Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN 11 Á ÍSLANDI HEFUR HVER EIN- STAKLINGUR TÆKIFÆRI TIL AÐ SKOÐA SJÁLFAN SIG“ - Tvær austurlenzkar námskonur heimsóttar Árlega dvelst töluveröur hópur erlendra stúdenta við nám i Háskóla islands. Flestir leggja þessir stú- dentar stund á islenzku- nám, en nokkrir eru i læknisfræöi og einn í guð- fræöi. Okkur þótti forvitnilegt að kynnast þessum erlendu stúdentum, viöhorfum þeirra til lands og fólks og þeim viöbrigöum, sem þeir hljóta aö hafa oröið fyrir við komu sina hingað til lands. Margir þeirra koma úr þjóöfélögum, mjög ólíkum þvi,sem viö búum í, og því hlýtur þaö aö kosta þá mikla áreynslu og hæfi- leika til aðlögunar aö setj- ast hér upp, sumir til margra ára, jafnvel alla ævina. Þaö er vitað mál, aö ís- land hefur yfir einhverju aö ráöa, sem gerir ókunn- uga hugfangna, svo að eftir nokkra dvöl eiga þeir bágt meö aö setjast aö annars staöar. Sömu sögu má segja t.d. frá Dönum, sem búið hafa á Grænlandi og geta helzt ekki setzt aö i nútíma neyzluþjóðfélagi eftir það. Það benda þvi allar líkur til,að þaö sé fámennió og hiö ,,ósnortna land", sem útlendingum þykir mest til lcorna, enda segja þeir þaö flestir, aö vísu óbeint meö þvi aö segja, aó hér geti maðurinn veriö frjáls ein- staklingur, — veriö maöur, en ekki hópsál i stórborg. En látum nú hér staðar numiö meö hugleiöingarn- ar og gefum fyrstu vió- mælendunum oröiö. - Hal'ið þið aldrei komið heim á þessu timabili? — Jú, ég lór til Tokyo i sumar, segir Myoko, og þá fyrst sá ég hve mikil mengunin þar Var. Áður á meðan ég bjó þar, varð maður aldrei var við slikt, el'tir að hala búið i þessu hreina lofli, sem hér er, gerði ég mér fyrst grein fyrir, hvað mengun var, og að hún var raunverulega lil. Iliromi svarar spurningunni neitandi, en segisl ælla heim á komandi sumri. — Hlakkarðu ekki til? spyrjum við. — Jú, alveg voðalega mikið. — Heldurðu þá,að þú komir nokkuð aftur? • — fóg veit það ekki, það fer eft- ir þvi hvernig mér likar aftur i Japan, og ég býst siður við þvi. Jú, hún kemur aftur, skýtur Myoko inn i og kimir. Hún kemur ábyggilega aftur. Hiromi gengst inn á,að liklega sé það nú tillellið. Við viljum ekki blanda okkur inn i persónuleg mál, sem þarna gætu verið á dölinni, og snúum okkur þvi að öðrum málum. Ilvers végna ákváðuð þið að l'ará til tslands? - Ég var búin að læra dönsku i háskólanum i Osaka, segir Hiromi, og þar var smávegis kennt i norrænum málvisindum, (það er nú reyndar hálfgert iusk) skýtur hún inn i. — Þarna lásum við part af Snorra-Eddu, og það vakti strax áhuga minn, og mig fór að langa til að koma hing- að. Kennarinn minn þarna var japanskur, en hafði lært við háskólann i Kaupmannahöfn. Ég veit ekki beint, hvað rak mig lil að koma hingað, segir Myoko, el' til vill fjarlægðin og hvað ég vissi litið um landið. Ég kunni ekki staf i islenzku, þegar ég kom hingað, og hafði aldrei hitt tslending. Fyrir mér var þetta þvi bara draumaland. island var bara draumaland Þeir slúdentar, sem hvað lengst eru að komnir, eru tvær japansk- ar stúlkur, Myoko Kashima og Hiromi Watanabi. Við hefjum orðaræðurnar með þvi að spyrja hve lengi þær hafi dvalizt hér. — Ég hef verið hér i 3 ár, segir Myoko, — og Hiromi i tvö. Reyndar nokkru meira, þvi að nú er lalsvert liðið á skólaárið. k t t Maóur Stór maóur Kvæntur maöur Húsbóndi ■? Kona Kjaftakerling Barn — Já, Nonna kannast flestir Japanir við, enda var hann þar nokkurn tima og flutti þá fyrir- iestra við háskóla, auk þess sem ein bókin hans gerist þar. Marg- ar, ef ekki allar bækurnar hans, hafa verið þýddar á japönsku, og þær lesa mjög mörg börn og ung- lingar. Nokkrar aðrar islenzkar bæk- ur, sem þið hafið lesið á japönsku? — Sjáll'stætt fólk Halldórs Laxness hefur verið þýdd á japönsku, en hans höfðum við þó ekki heyrt getið.