Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 11
Þrifijudagur 19. desember 1972 TÍMINN 11 ALÞINGI sóknaraðferðir, sem beitt er, hafa sennilega tilhneigingu til þess að vanmeta verðbólguhættuna við þessar aðstæður. 7. Á þeim forsendum, sem mið- að er við i þjóðhagsspánni, er óleystur fjárhags-, fjáröflunar- eða niðurskurðarvandi á sviði opinberra framkvæmda og fjár- festingarlána, sem nemur rösk- um :t þús. millj. kr. Þessi fjár- öflunarvandi virðist nú hafa lækkað i frekari meðförum stjórnvalda um nálægt 700 millj. kr. auk hugsanlegrar frestunar á greiðsluhalla af óleystri fjárþörf frá fyrra ári. X. A forsendum þjóðhags- spárinnar skortir um 1000-1200 millj. kr. á tekjur rikissjóðs til þess að ná endum saman miðað við framhald niðurgreiðsluráð- stafana. 9. A forscndum þjóðhags- spárinnar má búast við veruleg- um hallarekstri fyrirtækja i sjvarútvegi. í öllum greinum nema fiskmjölsvinnslu og loðnu- veiðum. Tapið i heild gæti numið 700-950 millj. kr., en ef hagnaður fiskmjölsvinnslu er talinn frá 1000-1200 millj. kr. Hér er þá mið- að við, að i verðjöfnunarsjóð fisk- iðnaðarins renni 317 millj. kr. af loðnuafurðum. Auk þessa halla væri um að ræða halla á sjóða- kerfi sjávarútvegsins, sem næmi 150-200 millj. kr. Horfur væru einnig á taprekstri i iðnaði, ekki sizt i útflutningsiðnaði. Sennilega gæti hallinn verið af stærðargráð- unni 100 millj. kr. i almennum iðnaði i heild samanborið við 400 millj. kr. hagnað i þessari grein árið 1971. Afkomuhorfur annarra greina, sem mæta sam- keppni erlendra aðila, eru einnig erfiðar. Þannig gæti stefnt i yfir 100 millj. kr. tap hjá stærstu þremur skipafélögunum saman- borið við 40 millj. kr. hagnað árið 1971. Yfir 100 millj. kr. tap hjá stóru flugfélögunum tveimur miðað við óbreyttar gjaldskrár þessara aðila. Á það skal þó lögð áherzla, að vitneskja um afkomu annarra greina en sjávarútvegs er afar ófullkomin. 10. Af þvi sem hér að framan hefur verið rakið, er ljóst, að þessi frumdrög, þjóðhagsspár geta ekki rætzt sem spá um raun- verulega þjóðhagsniðurstöðu næsta árs nema að þvi gefnu, að hvers konar halla, sem þessi þró- un fæli i sér, hvort heldur i at- vinnurekstri, opinberri starfsemi eða i viðskiptum þjóðarbúsins við útlönd verði mætt með þvi að ganga á gjaldeyrissjóð eða með enn meiri skuldasöfnun erlendis. Enginn vafi leikur á, að öruggur rekstur undirstöðuatvinnuveg- anna og þar með talin full at- vinna, verður ekki tryggður að óbreyttu tekjuverði þeirra nema lánastofnanir fjármagni þann rekstur fyrirtækja hömlulitið eða rikisstyrkir eða aflétting gjalda komi til. Án nýrrar skattheimtu gildir einu til skamms tima litið, hvor þessara leiða er farin enda kæmi fljótt að þvi, að viðskipta- bankar teldu sig ekki geta veitt slika fyrirgreiðslu til fyrirtækja i taprekstri, þar sem fjárhags- grundvöllur þeirra mundi brátt bresta. Þar sem i slikri stefnu mundi einnig felast mjög mikil peningaþensla af hálfu Seðla- bankans, hlyti framhald hennar að vera afar rik tilhneiging til verðhækkunar, sem aftur eykur vanda útflutningsatvinnuveg- anna og veikir enn stöðu þjóðar- búsins út á við. Þróunin hefur veriö hagstæöari Þetta er það mat á efnahags- liorfum, sem fram kemur i þeim skýrslum, sem lagðar hafa verið fyrir hv. alþm. og er þess vegna út af fyrir sig ekki neinn nýr sannleikur fyrir þeim, þó að ég hefði gert það inér til hægðarauka að draga þetta saman i nokkuð styttra mál en i skýrslunum er. En þetta mat, sem kemur fram i þessum gögnum, sem lagt var fyrir