Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 48
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Alan Greenspan. Í Grundarfirði. Denis MacShane. Í Siglunesi stendur ÍTR fyrir sigl- inganámskeiðum fyrir 9 til 12 ára börn. Á námskeiðunum eru kennd undirstöðuatriði róðurs á kanóum, kajökum, árabátum og siglinga al- mennt. Námskeiðin eru gríðarlega vinsæl hjá börnum því þau snúast fyrst og fremst að skemmta sér og hafa gaman. Fullt hefur verið á nán- ast öll námskeiðin það sem af er sumri. Óttarr forstöðumaður sigl- ingamiðstöðvarinnar Siglunes sem sér um námskeiðin segir að þegar börnin eru spurð að því hvað hafi verið mest gaman á námskeiðunum segi þau allt. Samkvæmt Óttarri er siglt í hvaða veðri sem er til að gefa börnunum reynslu í fjölbreyttum aðstæðum þó auðvitað sé aldrei far- ið út í mannskaðaveðri. Óttarr segir aðstæður til siglinga í Siglunesi einkar góðar og öruggar börnunum. Mikil áhersla er lögð á að börnin skemmti sér eins og sést á með- fylgjandi myndum. ■ Taumlaus gleði 38 23. júlí 2004 FÖSTUDAGUR FRÉTTIR AF FÓLKI í dag Ómari aftur hótað út af Kárahnjúkum Veikindi Davíðs Atkins-kúrinn fór ekki vel í ráðherrann Sharon Stone Sækir í smástrákana Leiðist barninu í bílnum? Splunkunýjar hljóðbækur á CD Lína langsokkur Hrói höttur Grimms-ævintýri Skemmtilegu smábarnabækurnar Verð frá kr. 1.790 Fást í bókabúðum og hjá Olís. Hægt að panta í síma 820-0782 eða á hljodbok.is Veikindi Davíðs Oddssonar for-sætisráðherra komu mjög á óvart, reyndar svo mjög að í Stjórnarráðinu virtist á tímabili sem það væri ekki á hreinu hver væri starfandi forsætis- ráðherra. Davíð var á sjúkrahúsi og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra og varaforsætisráðherra, fjar- verandi af persónulegum ástæðum. Því var það svo að þegar Fréttablað- ið leitaði upplýsinga um hvort Hall- dór væri tekinn við fékkst ekki afdrátt- arlaust svar, að- eins loforð um að hafa samband með öruggar upplýsingar um það hver færi með æðstu völd í íslensku stjórnkerfi þessa dagana. Ómar Ragnarsson lék á alls oddiþegar hann kynnti nýútkomna bók sína Kárahnjúkavirkjun Með eða á móti á virkjnasvæðinu í fyrradag. Ómar hafði ort söngtexta í sínum al- kunna gamansama dúr bæði um virkjunina og Umhverfisnördinn sem elskar hóla og meða og fjallkonuna bera en útgefandi hans taldi ekki ráðlegt að láta vísurnar birtast í bók- inni þar sem ekki væri rétt að blanda gamla grínistanum inn í þetta há- alvarlega mál sem fréttamaðurinn Ómar Ragnarsson gerir skil í bókinni. Hann gætti þess þó að skáldskapur- inn félli ekki dauður og ómerkur og tók lagið fyrir fréttamenn og söng með miklum tilþrifum. Illu heilli leyfði hann engar upptökur þar sem hann var ekki alveg klár á að hann myndi textann en sló þó vart fe i lnótu þegar á hólminn var komið. Lárétt: 1 dreyri, 5 hátíð, 6 á nótu, 7 til, 8 tíu, 9 rúmi, 10 ónefndur, 12 svar, 13 ílát, 15 stríðni, 16 menn, 18 þráður. Lóðrétt: 1 leggst í hýði, 2 umhverfis hús, 3 belti, 4 kvíðinn, 6 hamingja, 8 spil, 11 veiðarfæri, 14 trjámylsna, 17 sólguð. Lausn. Lárétt:1blóð, 5jól, 6an, 7að, 8tug, 9víði, 10nn, 12ans, 13dós, 15at, 16ýtar, 18garn. Lóðrétt: 1bjarndýr, 2lóð, 3ól, 4angist- in, 6auðna, 8tía, 11nót, 14sag, 17ra. GAMAN Menn skemmta sér í sjónum. SYNT Í LAND Þátttakendur í siglinganámskeiði synda einbeittir að landi í Nauthólsvík. