar i öðrum lögum en fjár- lögum. Ráðherra rakti einnig verð- lagsþróun frá þvi rikisstjórnin kom til valda. Frá 1. nóvember 1970 til 1. nóvember 1972 hefði rikisstjórnin leyft hækkanir sem næmu 9.7%, eða 4.9% á árf að meðaltali. Þetta væri hagstæðara en i nágrannalöndum okkar. Það væri þvi alrangt að saka rikis- stjórnina um að ýta undir verð- hækkanir. Helstrið ríkis- stjórnarinnar er hafið! Gylfi Þ. Gislason (A) sagði, að engri rikisstjórn hefði mistekizt jafn herfilega og núverandi rikis- stjórn. Hún hefði lofað traustum grundvelli útflutningsatvinnu- veganna, stöðvun verðbólgu og 20% kaupmáttaraukningu á tveimur árum. Þetta hefði allt verið svikið. Siðan rakti hann afstöðu stjórnarflokkanna fyrr til gengis- lækkunar, og sagði, að annað hvort væri gengisfelling nú röng, eða þá að allur málflutningur for- ystumanna stjórnarflokkanna s.l. 12 ár væri rangur. Þá rakti hann fyrri gengis- fellingar og sagði, að orsök nú- verandi gengisfellingar væri heimatilbúinn — ætti rætur að rekja til óstjórnar nuverandi rikisstjórnar. Varðandi tillögur Alþýðu- flokksins sagbi hann, að flokks- menn sinir teldu, að mæta hefði áttvandanum með svipuðum ráð- stöfunum og rikisstjórn Emils Jónssonar stóð að 1959. Loks ræddi Gylfi það, sem hann kallaði upplausn i stjórnarliðinu. Framhald á bls. 25.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.