Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 19
Hið hryggilega við þetta allt er að í ljós kom að þessi öryggisventill sem þjóðin taldi sig eiga vísan með neitunarvaldi forsetans heldur ekki þegar á hólminn er komið. Haldlítill öryggisventill FÖSTUDAGUR 23. júlí 2004 Um fátt meira hefur verið rætt og ritað síðustu þrjá mánuði en svokölluð fjölmiðlalög. Fyrstu sprengjunni var strax varpað þegar háttvirtur forsætisráðherra kom með málið inn á þing. Stjórn- arandstaðan reis þegar upp á afturfæturnar og kallaði: „Úlfur, úlfur“. Hróp hennar barst inn á fjölmiðlana. Og einnig til heimil- anna. Myndaður var kór sem sam- stilltur hrópaði: „Úlfur, úlfur“. Sem kunnugt er neitaði forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson að undirrita lögin og vísaði þannig málinu yfir til þjóð- arinnar sem endanlega skæri þá úr um hvort lögin héldu áfram gildi sínu eða yrðu felld úr gildi. Þá hófust ægilegar pælingar og vangaveltur allra stjórnmála- manna sem töluðu í kross og rúm- lega það og þjóðin fékk skoðun á málinu og forsetaembættið fór undir smásjána og hver sérfræð- ingurinn eftir annan kom fram til að túlka stjórnarskrána og voru túlkanirnar jafnmargar þeim sem töluðu. Álit sumra stjórnarskrár- KONRÁÐ RÚNAR FRIÐFINNSSON UMRÆÐAN FJÖLMIÐLAMÁLIÐ ,, Frítt Ray•Ban dót. Ný sending af pilot var að lenda, ekki sætta þig við neinar eftirlíkingar. Fullt af fríu Ray•Ban dóti fylgir kaupum. Optical StudioSól Smáralind Ray•Ban helgi 22.-25. júlí 20% afsláttur af öllum Ray•Ban sólgleraugum spekinga var að það bæri skylda til að leggja málið undir þjóðarat- kvæði. Svo voru hinir sem töldu það vera algeran óþarfa. Á endan- um gafst ríkisstjórnin upp á þófinu og vitleysunni sem málið allt var komið í og dró pakkann til baka fram á haustið. Hið hryggilega við þetta allt er að í ljós kom að þessi öryggis- ventill sem þjóðin taldi sig eiga vísan með neitunarvaldi forset- ans heldur ekki þegar á hólminn er komið. Við megum ekki gleyma að búið var að afgreiða pakkann frá háttvirtu Alþingi með atkvæð- um meirhluta þingmanna og áframsenda þau til réttkjörins forseta Íslendinga, sem undir- ritar og staðfestir lögin, eða hafnar þeim. Munum að með þessu ákvæði stjórnarskrárinnar sem sett var á sínum tíma, sem gefur forsetanum heimild til að staðfesta ekki verk Alþingis, var viljandi verið að setja inn ringul- reið í sjálft þingið með neitun for- setans sem enginn getur gert ann- ar en forseti landsins. Það þarf því engum að koma á óvart að þegar forsetinn loks notar þennan rétt embættisins að þá komi ákveðið högg á ráðherra og ríkis- stjórn og jafnvel skapist upplausn um stundarsakir í ranni hennar á meðan menn eru að átta sig á hlut- unum og reyna að koma lagi á það sem aflaga fór. En í stað þess að útkljá málið með þjóðaratkvæða- greiðslu og halda sér við ákvæði stjórnarskrárinanr var ákveðið að bakka út. Munum líka að verk forseta voru fullkomlega lögleg. Hans mat var að hyggilegt væri að láta reyna á rétt þjóðarinnar að þessu leyti. Sem ríkisstjórnin og stjórnmálamenn henni fylgi- spakir hafa nú tekið af þessari sömu þjóð. Slíkt verklag bendir eindregið til að stjórn landsins sé veikburða og standi á brauðfótum um þessar mundir og að öryggis- ventillinn sé haldlítill. ■ 18-19 Leiðari 22.7.2004 18:08 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.