Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 2
2 23. júlí 2004 FÖSTUDAGUR Hleypt í gegn þrátt fyrir grunsemdir Fjórir flugræningjanna voru stöðvaðir á flugvellinum skömmu áður en þeir flugu farþegavél á bandaríska varnarmálaráðuneytið. Stjórnvöld vanmátu hættuna sem stafaði af al-Kaída og gátu því ekki varist henni. WASHINGTON, AP Tveimur klukku- stundum áður en ein af flugvél- unum sem var rænt 11. septem- ber 2001 lenti á bandaríska varnarmálaráðuneytinu tóku flugvallarstarfsmenn fjóra af fimm flugræn- ingjum til hliðar vegna grun- semda sem vökn- uðu og málmleit- artækis sem fór í gang. Leit á mönnunum leid- di ekkert í ljós og því var þeim hleypt í gegn. Í kjölfarið rændu þeir flugvélinni og flugu henni á varnarmálaráðuneytið. Þetta kemur fram í loka- skýrslu nefndarinnar sem hefur rannsakað aðdraganda hryðju- verkárásanna í New York og Washington. Sérfræðingar segja öryggisgæslu á Dulles-flugvelli í Washington, sem mennirnir fóru um, ekki hafa gert meira en að uppfylla lágmarkskröfur í mesta lagi. Flugræningjunum hafi verið hleypt í gegn án þess að fyrir lægi ástæða þess að málmleitartækin fóru af stað. Það væri óásættanlegt. 58 farþegar, sex manna áhöfn og 125 starfsmenn varn- armálaráðuneytisins létu lífið í árásinni. Bandaríkin gátu ekki varið sig gegn árásinni 11. september vegna þess að stjórnvöld höfðu ekki tekið nægilega mikið mark á þeirri ógn sem stafaði af al- Kaída. Þetta er niðurstaða rann- sóknarnefndarinnar. Tom Kean, formaður nefndarinnar, sagði að ekkert af því sem stjórnvöld gerðu til að berjast gegn al- Kaída hafi orðið til þess að trufla eða seinka árásunum. „Þeir brutust í gegnum varn- ir öflugasta ríkis heims. Þeir ollu þjóð okkar óbærilegu, sál- rænu tjóni og á sama tíma koll- vörpuðu þeir heimsmyndinni sem við bjuggum við,“ sagði Kean um hryðjuverkamennina. Þrátt fyrir að fundið sé að viðbrögðum stjórnvalda eru hvorki núverandi né fyrrver- andi forseti, George W. Bush og Bill Clinton, sakaðir um að hafa brugðist. Mælt er með því að komið verði á fót einni stofnun sem hefur yfirumsjón með starfsemi leyniþjónustustofnana. Með því megi bæta varnir Bandaríkj- anna gegn hryðjuverkaárásum í framtíðinni. ■ SHALOM OG SOLANA Solana ítrekaði skoðun sína á múrnum á fundi þeirra í gær. Solana í Ísrael: Segir múrinn ólöglegan TEL AVIV, AP Javier Solana, utan- ríkismálastjóri Evrópusambands- ins, sagði í heimsókn sinni til - Ísrael í gær að aðskilnaðarmúrinn á Vesturbakkanum bryti í bága við alþjóðalög. Solana fullyrti þetta á blaðamannafundi sem hann og Silvan Shalom, utanríkis- ráðherra Ísraels, sátu báðir. Fyrir þremur dögum síðan reiddust ísraelsk yfirvöld út í Evrópusambandið fyrir að taka undir ályktun Sameinuðu þjóð- anna um að múrinn skuli rifinn. Shalom sagði afstöðu Evrópusam- bandsins vera sér vonbrigði; með þessu væri það að stuðla að því að Palestínumenn geti ráðskast með Sameinuðu þjóðirnar. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR „Jú maður fer nú að verða kominn á þann aldur að það teljist flottara heldur en hitt.“ Rebekka Kristín Gunnarsdóttir er flugfreyja á tuttugasta og áttunda aldursári. Henni var meinað að tjalda í Húsafelli ásamt óléttri vinkonu sinni. Staðarhaldarinn taldi að þær væru líklegar til að valda ónæði með partístandi eins og vill henda með unglinga. SPURNING DAGSINS Rebekka, var samt ekki pínulítið gam- an að vera flokkuð sem unglingur? SRI RAHMAWATI Ekkert hefur spurtst til Sri síðan fjórða júlí. Hvarf Sri Rahmawati: Vísbending- ar kannaðar MORÐRANNSÓKN Hákon Eydal sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið barnsmóður sinni, Sri Rahmawati, að bana heldur sig við fyrri framburð og segist ekkert hafa með hvarf hennar að gera. Leitað hefur verið á nokkrum stöðum í nágrenni Reykjavíkur síð- ustu viku en án árangurs. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, að- stoðaryfirlögregluþjóns í Reykja- vík, eru allar mögulegar vísbend- ingar kannaðar og kosta leit. Hins vegar sé ekkert nýtt að frétta af rannsókn málsins að svo stöddu. ■ Stórglæsilegt finnskt límtrésbjálkahús á besta stað í landi Miðengis Grímsnesi (gegnt Kerinu). Húsið er 58 fm auk 20fm svefnlofts og útigeymslu. Opið hús laugardag og sunnudag 12-16. Nánari upplýsingar í símum: 8995504/8963896 eða 8611772 SÖLUSÝNING UM HELGINA FÓR TVÆR VELTUR Í KÖMBUNUM Maður var fluttur á heilsugæsl- una í Hveragerði eftir að bíll hans valt tvær veltur í Kömbun- um rétt fyrir hádegi í gær. Mað- urinn var í bílbelti og slapp með minniháttar meiðsl. Talið er að annar afturhjólbarði bílsins hafi sprungið og bíllinn því oltið. Bíll- inn var fluttur mikið skemmdur með kranabíl af vettvangi. VINNUSLYS Smiður datt úr tröppu sem var í um tveggja metra hæð þar sem hann var við vinnu í Hveragerði. