Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 23

Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 23
Laugardagur 17. marz 1973 TÍMINN 23 nir stefnu sína og störf ,a samtaka var haldiö hér á landi sumariö 1966 förum og lemstrunum, eyöilegg ingu milljóna verömæta og tor timingu á einstaka mannslifi i ofanálag. Þetta orsakast af þvi að menn vilja ekki viöurkenna staö- reyndir: Vélarnar hafa tekiö nú- timamanninn I slna þjónustu. Þær veita okkur þægindi, en þær gera jafnframt kröfur, er viö veröum aö uppfylla. Kröfur, sem aldrei hafa veriö geröar til neinn- ar kynslóðar i jafnrikum mæli. Undanbragðaleysi þessarar tækni er algjört, sé hún ekki með- farin á rökvisan og nákvæman hátt. Þess vegna hlýtur aö fara sem fer þegar viö t.d. setjum 100 hestafla vél I bifreiðarliki I hendur fjölda manna, sem sjálf- ráðir og vitandi vits svipta sig hæfninni til aö stjórna þeim meö þeirri nákvæmni sem vélin krefst, og hún veröur I höndum þeirrá vitisvél lemstrunar og dauða — einungis vegna tregðu einstaklingsins að viöurkenna staöreyndir, og haga sér sam- kvæmt þvl. Þessi tregða á aö viðurkenna staöreyndir, I sambandi viö fíkni- efni, lýsir sér meöal annars I þeirri trúarsetningu margra manna, aö þaö sé persónulegt ófrelsi (og alls ósamrýmanlegt þessum slöustu og frjálslyndustu timum) ef þeir fái ekki að hafa fullkomiö frjálsræði um notkun áfengis og vitanlega komi ekki tii mála aö meina mönnum neyzlu þess. Þetta er rökfræöilega séð rangt, þvl oft og tiðum er óhjá- kvæmileg afleiðing neyzlunnar sú, að hún tekur fram fyrir hendur neytandans og gerir hann af sjálfu sér ófrjálsan að athöfnum sinum, og þar meö gerist hann hættulegur sínu umhverfi og þeim reglum og lögum er rikisvaldið setur til verndar einstaklingnum og umhverfi hans. Hann setur sig i óábyrga afstöðu gagnvart sam- félaginu og verður oft og tiðum valdur að ýmsu þvi er enginn maður getur staðið i ábyrgð fyrir eins og bent var á hér að framan. Með neyzlu áfengis og annarra hliðstæðra fiknilyfja, hefur ein- staklingurinn sjálfviljugur eða ótilkvaddur rofið það vitræna samband við meðborgararna.sem hann allsgáður telur sjálfsagt, og þjóðfélagið á kröfu til aö hann virði. Þessháttar atferli er órök- visst, óeðlilegt og ranglátt gagn- vart samfélaginu. Það er mikið rætt um mengun andrúmsloftsins, mengun láðs og lagar. En það er minna rætt um mengun hugarfarsins og heil- birgðinnar. Það er rætt um hreint land og fagurt land, en minna um fagurt mannlif. Mundi það þó ekki vera undirstaða hins? Fagurt mannlif er þvi miður að- eins draumur margra ein- staklinga, eygður i gegnum hyllingar þeirrar hverfulu lifslygi sem fikniefnin skapa. Nútima tækni, sambúöarþörf og umgengnisnauðsyn i fjölbýli, hljóta að færa alla löggjöf þjóða til þeirrar áttar að vegna sam- félagslegs öryggis veröi meira ráðandi en nú er, vitund og viður- kenning þeirrar nauðsynjar, að æ fleiri séu æ oftar að fullu og öllu allsgáðir, sem raunverulega þýðir: allsgáðir einstaklingar I sameinuðu og samáþyrgu þjóðfélagi. Vandamál áfengis og annarra fikniefna verða ekki leyst fyrr en allur þorri einstakl- inga viðurkennir samábyrgð sina og þjóðfélagið vill standa sam- einað og einhuga I þessu mann- helgismáli. Sú kemur tíð. Indriði Indriðason. SAMTÖKIN ÍSLENZKIR UNGTEMPLARAR 15 ÁRA Sumardagurinn fyrsíi árið 1958 var sérstakur fagnaðardagur i sögu bindindis æskunnar, en þann dag voru samtökin tslenzkir ungtemplarar stofnuð. Eru þvi á þessu vori 15 ár liðin frá stofnun IUT, sem