Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 6
6 15. ágúst 2004 SUNNUDAGUR
Fjölskylduvæn fyrirtæki í Reykjanesbæ:
Bara ein tilnefning borist
SVEITARSTJÓRNARMÁL Einungis ein til-
nefning hefur borist fjölskyldu- og
félagsþjónustu Reykjanesbæjar
um fjölskylduvænt fyrirtæki í
bænum. Frestur til að skila tilnefn-
ingum hefur verið framlengdur til
20. ágúst næstkomandi.
Á vef bæjarfélagsins kemur
fram að í fjölskyldustefnu Reykja-
nesbæjar sé ákvæði um að verð-
launa fjölskylduvæn fyrirtæki eða
stofnanir, annars vegar fyrirtæki
eða stofnun rekið af Reykjanesbæ
og hins vegar fyrirtæki í einka-
rekstri, staðsett í bænum.
„Ég hef nú ekki trú á því að hér
finnist ekki fjölskylduvæn fyrir-
tæki,“ segir Hjörtur Zakaríasson,
bæjarritari og staðgengill bæjar-
stjóra Reykjanesbæjar, og telur
frekar að sumarið hafi latt for-
svarsmenn fyrirtækja til að sækj-
ast eftir tilnefningum. „Svo sýnist
mér nú að þetta hefði mátt auglýsa
betur, en það verður gert núna.“
Viðurkenningar verða veittar í
tengslum við Ljósanótt 2004, menn-
ingarhátíð Reykjanesbæjar sem
haldin verður dagana 2. til 5. sept-
ember. ■
Starfsfólkið undir
töluverðu álagi
Þingmenn eru á öndverðum meiði um ágæti sparnaðaraðgerða Land-
spítala. Pétur Blöndal telur enn hægt að hagræða í heilbrigðiskerfinu en
Þuríður Backman hefur áhyggjur af afleiðingunum.
HEILBRIGÐISMÁL „Rekstur Landspít-
alans hefur verið eilífðarvanda-
mál og því mjög ánægulegt að
stjórnendur hans séu farnir að
nálgast áætlanir,“ segir Pétur
Blöndal, einn fulltrúa Sjálfstæðis-
flokks í heilbrigðis- og trygginga-
nefnd Alþingis.
Rekstur spítalans á fyrri helm-
ingi ársins kostaði 110 milljónum
króna meira en Alþingi hafði ráð-
gert og af 14 milljarða króna
rekstrarkostnaði er það 0,8%
framúrkeyrsla. Er það minni um-
framkostnaður en sést hefur í háa
herrans tíð.
Pétur hefur alla sína þing-
mannstíð lagt áherslu á að dregið
sé úr ríkisútgjöldum og lagt ríka
áherslu á að rekstri stofnana hins
opinbera sé haldið innan fjár-
heimilda. „Það væri reyndar
skemmtileg tilbreyting að sjá
reksturinn hinum megin við strik-
ið, áætlanir geta jú bæði verið of
og van. En það er greinilegt að að-
haldsaðgerðirnar á Landspítalan-
um koma ekki niður á starfsem-
inni þar sem skurðaðgerðum hef-
ur fjölgað á þessum sama tíma.“
Pétur er ekki í vafa um að enn sé
hægt að draga úr kostnaði. „Ég er
sannfærður um að hægt sé að hag-
ræða mikið í heilbrigðiskerfinu.“
Þuríður Backman, sem situr í
heilbrigðisnefndinni fyrir Vinstri
græna, er ekki jafn sannfærð um
ágæti aðhaldsaðgerðanna. Hún
segir reyndar þakkarvert að
rekstrarkostnaðurinn sé farinn að
nálgast áætlanir og telur að ávinn-
ingurinn af sameiningu stóru
sjúkrahúsanna í Reykjavík sé
þarna að koma í ljós. „Hinsvegar
veit ég til þess að fækkun starfs-
fólks á spítalanum hefur þýtt
óhemju mikið álag á fólk og ég hef
heyrt að sjúklingar veigri sér við
að biðja um hjálp því það sé svo
mikið að gera.“
Þuríður segir jákvætt að þjón-
usta göngudeilda hafi aukist en
bendir um leið á að kostnaðarhlut-
deild sjúklinga sé mikil. Vandan-
um sé því velt yfir á þá. Að mati
Þuríðar þarf að skilgreina þjón-
ustuhlutverk Landspítalans og
efla um leið heilsugæsluna, aðrar
heilbrigðisstofnanir og heima-
þjónustuna.
bjorn@frettabladid.is
■ EVRÓPA
NÓBELSVERÐLAUNAHAFI ANDAST
Pólska skáldið og nóbelsverð-
launahafinn í bókmenntum,
Czeslaw Milosz, er látinn 93 ára
að aldri. Milosz bjó í útlegð í 30
ár í valdatíð kommúnista og varð
tákn lýðræðissinna. Hann hlaut
nóbelsverðlaunin árið 1980, um
það leyti sem verkalýðsfélagið
Samstaða reis gegn stjórnvöld-
um.