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem hann kenndi eymsla í mjöðm. LEITAÐ Á FLUGRÆNINGJUM Málmleitartæki píptu á tvo flugræningjanna. Þessi mynd úr eftirlitsmyndavél sýnir hvar leitað er á öðrum þeirra. Talið hefur verið að þeir hafi falið hnífa á sér eða í farangri sín- um. Þeim var sleppt án þess að ljóst væri hvað málmleitartækið pípti á. Veikindi forsætisráðherra: Líðan eftir atvikum góð FORSÆTISRÁÐHERRA Líðan Davíðs Oddssonar forsætisráðherra er eftir atvikum góð og framfarir eðlilegar að sögn lækna, sam- kvæmt því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá forsætisráðuneyt- inu. Forsætisráðherra var fluttur á legudeild í gær. Forsætisráðherra veiktist af gallblöðrubólgu aðfaranótt mið- vikudagsins 21. júlí og var fluttur á sjúkrahús. Við rannsókn kom í ljós staðbundið æxli við hægra nýra. Gekkst hann undir aðgerð á miðvikudag þar sem gallblaðran og hægra nýra voru fjarlægð ásamt æxlinu. Halldór Ásgrímsson gegnir störfum forsætisráðherra í fjar- veru Davíðs en ekki er vitað hvenær hann snýr aftur til starfa. Margrét Frímannsdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinn- ar, færði forsætisráðherra og Árna Ragnari Árnasyni, þing- manni Sjálfstæðisflokks, óskir um góðan bata fyrir hönd þing- manna er hún steig í ræðustól Al- þingis í gær og risu þingmenn á fætur af því tilefni. ■ ,,Þeir brut- ust í gegn- um varnir öflugasta ríkis heims. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA DAVÍÐ ODDSSON FORSÆTISRÁÐHERRA Líðan forsætisráðherra er eftir atvikum góð og framfarir eðlilegar að sögn lækna. Alþjóðahvalveiðiráðið: Reglur verða endur- skoðaðar SJÁVARÚTVEGUR Samþykkt var að halda áfram endurskoðun á regl- um um hvalveiðar í atvinnuskyni á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins á Ítalíu sem lauk í gær. Bann við slíku hefur verið í gildi í ein 18 ár. Tillögur hvalveiðiríkja, þar á meðal Íslands, eru á þá leið að veiða einungis hvali við land- grunn viðkomandi landa og yrði um fimm ára aðlögunartíma að ræða. Tóku dýraverndunarsinnar illa í þá málaleitan og hefur þessi fundur ráðsins einkennst af deil- um um hvort leyfa eigi veiðar að nýju í atvinnuskyni eður ei. ■ Ný háhraðalest fór út af spori sínu: Hátt í fjörutíu létust TYRKLAND Hátt í fjörutíu manns létu lífið þegar háhraðalest fór út af spori sínu á leiðinni milli Istan- búl og Ankara. Yfirvöld sögðu í gærkvöld að 36 manns hefðu látið lífið. Þá hafði tala látinna lækkað verulega því á tímabili var sagt að 139 manns hefðu látist. Aðkoman á slysstað var hræði- leg. „Þarna voru höfuð sem höfðu rifnað af líkum,“ sagði Feridun Turan, borgarstjóri í Pamukova sem er skammt frá slysstaðnum. Fólk sem lifði slysið af leitaði í ör- væntingu að ættingjum og kunn- ingjum í von um að finna þá á lífi. Ekki var vitað hver væri orsök slyssins. Engar vísbendingar höfðu fundist um skemmdarverk en sá möguleiki var ekki útilokað- ur. Suleyman Karaman, yfirmað- ur tyrkneska lestakerfisins, hafði eftir ökumanni lestarinnar að hún hefði verið á eðlilegum hraða og að ökumaðurinn skildi ekki hvað hefði farið úrskeiðis. Háhraðalestin var tekin í notk- un fyrir hálfum öðrum mánuði síðan. Þá var gagnrýnt að lestar- sporin hefðu ekki verið endurnýj- uð og þyldu ekki nýju lestina. ■ GOTTI ÁKÆRÐUR Á NÝ John A. Gotti, sonur og nafni eins frægasta mafíuforingja Bandaríkjanna, á yfir höfði sér allt að 130 ára fangelsis- dóm verði hann fundinn sekur um morð, morðtilraun, samsæri um morð- tilraun, mannrán, fjársvik, fjárkúg- un og ólöglegt fjárhættuspil svo fátt eitt sé nefnt. Hann er þegar í fangelsi vegna annarra brota. AUKINN GRÓÐI MCDONALD’S McDonald’s græddi fjórðungi meira á öðrum ársfjórðungi þessa árs en þess síðasta, alls um 42.000 milljarða. Stóran hluta söluaukn- ingar má rekja til salats og kvöldopnunar. ■ BANDARÍKIN AF VETTVANGI Dimmt var þegar slysið átti sér stað og gerði það björgunarmönnum erfitt fyrir. Hermenn notuðu vasaljós til að lýsa sér við björgunarstörf. 02-03 22.7.2004 22:18 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.