Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 20
Undanfarnar vikur hafa af og til verið verið tilkynningar í fjölmiðl- um frá ýmsum kvenréttindasam- tökum og kvenfélögum þess efnis að tryggt verði að konum fækki ekki í ríkisstjórn nú um ráðherra- skiptin 15. september næstkom- andi, helst að þeim verði fjölgað. Þykist ég sjá að þarna séu stuðn- ingskonur Sivjar Friðleifsdóttur að verki, enda leggur ráðherrann töluvert kapp á að hún sitji áfram í ríkisstjórn. Á sama tíma og ég las hvatningar kvenréttindakvenna var birt í Fréttablaðinu niðurstaða skoðanakönnunar um gríðarlegt fylgistap Framsóknarflokksins ef kosið yrði í dag. Útkoman yrði sú að flokkurinn fengi aðeins fjóra þingmenn. Vert er því að skoða hvaða þættir eiga helst sök á þessu fylgistapi flokksins. Eitt ár Á morgun, laugardaginn 23. júlí, er eitt ár síðan að umhverfisráðherra ákvað að banna rjúpnaveiðar næstu þrjú árin. Ákvörðun ráð- herrans byggðist á ráðlegginum Náttúrufræðistofnunar sem taldi að íslenski rjúpnastofninn væri í sögulegu lágmarki og nauðsynlegt væri að byggja stofninn upp svo hægt væri að stunda úr honum sjálfbærar veiðar. Fljótlega fór að bera á gríðarlegum vonbrigðum með þessa ákvörðun ráðherrans, meðal lærðra og leikra. Töldu gagnrýnendur ákvörðunarinnar að grundvöllur veiðibannsins og upp- lýsingar frá Náttúrufræðistofnun væru ekki nógu ábyggilegar svo hægt væri að taka svo afdrifaríka ákvörðun. Var bent á að engar sannanir lægju fyrir því að rjúpna- stofninn væri í sögulegu lágmarki, ekki er vitað hvað stofninn er stór og enn liggja ekki fyrir haldbærar sannanir fyrir áhrifum skotveiða á rjúpur. Ráðherrann benti á að hún hefði farið að ráðum færustu sér- fræðinga. Þetta er ekki alls kostar rétt hjá ráðherranum því þeir fuglafræðingar sem helst hafa rannsakað íslensku rjúpuna eru dr. Finnur Guðmundsson (sem nú er látinn), prófessor Arnþór Garðars- son og dr. Ólafur K. Nielsen. Rökin fyrir banninu voru m.a. sú skoðun Náttúrufræðistofnunar að veiðiá- lagið bætist við önnur afföll, þannig að með því að minnka veið- arnar gæti það hugsanlega aukið stofnvöxt. Þessi kenning er um- deild meðal vísindamanna og var dr. Finnur engan veginn sammála þessari kenningu og heldur ekki prófessor Arnþór Garðarsson. Þá voru ýmsir aðrir náttúrufræðingar og fuglafræðingar, nefna mætti dr. Arnór Þóri Sigfússon, ekki sam- mála Náttúrufræðistofnun um að nauðsynlegt væri að grípa til svo róttækra aðgerða sem þriggja ára veiðibann er. Klúður Umhverfisráðherra neitaði þeirri ósk Skotveiðifélags Íslands að leitað yrði til erlendra sérfræðinga um að fara yfir gögn Náttúrufræðistofn- unar og gefa álit sitt á nauðsyn þess að grípa til svo róttækra aðgerða sem veiðibannið er. Þá lét ráðherr- ann Náttúrufræðistofnun Íslands yfirfara tillögur Skotveiðifélags Íslands og Umhverfisstofnunar um aðgerðir til að draga úr veiðum á rjúpu. Þessi vinnubrögð bera ekki vitni um góða stjórnsýslu þar sem ljóst var að Náttúrufræðistofnun barðist með oddi og egg fyrir því að rjúpna yrði friðuð. Skotveiðifélagið og veiðistjórnunarsvið Umhverfis- stofnunar voru sammála um að það væri vel þess virði að grípa til að- gerða