FIMMTÁN LÉTUST Fimmtán
manns létust þegar smárúta lenti
í árekstri við fólksbíl á þjóðvegi í
Rússlandi. Bílarnir rákust saman
af miklum krafti og varð mikil
sprenging við áreksturinn. Ein-
ungis einn þeirra sem voru í bíl-
unum tveimur lifði áreksturinn
af. 35.000 Rússar létust í bílslys-
um í fyrra.
HERMENN KVADDIR
Forseti Rúanda kvaddi hermenn sína.
Rúandaher:
Hermenn
til Darfur
RÚANDA, AP Hermenn frá Rúanda
eru reiðubúnir að beita valdi til að
vernda flóttamenn í Darfur gegn
ofsækjendum sínum. Þetta sagði
Paul Kagame, forseti Rúanda, eft-
ir að hafa lýst því yfir að hann
væri að senda á annað hundrað
hermenn til Darfur í Súdan til að
fylgjast með ástandinu.
Rúandísku hermennirnir eru
fyrstu erlendu hermennirnir sem
fara til Darfur eftir að arabískir
vígamenn byrjuðu árásir sínar á
svarta bændur í héraðinu. Tug-
þúsundir hafa látist, rúm milljón
flúið heimili sín og á þriðju millj-
ón þarfnast hjálpar. ■
VEISTU SVARIÐ?
1Hversu lengi hefur Davíð Oddssonverið forsætisráðherra?
2Hvað nefnist lagið sem Björk flutti viðsetningarathöfn Ólympíuleikanna?
3Stofnendur Google lentu í vanda eftirað viðtal birtist við þá í tímariti.
Hvað heitir það rit?
Svörin eru á bls. 30
TIL STUÐNINGS AL-SADR
Fjöldi sjíamúslima hefur komið sér fyrir í
Imam Ali moskunni til stuðnings al-Sadr.
Hann hunsar þjóðfundinn.
Þjóðfundur:
Hefst í dag
BAGDAD, AP Forystumenn íraska
þjóðfundarins sem á að hefjast í
dag segja að ofbeldi á svæðum
sjíamúslima muni ekki hafa áhrif
á fundinn. Upphaflega átti að
halda þjóðfundinn í síðasta mán-
uði en þá varð að fresta honum
vegna hættuástands.
Þúsund manns sitja þjóðfund-
inn sem á að kjósa hundrað manna
þing sem sitji fram yfir fyrstu
lýðræðislegu kosningarnar í Írak.
Gert er ráð fyrir að þær verði
haldnar fyrir lok janúar. Fulltrúar
sjötíu hópa hafa boðað komu sína
en stuðningsmenn Muqtada al-
Sadr segjast ekki ætla að taka
þátt. ■
REYKJANESBÆR
Leitun virðist vera að fjölskylduvænu fyrir-
tæki í Reykjanesbæ ef marka má undir-
tektir við eftirleitan fjölskyldu- og félags-
þjónustu bæjarins eftir tilnefningum.
Líkamsárás:
Í varðhald
til morguns
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt
mann í gæsluvarðhald til morg-
uns vegna rannsóknar á meintri
líkamsárás í Öxnadal. Talið er að
maðurinn hafi barið annan mann í
höfuðið með hafnaboltakylfu. Af-
leiðingin var sú að fórnarlambið
höfuðkúpu-, kinnbeins- og nef-
brotnaði.
Í fyrstu var því haldið fram að
fórnarlambið hefði fallið úr bíl á
ferð og slasast. Síðar kom í ljós að
hann hafði verið beittur ofbeldi. ■
LANDSPÍTALINN VIÐ HRINGBRAUT
Rekstrarkostnaðurinn á fyrri helmingi ársins var nálægt fjárheimildum, sem er nýmæli.
PÉTUR BLÖNDAL
Ánægjulegt að
stjórnendur nálgist
áætlanir.
ÞURÍÐUR
BACKMAN
Kostnaðarhlutdeild
velt yfir á sjúklinga.
■ LOTTÓ
ENGINN MEÐ FIMM RÉTTA Þriggja
milljóna fyrsti vinningur Lottósins
gekk ekki út í gærkvöld. Enginn
var með allar fimm tölurnar réttar
en tveir voru með fjórar tölur
réttar og bónustölu. Þeir fá að
launum 120 þúsund krónur. Réttu
tölurnar voru 4, 15, 22, 35 og 38,
bónustalan var 3.