Tíminn - 17.03.1973, Qupperneq 22
22
TÍMINN
Laugardagur 17. marz 1973
Góðtemplarareglan kyn
Hvað vill
Góðtempl-
arareglan
GÓÐTEMPLARAREGLAN var stofnuö árið 1851, en fyrsta stúkan hér á landi 10. janúar 1884, stúkan
Isafold á Akureyri. Reglan hér á landi hefur ætið verið deild i alþjóðafélagsskapnum. A alþjóðaþingi i
Istanbul árið 1970 voru grundvall'arlög samtakanna tekin til endurskoðunar. Stefnu Reglunnar verður
bezt lýst með þvi að taka hér upp fyrstu grein þessara grundvalllarlaga:
Markmið Alþjóðafélagsskapar góðtemplara, sem stofnaður var árið 1851, er frelsi allra einstaklinga
til fegurra, frjálsara og fullkomnara lifs. Félagsskapurinn hefur að grundvallarskilyrði algjört bindindi
á áfenga drykki og er algjörlega á móti allri notkun hvers konar ávana-og fiknijyfja án læknisráðs.
Starfsemi félagsskaparins er byggð á hugmyndinni um alþjóölegt bræðralag; en samkvæmt þvi eru
allir réttbærir til persónulegs frelsis, hamingju og möguleika til sjálfsákvörðunar og tjáningar um
þroskaleiðir. Samkvæmt þvi er hverjum einstaklingi skylt að vinna að farsæld meðbræðra sinna og
leggja sinn hlut til framfara þjóðanna.
Góðtemplarar vilja:
1. Byggja upp félagshreyfingu um heim allan fyrir konur og karla, án tillits til kynþátta, þjóðernis, trú-
arbragða, stéttaskiptingar eða stjórnmálaskoðana.
2. Gefa gott fordæmi með algjöru bindindi einstaklingsins á áfenga drykki og fiknilyf, skapa heilbrigðar
lifsvenjuiog undirbúa jarðveginn fyrir áfengislausa menningu.
3. Fá áfengisneytendur til að hætta neyzlu áfengis og veita þeim styrk I baráttu þeirrameð þviað taka
þá inn i bræðralag félagsskaparins.
4. Útbreiða þekkingu um afleiðingar áfengisnautnar og fiknilyfjaneyzlu með gagnasamlegri fræðslu,
sérstaklega i skólunum.
5. Vinna að og styðja setningu laga, er dragi úr áfengis- og fiknilyfjaneyzlu, og styðja áð framkvæmd
slikra laga.
6. Vinna aðmannlegu samfélagi, þar sem jafnrétti og bræðralag sé takmarkið.
7. Rækta andlegt frelsi og aukið umburðarlyndi og samvinnu á öllum sviðum mannlegs llfs.
8. Vinna að varanlegumfriði meðal allra þjóða heims.
Skuldbinding, sem Reglufélagar gangast undir, er mjög stutt og I samræmi við þessa stefnuskrá. Um
þaö efni segir svo I grundvallarlögunum:
Hver félagi skal skuldbinda sig til að lifa i fullkomnu bindindi á áfenga drykki og vinna að þvi að
skapa þess konar viðhorf meðal annarra.
Ennfrémur skalsérhver félagifallastá að vinna fyrir og styðja að friði og bræðralagi.
Reglan stendur öllum opin, sem vinna vilja samkvæmt þessari stefnuskrá.
Ólafur Þ. Kristjánsson
stórtemplari
Það, sem sköp
um skiptir
ENGINN mælir þvi i
mót, að áfengisneyzla
hafi slæmar afieiðingar
hér á landi. Þar eru
dæmin deginum ljósari.
Það er orðið næsta al-
gengt að fréttir berist
um hörmuleg ölæðis-
verk, — voðaverk, sem
bregða varanlegum
skugga á líf hlutaðeig-
enda.
Það eru engar tölur til um
fjölda mannsláta vegna drykkju-
skapar beinlinis, en sizt mun of-
mælt að i flestum árum nú orðið
nái þau fyllilega sambærilegri
tölu við áhöfn meiriháttar fiski-
skips i flotanum islenzka, ef
saman eru taldir þeir, sem sjálfir
fara sér að voða og hinir, sem
drukknir menn verða að bana
viljandi og óviljandi.
Þó mun annað manntjón meira,
og verður engri tölu á það komið,
en þar á ég við þá, sem bugast af
hugraun ýmiss konar og sálar
striði vegna drykkjuskapar
sjálfra sin og sinna nánustu og
stöðugum kviða og áhyggju
vegna yfirvofandi óskapa og
óhappa. Stór er sá hópur, sem af
þeim sökum tapar heilsu og
starfsþreki og fellur frá fyrir tim-
ann.
Þó er enn ótalið það, sem vera
mun sárasta og versta tjónið, en
það eru andleg áföll, sem verða
hlutskipti barna þeirra, sem fara
á mis við nauðsynlega umhyggju
og öryggi á viðkvæmustu mótun-
arskeiðum ævinnar vegna
áfengisneyzlu foreldranna og af-
leiðingu hennar. Það ævitjón kan
enginn að meta.
Þessari upptalningu skal hætt.
Það eru smámunir hjá þvi, sem
minnzt hefur verið á, þó rikis-
sjóður verði að greiða á einu ári
700 þúsund krónur fyrir
auglýsingar eftir stolnum bilum,
og bilaeigendur verði að hafa
skaða sinn óbættan,þegar flakið
af bilnum finnst, þar sem drukk-
inn þjófur skildi við hann, o.s.frv.
