Tíminn - 01.04.1973, Side 3

Tíminn - 01.04.1973, Side 3
Sunnudagur 1. april. 1973 TÍMINN 3 Meðal verkfræðinga og verktaka gengur hann undir nafninu BR 406, og er þá átt við fimm þúsund kilómetra langa veginn sem unnið er við að leggja yfir Andesfjöllin frá Kyrra- hafsströndinni og yfir að strönd Atlantshafsins. Tiu þúsund manns vinn- ur að þessu verki á veg- um stjórnarinnar i Brasiliu, og vinnuað- stæður eru erfiðar og verkið kostar óskaplega fjármuni. Þar á móti kemur, að framtíð Braisliu byggist á vegarlagningunni. Á næstu hundrað árum verður fólksfjölgunin i Brasiliu um 200 milljón- ir manna, og allur þessi fjöldi kemst ekki fyrir á strandræmunni. Auk þess er fimm milljón ferkilómetra frumskógasvæðið eitt hið auðugasta i heimin- um, þegar rætt er um náttúrauðlindir. Maðurinn hefur ætíö reynt að hafa yfirhöndina gagnvart náttúrunni. Þetta gildir lika þeg- ar um er að ræða óaögengilegan og villtan frumskóginn á Amazonsvæðinu, en þar sem maðurinn er nú að hefja mikla orustu við skóginn vitandi það að möguleikarnir til vinnings eru miklir. óhreyfð frumskógasvæö- in i Suður-Ameriku eru ekki beint frýnileg, en auðæfi skóganna freista, og þar eiga að vera lifs- skilyrði fyrir miklar byggðir. Þvert i gegn um torfærustu frum skógana i Brasiliu er nú verið að gera 5000 km. langan veg, sem á að tengja saman austur og vest- urströndina. Þetta er risafram- kvæmd, sem kölluð hefur verið „gegnum Amazon” eða BR-406 vegurinn meðal verkfræðinga. Þetta er fyrsti vegurinn sem gerður hefur verið á þessu gifur- lega landsvæði, þar sem frumskógar þekja 5.5 milljón ferkilómetra. Þessi framkvæmd kostar óhemju mikið fé, og þeir tiu þúsund menn sem starfa aö vegalagningunni eru i stöðugri hættu vegna duttlungafullrar náttúru og hins fjölbreytta dýra- lifs. Stjórnin i Braisliu er ekki i neinum vafa um, að framkvæmd- in mun borga sig. Reiknað er með að vegurinn geri frumskóginn byggilegan, enda þarf mikiö landrými fyrir þær 200 milljónir manna sem bætast við ibúafjöld- ann á næstu hundrað árum. Flugfélagið Varig hefur gert áætlun um byggingu 30 stórra hótela á frumskógasvæöinu, og eiga hótelin að hýsa þá ferða- menn sem vilja notfæra sér þá möguleika að geta ferðast um i frumskóginum, se*hingað til hef- ur verið ófær yfirferðar. Til að koma enn frekar á móts við for- vitna ferðalanga eru uppi ráða- gerðir um að leggja fleiri vegi en þennan eina i frumskóginum, og gera samgöngurnar þannig enn betri. 1 fyrstunni er ráðgert að um hálf milljón manna fái aðsetur meðfram hinum nýja vegi, og starfsmenn við vegalagninguna hafa forgangsrétt til að velja sér landsvæði til ibúðabygginga. Frumskógurinn er ekki beint frýnilegur, og frumbyggjanna i skóginum biða margháttuð vandamál. Rikisstjórnin býst samt við að frumbyggjarnir muni yfirvinna erifðleikana, og geti komið sér fyrir i frumskóginum. Þeir eru ekki óvanir að takast á við erfiðleika sem þessa i Brasi- liu. Þegar höfuðborgin Brasilía var reist, kom fram mikil gagn- rýni, og það með réttu. En þegar um varað ræða byggingu vega og húsa, heppnaðist allt vel. Aður en borgin Braislia var byggð, var með réttu hægt að segja aö landið væri ekki nema belti meðfram ströndinni og miklir frumskóg- ar. Þá var ekki hugsaö um annað en Rio de Janeiro, Sao Paolo og Santos, þegar talað var um byggöina i landinu. Bygging