Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 17
17FÖSTUDAGUR 23. júlí 2004 ■ VIÐSKIPTI 20% vi›bót arafsl áttur af útsöluverði reiknast við kassa Komdu og gerðu ótrúleg kaup - áður en allt klárast! S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 53 59 7/ 20 04 bláa bomban er sprungin DUBLIN, AP Eðlisfræðingurinn og stærðfræðingurinn Stephen Hawking hefur sett fram nýja kenningu um svarthol. Ólíkt því sem talið hefur verið fram að þess heldur hann því fram að svarthol gleypi ekki allt sem nálægt því kemur, heldur geti gefið frá sér efni og massa í breyttu formi. Hawking kynnti kenningu sína í fyrradag á alþjóðlegri ráðstefnu í Dublin á Írlandi. Kenningin gengur út á það að svartholið gefi frá sér orku þegar það leysist upp, en þetta er þvert á það sem Hawk- ing sjálfur trúði lengi, en hann taldi að inn í svartholinu sjálfu væri samhliða alheimur. Hawking bað aðdáendur vís- indaskáldskapar afsökunar á að hafa gert vonir þeirra að engu með kenningu sinni. Hawking er lamaður og bundinn við hjólastól, en er frumkvöðull á sviði rann- sókna á svartholum og öðlaðist heimsfrægð á sínum tíma fyrir bókina „Saga tímans“ eða „Brief History of time“. Hann er pró- fessor í stærðfræði við Cambridge-háskóla. ■ Stephen Hawking: Ný kenning um svarthol STEPHEN HAWKING Hawking hefur verið bundinn við hjólastól um áratugaskeið og tjáir sig með hjálp tölvu- búnaðar. SCHWAB YFIR SCHWAB Verðbréfa- fyrirtækið Charles Schwab hefur rekið forstjóra sinn og fengið stofnandann sjálfan, Charles Schwab, til að taka við starfinu. Hlutabréf í félaginu hækkuðu um fjögur prósent við tíðindin. SUN GRÆÐIR Tölvurisinn Sun Microsystems skilaði mun betra ársfjórðungsuppgjöri en greining- ardeildir höfðu gert ráð fyrir. Fé- lagið hefur átt í vök að verjast eft- ir mikinn uppgang í lok tíunda áratugarins. FORD GRÆÐIR EKKI Á BÍLUM Bíla- framleiðandinn Ford í Bandaríkj- unum hagnaðist um hundrað millj- arða króna á öðrum ársfjórðungi. Stærstur hluti hagnaðarins kemur úr fjárfestingarstarfsemi en bíla- framleiðslan er rekin með tapi. blóðug barátta sé enn í gangi um að komast inn á óþroskaðan mark- að. Blaðið spáir því að mikil upp- stokkun verði á evrópska markað- inum í kjölfar þeirra átaka. Þróun ólík í Bandaríkjunum og Evrópu Þróun lággjaldaflugfélaga í Bandaríkjunum hefur verið á þá leið að þjónusta hefur aukist og að nokkru leyti hafa þau tekið að líkj- ast stærri og svifaseinni sam- keppnisaðilum sínum. Þar hefur einnig orðið til markaður ýmis konar nýsköpunar og tekur Economist sem dæmi að veitinga- staðakeðjan Hooters, sem þekkt- ust er fyrir að ráða eingöngu barmmiklar konur sem gengil- beinur, hefur til að mynda hafið rekstur á flugfélagi. Þróunin hjá lággjaldaflugfé- lögum í Evrópu hefur hins vegar verið í átt til stöðugt minni þjón- ustu. Viðskiptahugmyndin sem þar er ríkjandi er sú að neytendur vilji ekkert annað en flutning milli staða þegar þeir kaupa flug. Þannig hefur Ryanair búið svo um hnúta í flugvélum sínum að ekki er hægt að halla sætum aftur, ekki er boðið upp á nokkurn gjald- frjálsan hlut um borð og engin áhersla er lögð á dægradvöl far- þega. Hugmyndir hafa þó komið fram hjá Ryanair um að gera far- þegum kleift að sjá kvikmyndir gegn gjaldi eða jafnvel að bjóða upp á fjárhættuspil um borð. Þessum hugmyndum er þó ekki aðeins ætlað að bæta þjónustuna hjá Ryanair heldur eru þær einnig til þess fallnar að auka tekjurnar. Framtíð flugrekstrar Ljóst er að gömlu stóru flugfé- lögin sem bjóða mikla þjónustu gegn hærra verði munu áfram eiga í vandræðum. Líklegt er að áfram verði markaður fyrir há- gæða þjónustu en sennilega ekki nægilega mikill til að viðhalda þeim stóru félögum og miklu fjár- festingum sem liggja í gömlu flugfélögunum. Frelsið á þessum markaði hefur getið af sér hat- ramma samkeppni sem ekki að- eins skilar sér í miklu lægra verði heldur einnig meira úrvali. Lággjaldaflugfélögin eru rekin af ströngum aga og það gagnast ein- nig farþegum - sem meðal annars sýnir sig í þeirri staðreynd að flug RyanAir lággjaldaflugfélagsins í Bretlandi eru á réttum tíma í 94 prósent tilfella og ferðin hefst innan klukkustundar frá áætluð- um brottfarartíma í 99 prósent til- fella. Flugfarþegar virðast sætta sig við að ekki sé farið eins mjúkum höndum um þá eins og gert var þegar samkeppni var minni í flug- samgöngum - en í staðinn hafa ferðalög orðið bæði einfaldari, fjölbreyttari og ódýrari. ■ HVAÐ GERA LÁGGJALDAFLUG- FÉLÖGIN ÖÐRUVÍSI EN HIN HEFÐBUNDNU? Vélafloti þeirra er einsleitur - sem lág- markar viðhaldskostnað Vélarnar eru nýttar betur - fleiri flugtímar Notast er við ódýrari flugvelli Engin auka þægindi fylgja flugmiðanum Verðlagning tekur mið af eftirspurn en ekki fastmótaðri verðskrá. 16-17 22.7.2004 19:23 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.