hv. alþm. i nefndum skýrsl- um mótaðist aðallega á mánuðunum ágúst-okt. og tók að sjálfsögðu mið af þvi, sem þá virtist liklegast um þróun afla- bragða og útflutningsverðlags. Þróunin siðustu mánuöina liefur reynzt heldur hagstæðari en menn þorðu aö spá þá. Þannig benda nú allar likur til þess, að útflutningsframleiösluminnkunin i sjávarútvegi verði ekki neina 5- (i% samanborið við fyrri spár um 7-9%. Þegar þessar tölur eru skoðaðar ber þó að hafa i huga, að framleiöslumagn sjávarútvegs- ins minnkaði einnig i fyrra um tæp 5% samtals samtimis þvi, sem sókn bátaflotans jókst unt tæp 3%. Og i ár er sóknaraukn- ingin áætluð um 4%. Þannig hefur verið unt verulega ntinnkun afia á sóknareiningu að ræða undanfar- in 2 ár. Það cr sú staðreynd, sent engum þýðir að mótmæla. Verðlagsþróun sjávarafurða hefur einnig reynzt nokkru hag- stæðari en spáð hafði veriö. Þannig má sennilega telja, að verðlag frystra fiskiafurða hafi nú þegar náð nokkurn veginn þvi stigi, sem spáð var fyrir árið 1973 að meðaltali. Innflutningsaukn- ingin i sept. og okt. var einnig nokkru ntinni en við hafði verið búizt og við er miöaö i þessu yfir- liti úr þjóðhagsspánni, sem ég las hér upp áðan. Þótt þannig megi e.t.v. nú rökstyðja nokkru bjart- ari myndafhorfum fyrirnæsta ár en upp er dregin i skýrslum hag- rannsóknadeildar og valkosta- nefndarinnar, leikur enginn vafi á þvi, að við okkur blasir tviþættur meginvandi á sviði cfnahags- mála. Annars vegar stefna út- gjaldaáfornt þjóðarinnar i heild i verulega fram úr framleiðslugetu þjóöarbúsins, en siiku misvægi fylgir hætta á viðskiptahalia um- fram eðlilegan fjármagnsinn- flutning og vcrðbólguþróun. Hins vegar skortir á, að rekstrar- grundvöllur útflutningsatvinnu- veganna og annarra greina, sent mæta erlendri samkeppni, sé nægilega tryggður á næsta ári. Þessi grundvallarvandi birtist i ýmsum myndum, en einkunt i margvislegum fjárhagsvanda, bæði hins opinbera og einkaaðila i samkeppnisgreinunum. Það varð að öllu athuguðu niðurstaða rikis- stj. og uin það er alger eining inn- an rikisstj., að sú lækkun á gengi islenzku krónunnar um 10.7%, sent ákveðin var i gær, væri heppilegasta leiðin til þess að mæta þessuni vanda. Vegna þess, hve mikil óvissa rikir um það, hver verða muni þróun framleiðslu- og viðskipta- jafnaðar á næsta ári og einnig með tilliti til hinna tiðu gengis- og verðbreytinga erlendis, þá hefur, eins og ég drap reyndar á i upp- hafi máls mins þótt eðlilegt að stefna nú að nokkru meiri sveigjanleika i gengisskráningu en tiðkazt hefur til þessa. Liggur beinast við að gera þetta með þeim hætti, að leyfð verði hér á landi meiri frávik kaup- og sölu- gengis frá stofngengi en það 1% frávik til hvorrar áttar, sem nú er i 1. En flestar þjóðir heims hafa einmitt nú með leyfi Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins tekið upp 2.25% frávik til hvorrar áttar frá stofngengi. Innan þessa bils getur þannig verið um meiri eða minni breytingu á genginu að ræða eftir þvi sem aðstæður bjóða. Aðhaldssöm fjármála- og peningamálastefna Til þess að tilætlaður árangur náist með þessari efnahagsað- gerð, þarf að styðja hana með að- haldsamri fjármála- og peninga- málstefnu. Þannig er afarmikil- vægt, að á næsta ári verði haldið afturaf útlánum, framkvæmdum og umsvifum hins opinbera, rikis, rikisstofnana og sveitarfélaga eftir þvi sem tök eru á og sam- rýmzt getur æskilegri, atvinnu- legri og félagslegri framþróun. Og auðvitað á hið sama við um einkaaðila. Á þessi atriði mun reyna þegar