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 Leikarinn Gerard Butler hefur verið ráðinn til að leika aðalhlut- verkið í kvikmyndinni Bjólfs- kviðu sem fer í tökur hér á landi þann 16. ágúst næstkomandi. Beowulf and Grendel, eins og kvikmyndin nefnist á ensku, er án efa langstærsta kvikmynd sem framleidd hefur verið hér á landi. Áætlaður kostnaður við myndina er 12,6 milljónir dollara en til samanburðar má geta þess að flestar íslenskar kvikmyndir kosta um 2 milljónir dollara. Það er Friðrik Þór Friðriksson sem framleiðir kvikmyndina ásamt breska fyrirtækinu Spice Factory og kanadíska fyrirtækinu The Film Works en áætlað er að um 300 manns starfi að kvik- myndinni. Breski leikarinn Gerard Butler á meðal annars að baki hlutverk í bíómyndunum Timeline og Lara Croft Tomb Raider: The Cradle of Life en í desember er væntanleg stór söngleikjamynd þar sem leik- arinn er í aðalhlutverki. Myndin nefnist The Phantom of the Opera og byggir á hinum sívinsæla söng- leik Andrew Lloyd Webber. Talið er líklegt að Gerard Butler skjót- ist upp á stjörnuhimininn eftir The Phantom of the Opera en myndin, sem er í leikstjórn Joels Schumacher, meðal annars þekkt- ur fyrir 8MM, Batman & Robin og The Client, er aðaljólamyndin í ár og með Gerard Butler í broddi fylkingar ætti stórmyndin að greiða leiðina fyrir Bjólfskviðu. Íslenski leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hefur einnig verið ráð- inn til að fara með stórt hlutverk í Bjólfskviðu ásamt hinni 25 ára gömlu Söruh Polley sem fer með stærsta kvenhlutverkið í mynd- inni. Sarah Polley er kanadísk leikkona sem á, þrátt fyrir ungan aldur, yfir 40 kvikmyndir að baki enda hóf hún feril sinn aðeins sex ára gömul. Kvikmyndin er byggð á Bjólfs- kviðu sem er fornenskt kvæði sem er talið hafa varðveist frá fyrri hluta 8. aldar. Kvæðið er meðal annars talið hafa verið inn- blástur fyrir J.R. Tolkien að Hringadróttinssögu. Það er greinilegt að Íslending- ar eru með puttann á púlsinum þessa dagana því Hollywood- gengið hjá Warner Bros-kvik- myndum hafa gefið út að þeir séu einnig að stefna á kvik- mynd byggða á Bjólfskviðu. Ís- lendingar verða þó fyrri til að búa til kvikmynd upp úr þessu forna enska kvæði en tæpir þrír mánuðir eru áætlaðir í tökur nú á haustmánuðum og áætluð frum- sýning er á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2005. Tökur á Bjólfskviðu fara aðal- lega fram í Vík í Mýrdal og Höfn í Hornafirði og ef allt fer að óskum stefnir í að Bjólfskviða verði ein stærsta Ís- landskynning sem um hefur getið. Því þó að Bjólfskviða sé skotin á ensku og f r a m l e i d d með alþjóð- legu fjár- magni verð- ur öll kvik- myndin tek- in hér á landi og verður ís- lensk nátt- úra, lands- lag og saga í aðalhlut- v e r k i væntanlegrar stórmyndar. Leik- stjóri kvikmyndarinnar, Sturla Gunnarsson, er jafnframt íslensk- ur en Sturla flutti til Kanada að- eins fimm ára gamall og hefur starfað alla sína ævi í Norður-Am- eríku og Kanada en þar hefur hann leikstýrt fjöldamörgum kvikmyndum og sjón- varpsþáttum. tora@frettabladid.is BJÓLFSKVIÐA ■ Þetta næsta verkefni Friðriks Þórs stefnir í að verða að einni stærstu land- kynningu Íslands sem um getur. Stærsta kvikmynd Íslandssögunnar SARAH POLLEY Kanadískt ungstirni sem á að baki 40 myndir en er þó aðeins 25 ára gömul fer með stærsta kvenhlutverkið í Bjólfskviðu. GERARD BUTLER OG CHRISTIAN BALE Gerard Butler fór meðal annars með hlutverk í Tomb Raider og Reign of Fire. Það var í þeirri síðarnefndu sem Butler og Bale störfuðu saman. 46-47 (38-39) Fólk 22.7.2004 20:37 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.