borgarinnar Brasiliu og vegurinn sem liggur þangaö, hefur gert landið stærra. Og það sama á eft- ir að gerast aftur. Vegurinn sem nú er unnið við aö gera, liggur eiginlega ekki til neins ákveðins staðar, en vegna hans komast landsmenn i námunda viö auðug- ustu landssvæði heims hvað varð- ar náttúruauðlindir. Þarna má finna i miklu magni járn, salt, megnesium, boxit og tin. Land- svæðið sjálft býður ekki upp á nein sérstök verðmæti, heldur frekar erfið lifskjör fyrir væntan- lega ibúa.En þegar dæmið er tek-' ið i heild þá á opnun frumskógar- ins að hafa i för með sér von um velsæld og hamingju. ffl Electrolux ryk- og vatnssugan uz-162 fyrir verkstæði, verzlanir, skóla, sjúkrahús, fiskverkunarhús, skrifstofubyggingar o. fl. ÁRMÚLA 1A SÍMI 86-114 Ryk- og vatnssugan UZ 162 er búin öll- um þeim kostum, sem Electrolux- verksmiðjurnar hafa fundið upp á löngum framleiðsluferli. Afl hennar ásamt sérstaklega hönnuðum fylgi- hlutum gerir hana mjög hæfa til hrein- gerninga á stöðum þar sem mikið mæðir á, svo sem skólum, sjúkrahús- um, verkstæðum og skrifstofubygging- um. Vélin er búin tveim sænskfram- leiddum Electrolux rafmagnsvélum með sérstakri kælingu. Aðrir kostir meðal annars: • Auðveld í meðförum og létt. • Sjálfvirk vatnsloka úr plasti, sem er jafnvíg á vatn og froðu. • Sterkur plastgeymir (polyethene), sem þolir hita og sýrur. • Tæming gegnum stillanlegan vatns- loka. • Slangan tengd á lok geymisins, sem tryggir hámarksnýtingu. • Sterk slanga úr gæðaplasti. • Loftinntak vélar ofarlega. • Stór hjól á kúlulegum. • Fylgihlutir: Bursti fyrirgólf og bleytu- bursti. • Fáanlegir aukahlutir: Teppabursti og bursti til áfestingar (3 gerðir). KARNABÆR KARNABÆR Leggjum mikla áherzlu á góða póstkröfu þjónustu á ÖLLUM okkar vörum SÍAAAR: 12330-13630- 14388 Vinsælustu hljómplöturnar: □ LED ZEPPELIN — House OF The Holy □ CAT STEVENS — Catch Bull At Four □ UHIRA HEEP — The Magicians Birthday □ UHIRA HEEP — Demonds and Wizards □ INCREDIBLE STRING BAND — No Rivinon Feud □ CAS WORKS — Cas Works □ CHICAGO — Vol 5 — □ FREE — Heartbreaker □ FLASH — IN The Can □ TRAFIC — Shoot Out at The Fantasy Factory □ GILBERT O SULLIVAN — Back to Front □ ALEX HARVEY BAND — The Sensational □ MALO — Malo Dos □ BOZ SCAGGS — My time □ SANTANA — Caravanserai □ AMERICA — Homecoming □ THE GRATEFUL DEAD — Europe '72 □ FRANK ZAPPA — Grand Wazoo □ DUANE ALLMAN — An Anthology □ GRAND FUNK RAILROAD — Phoenix □ TEMPEST — Tempest □ THE HISTORY OF FAIRPORT CONVENTION □ JAMES TAYLOR — One Man Dog □ THE EDGAR WINTER GROUP — They Only Come Out at Night □ CAPTAIN BEEFHEART — And The Magic Band □ JONATAN EDWAROS — Honky-Tonk Stardus Cowboy □ YES — Close To The Edge □ SIMON AND GARFUNKEL — Greatest Hits □ RORY GALLAGER — Blueprint □ ROY HARPER — Lifemask □ PINK FLOYD — Obscures by Clouds □ EMERSON LAKE AND PALMER — Trilocy □ DAVE MASON — Scrap Book □ BUSSY — Bussy □ MOUNTAIN LIVE —- The Road Goes Ever ON □ THE MODY BLUES — Seventh Sojoum □ NEIL YOUNG — Jomey Through The Past □ PETER TOWNHEND — Who Came First. Litlar vinsælar plötur: LOBO-I'd love you to want me SLADE-Cum on fell the noize FOCUS-Sylvia ELTON JOHN-Daniel GEYSIR- Refusing MODY BLUES-For me lady FAMILY-CLOVE ROD STEWART-Angela. Póstsendum um allt lond

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.