endanlega verður gengið frá fjárl. ársins 1973 og framkvæmda- og fjáröflunar- áætlun rikisins fyrir það ár. Sið- ast en ekki sizt verður að freista þess að ná um það viðtækri sam- stöðu aö draga úr þeirri verð- bólguhættu, sem óneitanlega fylgir gengisbreytinu. En þessi hætta er einmitt meginókostur gengisbreytingarinnar, þótt hún hafi að dómi sérfróðra manna ýmsa yfirburði sem lausn á að- steðjandi efnahagsvanda. Þessir yfirburðir, eins og glöggt má lesa út úr skýrslu og raunar beinlinis lesa i skýrslu Efnahagsmála- nefndarinnar eða valkosta- nefndarinnar, liggja fyrst og fremst i þvi, að gengisbreytingin veldur algerlega almennri hækk- un tekna allra greina útflutnings og mismunar i þvi efni ekki milli greina, eins og hætt er við, að hefði fylgt öðrum leiðum jafn- framt þvi, sem hún bætir sam- keppnisaðstöðu allrar innlendrar atvinnustarfsemi gagnvart inn- flutningi. Með þvi að innfluttar vörur og þjónusta hækka i verði samanborið við innlend gæði. Þar með dregur gengisbreytingin úr innflutningi jafnframt þvi, sem tekjur útflutningsgreina hækka. Á miklu veltur, að stuðningsað- gerðir, sem rætt var um hér að framan og ég rakti, takist vel til þess að tryggja, að sá árangur, sem gengisbreytingin færir eða stefnir a.m.k. að, verði varanleg- ur. 3 leiöir valkostanefndar Svo sem ég hef áður nefnt, var það niðurstaða valkostanefndar- innar, að samsettar aðgerðir með 12% gengislækkun sem kjarna næðu bezt þeim tölulegu mark- miðum, sem sett voru fyrir efna- hagsmálastefnu 1973. Það liggur þó i hlutarins eðli og er reyndar lögð á það rik áherzla i skýrslunni sjálfri, að það heildarmat, sem ræður vali leiða, hlýtur ætið að vera fjölþætt og huglægt mat, eins og þar segir, sem er fyrst og fremst stjórnmálalegs eðlis. Það er bæði um það að ræða að vega og meta mikilvægi einstakra efnahagslegra markmiða og ekki siður að taka tillit til fleiri þátta þjóðarbúsins og þjóðlifsins. Eins og menn hafa lesið og kynnt sér i skýrslu valkostanefndarinnar, er eins og kunnugt er, lýst þremur meginleiðum til lausnar á efna- hagsvandanum, eins og hann nú liggur fyrir. Millifærsluleið, sem byggist á almennri skattheimtu og siðan uppbótakerfi eða styrk- veitingum, ef menn vilja tala um það til atvinnuveganna, sem i raun og veru er þó aldrei rétt að tala um styrkveitingar til undir- stöðuatvinnuvega. Niðurfærslu- leið, sem byggist á niðurfærslu kaupgjalds og verðlags og loks uppfærsluleið, sem svo er kölluð i skýrslunni eða gengislækkun. Vmsir ókostir millifærsluleiðar í skýrslunni er, eins og hv. þm. hafa haft tækifæri til að kynna sér, sagður kostur og löstur á þessum þremur meginleiðum, eftir þvi sem tök hafa verið á að meta og þessir sérfræðingar 7 komu sér allir saman um. Það liggur þó i augum uppi, að jafnvel það mat getur aldrei orðið tæm- andi eða fullnægjandi. Margvis- leg álitamál og matsatriði önnur en þau, sem tölur ná til, koma einnig til greina. Hér er ekki sizt um að ræða langtimasjónarmið og ýmis atriði, sem varða fram- búðarkosti eða galla tiltekinna aðgerða. Og að auki ýmsa þætti efnahagsmála, sem nær eru i timanum en illa eða alls ekki lýst i þvi talna- og upplýsingakerfi, sem er undirstaða tölulegs mats og áhrifum efnahagsaðgerðanna. 