Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 24

Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 24
24 Þriðjudagur 19. desember 1972 Stilt vaker Ijoset 'Nýlega er út komið ljóðasafn eftir Jón úr Vör, i þýðingu á ný- norsku, og ber bókin heitið Stilt vaker ljoset. býðandi er Ivar Orgland og er þetta áttunda bókin með ljóðum islenzkra skálda tuttugustu aldar, sem kemur frá hendi hans. Áður eru út komin i þýðingu Orglands siðan 1955 ljóð eftir Davið Stefánsson, Stefán frá Uvitadal, Tómas Guðmundsson, Stein Steinarr, Hannes Péturs- son, Jóhannes úr Kötlum og Snorra Hjartarson. Er vissulega timabært,að Jón úr Vör bætist i þennan hóp, einn heizti frumherji óbundins stils i islenzkum nútimaskáldskap. Fonna forlag i Noregi hefur gefið ljóðasafn Jóns úr Vör út eins og aörar þýðingar Orglands, að fyrstu bókinni undantekinni. bessi bók er á allan hátt myndar- leg aö gcrð af hálfu forlagsins. Eins og fyrri söl'num fylgir Ivar Orgland bókinni úr hlaði mcð rækilegum inngangi um skáldið. Hann rekur þar á tæpum fjörutiu blaðsiðum ævi og skáldferil Jóns. Stuðzt er við inngang Einars Braga að úrvali þvi, sem hann gerði úr ljóðum Jóns, 100 kvæði, 1967. Auk þess hefur Orgland fært sér i nyt bréflegar upplýsingar frá skáldinu, svo og blaðaviðtöl, og er hér ýmislegur fróðleikur saman dreginn. Ásamt fyrr- nefndri ritgerð Einars Braga ■ er þessi inngangur Orglands hið ýtarlegasta, sem enn hefur verið ritað um Jón úr Vör og skáldskap hans. Sjálft ljóðasaínið er rúmar 160 blaðsiður og skiptist i sex hluta. Valið er úr öllum átta ljóöabókum skáldsins, minnst úr þeim l'yrstu, en langmest úr siðustu bókinni. Mjallhvilarkistunni 1968. Hefði ef til vili verið réttað taka með fleiri ljóð úr borpinu, sem vafalaust er i bókmenntasögulegum skilningi merkasta verk Jóns hvað sem öðru liður. En borpið hefur reynar áður verið kynnt á erlend- um vettvangi: árið 1957 kom það úl i sænskri þýðingu Ariane Jón úr Vör Wahlgren. Islenzkum lesanda koma þessar þýðingar Orglands mjög kunnuglega fyrir sjónir. býðandinn þræðir islenzka textann af mikilli nákvæmni, og virðist hann viðast geta notað nákvæmlega samsvarandi orð og setningaskipan, enda stendur ný- norska mjög nærri islenzku máli sem kunnugter. En þennan texta er þeirra að dæma,sem hann er ætlaður, og verður fróðlegt að vita,hvernig skáldskapur Jóns úr Þeir, sem aka á BRIDGESTONE snjódekkjum, negldum með SANDVIK snjónöglum, komast leiðar sinnar í snjó og hálku. Sendum gegn póstkröfu um land allt Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl. 22, GÚMMIVNNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055 ____________________________S Vör skilar sér til norskra lesenda i búningi Orglands. Islenzkum ljóða lesendum til gamans verður hér tekið upp eitt ljóðanna i Stilt vaker ljoset, Far min (Faðir minn) úr borpinu: Jólaskeiðin 1972 komin Far min har sete i femti ár ved skomakarbordet sitt og sola for torpet, frá den tid dá báde hans born og andre gjekk pá fiskeskinnskór, som brann sund i sjosaltet, og fram til denne dag. Og hendene til far min vart sá svarte og harde at han mátte ha dei i lommene nár hann drog til kyrkje með kona si og barneflokken. Han kjenner alle skorne i torpet og veit korleis det trer. 1 var Orgland hefur unnið mikið starf og þakkarvert til að kynna islenzkan samtiöaskáldskap á erlendum vettvangi. Ljóð Jóns úr Vör hlutu góðar móttökur norrænna lesenda,þegar þau voru þýdd fyrir fimmtán árum, og má vænta þess að svo fari enn nú. Að lokum skal þess getið, að ný ljóðabók frá hendi Jóns er væntanleg á markaö hér heima um þessar mundir. G.St. Timínner peningar | Auglýsícf i Timanum ! : ••••••••• Kaffiskeið: Gyllt eöa silfr- uö, verð kr. 495.00. Desertskeið: Gyllt eða silfruð, verð kr. 595.00. Hringið í sima 2-49-10 og pantið skeið i póstkröfu. Jón og Óskar Laugavegi 70 Simi 2-49-10 Ljósaperur, kúlu- og kertaperur Ljóminn á skiliðþað lof sem hann fœi:... Rafhornið ARMÚLA 7 — SÍMI 84450 PIERPONT-úrin Ur og klukkur Laugavegi 3 : Sími 1-30-40 ÓSKAR KJARTANSS0N gullsmiður VALDIMAR INGIMARSSON úrsmiður -------------- ^ handa þeim sem gera kröfur um endingu, nákvæmni og fallegt útlit. Kven- og karl- manns úr af mörgum gerðum og verð- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.