til að draga úr rjúpnaveiðum á meðan stofninn væri í lágmarki, einkum þá til aðgerða til að draga úr magnveiðum. Skoðun flestra var sú að ef þessar aðgerðir dygðu ekki mætti grípa til alfriðunar. Með því að fara eftir ráðum veiðistjórnunar- sviðs Umhverfisstofnunar og Skot- veiðifélags Íslands hefði ráðherr- ann gætt meðalhófs og þjóðarsátt, ef svo má að orði komast, orðið um veiðistjórnun á rjúpu. Staðreyndin er sú að þegar ferill þessa máls er skoðaður hefur veiðibannið orsakað meiri skaða en gagn. Veiðikorta- kerfið, sem er einn merkasti gagna- grunnur um veiðar á villtum dýrum sem vitað er um í Evrópu, hefur orðið fyrir óbætanlegu tjóni. Þá hefur fjárstreymi til veiðikorta- sjóðs dregist saman um 35%. Einnig eru vísbendingar um að veiðiálag á gæs sé töluvert að aukast. Í þágu hverra? Umhverfisráðherra hefur verið í algjörum minnihluta í þessum mál- um, meginástæða þeirrar gríðar- legu andstöðu sem verið hefur gegn rjúpnaveiðibanninu má m.a. rekja til þess að ráðherrann hafði ekkert samráð við hagsmunaðila áður en hún tók þessa ákvörðun. Skoðanakönnun Skotveiðifélags Íslands sem IMG Gallup gerði fyrir félagið sýndi svo ekki var um villst að 64,1% þjóðarinnar var fylgjandi rjúpnaveiðum, þó með þeim skilyrðum að þær yrðu tak- markaðar að einhverju leyti. Þá voru Bændasamtök Íslands andsnúin veiðibanninu. Einnig var Umhverfisstofnun andsnúin veiði- banni. Þá virðist einnig sem svo að margir þingmenn hafi verið bann- inu andvígir sem sést best á því að 18 stjórnarþingmenn báru fram þingsályktunartillögu um að bann- inu yrði aflétt, og 4fjórir stjórnar- andstöðuþingmenn lögðu fram frumvarp sama efnis. X-B? Forvitnilegt er að skoða hvaða áhrif þessi ákvörðun ráðherrans um bann við rjúpnaveiðum hafði á fylgi Framsóknarflokksins. Í skoð- anakönnun sem DV sáluga gerði síðastliðið sumar kom í ljós að minnst fylgi var við rjúpnaveiði- bannið á meðal kjósenda Fram- sóknarflokksins. Þá samþykkti Samband ungra framsóknarmanna tillögu þess efnis að ráðherrann aflétti banni við veiðum á rjúpu. Þá kom fram í skoðanakönnun nú fyrir nokkrum dögum að eðlilegast væri að umhverfisráðherra hyrfi úr ríkisstjórn þann 15. september. Gríðarleg andstaða var við rjúpna- veiðibannið í Norðausturkjördæm- inu, en í síðastliðnum kosningum náði Framsóknarflokkurinn hvað bestum árangri í því kjördæmi. Tveir af þingmönnum flokksins í kjördæminu, þeir Birkir J. Jóns- son og Dagný Jónsdóttir, voru í hópi þeirra stjórnarþingmanna sem fluttu þingsályktunartillögu um að bann við veiðum á rjúpu yrði fellt niður. Veiðikortakerfið hefur skilað rúmum 100 milljónum frá árinu 1995 og er eins og áður sagði merkasti gagnagrunnur um villt veiðidýr þó víða væri leitað. Ætli ráðherrann að halda fast við þá ákvörðun sína að rjúpan verði friðuð næstu tvö árin þá mun við næstu kosningar hennar verða minnst sem ráðherrann sem frið- aði rjúpuna að ástæðulausu og sá til þess að veiðikortakerfið sem víðtæk sátt er um er hrunið. Eyjólfur hressist Ef Siv Friðleifsdóttir hefur legið undir óeðlilegum þrýstingi um að friða rjúpuna, t.d. frá forstjóra Náttúrufræðistofnunar, ætti hún nú á síðustu vikum ferils síns