1 þessu sambandi er um hvort tveggja að ræöa, efnahagsleg sjónarmið og framkvæmdaatriði, bæði að þvi er varðar nauðsyn lagasetningar og siðar fram- kvæmd hennar og eins það, hversu auðvelt eða torvelt muni reynast að vinna aðgerðunum fylgi, samþykki eða a.m.k. forö- ast beinar mótmælaaðgerðir af hálfu hagsmunasam taka og raunar einnig á sjálfum vettvangi stjórnmálanna. Þetta almenna mat varðar ekki hvað sizt fram- tiðarmöguleika atvinnulifsins. Hagvaxtarmarkmiöið, rekstrar- grundvöllur atvinnuvega og hag- nýt nýting framleiðsluafla, eru að mörgu leyti samofin sjónarmið, ekki sizt þegar litið er lengra fram i timann en til næsta árs. Millifærsluleiðin hefur ýmsa ókosti frá þessu sjónarmiði, ef lit- iðersvoá, að sá vandi, sem við er að fást i atvinnulifinu sé varan- legur eða a.m.k. ekki að öllu Ieyti háður timabundnum aðstæðum, sem von sé til að breytist innan skamms til batnaðar. Sá kostur millifærsluleiðarinnar, að hún gerir kleift að mismuna eftir þörfum um styrkveitingar milli atvinnuvega, er þvi aðeins kost- ur, að um timabundið rekstrar- vandarmál einstakra greina sé að ræða. Eigi rekstrarvandamál at- vinnuveganna og þá einkum út- flutningsatvinnuveganna sér sameiginlegan kjarna, þ.e. að innlent kostnaðarverðlag sé al- mennt orðið of hátt miðað við verðlag útflutningsteknanna, þ.e.a.s. gjaldeyrisins, getur þessi kostur orðið dýrkeyptur, þvi að þá væri i reynd aðeins verið að leysa hluta vandans, en honum að öðru leyti skotið á frest. Þetta væri rétt, ef þau dæmi, sem við er stuðzt við mat á afkomu atvinnu- vega hafa almennara gildi en svo, að þau lýsi einungis sinu eigin þrönga sviði. Mismunun i styrk- veitingum eða uppbótum milli at- vinnugreina, sem stendur lengi, hefur mikla tilhneigingu til þess að úreldast og gæti eða getur þeg- ar frá liður haft neikvæð áhrif á nýtingu framleiðsluþátta og þar með hagvöxt. Af skiljanlegum ástæðum hneigjast slik kerfi til þess að viðhalda þvi, sem fyrir er og oft á kostnað greina, sem ekki eru komnar á legg eða ná ekki að vaxa úr grasi, stundum einfald- lega vegna þess að litið er um þær vitað. Millifærsla til atvinnuvega eftir knappt metnum þörfum hefðbundins útflutnings gæti unn- ið á móti brauðtryðjendastarfi i iðnþróun og dregið úr vaxta- möguleikum nýrra útflutnings- greina. Og auk þess kemur það til, að fjármagnsflutningur innan okkar þjóðfélags er þeim vand- kvæðum bundinn, eins og ég hef gert grein fyrir áður á öðrum stað, að tæplega verður um það að ræða, að bætt verði við beina skatta svo að nokkru nemi eins og nú er komið og þess vegna yrði ekki annar kostur en afla þeirra tekna, sem til þyrfti að færa nema með óbeinum sköttum, ef óbeinir skattar koma jafnharðan inn i visitölu eftir þvi keríi, sem við búum við, og þess vegna verður það til þess að auka verðbólgu og Ej—Reykjavik. Kikisstjórnin iagði i gær frnm á alþingi l'rumvarp um hækkun bensingjalds, þungaskatts og gúmmigjalds af bifrciðum frá 1. janúar 1973. Það fjármagn, sem þessi hækkun felur i sér, rennur i vegasjóð til framkvæmdar á vegaáætlun. Hannibal Valdi- ma rsson, samgöngumálaráð- herra, sem mælti fyrir frumvarp- inu i efri deild, sagði, að frum- varpið væri lagt fram til þess að halda áfram af fullum krafti framkvæmd vcguáætlunar án þess að gripa til frekari erlendrar lántiiku. Með frumvarpinu er stefnt að þvi að auka fjármagn til fram- kvæmda vegáætlunar og draga úr lántökuþörf vegna vegafram- kvæmda. Lagt er til að innflutningsgjald af bensini hækki um kr. 2.00 á litra, en gúmmigjald og þunga- skattur hækki i sama hlutfalli að undanskildum þungaskatti af bensinbilum, sem verður óbreytt- ur. 1. Innflutningsgjald af bensini. Innflutningsgjald hækkar úr 7.87 i 9.87 kr. pr. litra. Skv. vega- áætlun eru tekjur af innflutnings gjaldi 1973 áætlaðar af 90.2 m. ltr. en sú áætlun er nú lækkuð i 88^6 m. ltr., þar sem áætluð sala 1972 varð 1.4 m.ltr. undir áætlun. Þar sem endurgreiðslur eru vegna ársins á undan, kemur hækkun á þeim ekki fram fyrr en 1974. 