Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 4
4 23. júlí 2004 FÖSTUDAGUR Samráðsvettvangur um samkeppnishæfni: Íslandi ekki lengur boðið STJÓRNMÁL Eftir að Hollendingar tóku við forystu í Evrópusamband- inu hefur EFTA löndunum ekki ver- ið boðið á samráðsfundi um sam- keppnishæfni. Valgerður Sverris- dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, ræddi þetta við Denis Mac- Shane, Evrópumálaráðherra Bret- lands, á fundi þeirra á miðvikudag. Að sögn Valgerðar hafa EFTA- löndin hingað til haft aðkomu að þessum vettvangi og að sinnaskipti Evrópusambandsins undir forystu Hollendinga hefðu komið MacShane á óvart. „Við fórum yfir ýmis samskipta- mál til dæmis hvað varðar aðkomu Íslands að fundum Evrópusam- bandsins. Það hefur skapast hefð um það en það er einhver tregða hjá Hol- lendingum í þeirra formennsku að bjóða EFTA-löndunum. Hann var mjög hissa á þessu,“ segir Valgerður. Fundurinn var óformlegur og ræddu þau um ýmis önnur mál til dæmis menntamál, utanríkismál og almennt um Evrópusambandið. ■ AFTURKÖLLUN Samþykkt var með 32 atkvæðum gegn engu á Al- þingi í gær að fella úr gildi fjöl- miðlalögin er forseti synjaði staðfestingar. Nýja frumvarpið inniheldur einungis úrfellingará- kvæðið og ákvæði um breytt fyrirkomulag á skipan útvarps- réttarnefndar. Verður frumvarp- ið sent til forseta til staðfestingar á næstu dögum. Allir þingmenn stjórnarflokk- anna samþykktu frumvarpið en þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá. Gaf stjórnarandstaðan þá skýringu að hún teldi ekki ör- uggt að það stæðist stjórnarskrá að kippa frumvarpinu út úr því ferli sem hófst með synjun for- seta. Gert væri ráð fyrir þjóðarat- kvæðagreiðslu í stjórnarskránni og því mætti ekki taka frá þjóð- inni réttinn til að kjósa um málið. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna sagði allt málaferlið dýrkeypta æfingu í mistökum. „Það eina sem stendur eftir er þetta pínulitla frumvarp,“ sagði hann og veifaði frumvarpsein- blöðungnum í ræðustólnum. „Þetta ákvæði um útvarpsréttar- nefnd er ekki svo galið,“ sagði hann. Þrátt fyrir snarpar umræður um þjóðaratkvæðagreiðslu var létt yfir þingmönnum í gær. Mátti sjá á flestum að þeir væru því fegnastir að málinu væri nú loks að ljúka. Mismæli Össurar Skarphéðinssonar í ræðustól í gær voru til þess að þingheimur skellti upp úr. Sagði hann að „hundrað ára stríði ríkis- stjórnarinnar væri nú lokið“ en átti við „hundrað daga stríði“. Þegar honum var bent á mismælin sagði hann að tíminn virtist miklu lengri. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, gegndi starfi forsætisráðherra í gær þar sem Davíð Oddsson var fjarverandi vegna veikinda. Tókst honum ekki betur upp en svo við að fresta þingi að stöðva þurfti hann í þrígang og leiðrétta um minniháttar misfærsl- ur í orðalagi og framkvæmd at- kvæðagreiðslu. Þegar Halldór hafði lokið að tilkynna um frestun þings fram til septemberloka, leit hann brosandi yfir þingheim og sagði: „Það er augljóst að hér er viðvan- ingur á ferð.“ sda@frettabladid.is Togarinn Guðrún Gísladóttir: Lekur enn olíu SJÁVARÚTVEGUR Yfirvöld og um- hverfissamtök í Noregi krefjast svara við því hvers vegna enn sé vart við olíuleka úr togaranum Guðrúnu Gísladóttur sem sökk við strönd Noregs í júní 2002. Ekki eru liðnar nema tvær vik- ur síðan tilkynnt var að kafarar hefðu losað allar olíubirgðir skipsins en komið hefur í ljós að enn verður vart olíu. Losuðu kafararnir um 80 tonn úr flakinu en alls voru 400 tonn í skipinu þegar það sökk. Hafa sveitarstjór- ar nærliggjandi hreppa gagnrýnt landhelgisgæsluna fyrir aðgerða- leysi en ákveðið var á norska stór- þinginu í vor að láta skipið liggja í sumar áður en um frekari aðgerð- ir verður að ræða. ■ Ætlarðu að sækja skipulagða úti- hátíð/skemmtun um verslunar- mannahelgina? Spurning dagsins í dag: Á að setja rússíbana í Laugardalinn? