Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 41
32 23. júlí 2004 FÖSTUDAGUR „Sýningin er hálfgert þjófstart þar sem þessi sami hópur sýnir í Norræna húsinu í nóvember. Hug- myndina fengu Páll Banine og Baldur Geir fyrir um ári síðan og fóru að skipuleggja hana í kjölfar- ið,“ segir Sirra Sigrún, einn af listamönnunum sem á verk á sýn- ingunni. „Við setjum sýninguna núna upp í KlinK og BanK og við erum öll að sýna ný verk sem gerir þetta enn skemmtilegra. Hópur- inn samanstendur af fólki sem út- skrifaðist frá Listaháskóla Ís- lands á árunum 1999 til 2001 og eru mörg okkar í framhaldsnámi erlendis eða þá starfandi í hús- næði KlinK og BanK í Brautar- holti.“ Sýningin ber nafnið Draumar Dystópíu en dystópía er andstæða útópíu. „Höfundar dystópíubók- mennta og -mynda láta sínar hel- stu hræðslur verða ráðandi afl í sköpun sinni. Við bætum hins veg- ar draumum inn í dystópíuna og gerum því ráð fyrir að ákveðin von sé komin til sögunnar.“ Við opnunina í dag klukkan 17 verður boðið upp á ýmsar uppá- komur samhliða verkum lista- mannanna og má nefna til sögunn- ar harmonikuleik og ýmiskonar gjörninga. „Verkin á sýningunni eru mjög fjölbreytt og unnin í mismunandi miðla. Um er að ræða málverk, skúlptúra og inn- setningar, gólf- og veggmálverk, veggfóður og ljósmyndir. Þetta eru allt alveg frábærir listamenn og við erum öll búin að fylgjast með hvort öðru undanfarin ár en á þessari sýningu erum við öll með eitthvað nýtt og spennandi.“ Sýningin mun standa yfir í Græna sal KlinK og BanK fram til 1. ágúst og eiga listamennirnir Baldur Geir Bragason, Arfinnur Amazeen, Darri Lorenzen, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Gunnhild- ur Hauksdóttir, Árni Valur, Elín Helena Evertsdóttir, Jón Sæ- mundur Auðarson, Markús Þór Andrésson, Sigríður Björk Sig- urðardóttir, Hafstein Michael og Páll Banine verk á sýningunni. ■ Þjófstart í KlinK & BanK HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 20 21 22 23 24 25 26 Föstudagur JÚLÍ ■ MYNDLIST ■ VITADAGAR Leiðist barninu í bílnum? Splunkunýjar hljóðbækur á CD Lína langsokkur Hrói höttur Grimms-ævintýri Skemmtilegu smábarnabækurnar Verð frá kr. 1.790 Fást í bókabúðum og hjá Olís. Hægt að panta í síma 820-0782 eða á hljodbok.is DRAUMAR DYSTÓPÍU Páll Banine fékk hugmyndina að samsýningunni fyrir ári síðan. Sokkabandsár í Galtarvita SIGURBJÖRG ÁRNADÓTTIR FORMAÐUR ÍSLENSKA VITAFÉLAGSINS Félagið stendur fyrir fjölbreyttri fræðslu- og skemmtidagskrá við nokkra af vitum landsins um helgina. Opnunartími: Föstudagur......... Laugardagur....... Sunnudagur....... Sett ehf • Hlíðasmára 14 • 201 Kópavogur • Sími 824 1010 • 824 1011 14 - 19 11 - 17 11 - 14 Visa og Euro raðgreiðslur Silja svefnsófi Ver› á›ur 48.900 KR. Margar ger›ir áklæ›a VER‹ NÚ 39.700 KR. Ótrúleg tilbo› Hægindastóll Ver› á›ur 45.800 KR. Microfiber áklæ›i 3 litir VER‹ NÚ 29.800 KR. Svefnsófar - hægindastólar - sófasett ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Jón Ólafsson leikur og syng- ur eigin lög í Ketilshúsi við texta Hallgríms Helgasonar, Ólafs Hauks Símonarsonar, Kristjáns Hreinssonar og Steins Steinarr.  17.00 Síðdegistónleikar í 12 Tón- um. Fram koma Þórir Georg Jónsson sem hefur nýverið gert útgáfusamning við 12 Tóna og súpergrúppan Skátar.  19.30 Hljómsveitirnar 48 Pages og Speaker frá Þórshöfn í Færeyjum koma fram í Hinu Húsinu. Ís- lensku hljómsveitirnar Lada Sport og bOb koma einnig fram.  20.00 Opnunartónleikar Reyk- holtshátíðarinnar. Flutt verður tónlist eftir W. A. Mozart.  20.00 Úkraínski harmonikkuleikar- inn Igor Zavadsky heldur tón- leika á Ísafirði.  22.00 Dikta heldur rokktónleika á Dillon, Laugavegi 30. Um síðustu tónleika Diktu er að ræða í sum- ar. ■ ■ LISTOPNANIR  13.00 Gunnella opnar myndlistar- sýningu í Ráðhúsinu á Siglufirði. Á sýningunni verða um 30 olíu- málverk. Sýningin stendur til 1. september.  17.00 Draumar Dystópíu er sam- sýning listamanna sem opnuð verður í Græna Sal KlinK & BanK, Brautarholti. Sýningin stendur til 1. ágúst og er opin alla daga.  17.00 Jón Baldvin Hannesson opnar ljósmyndasýningu í Gallerí Gersemi á Akureyri.  17.00 Ólafur Þórðarson opnar sýn- ingu á nýjum verkum í sal Ís- lenskrar Grafíkur. Sýningin er opin á föstudögum til sunnudags frá 14 - 18. ■ ■ SÝNINGAR  Baski (Bjarni S. Ketilsson) hefur opnað sýningu á listaverkum sín- um í sjúkrahúsinu á Akranesi. Sýningunni á SHA lýkur 31. ágúst. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birt- ingu. Íslenska vitafélagið stendur fyrir fjölbreyttri dagskrá víðs vegar um land næstu daga. Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um þann merka menningararf sem er fólg- inn í vitum sem liggja ónýttir víðs vegar við strendur landsins og öðr- um strandminjum. Vitadagarnir hófust formlega í gær á Seyðisfirði en í kvöld mun tríóið frá Noregi, Lövstakken, halda uppi kráar- stemningu á Græna hattinum á Ak- ureyri. Á laugardag og sunnudag tekur síðan Íslenska vitafélagið þátt í hátíðarhöldum á Siglufirði þar sem norskir bátar verða sjó- settir, Lövstakken leikur á bryggjupalli og dagskrá verður í Sauðanesvita. Hátíðarstemning verður einnig í Galtarvita á Ísafirði en tónlistarmaðurinn Valgeir Guð- jónsson mun þar segja frá sokka- bandsárum sínum á Galtarvita, ljósmyndasýning verður opnuð í vitavarðarbústaðnum og lamb verður grillað á teini. ■ 40-41 (32-33) Slanga 22.7.2004 19:32 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.