Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 23. júlí 2004
Jour de fête!
Frönsk vínstemmning dagana 14. júlí til 7. ágúst
ÍSLEN
SKA
A
U
G
LÝSIN
G
A
STO
FA
N
EH
F./SIA
.IS A
V
R 25316 07/2004
NÝTT
frá Jóa Fel
basil & hvitlauks sósa
rósapipar sósa
dijon hunangs sósa
Frægir franskir réttir
Frönsk lauksúpa Var oft elduð í veit-
ingahúsum Parísar eldsnemma á
morgnana svo
verkafólk gæti
fengið sér eitt-
hvað nærandi
áður en erfiði
dagsins hæfist
og oft komust
þeir sem enn voru á götunum eftir svall
næturinnar í súpupottana áður en þeir
gengu til náða.
Frönsk súkkulaði-
kaka Þekkt fyrir
að vera þétt,
þung og blaut
enda inniheldur
hún mikið af
súkkulaði, smjöri og
eggjum en minna af hveiti og ekkert
lyftiduft. Borðuð með þeyttum rjóma.
Napoleónshattar Smákökur
sem brotið er upp á á þrjá
vegu yfir fyllingu þannig
að þær myndi þríhyrn-
inga. Nafnið er dregið af
höttunum sem franskir her-
menn notuðu á tímum
Napóleons keisara.
Crêpes Þunnar pönnukökur sem bornar
eru fram samanbrotnar í fernt með
fyllingu inni í. Var
fyrst eingöngu
eftirréttur og þá
borinn fram í
þunnri kara-
mellusósu, fylltur
með appelsínum eða mandarínum og
appelsínusafa eða líkjör hellt yfir. Sá rétt-
ur heitir Crêpes Suzette. Á seinni árum
hefur fjölbreytnin aukist í fyllingum og
crêpes orðið saðsamur smáréttur.
Baguette Orðið þýðir lítill stafur eða
sproti og er heiti á mjóum og löngum
hveitibrauðum sem Frakkar hafa bakað í
gegnum aldirnar en eru nú þekkt um all-
an hinn vestræna heim.
Kassavínið vinsæla Terra Vecchia frá Korsíku hefur fengið andlits-
lyftingu eins og sjá má á frönskum dögum í Vínbúðum en þeir standa til
7. ágúst. Eyjan fagra Korsíka er lítt þekkt vínsvæði hérlendis þótt vín það-
an séu þekkt á alþjóðavettvangi. Vínrækt á eyjunni hófst löngu áður en
frægasti sonur hennar, Napoleón Bonaparte, fæddist eða á tímum Róm-
verja. Vínin á Korsíku, eiga líkt og tungumál eyjaskeggja, ýmislegt sameig-
inlegt með Ítalíu og Terra Vecchia er gott dæmi þess.
Þrúgurnar eru annars vegar „alþjóðlegar“ eins
og merlot, cabernet sauvignon, grenache og
syrah, og hins vegar upprunnar frá eyjunni
sbr. niellucio sem er nátengd sangiovese.
Vínið verður nokkuð þétt og öflugt, ávaxta-
ríkt og með ágætis fyllingu. Það er sólríkt
eins og eyjan sjálf án þess að vera sætt, er
þægilega mjúkt og endar á krydduðum nót-
um. Terra Vecchia hentar því mjög vel með
öllum léttari máltíðum, mildum eða létt-
krydduðum ostum – og að sjálfsögðu með
grillmat á sólardegi.
Kynningarverð á frönskum dögum 2.930 kr.
Terra Vecchia
Nýtt útlit og lækkað verð
Franskir dagar
Dopff og Irion heita tvær franskar fjölskyldur stunduðu fyrst
víngerð á 17. öld í hinu þekkta víngerðarsvæði Alsace í Frakk-
landi. Fjölskyldurnar sameinuðu víngerðir sínar og er fyrirtæk-
ið í dag með þekktustu vínframleiðendum í Alsace. Það hefur
hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir vín sín á alþjóð-
legum sýningum meðal annars San Francisco Wine Competit-
ion, London International Wine Challenge og London
International Wine & Spirit Competition.
Eitt bestu vína víngerðarinnar er Dopff & Irion
Gewurzstraminer sem er einstaklega fágað og fjölbreytt mat-
arvín. Vínið hefur sterkan angan blóma, ilmríkt með anískeim.
Vínið er í góðu jafnvægi, dálítið þurrt og kryddað. Skemmtilegt
og öðruvísi vín sem skilur eftir sig langt og mikið eftirbragð.
Kynningarverð á frönskum dögum 1.390 kr.
Gewurztraminer
Fágað og fjölbreytt
Franskir dagar
22-23 (02-03) Allt matur 22.7.2004 18:11 Page 3