Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 1. april. 1973 Texti: Jónas Guðmundsson Myndir: Guðjón Efnarsson Nýja mjóikurbiiiö. Þessi hús eru öll fullbyggö og er heildargólfflötur 10.300 fermetrar og rúmmáliö á húsunum 38.000 rúmmetrar. Fullgert kostaöi búiö um 70.000.000.00 króna (endurbyggingin), en taliö er að meö núverandi verölagi kosti mjólkurbú aö þessari stærö ekki undir 300 milljónum króna. Mjóikurbú Flóamanna. Myndin er tekin i desember 1929, þegar fyrst rauk úr skorsteini mjólkurbúsins. hér, aö Flóaáveitan var grafin og gerö til aö hleypa leirbornu vatni Hvitár yfir jörö Flóamanna til áburöar. Menn höfðu tekiö eftir þvi, að þegar áin flæddi yfir bakka sina og fingerður jökul- leirinn settist á jörðina, þá spratt gras betur og varð sverara i rót- ina. Eftir að áveitan hafði verið grafin, var hægt að hleypa þessu vatni á engjarnar og veita þvi þaðan burtu eftir hæfilegan tíma. Árangurinn lét ekki á sér standa og segir, að strax næsta sumar hafi einn maður” slegið 18 hesta á þýfðri jörð”, en annars var gras- spretta með lakara móti, þar sem áveitunnar naut ekki við. Þannig jókst heyforði Flóamanna og mjólkurbúið var stofnað með nýrri heimild i lögum um áveituna, en áveitan var gerð með sérstökum lögum og fyrir opinbert fé, en of langt mál er að rekja alla þá sögu hér. Áveitu- framkvæmdirnar hófust vorið 1922 og þeim lauk árið 1927. Þó fullt samhengi sé i upphafs- orðum þessarar greinar, að áveita sé,, beinn undanfari” Mjólkurbúsins, kemur auövitað fleira til. ísland var að breytast. Hið gróna bændaþjóðfélag með sauöfé og vetrarbeit, stórgripum sem á stundum varð að „draga á segli” úr fjósi eftir harða vetur, þegar skepnurnar voru orönar of máttfarnar til að komast ferða sinna, voru undirstaða fæöuöfl- unar, ásamt sjóróðrum bænda og vinnumanna þeirra, en var að leysast upp. Þúsundir tóku sér búsetu á mölinni og störfuðu á þilskipum og trollurum og „lifið var saltfiskur”. Þarna var að skapast markaður fyrir búvörur, sem ekki hafði áður verið á Islandi, og með opnun vegasam- banda og bilferðum, var hægt að ná til þessa markaðs með mjólk og aðrar afurðir sveitanna. Þetta komu bændur auga á og stjórn- málamennirnir létu ekki sitt eftir liggja og þaö er út af fyrir sig merkilegt, að áveitumálið og stofnun mjólkurbúsins, virðist sameiginlegt áhugamál allra stjórnmálaflokka, þvi að stjórnarskiptin 1927, þegar MJÓLKURBÚ FLÓAMANNA Á SÉR LANGA SÖGU „Flóaáveitan var beinn undanfari Mjólkurbús Flóamanna og stofnun þess undir- búin og skipulögð af Flóaáveituf élaginu’ ’, segir i upphafsorðum i afmælisriti mjólkurbús- ins, þegar það varð fjörutiu ára, árið 1969. Vegna þeirra, sem ekki kunna skil á Flóaáveitunni má geta þess Tryggvi Þórhallsson tekur við af Jóni Þorlákssyni, virðast engu breyta um hag þessa fyrirtækis, og er það meira en segja má um margt annað, þvi að á þessum tima voru það ekki mörg mál, Grétar Simonarson, mjólkurbússtjóri fyrir framan aöalbygginguna. Þrír tankbilar frá MBF, þeirrar gerðar er sækja mjóik heim á sveita bæi, eru aölosa nýmjólk. Tankar bflanna eru þvegnir i sjálfvirkum vélum meö „programi”, eins og I þvottavélum. Þaö sparar tima og eykur hreinlætiö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.