að beita sér fyrir því, í ljósi nýrra upplýsinga og gríðarlegrar gagn- rýni, að takmarkaðar rjúpnaveiðar hefjist nú í haust. Enginn hefur ávallt rétt fyrir sér, ekki einu sinni ráðherrar, og það er ekkert að því að skipta um skoðun. Ráðherrann yrði þannig maður að meiru. Ef ráðherrann ætlar hins vegar að halda áfram að berja höfðinu við steininn og halda rjúpnaveiðibann- inu til streitu þá er dómgreindar- leysi hennar slíkt að hún á ekkert erindi í ríkisstjórn eftir 15. sept- ember. Skotveiðifélag Íslands og undirritaður hafa átt gríðarlega gott samstarf við umhverfisráð- herra fram að 24. júlí 2003. Ráð- herrann var harðdugleg, sam- viskusöm og samvinnuþýð. Ég vænti því þess að áður en Siv Frið- leifsdóttir stígur úr stóli umhverf- isráðherra að hún eins fljótt og auðið er biðji ráðgjafanefnd þá, sem nú starfar að veiðistjórnun á rjúpu, um tillögur um takmarkað- ar rjúpnaveiðar næstu tvö árin. Hún gæti þá kvatt umhverfisráðu- neytið og væntanlega tekið að sér önnur krefjandi störf í ríkisstjórn Íslands. Við þá framsóknarmenn sem lesa þetta greinarkorn mitt vil ég beina þeim tilmælum að þeir klippi þessa klausu úr blaðinu og geymi til næstu kosninga. Um 5000 Íslendingar stunda rjúpnaveiðar, veiðarnar snerta því marga, þjón- ustuaðila á landsbyggðinni og í verslun og viðskiptum, þá var rjúpan sem kunnugt er vinsæll jólamatur. Rjúpnaveiðar snerta því 15–20.000 Íslendinga á einn eða annan hátt. Ætli ráðherrann að beita sér fyrir áframhaldandi banni við veiðum á rjúpu eru litlar líkur á að þetta fólk kjósi Fram- sóknarflokkinn í næstu kosning- um. ■ 23. júlí 2004 FÖSTUDAGUR20 Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þáAF NETINU Fjöldi túlkana Hvað hefur gerst í málefnum háskólastigs- ins á Íslandi undanfarin ár? Jú, margt hefur gerst en eigi að síður er því haldið fram í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um há- skólastigið að þar vanti skýr markmið og stefnu; töluleg markmið, tímasetningar og ákvarðanir um hvort hér eigi að vera marg- ir litlir skólar eða fáir og stórir skólar. Ýmsir hafa rætt þessa skýrslu; ýmist til að kalla hana áfellisdóm yfir stefnu ríkisstjórnarinn- ar eða til að halda skýrslunni á lofti sem einmitt sérstökum meðmælum með stefnu ríkisstjórnarinnar. Reyndar mætti draga þá ályktun að margir stjórnmálamenn væru menntaðir bókmenntafræðingar miðað við þann fjölda túlkana sem alltaf kemur upp í kringum skýrslur sem þessa. Katrín Jakobsdóttir á uvg.vg Hvað eru framfarir? Hugtakið framfarir mun yfirleitt vera frem- ur afstætt eins og svo margt annað. Það sem einum kann að finnast framfarir kann öðrum að finnast argasta afturhald og öfugt. Í því sambandi skiptir miklu frá hvaða sjónarhóli menn horfa á hlutina. Hugtakinu er þó vissulega settar ákveðnar takmarkanir, enda ljóst að ekki getur hvað sem er talizt framfarir eðli málsins sam- kvæmt. Í sumum tilfellum er þetta þó væntanlega skýrara en öðrum, eins og t.d. í vísindum þó ýmsir séu uggandi yfir ýmissi tækni sem fundin hefur verið upp, s.s. varðandi klónun og kjarnorku, og menn deili jafnvel um það hvort umræddar tækninýjungar hafi raunverulega verið framfarir þegar