Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 25

Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 25
Þriftjudagur 1!>. desember 1972 TÍMINN 25 Rœða Ólafs Framhald af bls. 12 Helstrið stjórnarinnar væri hafið, hún gæti iafað fram á sumarið en ekki lengur. Fullt samkomulag i vinstristjórninni Ilanuibai Valdimarsson, sam- göngumálaráðherra, sagði stjórnarandstæðinga fárast yfir gengislækkun nú, vegna þess að ekki væri um neyðarástand að ræða, heldur góðæri. Það hefði verið ær og kýr núverandi stjórn- arandstæðinga i rikisstjórn að safna samari þar til allt væri komið i strand, og leysa svo málin með risavaxinni gengislækkun sem hefði gifurleg áhrif á allt þjóðfélagið. Réttara væri að nota gengislækkun eins og hvert annað hagstjórnartæki án þess að neyðarástand hefði skapast. GRIMSEYJ ARGRJÓTIÐ ÚR LANDI VAGLA Grjótið, sem flutt var til Grims- eyjar i hafnarmannvirkin þar, var ekki tekið i landi Kristness, heldur Vagla, á að gizka miðja vega milli Kristness og Akureyr- ar. Þar lá þjóðvegurinn yfir klöpp, sem nær upp i brekkuna fyrir ofan, og það var á þessum stað, sem grjót handa Grimseyingum var sprengt og flutt þaðan til hafnar. Þarna mun vera allmikil grjótnáma og af nógu að taka i bráð. 1 landi Kristness er aftur á móti ekkert grjót að hafa — sizt af þvi tagi, er staðizt gæti átök út- hafsöldunnar, þegar hún löðrung- ar Grimsey hvað ákafast. Þá ræddi hann þá leið, sem for- maður Alþýðuflokksins benti á, þ.e. niðurfærslu kaupgjalds og verðlags. Rikisstjórnin hefði kannað þessa leið og komist að þeirri niðurstöðu að hún væri ekki framkvæmanleg nú. Þá ræddi hann þær fullyrðing- ar, að SFV hefði kúskað' með stjórnarflokka sina. Þetta væri alrangt. Enginn hefði verið kúskaður. Þegar Valkostanefndin skilaði áliti hefðu tillögur hennar verið athugaðar i rikisstjórninni. Siðan hefðu stjórnarflokkarnir lagt fram sinar tillögur. Þessar tillögur hefðu verið ræddar og at- hugaðar. Sérfræðingar hefðu reiknað þær út. Siðan hefðu stjórnarflokkarnir komizt að sameiginlegri niðurstöðu eftir þessi skynsamlegu vinnubrögð. Siðan ræddi Hannibal nánar gang málanna, og þær leiðir, sem hver flokkur fyrir sig lagði fram, og kvað það rétt, SFV hefði gert tillögu um gengisfellingu. Sú leið hefði orðið ofaná eftir þær athuganir, sem hann nefndi áður. t ræðu Hannibals kom m.a. fram, að i þeim öðrum ráðstöfun- um, sem gerðar verða, er m.a. gert ráð fyrir hækkun áfengis og tóbaks. Hann lagði að lokum áherzlu á það, að betra væri að gera gengis- lækkun heldur en fara i aðgerðir, sem væru aðeins dulbúin gengis- lækkun. Væri fróðlegt að vita, hvort stjórnarandstæðingar, sem svo hraustlega hefðu staðið að stórfelldum gengislækkunum, væru nú á móti gengislækkun. Kannski þætti hún svo litil núna, að vart tæki þvi að framkvæma hana? Á eftir Hannibal töluðu Bjarni Guðnason (SFV) og Matthias Bjarnason (S), en siðan var gefið kvöldmatarhlé. Eftir kvöldmatarhlé tóku til máls Guðlaugur Gislason (S), Ingólfur Jónsson (S)og Gunnar Thoroddsen (S). Siðan var frum- varpinu visað til annarar um- ræðu, og nefndar, með samhljóða atkvæðum. F'rumvarpið verður væntanlega afgreitt i báðum þingdeildum i dag. Jólamerki Landhelgissöfnunarinnar .lólamerki Landssol iiunai ■ Laiidbelgissjóð eru nú komin á markaðinn. Þau verða seld i örk- um, tuttugu og fjögur merki i hverri örk, og ein sér. Hver örk myndar heildarmynd, auk þess, sem hvert einstakt merki er sjálf- stæð eining. Hvert merki kostar kr. 10/- og hver örk kr. 240/-. Auk þess hafa verið gerðar 1000 ótakkaðar arkir, og kostar hver þeirra 1000.00 krónur.- Arkirnar og merkin verða til sölu á póst- húsum, hjá Frimerkjamið- stöðinni, Skólavörðustig 21 og i Frimerkjahúsinu Lækjargötu 6a. — Einnig tekur skrifstofa Landssöfnunar, Laugavegi 13, R., við pöntunum i sima 26723. — Merkin eru prentuð i sjö litum, og á hverju merki stendur Jól 1972, ísland. 