áður en við kom- um hingað. Aðrar bækur vitum við ekki til, að þýddar hafi verið. Minnugir frásagnar kunningja okkar, Olafssonar, sem staddur var á simstöð i Moskvu og beið eftir simtali til Islands, leiðum við hugann að þriðja manninum islenzkum, af þeim, sem mest munu þekktir, Friðrik Ólafssyni. Það lór nei'nilcga svo i Moskvu, að er nai'nið Ólafsson var kallað uppj'ór kliður um salinn, og fólkið þusli að til að sjá þennan þekkta skákmann. Hvort það hefur áttað sig á,að ekki var um hinn rétta að ræða,vitum við ekki, en við spyrj- um, hvort likt þessu myndi geta gerzt i Japan. Þær segjast ekki geta um það sagt, en ekki hafi þær a.m.k. þekkt nafn Friðriks, er hingað kom. Nonni eini islendingur- inn, sem þekktur er Út l'rá þessu berst talið að vitneskju Japana um lsland og tslendinga. Þar eð tslendingar gruna flesta útlendinga um að álita, að hér séu snjóhús og Eskimóar, verður okkur íyrst i'yrir að grennslasl ei'tir þvi, hvort slikt sé álit Japana. Þær brosa báðar að okkur og segja: — Nei, alveg áreiðanlega ekki. Að visu er ekki mikið kennt um tsland i japönsku landafræð- inni, en við vissum þó,að ibúarnir lii'ðu að mestu leyti á l'iskveiðum og höluðborgin hét Reykjavik. Aftur á móti höfðum við ekki heyrt um Heklu og Geysi, enda er Japan eldfjallaland.og slik fyrir- bæri sæta ekki jafn mikilii furðu þar og viðast annarsstaðar. Könnuðusl þið við einhvern ts- lending af afspurn? ingi, segir Myoko. Það kemur að sjálfsögðu til af þvi, að þjóðfélag- ið er ekki allt eins skipulagt og heima. Það getur þó orðið mis- brestur á skipulaginu, eins óg t.d. i Tokyo, þar sem ekki hefur enn tekizt að koma upp húsnúmera- kerfi. Ég fann ekki til þessa, þeg- ar ég bjó þar, en þegar ég kom þangað i sumar, átti ég bágt með að átta mig. Það sama var að segja um mengunina, sem ég hélt, að ekki gæti verið jafn mikil og raun bar vitni. — Kannski svo mikil,að ekki sæi til sólar? — Uss, — nei, nei. Ástandið er nú langt i frá svo slæmt, og i Jap- an er mjög sólrikt viðast hvar. Á nyrztu eyjunum snjóar mikið, en sunnar t.d. i Tokyo sést varla nokkurn tima snjór, og frost eru sjaldgæf. — Hvað um það, sem heyrzt hefur, að ekki fyndist menning á tslandi? — Það fer nú eftir þvi, hvað kallaðer menning, segir Hiromo. Á íslandi er að sjálfsögðu engin gamalgróin borgamenning, en hver þjóð á sina menningu. — Menningin er tvirætt hugtak, — hún skapar mengun lika. „Þaö er myrkast undir vitanum" Hugmynd aö merki fyrir saumaklúbba Talinu vikur nú að námi þeirra hér, málunum og samanburði þeirra. —. Ég er á þriðja ári i islenzku fyrir erlenda stúdenta, segir Hiromi, og ætla að taka hluta af lokaprófinu i janúar, og Bacc. philol. verð ég vonandi i vor.ef allt gengur vel -Málið er erfitt og miklu nákvæmara en japanskan, t.d. eru ekki allar þessar beyging- ar, sem þið hafið i japönsku. t