á allt er litið. Hjörtur J. Guðmundsson á uf.xf.is Mannlaus strætó Þrátt fyrir að farþegana hafi vantað hefur þó fram að þessu mátt ganga að bílstjórum vísum við stýrið í [strætis-]vögnunum [í Reykjavík]. Því kastaði fyrst Hlemmi-Fellun- um þegar fréttir bárust af því í gær að mannlaus strætó hefði farið um Borgar- holtsbraut; bæði án farþega og bílstjóra. Ætli það dugi til að koma sveitarstjórnar- mönnum á höfuðborgarsvæðinu á rétt spor í þessum málum að bílstjórarnir séu farnir sömu leið og farþegarnir? Vefþjóðviljinná andriki.is Davíð svona Jr-týpa Að vísu er Davíð Oddsson hvorki Bobby Ewing eða Charles Ingalls. Meiri svona Jr- týpa með smá Nellie Oleson yfirbragði. En hvað hefðu Dallas og Húsið á sléttunni verið án þeirra? Hvað verða íslensk stjórn- mál án Davíðs? Það verður allavega spenn- andi að sjá pilot-þáttinn í nýrri syrpu sápu- óperunnar við Austurvöll 15. september, en fínt að fá frí þangað til. Anna Sigrún Baldursdóttir á sellan.is Hvar má tjalda? Þeir aðilar sem kaupa jarðir í dag borga mikla peninga fyrir og þykir eflaust mörgum land- eigendum ósanngjarnt að þurfa að sæta því að hver sem er getur komið og tjaldað þar. Af slíku hlýst alltaf eitthvert rask á eigninni, þótt það sé mismikið eftir umgengni í hverju til- felli. Eins og náttúruverndarlögin eru í dag hefur almenningur of víðatækar heimildir til að tjalda og nýta þannig landareignir sem eru í eign annarra. Jarðeigendur eiga ekki að þurfa að sæta því að hver sem er geti slegið upp tjaldi á eign þeirra án leyfis. Bjarki Már Baxter á frelsi.is Um menntun, fjárfestingu og jafnrétti Því eru fjölmargir sem vilja láta aðra borga fyrir sig háskólanám sitt með þeim rökum að þeir munu greiða það til baka í framtíðinni þegar þeir eru komnir með hærri laun, með hærri tekjusköttum. Skoðum lítið sambærilegt dæmi. Bakari fær 100 þús. kr. í tekjur á mánuði með því að nota núverandi ofn. Bakarinn getur aukið tekjur sínar og fengið 200 þús. kr. á mánuði ef hann fær nýjan ofn. Er réttlætan- legt að ríkisvaldið gefi bakaranum nýjan ofn? Með rökum skólagjalda- hatara, er það sjálfsagt mál því að hann mun fá meiri tekjur í framtíð- inni og þannig borga hærri tekju- skatta. Allir ánægðir, eða hvað? Hvað ef bakarinn fegni nú þenn- an ofn frá ríkinu, og flytji síðan með fyrirtækið/ofninn til annars lands, og borgi þar tekjuskatta. Þá gætu flestir verið sammála um að þetta hafi verið einfaldlega heimskuleg fjárfesting hjá ríkinu. Eins er þetta með svokallaða fjár- festingu ríkisins í nemendum há- skóla. Ef þeir flytja með þekking- una sem þeir fengu gefins á kostn- að ríkisins til annarra landa, þá er fjárfestingin flúin og horfin. Staðreyndir sem Gunnar I. Birgison stjórnarformaður LÍN, kom með í Morgunblaðsgrein 24. maí komu sumum kannski á óvart, en segja sína sögu. Áttundi hver lánþegi sem greiðir af námsláni sínu, býr erlendis! Þarna er það svart á hvítu. Margir háskóla- mennta sig hér á kostnað ríkisins og flytja síðan út með sína þekk- ingu og tekjuskatta. Nú er sumt nám sem er ekki arðbært, þ.e. nemandi mun tapa á því peningalega að læra það. Það er sem sagt ekki möguleiki að nem- andinn fái þær