50 milur. Þau eru teiknuð á Auglýsingastofunni h.f. — Nemendur Memitaskólamia i Reykjavik, Ver/.luiiarskólans og Kennaraskólanshafa tekið að sér að selja merkin og arkirnar, þegar þeir eru búnir i prófum, sem nú standa yfir. Þeir munu sækja heim fólk á höfuðborgar- svæðinu og bjóða merkin við hús- dyrnar fimmtudaginn 21. desem- ber. Eru nemendur skólanna hvattir til þess að koma, hver i sinn skóla á fimmtudaginn klukkan 17.30, en þá vera merkin afhent. — Með þessu framtaki vilja nemendur áðurgreindra skóla sýna i verki, að þeir eru fúsir til að leggja málefni þessu lið, og hvers þeir eru megnugir með sameiginlegu átaki. — Hólsfjallabúar gáfu 1.000 kr. á íbúa KS-Grímsstöðum llér befur verið hláka i þrjá daga og er snjór mikiö farinii að siga og jörð að byrja að koma upp. Fé hefur alveg staðið inni i máiiuð, 011 haldist liláka áfram keinur senn beit i mellöiidum fvrir það. Ekki hefur enn verið reynt að fara á bil niður yfir Mývatns- öræfi, en siðustu póstferðir hafa verið larnar á snjósleðum Aðal- farartálminn á leiðinni er Náma- skarðið, en þar var oft búið að moka i fyrstu snjóum og má það nú teljast ófært, hvaða farar- ta'ki sem er. í siðustu póstferðinni, sem var á föstudag, var auk þess farið til jólainnkaupa niður i Reykjahlið, og voru þrir sleðar i förinni. Aður voru menn að sjálfsögðu búnir að byrgja sig vel upp af helztu nauðsynjum, þvi að aldrei er treystandi á að tið verði slik sem i fyrravetur. Okkur bregður þo ekkert við að vera einangraðir, en unurn okkur ágætlega. 1 haust var ákveðið að gefa 25.000 krónur i Landhelgissjóð, en það svarar til 1.000 króna á hvern ibúa. Bréf frá leigubifreiðastjórum Framkvæmdastjórn Bandalags isl. leigubifreiðastjóra hefir i dag sent Verðlagsnefnd eftirfarandi bréf! ,,Á fundi framkvæmdastjórnar Bandalags isl. leigubifreiða- stjóra, sem haldinn var 18. des. 1972, var eftirfarandi samþykkt samhljóða: „Fundurinn lýsir megnri for- dæmingu yfir þvi, að minni hluti Verðlagsnefndar skyldi beita neitunarvaldi viö hækkun dag- vinnutaxta leigubifreiða á fundi Verðlagsnefndar, föstudaginn 15. þ.m., þar sem stór hluti leigubif- reiðastjóra, sem aka leigubifreið- um til fólksflutninga, getur ekki ekið nema mjög takmarkað á þeim tima, sem næturvinnutaxt- inn gildir, og þar sem starl' sendi- bifreiðastjóra er svo að segja ein- göngu á hinum almenna dag- vinnutima, kemur hin einhliða sérhækkun á næturvinnutaxta þeim ekkert til tekna.” Á fundinum var lögð fram til- laga, sem samþykkt var á stjórnaríundi Trausta, fél. sendi- bilstjóra 16. des. s.l., og er hún svohijóðandi: „Stjórnarfundur i Trausta, félagi sendibilstjóra, haldinn 16. des. 1972, telur að sendibilstjórar geti ekki sætt sig við valdbeitingu þá.sem l'ram kom hjá minnihluta Verðlagsnefndar 15. des. s.l., og ef verðiagsyfirvöldin verða ekki búin að veita viðunandi hækkun á ökutaxta sendibilreiða innan tveggja sólarhringa, þá munu sendibifreiðastjórar neyðast til að ákveða ökutaxta sendibilreiða sjálfir.” Samþykkt var, að stjórn Bandalags islenzkra leigubif- reiðastjóra kæmi lramangreindri samþykkt félags sendibilstjóra á framfæri við verðlagsyfirvöldin. Þar sem ált er við tvo sólarhringa hér að framan miðast við dag- selningu bréfs þessa. Virðingarfyllst, i'.h. Bandalags ísl. leigubifreiða- stjóra, Bergsteinn Guðjónsson Lárus Sigtusson. ÞAÐ ER RETT, BÆKUR HAFA HÆKKAÐ MÁL OG MENNING, Laugavegi 18, Reykjavík. VERÐI. En félagsmenn Máls og menningar fá ódýrar bækur — og góða r FÉLAGSBÆKUR Félagsbækur ársins 1972 eru sem hér segir, auk Tíma- rits Máls og menningar: 1) Þórbergur Þóröarson: Frásagnir. Safn af styttri frásögnum meistarans. 2) Lazarus frá Tormes. Fræg spænsk hrekkjasaga frá 16. öld. Guöbergur Bergsson þýddi og skrifaöi eftirmála. 3) Magnús Stefánsson (Örn Arnarson): Bréf til tveggja vina. Jóhann Gunnar Ólafsson sá um út- gáfuna. 4) Albert Mathiez: Franska byltingin. Fyrra bindi. Loftur Guttormsson þýddi. 5) David Horowitz: Kalda stríðid. Gefið út i samvinnu viö SíNE. 6) Marx og Engels: Kommúnistaávarpið. Þýtt og gefið út af Sverri Kristjánssyni. 7) Myndlist/Matisse. Aukabók tii félagsmanna sem taka minnst fjórar bæk- ur. VAL Velja má um þrennskonar árgjöld: kr. 1200 (2 bækur + Tímarit), kr. 1800 (4 bækur + Tímarit), kr. 2200 (6 bækur + Tímarit). ÞÓRBERGUR F rásagn ir Þórbergs Þórðarsonar fást i mjög smekklegu skinnbandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.