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 73% 27% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Lögreglan í Reykjavík: Lýst eftir Eiríki Erni LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík lýsir eftir Eiríki Erni Stefáns- syni, 48 ára. Hann er 186 sentímetrar á hæð, með dökk- brúnt stutt- klippt hár sem farið er að grána, þéttvax- inn, frekar stór- beinóttur og mjög brúnn á hörund. Eiríkur Örn var klædd- ur í gallajakka, g a l l a s k y r t u , gallabuxur og svarta tré- klossa. Síðast sást til hans við sjúkrastöðina Vog klukkan rúmlega þrjú 5. júlí síð- astliðinn. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um Eirík eru vinsam- legast beðnir að láta lögregluna í Reykjavík vita í síma 444 1100. ■ Fjölmiðlakönnun Gallup: Bylgjan vinsælust SKOÐANAKÖNNUN Fleiri hlustuðu á útvarpsstöðina Bylgjuna heldur en Rás 2 í nýjustu fjölmiðlakönnun Gallup sem birt var í gær. Er þetta í fyrsta sinn síðan Gallup hóf kann- anir af þessu tagi í apríl 1999 sem Rás 2 er ekki á toppnum og er munurinn 1.6 prósent. Könnunin var gerð vikuna 18. - 24. júní og voru tæp 1300 manns í úrtakinu. Um er að ræða uppsafnaða hlustun alla vikuna en Rás 2 held- ur toppnum sé einungis litið á meðaltal virkra daga. Í þriðja sæti kom Rás 1 og FM957 þar á eftir. ■ Hundrað daga stríði lokið Fjölmiðlalögin voru felld úr gildi með samþykki Alþingis í gær. Össur Skarphéðinsson segir að hundrað daga stríði ríkisstjórnarinnar sé nú lokið. BLAÐAMANNAFUNDURINN Á BESSASTÖÐUM Forseti Íslands tilkynnir að hann muni synja fjölmiðlalögunum staðfestingar. Er það í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem hinum svonefnda málskotsrétti er beitt. MÓTMÆLI Á AUSTURVELLI Almenningur mótmælti fjölmiðla- fruvmarpinu daginn sem það var lagt fram fyrir þriðju umræðu á Alþingi. BANANAMÓTMÆLIN Starfsmenn Norðurljósa lögðu banana á tröppur Alþingis í mótmælaskyni við fjölmiðlalögin. RÆTT UM FJÖLMIÐLASKÝRSLU Menntamálaráðherra kynnti skýrsluna á Alþingi þegar frumvarpið var lagt fram. HIN „SNJALLA LAUSN“ Forsætisráðherra tilkynnir að lögin verði afturkölluð, nýtt frumvarp lagt fram og hætt verði við þjóðaratkvæðagreiðslu. KALLAR DAVÍÐ GUNGU OG DRUSLU Snarpar og oft á tíðum heitar umræður voru á Alþingi. Orð voru látin falla sem seint munu líða úr minni. TITRINGUR Í FRAMSÓKN Fljótlega eftir að „hin snjalla lausn“ var kynnt var ljóst að Framsóknarflokkurinn var ekki einhuga um málið. 1 2 3 4 5 6 7 HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Á ALÞINGI Í GÆR Formaður Framsóknarflokksins gegndi störfum forsætisráðherra, sem var fjarverandi vegna veik- inda. „Það er augljóst að hér er viðvaningur á ferð,“ sagði Halldór á léttum nótum eftir að hafa ruglast nokkrum sinnum þegar hann tilkynnti um frestun þingsins fram til loka september. EIRÍKUR ÖRN STEFÁNSSON Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Eiríki Erni. VINSÆLUSTU ÚTVARPSSTÖÐVARNAR Skv. könnun Gallup. 62,4% 60,8% 47,0% 23,2% Bylgjan Rás 2 Rás 1 FM 957 VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR OG DENNIS MACSHANE Valgerður segir að Evrópumálaráðherra Breta hafi orðið hissa á því að Íslandi væri ekki lengur boðið á samráðsfundi Evrópu- sambandsins um samkeppnishæfni. Morðið í Vesturbænum: Metin ósakhæf LÖGREGLA Konan sem grunuð er um að hafa banað dóttur sinni og stórslasað son sinn með hnífi í lok maí hefur að lokinni læknisrann- sókn verið metin ósakhæf. Konan verður í gæsluvarðhaldi til 27. september eða þar til dóm- ur fellur og er vistuð á réttargeð- deildinni að Sogni. Hún er 38 ára gömul og talið er að hún hafi veist að börnunum sínum meðan þau sváfu. ■ 04-05 22.7.2004 22:17 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.