Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 13
Sunnudagur 1. april. 1973 TÍMINN 13 hrækt á sig og rifið i árið á sér. — Og hvað gerðir þú? spurði ég. Hún brosti út að eyrum, tók i hönd mina, horfði beint i augun á mér og svaraði: — Ég sagðist elska hana. Jesús elskar hana og Jesús er i mér. Hann er i öllum. í kristilegri baráttu við lögin Siðan var gengið af stað. Hópurinn taldi á að gizka 30 manns og i fararbroddi var Amerikani um þritugt,' sem sagðist hafa verið bóndi i Mið- vesturrikjunum áður en hann fékk köllunina. A rauðu ljósi leiddi hann hópinn i bæn og fjör- legum söng. A eftir hrópuðu „systkinin”: —Thank you, Lord! We love you Jesus! Thank you Lord! Praise the Lord! Gömul kona gekk hjá með hundinn sinn og var rétt gengin á staur, svo mjög á óvart kom henni að sjá heldur subbulega unglinga standa á götuhorni og biðja. Hundurinn gelti illilega. Sifellt var einhver að koma upp að mér, bjóða mig vingjarnlega velkominn, spyrja mig um þekk- ingu mina á Jesú Kristi, hvort ég ætlaði að flytja alveg inn með þeim og svo framvegis og svo framvegis. A leiðinni rifjaði ég upp það sem ég hafði áður heyrt talað um þetta afsprengi „Jesús- byltingarinnar” svokölluðu. A að minnsta kosti einum stað i Bandarikjunum hefur söfnuður „Guðsbarnanna” verið flæmdur i burtu með úrskurði dómara, eftir að foreldrum nokkurra safnaðar- barnanna hafði verið stranglega meinað að heimsækja börn sin á þann búgarð, sem söfnuðurinn hafði lagt undir sig, gott ef ekki keypt fyrir stóra summu: viða voru „The Children of God” mjög óvinsæl og meira að segja höfðu foreldrar tekið sig saman og stofnað samtökin „Free Our Sons and Daughters From the Children of God” — frelsum synir okkar og dætur frá tjluðsbörn- unum — Lögfræðingur var ráðinn og eftir að börnunum hafði verið náð frá Guðsbörnunum tók við þeim einhvers konar félagsráð- gjafi eða sálfræðingur, sem „heilaþvoði” þau á ný. Þannig hafa gengið — og ganga enn — mikil málaferli á vixl, þvi vitaskuld hafa forsprakkar hreyfingarinnar stefnt for- eldrunum og sérfræðingum þeirra aftur. Þegar ég siðast vissi var mannréttindahreyfingin eitt- hvað komin i spilið og alls ekki séð fyrir endann á þvi. Guðsbörnin afneita hinu- veraldlega samfélagi og forðast það sem mest þau mega. Þó reka þau að sjálfsögðu útbreiðslustarf sitt meðal almennings i „stein- steypuþjóðfélaginu” eins og þau kalla það, en að öðru leyti segjast þau hafa frelsazt frá þvi. Ekki er það þó alveg þannig, þvi til dæmis fá þau allan sinn mat frá þessu vonda þjóðfélagi og láta að sjálf- sögðu vera að greiða fyrir hann með veraldlegum peningum. Nokkrum sinnum reyndi ég að ympra á þvi við viðmælendur mina en fékk alltaf sama svarið: — Við biðjum ekki um neitt. Jesús Ráðhústorgiö og ,nágrenni þess. sér okkur fyrir þvi sem við þurf- um. „Fristaden” Kristjania En þrátt fyrir þetta hefur hreyfing Guðsbarnanna sina kosti. 1 fyrsta lagi hefur hún gert stóran hóp ungmenna — liklega 5-6000 i allt — hamingjusaman og i öðru lagi hafa margir snúið frá villu sins vegar, það er að segja neyzlu fikni- og eiturefna. Aþreifanlegt dæmi þess sá ég, þegar við loks komum i Krist- janiu. í Kristjániu, þessum gömlu herbúðum danskra kónga i mið- borg Kaupmannahafnar, munu nú búa hátt i 500 manns, þar af eru Guðsbörnin um 150. A sumrin eru þar að sjálfsögðu miklu fleiri og þá fólk af ýmsu tagi, til og með þeir sem vilja gista ódýrt á fingraferðalagi sinu um heiminn. Fastir ibúar eru einnig af ýmsu tagi en eiga það sameiginlegt að hafa gefizt upp á neyzluþjóðfélag- inu og vilja lifa i sátt við sjálfa sig i Kristjániu eða öðrum „fristad”. Ekki eru þó allir ibúarnir sáttir við allt: til dæmis hefur Kaup- mannahafnarlögreglan oft reynt að flæma ibúana i burtu, með vissu millibili hvert kvöld litur lögga við til að reyna að hanka dópsala og mjög nýlega kom mál- ið til umræðu hjá dönskum yfir- völdum, sem ákváðu að gefa ibú- unum frest til að flytja fram á næsta ár, ef ég man rétt. Heíur m.a. verið efnt til samkeppni meðal arkitekta i Kaupmanna- höfn um mögulega nýtingu á staðnum og mun i útboðsgögnum ekki hafa verið minnzt á, að nú- verandi ibúar yrðu þar til frambúðar. Annars er Kristjania sjálf athyglisvert efni og margt um hana hægt að segja, danskur þjóðfélagsfræðingur nýútskrifað- ur varði til þess mörghundruð blaðsiðna ritgerð við lokapróf sitt frá háskólanum i Kaupinhafn. Frá heróini til Jesús Þetta áþreifanlega dæmi um kosti hreyfingarinnar sá ég fljót- lega eftir að við vorum komin inn i .„kommúnu” Guðsbarnanna, sem var einn gamli hermanna- skálinn, um það bil 2000 fermetra gólfflötur, tvær hæðir (karlmenn sofa hér niðri og kvenfólkið með börnin uppi, var mér sagt). Inni fyrir var slangur af fólki og komu margir á móti okkur fagnandi, gleðibros og ritningarorð á vör- um. Einn skar sig þó mjög úr, rúmlega tvitugur piltur, sem i Framhald á bls 39 KENNINGUNNIUM ÞRÓUN MANNS- INS KOLLVARPAÐ? Fundizt hefur 2,5 milljón óra frummaður BANDARISKUR visindan. aður, Richard Leaky að nafni, hefur fundið höfuðkúpu frummanns, sem hann telur vera allt að 2,5 milljón ára gamla. Leaky fann höfuðkúpuna i grennd við Rudolfsvatn i Kenya, eða réttara sagt brotin úr henni, sem hann hefur siðan limt saman og bætt inn plaststykkjum, þar sem upp á vantaði. Leaky kveður höfuðkúpu þessa að minnsta kosti einni milljón ára eldri en þær leifar, sem áður hafa fundizt af frum- manninum. Hún hefur ýmis ein- kenni frábrugðin homo sapiens — afbrigðinu, en það merkilega er, að hún er einnig all ólik öllum þeim afbrigðum, sem fundizt hafa af frummanninum. Koll- varpar fundur þessi þvi þeirri kenningu, sem nú er almennt viðurkennd um þróun mannsins. Heili þessa frummanns hefur veriðmjög stór og allt form heila- búsins minnir furðulega mikið á nútima manninn. —Stp llöfuðkúpan, sem bandariski visindamaðurinn Leaky fann og setti saman úr beinbrotum og plasti. Hún er álitin af frummanni, sem uppi hafi veriö fyrir ailt aö 2,5 milljón árum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.