er sjálfstæð félags- hreyfing ungs fólks á vegum IOGT. Samtökin tslenzkir ung- templarar voru stofnuð fyrir beina hvatningu og stuðning frá Norræna ungtemplarasam- bandinu (NGUF) og i samráði við yfirstjórn IOGT hér á landi. Með stofnun ÍUT er lagður grund- völlur að starfsemi hér svipað og verið hafði á hinum Norður- löndum um margra áratuga skeið, sem hafði gefið þar mjög góða raun sem fjölþættur, áhrifa- rikur og skemmtilegur félags- skapur ungs fólks. Stofnaðilar IUT voru 8 ung- mennastúkur, er höfðu flestar starfað stuttan tima. Elzta félag innan IUT er ungtemplarafélagið HRÖNN I Reykjavik, forustu- félag samtakanna og eins konar kjölfesta þeirra alla tið, er einmitt 15 ára um þessa mundir, stofnað 7. apríl 1958. Nú starfa á vegum IUT eingöngu ung- templarafélög. Bindindi/ bræöralag, þjóð- arheill. 1 félagsstarfi IUT er lögð megináherzla á að unnið sé að þvi, er felst i kjörorði samtak- anna: BINDINDI BRÆÐRALAG ÞJÖÐARHEILL. Starfsemin byggist á almennu félagsstarfi I Afnám vfn- veitinga á vegum ríkisins FIMM alþingismenn úr jafn- mörgum stjórnmálaflokkum, þeir Vilhjálmur Hjálmarsson, Jón Arm. Héðinsson, Karvel Pálmason, Helgi F. Seljan og Oddur ólafsson, hafa flutt svohljóðandi þingsályktunar- tillögu á alþingi þvi, sem nú situr: „Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að hætta vín- veitingum I veizlum sinum”. Greinargerö alþingismann- anna fyrir tillögunni er þannig: „Stöðugt slgur á ógæfuhlið i áfengismálum Islendinga. Andspyrna félaga og einstak- linga fær ekki rönd við reist. Opinberar skýrslur sanna al- mannaróm I þessu efni. Aö dómi flutningsmanna þessarar tillögu er fyllsta ástæða til þess, að rikisvaldið gefi hér gott fordæmi, I stað þess að kynna drykkjusiði við margvisleg tækifæri”. Hér gefst ráðamönnum þjóðarinnar tækifæri til að sýna I verki, hvort nokkur al- vara fylgi orðum þeirra margra um, að mikil nauðsyn sé að draga úr áfengisneyzlu þjóðarinnar. deildunum: fundahald, skemmtanir, ferðalög, iþróttir og mót, er miðast fyrst og fremst við fólk á aldrinum 14 til 25 ára. Stofnþing IUT var haldið i Reykjavik, fyrsta ársþingið var i Hafnarfirði, en það seinasta var i Vestmannaeyjum sumarið 1972. Auk nefndra staða, hefur þingið verið haldið að Jaðri, en þar hefur það oftast verið, á Siglufirði, Isa- firði, Galtalækjarskógi og að Lyngbrekku I Mýrasýslu. 1 sumar verður þingið á Sauðárkróki. Mótshald: Veigamikið atriði i starfi IUT hafa verið m'ot. Þannig var Jaðaramótið haldið árlega i ágústmánuði i 12 ár samfleytt við vaxandi vinsældir. Með landsmóti IUT á Siglufirði 1967 var brotið blað I sögu sam- takanna. Þetta fyrsta landsmót sóttu um 300 ungtemplarar. Næsta landsmótið var haldið að Staöarhrauni i Mýrasýslu i tengslum við ársþingið sumarið 1969, og þriðja landsmótið i Galtalækjarskógi. 1971. I sumar verður landsmótið haldið á Sauðárkróki. IUT var um árabil óbeinn aðili að Bindindismótinu, sem Umdæmisstúlkan nr. 1 stóð fyrir um Verzlunarmannahelgina allt frá 1960, að fyrsta mótið var haldið að Húsafelli. Samtökin urðu beinn aðili að Bindindis- mótinu 1967, en þá var það haldiö i Galtalækjarskðgi á vegum fyrr- nefndra aðila. tslenzkir ungtemplarar voru i hópi þeirra niu aðila, er stofnuðu Æskulýðssamband Islands sumarið 1958 og hafa fulltrúar 1UT og ÆSI tekiö rikan þátt i margvislegu starfi Æskulýðs- sambandsins. Auk þess hefur IUT átt aðild að Landssambandinu gegn áfengis- bölinu, Bandalagi æskulýðsfélaga Reykjavikur, Norræna félaginu, Landvernd, Norræna bindindis- þinginu, Alþjóðasambandi ung- templara og siðast en ekki sizt Norræna ungtemplararáðinu, eins og samtök norrænna ung- templara nefnast i dag. Eins og fyrr segir, hafa samskiptin verið góð við Norræna ungtemplara og þau verið mikil allan þennan tima. Fulltrúar ÍUT hafa sótt öll mót, þing og samnorræna fundi ungtemplara frá 1958. 