tekjur sem munu gera það að verkum að hann borgi fjárfestinguna í sér til baka. Nám sem er ekki arðbært, hvort sem það sé lögfræðingur sem fær aldrei vinnu við lögfræðistörf eða kynjafræðingur sem fær ekki vinnu, sem hann hefði ekki fengið fyrir prófgráðuna, kallast áhugamál. Undirritaður spurði Björgvin G. Sigurðusson um þetta mál á Sam- fylkingardögum HÍ og honum fannst ekkert að því að kenndar yrðu franskar miðaldabókmenntir í háskólanum, það lá við sjálfsagt. Við erum sammála um að háskóla- menntun bæti einstaklinga og þar með þjóðfélagið, en munurinn á okkur er að undirritaður vill ekki þvinga fólk til að greiða fyrir fjár- festingar og áhugmál annarra (með skattheimtu). Það er eins og sumir þingmenn geri sér ekki grein fyrir því að þeir eru fara með peninga sem þeir eiga ekki. Kennsla er langt því frá að vera ókeypis, hún er í raun rándýr. Ríkið niðurgreiðir á ári hverju 384.000 kr. fyrir hvern félags- og mannvísindanema (lögfræði), 874.000 kr. fyrir hvern verkfræði- nema, og heilar 2.038.000 kr. fyrir hvern tannlæknanema. Í dag borga nemendur 32.500 kr. á ári. Sjá má að 8% af kostnaði lög- fræðimenntunar lendir á verðandi lögfræðingnum. Ábatinn er allur hans fyrir utan þann tekjuskatt sem verður í framtíðinni. Segjum 38% tekjuskattur. Þá heldur hann eftir 62% af launum sínum. Væri þá ekki nær að lögfræðingurinn greiddi 62% af kostnaðinum við menntun sína. Það væru skólagjöld upp á 238.080 kr. Nei, hrópa skólagjaldahatarar. Það á að vera jafnrétti til náms. Ég svara þá: „Það er jafnrétti til náms“. Það gilda sömu reglur fyrir alla. Hins vegar er það ekki eins hag- stætt fyrir alla að stunda nám. Sumir hafa verið duglegir og safnað sér peningum í gegnum árin fyrir menntun, aðrir hafa ekki verið eins duglegir og þurfa kannski að taka sér lán, eða safna. Sumir fá styrki frá ættmennum og vinum, sumir fá það ekki. Sumir fæðast fallegir, og geta unnið fyrir sér sem módel, aðrir þurfa að vinna erfiðisvinnu. Lífið er ekki álíka hagstætt fyrir alla. Þótt svo að fjárfesting sé ekki álíka hagstæð fyrir alla, þá er lausn- in ekki að taka peninga frá fólki nauðugu með skattheimtu. Svo við höldum áfram með dæmið frá áðan. Hvort á ríkið að gefa bakaranum nýjan ofn, eða hann að safna sér fyrir honum? Ég ætla að vona að flestir vilja að bak- arinn safni. Nú er það þannig að allir borga fyrir fjárfestingar fárra, og í sumum tilvikum áhuga- mál fárra. Það vilja ekki allir fara í háskóla, það geta ekki allir farið í háskóla, það fara ekki allir í há- skóla, þess vegna eiga ekki allir að borga fyrir háskóla. ■ VILHJÁLMUR ÞÓR VILHJÁLMSSON HÁSKÓLANEMI UMRÆÐAN SKÓLAGJÖLD SIGMAR B. HAUKSSON FORMAÐUR SKOTVEIÐIFÉLAGS ÍSLANDS UMRÆÐAN RJÚPNAVEIÐI- BANNIÐ Ef ráðherrann ætlar hins vegar að halda áfram að berja höfðinu við steininn og halda rjúpna- veiðibanninu til streitu þá er dómgreindarleysi hennar slíkt að hún á ekkert erindi í ríkis- stjórn eftir 15. september. ,, SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Greinarhöfundur deilir hart á umhverfisráðherra fyrir rjúpnaveiðibannið. 20-29 (20-21) Umræðan 22.7.2004 18:09 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.