Þetta eru staðreyndir, sem allir
viðurkenna, og allir játa að ættu
að breytast, Um hitt greinir
menn á, hvernig eigi að snúast við
þessum vanda. Það, sem hér
hefur verið sagt, er eins konar
formáliað umræðum á þeim vett-
vangi.
Þetta eru viðkvæm mál. Þau
eru svo viðkvæm og sár.að ýmsir
kveikna sér við,ef á að ræða þau,
enda misjafnlega metið að það sé
gert. En þegar lif liggur við dugar
enginn kveifarskapur, og það eru
mörg Islenzk mannslif undir þvi
komin, hvernig tekið er og tekið
verður á þessum málum.
Það er augljós staðreynd, að
áfengisböl stendur alltaf og alls
staðar I hlutfalli við það, hvað
áfengisneyzla er almenn. Þar
sem engin áfengisnautn er, — þar
er ekkert áfengisvandamál. Þar
sem drykkjuskapur er almennur
má alltaf búast við ósköpum og
vandræðum á samkomum. Þar
sem margt fólk kemur saman og
allt neytir áfengis, er alltaf
hætta. Þessar staðreyndir eru
sönnun þess, aö þaö er fyrst og
fremst almenn bindindissemi
sem dugar til að hamla gegn
áfengisböli. Stærð áfengisbölsins
fer einkum eftir þvi, hvort al-
menn bindindissemi er meiri eða
minni.
Þetta er rifjað hér upp, til að
minna á nokkur grundvallaratriði
þessara mála.
Það er drykkjutízkan —■ sú
venja að veita og drekka áfengi,
— sem býður hættunni heim.
Þar sem þessi mál hafa verið
athuguð með nokkurri nákvæmni,
svo sem i Sviþjóð, kemur i ljós, að
um það bil einn maður af hverj-
um 10, sem eitthvað byrja á
neyzlu áfengis, drekkur sér til
vandræða á einhvern hátt.
Afdráttarlausir bindindis-
menn eru þeir klettar, sem hol-
skefla drykkjutizkunnar brotnar
á. Séu þeir engir, æðir hún yfir
viðnámslaust og veldur ómetan-
legu tjóni.
Til eru staðir, þar sem
bindindissemi er það almenn, að
Framhald á bls. 27.
ÞAÐ ER stundum ritaö og rætt
um vandamál áfengisneyzlu og
annarra fiknicfna, og sjá fæstir
ráð til bóta. Vandinn er mikill, en
þó ekki óyfirstlganlegur, fræði-
lega séð. Með þessu á ég við, að
iausn þessa vandamáis býr I
okkursjálfum sem einstaklingum
og félagsverum. Ef við leitum og
Iftum inni okkur sjáif, þá er
lausnin þar, I breyttum llfsvið-
horfum og viðbrögðum við sam-
félagslegum vanda þjóðfélagsins
og þeirra mörgu einstaklinga er
heyja sifelid hjaðningavlg við
marghöfðaðan þursa þessara
ástriðuefna.
Samfélagslegur vandi þjóðar-
innar er sá að þeir, er aðhyllast
neyzlu áfengis, vilja ekki þurfa að
neita sér um hana og telja það til
ófrelsis,ef það væri af þeim tekið.
I þessu felst.að hvorki hjá ein-
staklingum eða ráðamönnum
hefur fengizt viðurkenning þess,
sem þó er þekkt staðreynd, að
áfengið er fikniefni og vimugjafi,
og eftir þvi bæri að fara um með-
höndlun þess. Af þessu stafar
tregða áfengisneytenda að viður-
kenna aðrar og fleiri staðreyndir I
þessu sambandi, er bent verður á
hér á eftir I stuttu máli.
Vandinn er I raun og veru ein-
faldur, en þó engu að slður erfiður
viðfangs. Það felst meðal annars I
áðurnefndri tregðu einstaklinga
og almennings að móttaka og
viðurkenna staðreyndir og taka
afstöðu samkvæmt þvi. Margir
menn vilja ekki viðurkenna> að
áfengi sé fikniefni og vimugjafi
og að neyzla þess valdi oft og
tiðum sjálfgerðri sviptingu þess
að heita og vera allsgáður, eins og
neyzla slikra efna hefur I för með
sér. Tregða á viðurkenningu
þessara sanninda sézt m.a. I þvi,
að hversu mikill fjöldi manna vill
ekki játa þeirri staðreynd,að þeir
séu siður ökuhæfir með áfengi i
kollinum en allsgáðir. Neitun á
viðurkenningu þessarar stað-
reyndar sézt að staðaldri i slys-
Læknafélag íslands:
Ályktun aðalfund-
ar um áfengismál
Eftirfarandi ályktun frá stjórn Læknafélags Islands var sam-
þykkt á siðasta aðalfundi félagsins:
„Aðalfundur L.l. haldinn á Blönduósi 23.-25. júni 1972 telur að .
fullkomins ósamræmis gæti i afstöðu almennings og yfirvalda til
neyzlu fikniefna, lyfja sem hafa ávanahættu I för með sér, og
neyzlu áfengis.
Eins og nú standa sakir, er áfengisneyzla landsmanna lang-
samlega mesta vandamálið af framangreindum atriðum og er
réttnefnt áfengisböl.
Aðalfundurinn ályktar þvi, að sérstakra aðgerða sé þörf til að
koma I veg fyrir neyzlu áfengis. Þar eð ekki hefur tekizt að skapa
sterkt almenningsálit gegn ofneyzlu áfengis, telur fundurinn að
ekki verði komizt hjá þvi að sala áfengra drykkja verði tak-
mörkuð. Skorar fundurinn þvi á viðkomandi yfirvöld að hefja nú
þegar aðgerðir til að draga úr sölu áfengra drykkja”.