87ÁRERUliðin áþessu ári siðan fyrstu barna- stúkurnar voru stofn- aðar hér á landi. Alla tið siðan hefur Góð- templarareglan staðið fyrir starfsemi þeirra viðs vegar um land. Yfirmaður starfsem- innar er kallaöur stór- gæzlumaður unglinga- starfs, og hefur Hilmar Jónsson bókavörður i Keflavik gegnt þvi starfi siðustu tvö ár. Hilmar segir þetta um starfsemi barnastúknanna: Á barnastúkufundum æfast Sumarið 1966 var 50 ára af- mælismót Norræna ungtemplar- asambandsins haldið hér á landi og höfðu Islenzkir ungtemplarar veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd þess. Komu þá hingað til lands um 200 norrænir ungtemplarar, Rúmlega 40 is- elnzkir ungtemplarar tóku þátt i Norræna ungtemplaramótinu I Sviþjóð sumarið 1968 og fast að þvi jafn margir félagar sóttu mótið i Noregi s.l. sumar, en mót Norrænna ungtemplara eru nú haldin á fjögurra ára fresti á vixl i þjóðlöndum Norðurlanda. Leiðtoganámskeið 1UT hefur efnt til margra nám- skeiða, iþróttamóta, ráðstefna eða umræðurfunda um æskulýðs- og bindindismál, eitt sér eða i samvinnu við aðra, auk leiðtoga- námskeiðs hjá deildunum og ár- legra formannafunda siðustu árin. Þá efndi ÍUT til bindindis- og umferðamálasýningar i Reykjavik árið 1962 og 1964 ásamt Bindindisfélagi ökumanna og Abyrgð, tryggingafélagi bindindismanna. Fyrir tilstilli ^fengisvarnarráðs rikisins hefur IUT átt þess kost að senda félaga á Æskulýðsleiðtoganámskeið i Noregi og hafa fimm félagar samtakanna notið þessa gagnlega namskeiðs. Nokkuð samstarf hefur verið við Samband bindindisfélaga i skólum (SBS) Efnt hefur verið til sameiginlegra funda með stjórnum sambandanna. Þá stóðu þessir aðilar auk Bindindis- félags Islenzkra kennara að gerð auglýsingaspjalds 1971 með að- vörun um hættur ölvunar við akstur, en spjaldi þessu var dreift með sérstakri herferð til öku- manna. Texti á spjaldinu er: „Dauðinn er oft förunautur ölvaðs ökumanns” Ennfremur létu sömu aðilar útbúa aug- lýsingaspjald gegn áfengis- neyzlu, sem ætlað er að nái til ungs fólks. Áður hafði ÍUT látið útbúa litprentað auglýsinga- spjald gegn sigarettureykingum er bar áletrunina „Dýrt og hættulegt”, sem birzt hefur i blöðum og timaritum, auk þess að vera dreift viða fyrr á árum. Innan vébanda eru 9 deildir með rúmlega^SOO félagsmenn. Formaður lUT er Gunnar Þorláksson, fulltrúi, Reykjavik E.H. unglingar I fundarreglum og fundarstjórn. Þar lesa þeir upp skemmtiefni ellegar efni alvar- legs eðlis. Þar eru fluttir leik- þættir, oft eftir börnin eða ung- lingana sjálfa, og stundum löng leikrit, sungið og fariö i ýmsa leiki. Aherzla er lögð á félagslega þjálfun. Margar barnastúkur halda á hverju ári árshátlð, þar sem sérstaklega er vandað til dagskrár. A sumrum er stundum farið i ferðalög. A vegum unglingareglunnar kemur út ársritið Vorblómið, sem Sigurður Gunnarsson fyrrum skólastjóri hefur haft mestan veg og vanda af frá upphafi. Barnastúkurnar eru nú rúm- lega 40 I landinu með 4000-4500 félögum. A Akureyri eru starf- andi 3 barnastúkur, en fjöl- mennust mun Nýársstjarnan i Keflavik vera með yfir 400 félaga. Barnastúkur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.