Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 33
FÓTBOLTI Meistaravörn KR-inga í
Landsbankadeild karla hefur ver-
ið líkust martröð það sem af er ár-
inu 2004. Að margra mati best
mannaða liðið í deildinni hefur
aldrei getað stillt upp sínu besta
liði vegna endalausra meiðsla lyk-
ilmanna og liðið er nú komið niður
í neðri hluta deildarinnar og
meistaravonir Vesturbæjarliðsins
eru að hverfa. 14 stig og 14 mörk í
11 leikjum er talsvert minna en
það sem þykir ásættanlegt hjá 24-
földum Íslandsmeisturum KR-
inga sem hafa unnið fjóra af síð-
ustu fimm Íslandmeistaratitlum
hér á landi.
KR-liðið hefur verið þekkt
fyrir það, undir stjórn Willums
Þórs Þórssonar undanfarin tvö ár,
að vakna fyrst til lífsins í júlí enda
hafði liðið, fyrir tímabilið í ár, tek-
ið inn 22 af 24 stigum í boði í júlí-
mánuði með Willum Þór við
stjórnvölinn (92% stiga á boði).
KR-liðið hefur hinsvegar ekki
unnið í þremur leikjum sínum í
júlí í sumar og um leið hefur liðið
nánast dottið út úr toppbaráttu
Landsbankadeildarinnar.
Rúmlega hálf öld
Vonir KR-ingar um að vinna Ís-
landsmeistaratitilinn þriðja árið í
röð eru því að verða engu en það
er liðin rúmlega hálf öld síðan að
Vesturbæjarliðinu hefur tekist
það (1948–1950).
Þrír sigrar í ellefu leikjum er
ekki fögur sýn fyrir metnaðar-
fulla KR-inga sem eru þrátt fyrir
öll meiðslin með mjög vel mannað
lið. Í raun voru sigrarnir jafn-
margir á sama tíma fyrir þremur
árum þegar líkt og nú tvöfaldir Ís-
landsmeistarar drógust niður í
neðri hluta deildarinnar. Sumarið
2001 fóru KR-ingar meira að
segja alla leið niður í fallbarátt-
una en náðu að bjarga sér á
lokakaflanum.
Tveir sigrar á botnliðum
En það eru ekki bara að liðið
hafi aðeins unnið þrjá leiki, tveir
af þessum þremur sigrum hafa
unnist á botnliðum deildarinnar
(Víkingi í 3. umferð og Fram í 7.
umferð) og liðið hefur ekki enn
unnið útileik – í fimm tilraunum.
Sá sigur sem eftir stendur er 1-0
sigur á Skagamönnum í 5. umferð
en þau þrjú stig eru KR-ingar með
í áskrift – hafa unnið þennan leik
10 ár í röð. KR-ingar skoruðu sig-
urmarkið í leiknum úr vítaspyrnu
á 4. mínútu einni af fimm víta-
spyrnum sem KR-liðið hefur
fengið en liðið hefur skorað 36%
marka sinna úr þeim. Það er ekki
nóg með að gengi KR-inga hefur
verið hreinasta hörmung, áhuginn
á liðinu fer minnkandi með hverj-
um leik og sem dæmi komu rúm-
lega 2000 færri áhorfendur á þrjá
síðustu heimaleiki liðsins en þá
þrjá fyrstu í sumar.
Minnsta aðsókn í 4 ár
Í síðasta heimaleik gegn Kefla-
vík mættu „aðeins“ 1.254 á völlinn
sem er minnsta aðsókn á deildar-
leik á KR-vellinum í rétt tæp fjög-
ur ár. Næsti KR-liðsins er á
heimavelli Víkinga sem hafa náð í
13 stig í síðustu fimm leikjum og
vinni KR-ingar ekki þann leik
þarf að fara alla leið til ársins
1988 til að finna lengri bið eftir
sigri hjá Vesturbæingum. Þá end-
aði liðið tímabilið með því að
vinna ekki sigur í síðustu sex
leikjum sínum. ■
ooj@frettabladid.is
Við mælum með...
... að Guðmundur Benediktsson, framherji KR-inga, fái konu sína, Kristbjörgu
Ingadóttur, og stöllur hennar í klappstýruliði DHL til að hressa upp á heimaleiki KR og
stemma stigu við fækkun áhorfenda á KR-vellinum. Kristbjörg og co. gerðu garðinn
frægan á heimsmeistaramóti klappstýruliða innan DHL og myndu sjálfsagt hressa upp
á stemninguna á vellinum því ekki er liðið líklegt til þess.
24 23. júlí 2004 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
#"$ %& '(!) %& $ &#
%# & *&"$"$ '"$ &(
%&# ((++$& % Við hrósum...
... Árna Ólasyni, formanni knattspyrnudeildar Hattar á Egilsstöðum, og
félögum hans í stjórninni fyrir að sætta sig ekki við neina meðal-
mennsku. Höttur, sem spilar í 3. deildinni, hefur ekki unnið leik og
situr á botni D-riðils deildarinnar. Það sættu Árni og félagar sig ekki við
og ráku þjálfara liðsins, Ragnar Boga Pedersen, á dögunum.
Sepp Blatter hjá FIFA:
Gagnrýni
kostaði tíu
ára bann
FÓTBOLTI Sepp Blatter, forseti Al-
þjóðaknattspyrnusambandsins,
hefur löngum eldað grátt silfur
saman við Sómalann Farah Addo,
sem hefur verið formaður sómal-
íska knattspyrnusambandsins og
varaformaður Knattspyrnusam-
bands Afríku. Addo hefur gagn-
rýnt Blatter harkalega fyrir spill-
ingu og hélt því meðal annars
fram að Blatter hefði boðið hon-
um gull og græna skóga fyrir að
styðja sig í baráttunni um for-
mannsstólinn hjá FIFA árið 1998.
Blatter reiddist mjög og nú hefur
Addo verið strikaður út af knatt-
spyrnusakramentinu næstu tíu
árin eftir að aganefnd Alþjóða-
knattspyrnusambandsins dæmdi
hann í tíu ára bann fyrir að nýta
peninga frá sambandinu sem ætl-
aðir voru til uppbyggingar í
Sómalíu í eigin þágu. Þetta er í
fyrsta sinn sem Alþjóðaknatt-
spyrnusambandið dæmir mann í
slíkt bann. ■
Sigrarnir á bak og burt og
stuðningsmennirnir líka
KR-ingar hafa ekki unnið leik í mánuð eða síðan 21. júní þegar þeir unnu botnlið Framara og
hafa aðeins unnið þrjá af ellefu leikjum sínum í Landsbankadeild karla í sumar.
WILLUM ÞÓR ÞÓRSSON
Gengur sína erfiðustu göngu sem þjálfari hjá KR eftir að hafa skilað tveimur Íslandsmeist-
aratitlum í röð.
32-33 (24-25) Sport 22.7.2004 20:48 Page 2