2. Þungaskattur. Almennur þungaskattur af dieselbifreiðum er nú 22.000 kr. á ári fyrir bifreiöar að eigin þunga magna i raun og veru, þegar skammt er liðið frá, þann vanda, sem við er að glima. Ég hef lýst þvi áður, að ég tel þetta kerfi, sem við búum við i þessum efn- um, gallað. Ég tel litla skynsemi i þvi að leyfa hinu opinbera að gera ráð fyrir þvi sem auðvitað sjálf- sögðum hlut, að það geti lagt á skatta, en það sé jafnframt lögð á það i raun og veru sú kvöð að skila aftur nokkrum hluta skatts- ins, en það er i raun og veru það, sem þetta kerfi býður upp á. Og þess vegna er einmitt millifærslu- leiðin i stórum stil a.m.k. mjög torveld af þessum ástæðum, þó að hún geti óneitanlega haft vissa kosti, ef um skammtimavanda- mál er að tefla. Rótgróinn veröbólguhugsunar- háttur Gengisbreytingin er ekki með þessum vanköntum eða a.m.k. ekki með öllum þessum vankönt- um, sem fylgja millifærslu og hefur þvi sem lausn á atvinnu- vegavandá ýmsa kosti. Megin- ókostir hennar liggja i þvi, að hún getur viðhaldið hinum rótgróna verðbólguhugsunarhætti, sem hér hefur verið landlægur árum sam- an. Og þrátt fyrir það, þó að það sé býsna vinsælt að tala illa um verðbólgu, þá held ég nú samt, að reyndin verði sú, þegar til raun- veruleikans kemur, að hún eigi sér býsna marga fylgjendur og það séu býsna margir, sem eru ól'úsir til þess að stiga skref til baka. En i þessu sambandi við þessa gengisfellingu, er rétt að benda á, að fyrri gengisbreyting- ar hafa oft verið gerðar við slakt atvinnuástand og gjaldeyris- skort, ekki sizt eítir að dregizt hafði úr hömlu að leiðrétta varan- lega rekstrarskilyrði útflutnings- greina. Alkunna er, að megintil- gangur sumra þessara gengis- breytinga var að hreinsa upp flókin styrkja- eða fjölgengis- kerfi, sem höfðu gengið sér til húðar, a.m.k. að mati þeirra aðila, sem stóðú fyrir þeim I ramluild ú lurslu siðu 0-2 tonn og að viðbættum 750 kr. pr. 100 kg. fyrir dieselbifreiðar að 5 tonnum. Með hlutfallslegri hækkun miðað við innflutnings- gjald verður hækkunin annars vegar i kr. 27.500 og hins vegar i 950 kr. pr. 100 kg. umíram 2 tonn. Þungaskattur af dieselbifreið- um yfir 5 tonn að eigin þunga, sem innheimtur er með km- gjaldi, hækkar einnig hlutfalls- lega. Áætlaöar tekjur af þungaskatti 1973 eru skv. vegaáætlun 223.1 m.kr. Má gera ráð fyrir, að um 50% af þeirri upphæð sé vegna km-gjalds. Km-gjald er þvi áætlað 111.6 m.kr. án hækkunar. Innheimta á fyrsta ársfjórðungi 1973, sem er vegna aksturs á 4. ársfjórðungi 1972, er áætluð 22.3 m.kr. Hækkun km-gjalds kemur þvi aðeins á 89.3 m .kr. 1973 og verður um 22.7 m.kr. Af alm. þungaskattinum, sem áætlaður er 111.5 m.kr. 1973, er um 44.3 m.kr. vegna þungaskatts bensinbifreiða, þannig að hækk- unin kemur á 67.2 m kr. og verður þvi 17.1 m.kr. Þar sem endurgreiðslur eru vegna ársins á undan, kemur hækkun á þeim ekki fram fyrr en 1974. Heildarhækkun af þunga- skatti verður þvi árið 1973 um 39.8 m.kr. 3. Gúmmigjald. Gúmmigiald er nú 36.00 kr. á kg. en verður 45.00 kr. á kg. Skv. vegaáætlun er reiknað með, að tekjur af gúmmigjaldi 1973 verði 50.0 m.kr. Hækkunin myndi þvi gefa af sér 12.1 m.kr. það ár. Bensíngjald hækkar um 2 krónur 1. jan. Þungsakattur og gúmmígjald hækka hlutfallslega jafnmikið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.