staðinn notum við ýmiss konar hjálparorð. Japanir nota sérstakt letur, myndstafaletur, sem runnið er frá kinversku letri. Við förum i stutta kennslustund, og árangur- inn má sjá hér á siðunni. — t daglegu máli eru notuð ca. 1600 tákn, segir Myoko, en þau eru margfalt fleiri. Auk þess er öllum japönskum börnum kennt að skrifa með þvi letri, sem þið notið. Við prisum okkur sæla fyrir að þurfa ekki að ganga i japanskan skóla og læra að skrifa með tveim leturgerðum. Nóg er samt. Við spyrjum nú Myoko, hvað hún stundi við Háskólann. — Ég var fyrst tvo vetur i islenzku, segir hún, en svo fór ég i ’ guðfræði og er nú á öðru ári þar. — Hvað kom til,að þú fórst i guðfræði? Ja, — ég er ekki kristin og er utan allra trúarsafnaða i Japan. Þar er heldur ekki nein trúar- bragðafræðsla i skólum, og þvi langaði mig til að kynnast þessu. 1 Japan er engin rikistrú, og rikið skiptir sér ekki af trúmálum. Margir eru utan safnaða, en lang- flestir Búddatrúar. Um eitt prósent ibúanna eru kristnir, en það segir um ein milljón. islendingar náttúrubörn Er talið berst að Islendingum og landinu sjálfu , kemur óhjákvæmilega til samanburðar við það, sem þær áður þekktu. — Mér finnst tslendingar vera mikil náttúrubörn i góðum skiln- Myoko Kashima og Iliromi Watanabi Róbert. Loksins kemur að þvi, að við berum fram hinar sigildu spurningar: Hvað finnst ykkur svo um landið og fólkið? —Viö erum búnar að ferðast geysimikið um allt land.og erum mjög hrifnar af þvi, sem fyrir augu hefur borið. Þetta er allt svo fjöibreytt og sérslakt. Við spyrjum nánar eftir ferða- lögum þeirra. og er við komumst að raun um,að þær hafa heimsótt ýmsar gorvikur, og aðra staði, þar sem við höfum aldrei fæti stigið.og þekkja þvi okkar eigið land betur en ef til vill flest okkar, getum við ekki annað en skamm- azt okkar. Þá kennir Hiromi okk- ur japapskan málshátt, sem eins gæli átt heima hér og útleggst þannig á islenzku: ,,Það er myrkast undir vitanum”. — En hvaö um Islendinga sjálfa i samanburði við Japani? spyrjum við. — Þeir eru ólikir. Japanir eru áreiðanlega miklu kjarkmeiri en Islendingar. tslendingar drekka sennilega eins og þeir gera, vegna þess að þeir haldi sig þá verða kjarkbetri, sem er náttúrulega bara vitleysa. Annars drekka ts- lendingar ekki mikið magn borið saman við aðrar þjóðir, þeir bara drekka sjaldnar og meira i einu. — Islendingar eru lika stórum ónákvæmari en Japanir, t.d. i skóla eða á vinnust. Þar eru allir mættir góðri stundu fyrir þann tima, er vinna skal hef jast, t.d. kl. 8. Þá á slaginu byrja allir og vinna stöðugt til loka vinnudags, en hætta t.d. á minútunni 5 og ganga frá eftir sig eftir þann tima. I Japan er þvi allt mjög i föst- um skorðum, eins og þið heyrið, t.d. eru mótmælaaðgerðir japanskra stúdenta harðskipu- lagðar, og þess eru dæmi.aö t.d. franskir stúdentar hafi verið i Japan að læra slikar aðgerðir. Hér látum við spjallinu lokið, og eftir að hafa þegið grænt, japanskt te hjá þessum stúlkum, sem lagt hafa hálfan hnöttinn aö baki, sökum áhuga sins á litilli eyju norður i Ballarhafi, ibúum hennar og máli þeirra, kveðjum við og þökkum teið og rabbið. JGK—Erl. | Sem binir sigruöu í siðari heimsst er tekin i fyrra, er japanskir Okinaw.a, sem Japanir voru þá að er endur voru handteknir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.